Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Theodór Páll Jónsson og Kristmundur Axel Krist- mundsson, sex ára, hjáipa til við mokstur. Margir festu bfla sína í gær og alls staðar sást greiðvikið fólk stökkva til og bjóða fram aðstoð sína. Vörubfll festist á Ljósvallagötu og var talið Ifldegt að þetta væri í fyrsta sinn sem nashyrningur festist í snjó. I Ekki verið jafn snjóljungt 1 Reykjavfk f 16 ár Mokað, ýtt og dregið í öll- um hverfum borgarinnar Reykjavík GRÍÐARLEGA snjóþungt er alls staðar á höfuðborgar- svæðinu og segir Vilberg Ágústsson, yfirverkstjóri snjóruðningsdeildar Reykja- víkurborgar, að sextán eða sautján ár séu síðan svo mik- ill snjór hafi verið í borginni. Snjóþyngsli voru í öllum hverfum borgarinnar og víða voru mannhæðarháir skafl- ar. Vilberg segir snjóruðn- inginn í gær hafa gengið eins vel og hægt var miðað við aðstæður, en að moksturinn hafi verið nokkuð þungur og erfiður vegna þess hve blautur snjórinn var. Rúmlega þrjátíu bílar og snjóruðningstæki voru á ferð um borgina í gær og keppt- ust við að ryðja snjónum af götum hennar. Reykjavíkur- borg á sjö snjóruðningsbíla og tvö snjóruðningstæki og voru þau öll að störfum að- faranótt mánudags. Klukkan þrjú um nóttina voru 23 snjóruðningstæki ræst út til viðbótar og voru þau að allan morguninn og langt fram eftir degi. Að sögn Vilbergs voru all- ar strætisvagnaleiðir orðnar færar milli klukkan níu og tíu í gærmorgun. Þegar búið var að ryðja helstu aðalleiðir var hafist handa við íbúðar- götur en ekki var reiknað með að næðist að moka þær allar í gær. Snjóruðningsvél- arnar voru að til um klukkan átta í gærkvöldi en útilokað var að moka allar götur í gær. Snemma í morgun átti að halda áfram að moka íbúðargötur og var stefnt að því að ljúka við mokstur þeirra í dag. Snjómoksturstæki af öll- um stærðum og gerðum Snjómokstursvélar þær sem sáust á götunum í gær voru af ýmsum stærðum og gerðum. Jarðýtur og drátt- arvélar voru kallaðar út sem og sérhæfðari tæki eins og snjóblásarar. Guðmundur Jónsson var á ferð í gær, á snjóblásara sínum, meðal annars í Engjahverfi í Graf- arvogi. Hann segir sjaldgæft að nota þurfi snjóblásara í borginni. „Þessi tæki eru notuð mest úti á landi, en eru not- uð hér þegar það er mjög mikill snjór,“ segir Guð- mundur. „Þetta tæki tekur raun- Morgunblaðið/Kristinn Samgönguhættir fölks voru meö ýmsu móti í gær. Sumir reyndu að moka bfla sfna út úr sköflum, en aðrir drógu bara fram fjallahjólin. Snjóblásari á ferð í Engjahverfí í Grafarvogi. veralega hvaða skafla sem er og svona snjóblásarar eru síðustu tækin sem verða stopp þegar færðin er erfið.“ Guðmundur þetta hentug- ustu tækin til að víkka út göturnar þegar búið er að ryðja þær með stóru ruðn- ingsbílunum og segir hann snjóblásturinn meira að segja geta verið nokkuð skemmtilegan. „Ég hef svolítið gaman af þessu. Þetta tæki fer samt frekar hægt en það tekur samt þessa stóru ruðninga sem getur verið svo erfitt að ná.“ Hann segir snjóblásar- ann einnig hentugan þar sem þröngt sé og að hægt sé að moka mjög mjóar götur með honum, en þá sé snjón- um blásið upp á vörubílspall. Vilja hjálpa til við að moka veginn Kennsla raskaðist í sum- um grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu í gær, eink- um fyrri hluta dags. Kristmundur Axel Krist- mundsson og Theodór Páll Jónsson eru sex ára gamlir og truflaðist kennsla í skól- anum þeirra, Engjaskóla, í gærmorgun vegna ófærðar- innar. „Það var frí af því að bíl- arnir voru alltaf að festast og kennarinn okkar var fast- ur,“ segir Kristmundur. Strákunum fannst samt ekkert mjög leiðinlegt að það skyldi vera frí í skólan- um enda höfðu þeir í nógu að snúast. „Við erum að að moka veginn fyrir bílana svo þeir komist,“ segir Kristmundur. Theodór segir að þeim finnist bæði gaman að moka snjóinn og svo langi þá líka til að hjálpa til eins og þeir geti. „Við förum svo örugglega aftur í skólann á morgun,“ segir Theodór. Samgönguhættir borgar- búa með ýmsu móti íbúar höfuðborgarsvæðis- ins gerðu sitt besta til að komast leiðar sinnar í gær og voru samgönguhættir þeirra með ýmsu móti. Margir mokuðu bíla sína út úr sköflum í gærmorgun, en aðrir lögðu ekki í það, skildu þá eftir heima og gengu til vinnu eða tóku strætisvagn. Sumir sáust draga börn sín um á snjóþotum og einhverj- ir sáust meira að segja reyna að hjóla um á fjalla- hjólum. Greiðvikni fólks gerði víða vart við sig í hverfum borg- arinnar þar sem það aðstoð- aði bæði nágranna sína og ókunnuga vegfarendur við að losa bíla sína úr sköflum og djúpum, blautum hjólför- um. Sumir þurftu reyndar að- eins meira en handaflið til að koma sér af stað og þegar stærri bílar áttu í hlut gat þurft að draga þá með kaðli. Stór vörubíll sat um tíma fastur á horni Ásvallagötu og Ljósvallagötu í Vestur- bænum, en heldur skondið þótti að á hlið hans skyldi vera risastór mynd af nas- hyrningi og voru því gerðir skórnir að þetta væri líklega í fyrsta sinn sem nashyrn- ingur sæti fastur í snjó. Götusmiðjan og Barnaverndarstofa undirrita 24 milljóna króna þ.jónustusamning Starfsemin formlega hafín á Arvöllum Götusmiðjan hefur formlega hafið rekstur nýs meðferðarheimilis fyrir ungmenni á Ár- völlum á Kjalamesi. Við það tilefni var undirritaður 24 milljóna króna þjónustusamningur við Barnaverndarstofu. Frá vinstri: Marsibil J. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Götu- smiðjunnar, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bamaverndarstofu og Guðmundur Týr Þórar- insson, stjórnarmaður Götusmiðjunnar. Kjalarnes GÖTUSMIÐJAN opnaði formlega meðferðarheimili á Arvöllum á Kjalamesi á föstu- daginn, en heimilið, sem rúm- ar 20 skjólstæðinga, er ætlað ungmennum á aldrinum 16 til 20 ára, sem eiga við vímuefna- vandamál að stríða. Nokkur styr hefur staðið um opnun heimilisins og íbúar á svæðinu m.a. mótmælt, en Marsibil J. Sæmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Götusmiðjunn- ar, sagði að öldurnar hefði nú lægt og því væri mikill léttir að starfsemin væri formlega haf- in, en öll tilskilin leyfi bárust um miðjan janúar. „Þetta er alveg yndisleg til- finning og mikið spennufall," sagði Marsibil. „Við héldum fund með íbúum Kjalamess þann 8. febrúar, þar sem við kynntum starfsemina og það lítur út fyrir að allt sé fallið í ljúfa löð.“ Götusmiðjan, sem áður rak Virkið í Dugguvogi, en það hætti starfsemi 1. september, flutti að Árvöllum í haust. Frá því í nóvember hafa nokkm- ungmenni verið þar í meðferð, þrátt fyrir að starfsleyfi hafi skort, en Marsibil sagði að það hefði verið tilfallandi og nú væru öll leyfi fyrir hendi og því væri reksturinn kominn á fullt. Ekki unnt að nýta öll rýmin vegna Qárskorts Að sögn Marsibil hentar húsnæðið á Árvöllum rekstr- inum vel, en það ásamt lóð kostaði um 56,5 milljónir króna. Auk þess fóru 1,5 millj- ónir í breytingar, þannig að heildarkostnaður var um 58 milljónir króna. Marsibil sagði að húsnæðið hefði verið fjár- magnað með 90% láni frá íbúðalánasjóði og því væri mánaðarleg greiðslubyrði ekki mikið meiri en hún hefði verið í leiguhúsnæðinu í Dugguvogi. Marsibil sagði að áætlaður rekstrarkostnaður heimilisins væri um 45 milljónir á áii, mið- að við fulla starfsemi, þ.e. 20 skjólstæðinga í meðferð, fjöl- skylduráðgjöf og eftirmeð- ferð. Hinsvegar væri ekki unnt að reka heimilið sam- kvæmt þessu, þar sem nægi- legt fjármagn væri ekki fyrir hendi. Við opnunina var undirrit- aður 24 milljóna króna þjón- ustusamningur við Barna- vemdarstofu, þar sem Götusmiðjan tekur að sér að veita allt að 10 unglingum í senn, á aldrinum 15 til 18 ára, sérhæfða vímuefnameðferð. Marsibil sagðist vissulega vera ánægð með samninginn, en þó mætti gera betur, því enn væru 10 pláss ónýtt. „Við ætlum að reyna að íylla þessi 10 pláss, hvemig sem við fömm að því. Við erum með langa biðlista og ástandið í fíkniefnamálum er ekkert að batna og því full þörf á átaki í þessum málum.“ Markmið Götusmiðjunnar er að aðstoða ungt fólk, sem hefur leiðst úr hinum hefð- bundna samfélagsramma og inn í heim fíkniefna og afbrota, til að fóta sig og koma lífi sínu í jákvæðan farveg. I meðferðinni er lögð áhersla á að einstaklingurinn beri alltaf ábyrgð á sjálfum sér og þar af leiðandi er það skil- yrði að hann óski sjálfur eftir því að komast í meðferð. Þá er lögð rík áhersla á þátttöku for- eldra í meðferð ungmennanna, m.a. með svokallaðri fjöl- skylduviku, þar sem foreldrar taka þátt í meðferðarfundum. Hjá Götusmiðjunni starfa 22 starfsmenn, þar af eru 4 í hlutastarfi. Götusmiðjan hefur starfsleyfi frá Bamaverndar- stofu, auk þess sem hún á í nánu samstarfi við barna- verndar- og félagsmálayfir- völd, sem og við félaga- og áhugasamtök sem starfa á svipuðum vettvangi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.