Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 31 ERLENT Framtíð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins _______Bætt skipulag hins alþjóðlega__________ fjármálakerfís og baráttan gegn fátækt eru meðal helstu verkefna AI- 3jóðag;ialdeyrissjóðsins, IMF, segír í þess- ari grein eftir Michel Camdessus. Hann er nú að láta af starfi sem yfírmaður IMF eftir að hafa gegnt stöðunni í 13 ár. The Project Syndicate. Reuters Michel Camdessus er hann flutti erindi á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um viðskipti og þróun í Bangkok á sunnudag. AUKIN alþjóðavæðing, einkum á fjármálamörkuðunum; umskiptin í mörgum löndum frá áætlunarbú- skap yfir í markaðskerfi og hlut- skipti fátæks fólks um allan heim eru meðal þeirra mörgu verkefna, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hefur fengist við. Mér hlotn- aðist sá heiður að stýra þessu starfi í 13 ár, meðal annars að örva efna- hagslegt samstarf og annast ráð- gjöf við 182 ríki, allt frá Bandaríkj- unum til hinna smæstu Kyrrahafsríkja. Til þessara verka hefur IMF skýrt umboð og honum er treyst jafn vel fyrir þeim nú og er hann var stofnaður fyrir meira en hálfri öld. Hæfileikinn til að laga sig að breyttum aðstæðum hefur ávallt verið aðalsmerki IMF. Viðfangs- efni hans hefur alltaf verið þjóð- hagfræðin, sú efnahagsstefna, sem leggur grunninn að varanlegum hagvexti. Fjármálakreppur sfðustu ára hafa hins vegar valdið því, að nú er megináherslan á heilbrigt fjármálakerfi, góða stjórnun og gagnsæi. Komið í veg fyrir kreppur Hvað sem þessu líður er IMF kunnastur fyrir að grípa inn í á krepputímum, ýmist með því að- stoða við að ráða fram úr vandan- um eða koma í veg fyrir yfirvofandi kollsteypu í efnahagsmálunum. Megintækin, sem sjóðurinn hefur yfir að ráða, eru holl ráð og lánveit- ingar en lánastefnan er í eilífri end- urskoðun. Mesta aðstoðin mun áv- allt felast í því að koma í veg fyrir, að til mikilla lánveitinga þurfi að koma. Það, sem mestu skiptir við að tryggja stöðugleika í gengismálum, er, að stjórntækin séu góð. Um það hefur verið mikil umræða að und- anförnu og þá ekki síst um hlutverk evrunnar þegar hún kemur til skjalanna fyrir alvöru. Skyldar þessu og aðallega vegna nýafstað- innar fjármálakreppu í Asíu eru til- raunir til að endurbæta allt skipu- lag hins alþjóðlega fjármálakerfis. Verður að halda þeim áfram þótt nú ári betur en áður víðast hvar og hér hefur IMF mikilvægu hlut- verki að gegna. Frjálst fjármagnsflæði Mikilvægt er að auðvelda frjálst fjármagnsflæði um allan heim og af þeim sökum leggur IMF til að dregið verði úr öllum hömlum. I því skyni að koma í veg fyrir ringulreið ætti IMF að hafa heimild til að fresta hugsanlegum aðgerðum lán- ardrottna þegar og þar sem um er að ræða alvarlega skuldakreppu. Þótt IMF leggi sig allan fram við að tryggja hagvöxt og stöðugleika í fjármálum er samt líklegt að erfið- leikar og kreppuástand skjóti upp kollinum öðru hverju. Það vekur aftur þá spurningu hvort rétt sé að koma á fót alþjóðlegri lánastofnun, sem hefði það meginverkefni að grípa inn í komi til alþjóðlegrar lánsfjárkreppu. Raunar stendur IMF næst því að vera sú stofnun en fjármálakreppan 1997-98 gekk hins vegar svo nærri honum, að við lá, að hann kæmist í þrot. Viðbrögð við heimskreppu Hvernig yrði brugðist við ef til raunverulegrar heimskreppu kæmi? IMF, eins og seðlabankar einstakra ríkja, myndi þá grípa til síns alþjóðlega varasjóðs, hinna Sérstöku dráttarréttinda eða SDR. Með þeim gæti hann aukið pen- ingamagn í umferð og dregið aftur úr því er um hægðist. Onnur hætta steðjar einnig að og hún er fátæktin. I samvinnu við Al- þjóðabankann og aðildarríki hans hrinti IMF af stokkunum „Aðstoð við fátæk ríki í skuldafjötrum“ í því skyni að draga úr neyðinni. Þá hef- ur Sjóðurinn einnig kynnt nýjan lánaflokk með það fyrir augum að vinna gegn fátækt og auka hagvöxt og er þar byggt á samstarfi alþjóð- legra stofnana við ríkisstjórnir og borgaraleg samtök í fátækum ríkj- um. Nýir tímar? í þessu starfi kemur oft upp þörfin fyrir alþjóðlegt svar við al- þjóðlegum vandamálum. Að þessu leyti erum við brautryðjendur, fyrsta kynslóðin, sem er fær um að takast sjálfviljug á við alþjóðleg málefni án þess að gera það í skjóli hervalds eða stórveldis. Til að ná þessu marki að fullu þarf hins veg- ar að koma til víðtækt samstarf í efnahags- og stjórnmálum. Við skulum þó ekki gera of lítið úr hættunni á því, að menn láti þetta tækifæri sér úr greipum ganga. Það sýndi sig á ráðstefnu Heimsviðskiptastofnunarinnar í Seattle þar sem iðnríkin komu sér ekki einu sinni saman um að fella „í því skyni að koma í veg fyrir ringulreið ætti IMF að hafa heimild til að fresta hugsanlegum að- gerðum lánardrottna þegar og þar sem um er að ræða alvarlega skuldakreppu." niður viðskiptahömlur gagnvart fá- tækustu og skuldugustu ríkjunum. Það er að vísu gott að afskrifa skuldir fátæku ríkjanna en það er ekki nóg. Til að þau dafni verður að efla atvinnuvegi þeirra og útflutn- ing. Um leið og ég kveð IMF hlýt ég að harma, að ekki skuli hafa tekist að afla nægs stuðnings við skipu- lagsbreytingar innan Sjóðsins í því skyni að auka pólitíska ábyrgð þeirra, sem að honum standa. Stofnun Alþjóðagjaldeyris- og fjár- málanefndarinnar, ráðherraráðs, sem kemur í fyrsta sinn saman í apríl í vor, er vissulega skref í rétta átt en betur má ef duga skal. Ekki sjö ríki, heldur 30? í stað hinnar ráðgefandi nefndar ættum við að koma á fót því full- skipaða ráði sem samþykkt var að skipa fyrir 25 árum. Innan þess getur IMF tryggt sér afdráttar- laust og lögformlegt umboð frá að- ildarríkjunum. Önnur hugmynd er líka, að í stað fundar G-7-ríkjanna annað hvert ár verði fundur leið- toga þeirra 30 ríkja u.þ.b., sem eiga fulltrúa í stjórn IMF eða Alþjóða- bankans. Sameiginlegar ákvarðanir, sem teknar eru á vettvangi alþjóðlegra stofnana, verða að hafa lagalegt fulltingi. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því mikilvæga hlutverki, sem IMF gegnir í leitinni að aukinni hagsæld og stöðugleika. Farþegar afgönsku vélarinnar Um helmingur gíslanna kominn heim London, Kandahar í Afganistan. AP, AFP, Daily Telegraph. TÆPUR helmingur farþega hinnar afgönsku Ariana Airlines-flugvélar, sem rænt var á sunnudaginn fyrir viku, sneri aftur til Afganistan að eigin ósk aðfaranótt mánudags. 74 gíslanna fyrrverandi dvelja enn í Bretlandi og bíða úrskurðar beiðni sinnar um að vera veitt þar hæli, en bresk stjórnvöld eiga nú í viðræð- um við nokkur ríki um mögulega hælisveitingu flóttamannanna. Wakil Ahmed Muttawakil, utan- ríkisráðherra stjórnar Talebana í Afganistan, var meðal þeirra sem tóku á móti þeim 73 Afgönum sem sneru til heim í gær - 60 fullorðnum og 13 börnum, m.a. 10 úr áhöfn vél- arinnar. Var gíslunum fagnað með blómum og hlutu karlmennirnir bæði túrbani og kóraninn að gjöf. Sumir gíslanna grétu og kysstu jörðina og margir sögðust ánægðir að vera komnir aftur heim. „Við viljum frekar vera í Afganistan, jafnvel rústum Afganistan, en í London," sagði einn þeirra og voru uppi gagnrýnisraddir á þá sem eftir urðu. Það kom mörgum á óvart hve margir gíslar voru um borð í vélinni í gær, en á sunnudag hafði breska innanríkisráðuneytið greint frá að einungis 17 af 164 virtust ákveðnir að snúa aftur heim. Muttawakil hef- ur fullvissað þá sem enn dvelja í Bretlandi um að þeim verði ekki refsað, snúi þeir á ný til Afganist- ans. En hann hefur hvatt bresku stjórnina til að hafna hælisbeiðnum og sagt slíkt öðrum flugræningjum hvatningu. Kunna að verða sendir til annarra ríkja Bretar eiga nú í viðræðum við fjölda þjóða sem hafa sýnt áhuga á að veita gíslunum fyri-verandi hæli og vera kann að þeir sem sýni því áhuga verði sendir til Bandaríkj- anna, Indlands eða Pakistans að sögn talsmanns utanríkisráðuneyt- isins, sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Við eigum í viðræðum við fjölda áhugasamra þjóða, fari svo að farþegarnir hafi áhuga á að fara þangað.“ Meðal þeirra ríkja sem innan- og utanríkisráðuneyti Bret- lands eiga nú í óformlegum viðræð- AP Wakil Ahmed Mutawakil, utan- ríkisráðherra Afganistan, tekur á móti einum gíslanna á flugvell- inum í Kandahar í gær. um við eru Úsbekistan, Kasakstan og Rússland. 19 manns eru í gæsluvarðhaldi í Bretlandi í tengslum við flugránið og komu 13 þeirra fyrir rétt á mánudag. Talebanar vilja að réttað verði yfir flugræningjunum, en hafa ekki krafist að framsals þeirra. Að sögn flugmálaráðherra Taleb- ana, Akhtar Mohammed Manzoor, bíður þeirra um 7 ára fangelsisdóm- ur verði þeir dæmdir í Afganistan. Talebanar hafa hins vegar farið þess á leit við Breta að þeir skili aft- ur flugvél Ariana Airlines, sem er aðeins ein fjögurra farþegavéla þessa ríkisrekna flugfélags. Ekki liggur þó enn fyrir hvort Bretar verða við óskinni, en refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna, kveða á um að afgönsk flugfélög hafi ekki leyfi til millilandaflugs. Léttur og meðfærilegur GSM posi með iiinhyggðum prentara Tílvalið fyrir þorrablót og árshátíbir Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.