Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 1 3 FRÉTTIR nefndar. Tölvunefnd hefði í hendi sér að neita samkeyrslu ef hún teldi sig ekki geta tryggt persónuvernd. Nefndin gæti einnig sett frekari skilyrði fyrir samkeyrslu sem rekstrarleyfíshafa bæri að uppfylla. Þar sem ekki er búið að koma á fót gagnagrunni á heilbrigðissviði hefur af eðlilegum ástæðum ekki komið til kasta tölvunefndar að taka afstöðu til þess hvaða samkeyrslur eða tegundir samkeyrslna verða leyfðar enda liggja engin erindi fyr- ir um það frá starfsleyfishafa. A hinn bóginn hefur verið tekið tillit til þess við alla vinnu tölvunefndar við gerð öryggisskilmála að mögulegt sé að veita samþykki til þess að samkeyra slíkar upplýs- ingar að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. Þótt það séu mörg atriði sem líta verður til áður en sam- keyrsla verður samþykkt, ber þess að geta að tölvunefnd ber að sjá til þess að við samtengingu og úr- vinnslu upplýsinga sé ekki unnt að bera kennsl á einstaklinga, sbr. 10. gr. gagnagrunnslaganna. Þá er mælt svo fyrir í 2. mgr. 32. gr. reglugerðar um gagnagrunninn að óheimilt sé að tengja upplýsingar úr gagnagrunni með erfðafræðilegum upplýsingum við upplýsingar úr gagnagrunni á heilbrigðissviði nema að erfðafræðiupplýsinga hafi verið aflað í samræmi við gildandi reglur hér á landi á hverjum tíma. Af þessu ákvæði leiðir m.a. að tölvu- nefnd mun hafa eftirlit með að þau lífsýni, sem erfðafræðilegar upplýs- ingar stafa frá, hafi verið aflað í samræmi við gildandi reglur hér á landi á hverjum tíma. I þessu sam- bandi er rétt að geta þess að enn hafa ekki verið sett lög um lífsýni eða lífsýnabanka þannig að almenna stefnumörk- un Alþingis skortir um nokkra þýðingarmikla þætti erfðarannsókna hér á landi. Á hinn bóg- inn er rétt að upplýsa það, að í dag setur tölvunefnd það almennt sem skilyrði fyrir leyfi til erfðafræðirannsókna að lífsýna sé aflað með upplýstu samþykki í sam- ræmi við 10. gr. laga um réttindi sjúklinga." Fáir tilgreindir starfsraenn mega vinna með gagnagrunninn - fívar verður gagnagrunnurinn vistaður? „Samkvæmt 9. gr. almennra ör- yggisskilmála tölvunefndar ber rekstrarleyfishafa að kynna tölvu- nefnd tillögu sína um hvar gagna- grunnurinn skuli vistaður innan þriggja mánaða frá útgáfu rekstrar- leyfis. Slík tilkynning hefur enn ekki borist, en þegar þar að kemur mun tölvunefnd setja öryggisskil- mála fyrir umrætt hús eða fyrirhug- aða byggingu, enda teljist hún henta með tilliti til öryggis gagna- grunnsins. Skilmálarnir verða með- al annars byggðir á grundvelli staðalsins BS 7799. Það þýðir í raun að gerðar verða jafn miklar eða meiri kröfur en gerðar eru til mikil- vægustu hluta upplýsingakerfa landsins. Skilmálar tölvunefndar um ytra öryggi og ákveðna þætti stjórnunarlegs öryggis verða ekki gerðir opinberir þar sem slíkt gæti verið til þess fallið að skerða öryggi gagnagrunnsins. Rétt er að taka fram að aðgangs- hindranir tryggja að mjög fáir til- greindir starfsmenn rekstrarleyfis- hafa mega vinna með gagna- grunninn undir virku eftirliti starfrækslunefndar, tölvunefndar og þverfag- legrar siðanefndar. Þeir mega eingöngu bera fram fyrirspurnir í gagnagrunnin eftir fyrir- fram skilgreindum fyrir- spumarflokkum, sem samþykktir hafa verið af eftirlitsaðilum. Þá em allar fyrirspurnir skráðar og varð- veittar á sérstakri log-skrá, sem eft- irlitsaðilar stjórna aðgangi að. Eft- irlitið verður þvi bæði með þeim fyrirspurnum sem heimilaðar verða svo og eftirfarandi með þeim fyrir- spurnum sem framkvæmdar hafa verið.“ Flóknir öryggisskilmálar Samkvæmt upplýsingum Páls hefur nokkuð borið á kvörtunum fólks undan því að öryggisskilmálar tölvunefndar væm mjög flóknir. „Það viðfangsefni tölvunefndar að semja öryggisskilmála fyrir gagna- grunn á heilbrigðissviði var og er mjög flókið þar sem grípa þarf til mjög margþættra úrræða og sam- þætta þau. Það er því alveg rétt að öryggisskilmálar tölvunefndar era flóknir og geta ekki á annan veg verið eigi þeir yfirleitt að koma að tilætluðum notum. Til að forðast mis- skilning skal það áréttað í þessu sambandi að ég hef hér að framan aðeins farið mjög almennum orðum um nokkra þætti gagnagrunnslaganna og öryggis- skilmála tölvunefndar. Itarleiki um- fjöllunar minnar hér að framan gef- ur því ekki réttmætt tilefni til gagnályktana," segir Páll. - í ljósi þess að tölvunefnd lagði eindregið til við meðferð frumvarps til gagnagrunnslaganna á Alþingi að lögin byggðust á upplýstu sam- þykki sjúklinga, liggur beint við að spyrja af hverju tölvunefnd hafí ekki hnekkt lögunum að þessu leyti. „Þar sem tölvunefnd fer hvorki með löggjafarvald né dómsvald get- ur tölvunefnd þegar af þeirri ástæðu hvorki breytt né hnekkt lög- um. Núgildandi lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, sem eru hin almennu lög á þessu sviði, byggjast á upplýstu samþykki sem meginreglu. I ljósi friðhelgi einka- lífs, sjálfsákvörðunarréttar hvers manns og fleiri atriða lagði tölvu- nefnd til við Alþingi við umfjöllun um framvarp til gagnagrannslag- anna að byggt yrði á upplýstu sam- þykki sjúklinga sem forsendu fyrir því að upplýsingar um þá yrðu færðar í gagnagrunninn. Eins og kunnugt er var þessi leið ekki valin við setningu gagnagrannslaganna. Ljóst er að gagnagrannslögin snerta mörg og mikilvæg réttindi. Lögin snerta til dæmis einkalífs- vernd, atvinnuréttindi á sviði vís- indarannsókna og samkeppni og jafna stöðu til slíkra rannsókna. Hvort yfirleitt er hægt að finna þessum hagsmunum færa samleið þannig að flestum líki er álitamál. Hvað sem því líður myndaðist mikil togstreita á milli þessara hagsmuna við meðferð frumvarps til gagna- granns á heilbrigðissviði. Hvort sú leið, sem Alþingi hefur varðað með lögunum um gagnagranninn, er sú skynsamlegasta við að þræða veg- inn á milli þessara ólíku hagsmuna og vægi þeirra innbyrðis er álita- mál, sem mikið hefur verið fjallað um. í þessu sambandi er hins vegar mikilvægt að hafa í huga, að sam- kvæmt íslenskri stjórnskipan er það ekki tölvunefndar eða stjórnvalda að kveða upp úr með hinn endan- lega dóm í því efni. í réttarríki er það hlutverk handhafa fram- kvæmdarvalds að fara að lögum í stjórnsýslu sinni. í störfum sínum verða stjórnvöld að gæta þess að ákvarðanir þeirra séu annars vegar í samræmi við lög og eigi sér stoð í lögum. Ef almenningur er ekki ánægður með lög eða lögmælta stjórnsýslu verðum við að hafa í huga að Alþingi fer með valdið til þess að breyta lögum. í ljósi þess hverjum falin er handhöfn lög- gjafarvalds er augljóst að tölvu- nefnd er ekki rétti viðmælandinn þegar menn bera fram gagnrýni á gagnagrannslögin og óska eftir breytingum á þeim,“ segir hann. Næsta skref að semja verkáætlun - Fyrir skömmu bárust fréttir af ungum Norðmanni sem fann leið til að lesa DVD-diska án þess að nýta dulritunina sem átti að gera ókleift að fjölfalda þá. Bent hefur verið á að tölvuþrjótar fínni sífellt nýjar leiðir til að brjóta upp dulritun eðajafnvel að afrita gögn með dulrituninni í heilu lagi. Valda slíkar fregnir ekki áhyggjum um öryggi gagnagrunns- ins? „Hin hraða framþróun tækninnar og mikil sköpunargáfa manna við að finna nýjar leiðir til að brjótast inn í verndaða gagnagranna era áhættu- þættir sem að sjálfsögðu var tekið tillit til við samningu öryggisskil- mála gagnagrannsins. í tæknileg- um öryggskröfum gagnagrannsins er þannig að finna bann við teng- ingu gagnagrunnsins við Internetið. Með því er komið í veg fyrir að áhugasamir „hakkarar“ fái yfirleitt nokkurt tækifæri til að spreyta sig á því að brjótast inn í hinn dulkóðaða gagnagrann. Þar sem gagnagrann- urinn verður síðan vistaður verður beitt margþættum aðferðum á sviði tækni, skipulags, stjórnunar og eft- irlits þannig að starfsmenn rekstr- arleyfishafa hafi heldur ekki slíka möguleika. Tenging grunnsins við Netið bónnuð Heilsufars- upplýsingar verði einnig dulkóðaðar í 30. gr. reglugerðar um gagna- grann svo og í almennum öryggis- skilmálum tölvunefndar er síðan að finna ákaflega þýðingarmikið ákvæði, þar sem kveðið er svo á, að tölvunefnd geti endurmetið tækni-, öryggis- og skipulagsskilmála sem rekstrarleyfishafa beri að uppfylla í ljósi nýrrar tækni, reynslu og breyttra aðstæðna og sett rekstrar- leyfishafa skilyrði fyrir hvaða tíma uppfylla skuli hinar nýju kröfur. Komi fram ný þekking og tækni sem getur ógnað öryggi gagna- grannsins verður við því brugðist á grandvelli framangreinds ákvæðis með viðeigandi breytingum á ör- yggisskilmálum. Hið sama gildir komi í ljós við úttektir og eftirlit tölvunefndar með gagnagranninum að einhverjar af þeim leiðum sem valdar hafa verið við að mæta ör- yggismarkmiðum tölvunefndar séu ekki nægilega virkar. Þar sem öll gerð og starfsemi gagnagrunnsins verður háð sívirku eftirliti tölvu- nefndar er vafalaust að öryggis- kröfur tölvunefndar eiga eftir að breytast með tímanum í ljósi nýrrar tækni, reynslu og breyttra að- stæðna.“ - Hver verða nú næstu skref í vinnu tölvuncfndar að gagnagrunn- inum? „Kröfur tölvunefndar ná ekki ein- göngu til virkni kerfisins eftir að það verður sett í notkun. Þær ná einnig til þeirra vinnubragða sem beitt verður við þróun kerfisins. Tölvunefnd mun því stöðugt fylgj- ast með þróunarvinnunni og rekstr- arleyfishafa er skylt að afhenda gögn sem staðfesta að vinnan upp- fylli þær kröfur sem tölvunefnd ger- ir. Næst liggur fyrir að setja upp verkáætlun með okkar íslensku og erlendu sérfræðingum í samráði við rekstrarleyfishafa þar sem fram kemur hvenær rekstrarleyfishafi ætlar sér að skila einstökum þáttum kerfisins til úttektar hjá sérfræð- ingum tölvunefndar," sagði Páll að lokum. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 -33. útdráttur - 30. útdráttur - 29. útdráttur - 28. útdráttur - 24. útdráttur -22. útdráttur -21. útdráttur - 18. útdráttur - 15. útdráttur - 15. útdráttur -15. útdráttur Koma þessi bréf til inntausnar 15. april 2000. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV þriðjudaginn 15. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. 'íyTT'1' íbúðalánasjóður I Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.