Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 34

Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIND MYNDLIST Káíihús Rejkjavfkur FIND FINNSK HÖNNUN Opið alla daga á tímum ráðhússins. Til 2. mars. Aðgangur ókeypis. EITT af því fáa á sjónmennta- sviði sem Reykjavík býður íbúum sínum á þúsaldarár, er hönnunar- sýningin, Find, sem opnaði samtím- is í ölíum menningarborgunum þann 2. febrúar 2000. Find á að kynna finnska hönnun og nýjar vörur út frá nýjum hug- myndum, helst á þann veg að það eru fyrirtæki, ekki hönnuðir, sem sýna, og var fyrirtækjunum sem urðu fyrir valinu fyrirlagt að vinna ákveðið verkefni; hanna vöru sem mögulegt væri að kynna á sýning- unni. Var ætlunin að veita nýja yfir- sýn yfir finnska vöruhönnun og hönnunarmöguleika við árþúsunda- skiptin. Markmiðið var að sjá og skilja. Kastljósinu beint að spurn- ingum en ekki svörum, hver væri hugsunin að baki hönnun hjá finnskum fyrirtækjum. Hvernig er hönnun skilgreind og hver eru áhrif hennar á mismunandi vörur? Þá byggist hugmyndin að baki upp- byggingu sýningarinnar ekki á því að vera yfirgripsmikil sýning á hinu athyglisverðasta sem finnskir hönn- uðir hafa gert í gegnum aldirnar. Satt að segja er óþarfi að bæta því við að þetta sé ekki yfirlitssýn- ing, sett saman með stórum styrkj- um frá iðnaðar- eða menntamála- ráðuneytinu, sem þó er mjög annt um orðstír finnskrar hönnunar, þvert á móti lítið verkefni með tak- mörkuð fjárráð, skipulagt af litlum vinnuhóp. Allt þetta blasir við er komið er niður í gryfju ráðhússins enda þekking okkar á finnskri hönnun á þann veg eftir nokkrar frábærar sýningar og þá helst í Norræna húsinu, en hún hefur einn- ig verið kynnt í verslunum, einkum glervara og fatnaður. En það sem sérstaklega er vakin athygli á í for- mála, að hin viðameiri hönnun sé ekki kynnt, er einmitt það sem minnst hefur ratað hingað og hefði því verið forvitnilegust fyrir okkur. Litlar sýninar sem þessar þurfa mikla og hnitmiðaða nálgun til að munirnir komi til skila, en hana er ekki að finna í grámóskuvíðáttu gryfjunnar, þannig að þrátt fyrir að sýningin sé ekki beinlínis illa sett upp er afar erfitt að melta hana. En að sjálfsögðu er þetta fullgild og góð hönnun, jafnvel á stundum frá- bær, en afar strembið að átta sig á einu og öðru í þessum búningi og nokkur kaupstefnubragur á fram- takinu, sem væri ekkert verra ef munirnir nytu sín betur. Er gefið að hinir mörgu aðdáendur finnskrar hönnunar hér á landi verði fyrir nokkrum vonbrigðum, en kannski ber að meta viljann fyrir verkið. Til þess að sýningin skili sér er nauðsynlegt að lesa vel skýringar í ljósprentaðri skrá, en þær eru jafn skilvirkar og sýningin er strembin, er þó drjúg þolinmæðisvinna að fara í gegnum þær allar. Fram- kvæmdin höfðar í heild sinni þannig mun frekar til þröngs hóps fag- manna en almennings. Auðvitað hefði stærri vinnuhópur, lengri undirbúningur og meiri fjáraustur átt að fylgja framkvæmdinni úr hlaði, og ekki ber hún svip af stór- hug og metnaði í ljósi tilefnisins og vægi hans, því er illu heilli... Bragi Ásgeirsson Ráðizt á píanóljónin Píslarmerkin og Páfagarðurinn TONLIST Salurinn PÍANÓTÓNLEIKAR Bartók: Sónatína; Sónata (1926). Mist Þorkelsdóttir: Sónata til lífs- ins. John A. Speight: Sonata per pianoforte (frumfl.). Liszt: Fantasía & fúga um BACH; Gosbrunnar í Villa d’Este; Sursum corda; Ungversk rapsódía nr. 2. Peter Máté, píanó. Sunnudaginn 13. febr- úarkl. 20:30. FRAMHERJAR slaghörpunnar frá síðustu 150 árum voru í brenni- depli á tónleikum Peters Máté í Tónlistarhúsi Kópavogs á sunnu- dagskvöld og „virtúósi“-þátturinn í hávegum. Dagskráin var af kröfu- harðari sortinni, þeirri sem sjaldnar sést hjá hérlendum píanistum en er- lendum, sem geta haft fulla atvinnu af konsertleik. Það kom því ekki á óvart að sjá fjölmarga píanóleikara og -kennara meðal áheyrenda, er greinilega lék forvitni á að virða tök þessa unga atgervisflóttamanns frá Slóvakíu, sem verið hefur í fremstu röð íslenzkra slaghörpuleikara í 10 ár og kennir nú í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Væntanlega hefur ekki dregið úr að flutt voru tvö nýleg ís- lenzk verk við sama tækifæri, þar af eitt frumflutt. Peter vatt sér umsvifalaust í fyrsta verkefnið, Sónatínu eftir Béla Bartók, sem samanstendur úr þrem skapgerðarstykkjum, Sekkjapípu- leikarar, Bjarnardans og Finale. Líkt og í öðrum smærri píanóverk- um Bartóks frá árunum þegar hann safnaði og rannsakaði alþýðutónlist frá Balkanlöndum standa þjóðlögin þar tiltölulega óbreytt. Vel að merkja þjóðlög á mun dýpra grunni en sígaunatónlistin úr danshúsum Búdapest, sem bæði Liszt og Brahms töldu dæmigerð ungversk þjóðlög, enda brautryðjendastarf þeirra Bartóks og Kodálys síðar til komið. Það var fljótheyrt að Peter var hér á heimavelli, því vakurt tón- skyn Suðaustur-Evrópuþjóða, sem er svo ólíkt skapferli Norðurlanda- búa, kom skýrt og sannfærandi fram í sindrandi snörpum leik hans með tilheyrandi styrk- og hraðabreyting- um sem hafa verið landlægar þar syðra frá alda öðli. Eftir þetta skyndiflug yfir í önd- verðan enda álfunnar færðist sviðs- ljósið aftur hingað með tveim ís- lenzkum verkum. Fyrst í Sónötu til lífsins eftir Mist Þorkelsdóttur, áheyrilegu 10 mín. löngu verki frá 1996. Það hófst á útjöðrum hljóðfær- isins ef svo má segja með samtímis tröllslegu urri á botnsviði og pískr- andi iði í efsta diskanti, er seinna færðist nær miðju með kyrrlátari hljómrænum hugleiðingum í ofurlít- ið vesturheimskum anda, áður en upphófst nk. snertlu-rondó með inn- skotum fáeinna fingurplokkaðra nótna innan úr hljómkassanum. Þróaðist síðan yfir í ágengan mið- kafla með þrástefjavinnu og seinna með síítrekuðum arpeggíóum í vinstri hönd á móti frjálsu lagferli í hægri. Enn seinna var dæminu snúið við, unz leikið var undir lokin með snörpum andstæðum háværra djúpra blokkhljóma og lágværri melódík á efra sviði. Þrátt fyrir nú- tímaleg efnistök á köflum var þokka- fullur og bjartsýnn heildarsvipur yf- ir stykkinu, er hélt athygli allt til enda í innlifaðri túlkun Peters Máté. Vandheyranlegri virtist manni heildarsvipurinn í hinni fjórðungi lengri Sonata per pianoforte eftir John A. Speight, er hér var fium- flutt. Verkið var samið að beiðni píanistans og í fjórum meira eða minna samtengdum þáttum, þótt undirrituðum tækist aðeins að greina ein skýr þáttamót við fyrstu heyrn; að sögn í gömlu formi en með nýstárlegu yfirbragði. Hvort síðar- nefnt hafi auðveldað þessum hlust- anda að glutra niður framvindu „gömlu“ formanna skal ósagt látið; alltjent verkaði verkið í heild afar rapsódískt, ef frá eru talin örfá bindi- meðul eins og áberandi notkun á tvíundarsamsettum hljómum og hnígandi skalafrumi úr litlum þríundum og tvíundum. Tilfinningalega séð var verkið karlmennskulegt, að maður segi ekki herskátt, með miklum dýnamískum sviptingum og fjölda krassandi staða. A einum þeirra náði strýhærð- ur litbrigðakústur tónskáldsins m.a.s. að framkalla mynd af suðrænu umferðaröngþveiti þar sem legið var á þúsund bflflautum. Eiginleg kont- rapunktísk vinnubrögð, hvað þá púlsrytmi, voru hverfandi, en tækni- kröfur til flytjandans engu að síður verulegar, og er óhætt að segja að Peter Máté hafi komið kaótískum stórviðraeinkennum verksins til skila með miklum glæsibrag. Eina píanósónata Bartóks var næst á skrá. Hún er frá 1926 og stendur nærri anda strengjakvart- ettanna nr. 2 og 3. Þjóðlagarætur ungverska tónskáldsins eru þar orðnar samantvinnaðar öflugu fram- sæknu tónmáli í einstaklega pers- ónulegum stfl, er kvað t.d. hafa höfð- að mjög til Jóns Leifs. Peter Máté þekkti greinilega verkið í þaula og gaf hvergi eftir í dúndrandi rytmísku hakkavél fyrsta þáttar. Hið hægferð- uga módemíska hljómamál miðþátt- ar komst einnig skýrt til skila, og í hinum leifturhraða lokaþætti, er mótaður er af örum taktskiptum þjóðdansa, kom skemmtilega fram æðruleysi píanistans við að tefla á tvær hættur við mikla hrifningu áheyrenda, þótt kostaði nokkrar loftnótur hér og þar. Sama æðruleysi einkenndi spila- mennskuna í virtúósaverkum Liszts eftir hlé, mannsins sem skóp sjálfa ímynd slaghörputemjarans, líkt og Paganini kom áður fiðlusnillingstýp- unni á kortið. Fantasían og fúgan um B-A-C-H, er Liszt endursamdi fyrir píanó úr orgelverki, er aðeins eitt margra dæmigerðra stykkja hans „á yztu nöf‘, þar sem píanistinn verður að taka á öllu sínu; gegnrómantíser- uð umbreyting á aðferðum barokk- manna í iðandi rapsódískum efnis- tökum sínum með einhverri hómófónískt þykkildislegustu „fúgu“ sem um getur, allt leikið af smitandi fjöri og krafti. í Gosbrunnunum í Villa d’Este, sem oft hefur verið kallað fyrsti vís- irinn að impressjónisma Debussys og Ravels, gutlaði hressilega á Bös- endorfemum í freyðandi dýnamískri túlkun til marks um sæludaga ung- verska píanóljónsins með Marie d’Agoult greiíýnju. Við annan tón og andlegri kvað í Sursum corda, sem hefði mátt njóta meir þeirrar syngj- andi spilamennsku sem menn fengu að heyra í aukalögunum að leikslok- um, enda ásláttur píanistans ein- kennilega harður hér í samanburði. Lokanúmerið, hin margþvælda Ungverska rapsódía nr. 2, lifnaði hins vegar heldur betur við í kvik- silfruðum meðforum Peters, sem jafnvel dró fram ýmislegt sem maður hafði ekki áður veitt eftirtekt. Túlk- unin var sérlega lifandi, jafnvel ein- um of í einstaka accelerandói þar sem hefði mátt gefa sér aðeins meiri tíma á uppleið. En hvað sem því h'ður var auðsætt af öllu, að Peter Máté er öndvegis sólópíanisti með skap og þor í þverpokum sem kann að hrífa hlustendur upp úr skónum. Ríkarður Ö. Pálsson KVIKMYNDIR Háskólabfú PÍSLARMERKI „STIGMATA“ ★ Leiksljóri: Rupert Wainwright. Handrit Tom Lazarus og Rick Ramage. Aðalhlutverk: Patricia Arquette, Gabriel Byme, Jonathan Pryce, Nia Long, Patrick Muldoon og Portia de Rossi. 1999. BANDARÍSKA spennumyndin Píslarmerki hefur ýmislegt til að bera í yfirnáttúrulega spennumynd. Ung stúlka í New York verður fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að fá sár á sama stað á líkamanum og þar sem Jesú blæddi á krossinum, svo- kölluð píslarmerki. Hún er ekki trú- uð og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið en svo virðist sem einhver sé að reyna að koma skilaboðum til umheimsins í gegnum hana; hún skrifar langa texta á hinu forna máli aramísku. Loks er sérfræðingur í hindurvitnum í Páfagarði sendur að rannsaka stúlkuna. Leikstjóranum Rupert Wain- wright tekst ágætlega að vinna úr sögu þessari í byrjun studdur áhrifstónlist og myrkri kvikmynda- töku en þegar líða tekur á myndina og plottið breytist í einhverskonar þagnarsamsæri ættað frá Páfagarði er eins og efnið verði allt miklu rýr- ara í roðinu og hann missir tökin á því. Myndin verður sérstaklega ódýr reyfari, sem hefur ekkert nýtt fram að færa. Útlit og stfll eru fengin héðan og þaðan; maður tekur ósjálfrátt að hugsa til Höfuðsyndanna sjö og Særingarmannsins og Fyrirboðans. Píslarmerkin er eins og veikt berg- mál af þeim myndum en alls ófær um að ná þeim áhrifum sem hún ætlar sér. Trúverðugleikinn fýkur út í veður og vind eftir því sem á líð- ur og sá vottur af spennu og forvitni sem tekst að vekja í upphafi drukknar í gamalkunnum brellum. Patricia Arquette fer með hlut- verk stúlkunnar ungu og gengur sæmilega að sinna því en ekki mikið meira. Gabriel Byrne leikur ýmist Satan eða sendiboða guðs þessa dagana en er með sama þreytta svipinn í öllu sem hann gerir, ein- staklega áhugalaus um Hollywood- hasarmyndir. Jonathan Pryce gengur illa að leika illmennið. Píslarmerki ætlar sér meira en að vera lélegur reyfari. Tekst það ekki. Arnaldur Indriðason Prelúdíur Debussys á Háskólatónleikum FYRSTU háskólatón- leikar ársins 2000 verða í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Þá leikur Val- gerður Andrésdóttir píanóleikari prelúdíur eftir franska tónskáldið Debussy en hann samdi alls 24 prelúdíur í tveimur flokkum. Bók 1 með 12 prelúdíum kom út árið 1910 og eru þær nokkurs konar myndasafn þar sem gætir hughrifa frá náttúr- unni. Valgerður leikur níu prelúdíur af þessum 12. Valgerður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985 og stundaði framhaldsnám í Listaháskólanum I Berlín og lauk þaðan burtfararprófi árið 1992. Hún starfaði um tíma í Kaupmannahöfn sem píanóleikari og kennari. Hún hefur haldið fjölmarga ein- leikstónleika, bæði á íslandi og erlendis. Hún kennir nú við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Aðgangseyrir er 500 kr. en ókeypis fyrir handhafa stúd- entaskírteina. Valgerður Andrésddttir píanóleikari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.