Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 ... MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ingveldur Þor- steinsdóttir fæddist í Ljárskóga- seli í Laxárdal, Dala- sýslu, 21. júlí 1915. Hún lést á Borgar- sjúkrahúsinu 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Alvilda María Friðrika Bogaddttir, f. 11.3 .1887, d. 22.3. 1955, og Þorsteinn í" Gíslason, f. 25.9. 1873., d. 9.11. 1940. Systkini hennar eru: Ragnar, f. 28.2. 1914, d. 17.9. 1999, Bogi Ingiberg, f. 2.8. 1918, d. 17.12. 1998, Sig- valdi Gísli, f. 26.12. 1920, d. 28.9. 1998, Gunnar Þorsteinn, f. 28.8. 1923, d .22.2.1989, Elís Gunnar, f. 5.7. 1929, sonur Alvildu og fyrri manns hennar, Rögnvalds Magn- ússonar: Magnús Skdg, f. 2.6. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Svo kvað Tómas. Og hér á Hótel Jörð staldra gestirnir mis- lengi við, þeim liggur mismikið á og sannarlega eru þeir ekki allir jafn J'eftirminnilegir. Hún amma Inga dvelur ekki lengur á þessu hóteli - hún er horfin til nýrra viðkomust- aða á ferðalagi sínu og víst tel ég að þar verði hún samferðafólki sínu ekki síður minnisstæð en okkur sem fengum að deila með henni gististað um hríð. Og í áfangann sem fram- undan er óska ég þess að hún hafi með sér þakkir mínar í farteski. Þakkir fyrir hlýja samveru, fyrir hlýjan faðm, fyrir mjúklegt klapp á lítinn koll. Þakkir fyrir glettið bros og glaðan hlátur, fyrir óbilandi 'kjark þrátt fyrir kröpp kjör. Þakkir fyrir óviðjafnanlega gjafmildi, bæði á það áþreifanlega og ekki síður á hitt sem ekki varð metið til fjár. Þakkir fyrir hispursleysið, tilgerð- arleysið, heiðarleikann og æðru- leysið allt, fyrir skoplega sýn á sam- ferðafólkið, já, allan þennan ómótstæðilega húmor. Og þakkir fyrir óteljandi sögur og kvæði, sem eitt sinn fönguðu huga lítils drengs og lifa ætíð síðan - fyrir allan söng- inn þinn, amma mín, og allt það sem þú gafst okkur hinum með nærveru þinni. Hafðu með þér þakkir mínar og okkar allra sem ennþá gistum hér. Megi þær ylja þér í nýjum næt- urstað. - - Karl Ágúst Úlfsson. Ingu mágkonu mína kveð ég með söknuði. Það fyrsta sem ég heyrði um Ingu var að hún hefði haft mig hjá sér fyrstu nóttina eftir að ég fæddist. Þá var hún vetrarstúlka hjá foreldrum mínum. Víst er að henni hefur verið treyst. Sennilega hefur hún haft hlýjar taugar til mín síðan. Hún tók mér afar vel er ég trúlofaðist yngsta bróður hennar Elísi og Inga lét mig aldrei finna að ég væri ekki nógu góð fýrir hann sem var í miklu uppáhaldi hjá henni. Fyrir það er ég henni þakk- lát. Þegar Inga var 16 ára fór hún "Váð heiman. Vann fyrst í sinni heima- byggð á nokkrum bæjum, en um tvítugt réðst hún að Brautarholti á Kjalarnesi. Þar leið henni vel og var þar í mörg ár er systkinin þar voru að alast upp. Inga var mjög barngóð og þau hafa án efa notið þess, sem þau launuðu henni með órofa- tryggð. Þau eru Ólafur, Páll, Jón og Ingibjörg, sem var hennar besta vinkona. Inga flengdist á Kjalamesinu að undanskildum tveimur árum sem hún bjó með Kristmanni, fyrri sam- býlismanni sínum á Skagaströnd. ''Síðan fluttust þau að Hjarðarnesi. Ekki varð þeim barna auðið. En þau voru svo lánsöm að fá til sín bróður- son Ingu, Úlf Ragnarsson, sem ólst þar upp. Seinna tóku þau að sér stúlku, þá á öðru ári, Þorbjörgu Stefaníu. Þau fóstursystkin hafa gefíð henni átta barnaböm. Börn hændust að Ingu og var hún ' oft beðin fyrir krakka stuttan tíma, 1908, d. 9.9. 1972; ddttir Þorsteins fyrir hjdnaband með Guð- rúnu Guðmundsddtt- ur: Guðlaug, f. 22.2. 1904, d. 29.8. 1988. Ingveldur dlst upp hjá foreldrum sínum í Ljárskdgaseli og Þrándarkoti, en fdr snemma í vistir í sinni heimabyggð, en um tvftugt réðst hún að Brautarholti á Kjalar- nesi, lengst af sfðan var hún viðloðandi Kjalarnesið. Ingveldur hdf sambúð með Kristmanni Sturlaugssyni 1937, fyrstu árin voru þau í Brautar- holti, en á Skagaströnd um tvegga ára skeið. Þar kom í fdstur til þeirra brdðursonur Ingveldar: Úlfur Þdr Ragnarsson, f. 24.12. 1939, kona hans er Unnur Karls- en oft ílengdust þeir. Ég man eftir einni stúlku sem heitir Asta, sem var þar nokkur ár. Með Magnúsi, seinni sambýlismanni sínum, eign- aðist hún dótturina Alvildu Gunn- hildi. Inga var þá komin hátt á fimmtugsaldur. Hún sagði mér oft hve heppin hún væri að eiga svona góða dóttur, sem hugsaði vel um sig ekki síst síðustu árin þegar aldurinn færðist yfir. Maður Alvildu, Þórir, var Ingu afar góður. Inga var músikölsk, spilaði á munnhörpu og var búin að æfa lög sem hún ætlaði að spila í 70 ára af- mæli Elísar bróður síns í sumar. En því miður veiktist hún og var á sjúkrahúsi. Inga söng mikið. Mamma hennar mundi hana vart öðruvísi en sjmgjandi er hún var í foreldrahúsum. Hún söng í ýmsum kórum frá fyrstu tíð, síðast í kór eldri borgara. Mörg síðustu árin var Páll Helgason stjórnandi kórsins. Hún dáði hann og Böddu, konu hans, enda voru þau henni afskap- lega góð. Hún söng meðan heilsan leyfði, við helgistundir í Arnarholti. Ég held að söngurinn hafi verið henni mikil heilsubót gegnum árin. Inga var félagslynd, kát og hafði góða kímnigáfu. Ekki stóð á hnyttn- um tilsvörum og varð henni að ég held aldrei orðavant. Við Inga urðum góðar vinkonur. Heimsóknir voru strjálar meðan ég bjó í sveitinni. En flest sumur kom hún til okkar með Alvildu litla. Oft kom þá Gunnar bróðir hennar með þær mæðgur. Þau gripu oft tæki- færið og fóru fram í Ljárskógasel ef vegurinn var fær. Meira samband varð þegar við Elís fluttum í Kópa- voginn. Stundum kom hún í heim- sókn en við áttum auðveldara með að heimsækja hana. Það var fróðlegt að heyra hana segja frá uppvaxtarárunum í Ljár- skógarseli. Þótt það hafi verið harð- býlt heiðarbýli og oft harðir vetrar- byljir, var það í huga Ingu sveipað ljóma. Þar var tvíbýli og skyggði ekki á minninguna, hve sambýlis- fólkið var gott. Inga var mikill dýravinur, kindur voru hennar yndi. Hún kom nokkr- um sinnum með okkur vestur í Dali um réttir, hún naut þess að horfa yfir safnið og hlusta á jarmið, jafn- vel þótt hún treysti sér ekki út úr bfl. Við fórum líka tvisvar með hana fram í Ljárskógarsel á seinni árum, þá var rölt kring um tóftirnar, rifjuð upp örnefni, hún sýndi okkur leiks- væði krakkanna, naut þessara stunda og þess að vera til. Inga safnaði ekki veraldarauði. Hún var afskaplega gjafmild. Ef hún gat glatt einhvern gerði hún það. Þess minnast trúlega margir. Inga var vinamörg, það sýndi best er kórfólk og aðrir vinir héldu henni veglegt afmælishóf í Fólkvangi þegar hún varð sjötug og aftur er hún varð átt- ræð. Þessi auðsýnda vinátta gladdi Ingu mjög og yljaði henni margar stundir. Við Inga höfðum símasamband í hverri viku, stundum oftar. Hún fylgdist vel með okkar bömum og dóttir. Börn þeirra: Karl Ágúst, Inga og Linda. Þau komu aftur á Kjalarnesið, fyrst að Vallá, síðan að Brautarholti, í Hjarðarnesi bjuggu þau 1945-54, þar kom til þeirra í fóstur Þorbjörg Stefanía Þorvarðardóttir, f. 14.1. 1952, maður hennar er Magnús Matt- híasson. Börn þeirra : Þorvarður Ingi, Hlynur, Rós, Skúli og María. Á Litlu-Vallá héldu Ingveldur og Kristmann heimili 1954-60, en slitu þá samvistum. Ingveldur gerðist bústýra hjá Magnúsi Bene- diktssyni Vallá. Þau eignuðust dótturina Alvildu Gunnhildi, f. 9.1. 1964, sambýlismaður hennar er Þórir Axelsson. Magnús lést 2.11.1965. Fór Ingveldur skömmu síðar að vinna í Arnarholti. Þar var hún í 15 ár, en fór aftur að Vallá og matreiddi þar fyrir starfsmenn Stjörnueggs. I Grund- arhverfi var hún nokkur ár en flutti að Hlaðhömrum í Mosfells- bæ þegar heimilið þar tók til starfa og dvaldist þar síðan. Útför Ingveldar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Lágafelli. þeirra fjölskyldum og gladdist með okkur á stórum stundum. Hún var alltaf kölluð Inga frænka og hafði gaman af ef einhver krakkinn svar- aði í símann þegar hún hringdi og spurði, veistu hver ég er? Já, Inga frænka. Tveimum dögum fyrir andlátið sátum við Elís hjá henni dagpart, þá var Inga málhress, spurði mikið um börnin okkar, bað fyrir innilegar kveðjur með öllum góðum óskum til þeirra, það mun ylja þeim. Þetta er lítið brot af öllu sem ég gæti sagt um Ingu mágkonu mína. Að end- ingu þakka ég henni alla tryggð og allt sem hún var minni fjölskyldu. Alvildu og ástvinum öllum send- um við Elís innilegar samúðar- kveðjur. Þín mágkona, Emilía Lilja. Þegar ég var lítil stelpa þakkaði ég oft forsjóninni fyrir að eiga þrjár ömmur og þrjá afa. Ekki fólst ríki- dæmið einungis í fjöldanum heldur var þetta fólk hvert öðru betra. Ein af þessum góða hóp var Ingveldur Þorsteinsdóttir. I raun var hún ekki amma mín heldur systir hans afa Ragnars, en í minni fjölskyldu var hún aldrei köll- uð annað en amma Inga. Það kom til af tvennu: í fyrsta lagi reyndist hún okkur sem besta amma og í öðru lagi var faðir minn alinn upp hjá henni. Faðir minn var á öðru ári þegar hann var sendur til ömmu Ingu og afa Kristmanns, þáverandi manns hennar. Átti hann að dvelja tímabundið hjá þeim meðan móðir hans jafnaði sig eftir veikindi, en ár- in urðu fimmtán. Allan þann tíma bjuggu þau á Kjalarnesi, lengst af í Hjarðamesi. Þegar ég fór að muna eftir ömmu Ingu var hún orðin starfsstúlka á Arnarholti. Þá var hún orðin ekkja eftir seinni mann sinn, Magnús. Þar bjó hún ásamt einkadóttur sinni, Al- vildu. Sem barni þótti mér afskaplega gaman að fá að eyða helgunum hjá þeim ömmu og Álvildu. Á laugar- dagsmorgnum byrjaði ég að suða í foreldrum mínum að keyra mig til þeirra upp á Kjalames og ef það gekk ekki, hringdi ég í Gunnar heit- inn frænda minn sem aldrei gat sagt nei. Það var á þessum tíma sem ég kynntist ömmu minni svo vel. Hún var afskaplega skemmtileg kona sem gaman var að tala við. Hún átti auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- amar á lífinu enda fór þar mikill húmoristi. Þegar svo hláturinn tók af henni völdin var ekkert annað hægt að gera en að taka undir, svo smitandi var hann. Hún hafði alla tíð ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum enda skarpgreind. Þegar henni mislíkaði gerðir fólks gat hún sagt því til syndanna, en ávallt á þann hátt að ekki hlutust leiðindi af. Amma mín var ekki rík í verald- legum skilningi þess orðs, enda vann hún alla tíð láglaunastörf. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún gæfi okkur krökkunum gjafir við öll möguleg tækifæri enda sérlega gjafmild og þótti gaman að gleðja aðra. Þegar við Friðrik Ingi gengum í hjónaband létum við þess getið í boðskortinu að skemmtiatriði af öllu tagi væra vel þegin. I miðri brúðkaupsveislu stóð amma Inga upp og lék einleik, lagið „Undir blá- himni“, á munnhörpuna sína. Þetta atriði vakti mikla lukku og var gamla konan jafnvel klöppuð upp. Seinna fréttum við að hún hefði æft sig á hverjum degi í nokkrar vikur fyrir brúðkaupið. Ég er hreykin að geta sagt: Þetta var hún amma mín sem lagði á sig alla þessa vinnu gagngert til að gleðja okkur á brúðkaupsdaginn! Það er með söknuð í huga sem ég kveð mína yndislegu ömmu, en einnig með þakklæti fyrir að hafa fengið að þekkja hana og ganga með henni spölkorn af hennar lífs- göngu. Ég votta Alvildu, Þóri og öðram ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Linda Rán Úlfsdóttir. Bráðum er brotinn bærinn minn á heiði. Hlýtt var þar stundum, hann er nú í eyði. Man ég þá daga. Margt var þá á seyði. (Jóhannes úr Kötlum.) Nú er Ingveldur Þorsteinsdóttir föðursystir mín og uppáhalds- frænka látin. Ég var búin að lofa henni að skrifa um hana minningar- grein, en hún tók það fram að ég mætti alls ekki skrifa eins fíflalega og henni fannst flestar minningar- greinar vera, hlaðnar oflofi og klisj- um um hversu góðir menn hefðu verið í lifanda lífi. „Ég vil ekkert svoleiðis bull,“ sagði Inga við mig oftar en einu sinni. Og ég vonaði að það liði langur tími þar til að ég yrði að efna loforðið. Sjálfsagt er það eigingirni að syrgja gamla konu, sem var veik og þreytt eftir lífsins streð, en Inga var mér kær og ég sakna hennar sárt. Fyrir nokkrum árum kynntist ég Ingu alveg uppá nýtt þegar ég vann verkefni í Háskólanum, en hún féllst á að vera viðmælandi minn í rannsókn á uppeldi, leik og störfum barna fyrr á tímum. Þá heimsótti ég Ingu nokkrum sinnum og tók við hana ómetanleg viðtöl um bernsku hennar, sem seinna urðu að ritgerð og síðar grein í Breiðfirðingi 1998. Þetta varð til þess að ég öðlaðist vitneskju um bernskuheimili henn- ar og aðstæður, auk þess að fá að heyra um föðurforeldra mína sem ég aldrei þekkti. Þó að ritgerðar- vinnunni lyki, hélt ég áfram að heimsækja Ingu annað slagið til þess að spjalla, en ekki síður til þess að hlusta á hana spila á munnhörp- una sína. Hún hafði lært að spila af sjálfsdáðum þegar hún var lítil stelpa og hélt þeirri kunnáttu við alla tíð. Þó að Inga hefði alist upp í torf- bæ í Ljárskógarseli, við sára fátækt og einangrun, taldi hún sig aldrei hafa liðið skort. Hún þurfti snemma að hjálpa til og vinna en sagði mér jafnframt að foreldrar hennar sem voru bókhneigðir, hefðu séð til þess að tími gafst til lesturs. Sjálf lærði hún að lesa svo snemma að henni fannst hún alltaf hafa kunnað það. Flestar endurminningar frá Ljár- skógarseli vora ljúfar að undan- skildum minningum um þunga vet- ur frammi á fjallinu. Hún sagði mér að þau systkinin hefðu orðið myrk- fælin og hrædd þegar þau heyrðu um fólk sem varð úti í vondum veðr- um. Æ síðan var hún veðurhrædd og á hana sóttu kvíði og ónot þegar eitthvað gerði að veðri. Inga var eina stúlkan í systkina- hópnum, en hún var aldrei mikið fyrir inniverk eins og tíðarandinn ætlaðist til af stúlkum. Heldur vildi hún sinna skepnum og útiverkum, og þó einkennilegt geti virst, þá hafði hún sérstakt dálæti á kindum. Einu sinni þegar ég heimsótti hana INGVELDUR > ÞORSTEINSDÓTTIR sagði hún mér að hún saknaði þess að sjá aldrei kindur. Þá datt mér í hug að bjóða henni í Húsdýragarð- inn sem ég gerði. Það varð skraut- leg ferð, því ég hafði ekki áttað mig á að Inga var léleg í fótunum og gat lítið gengið. Þá vildi ég fá lánaðan hjólastól og keyra hana um, en hún sagði að það kæmi ekki til greina. Hún færi ekki í hjólastól á meðan hún gæti stigið í fæturna. Þarna urðum við frænkurnar ósammála, báðar þrjóskar en hún hafði betur. Við létum okkur nægja að horfa á kindurnar úr fjarlægð og fá okkur hressingu. Síðar gátum við hlegið að þessu og sennilega varð ferðin eftirminnilegri fyrir vikið. Fastheldni í skoðunum einkenndi Ingu og ég var búin að læra það á löngum tíma að mótmæla henni sem minnst. Það hafði enga þýðingu því hún var nefnilega þrárri en gengur og gerist en samt sem áður létt í skapi og tilsvör hennar gátu verið bráðfyndin. Pabbi minn var litli bróðir Ingu og í miklu uppáhaldi, og naut ég skyldleikans. Inga hafði einstakt lag á að láta mig finna hversu vænt henni þótti um mig. Hún hringdi reglulega og byrjaði oftast á því að segja að hana hefði langað að tala við einhvern skemmtilegan og þá dottið Vala frænka í hug. Við spjöll- uðum um heima og geima og yfir- leitt teygðist úr símtölunum því stundum söng hún fyrir mig eða spilaði á munnhörpuna góðu í sím- ann. Hún bar umhyggju fyrir fjöl- skyldu minni og spurði ávallt frétta af börnunum og leitaðist við að gleðja þau. Þegar hún var heilsu- betri áður fyrr, prjónaði hún oft sokka og gaf þeim, enda vissi hún að enginn annar sinnti slíkum myndar- skap í fjölskyldunni. Ég veit heldur ekki hvor okkar var glaðari, ég eða Inga, þegar hún gaf dóttur minni gullfallegan hvítan prinsessukjól sem hún hafði sjálf valið fyrir jólin 1998. Inga var svo lánsöm að eignast eina dóttur, Alvildu, og hún sagði mér hversu ánægð og stolt hún væri af henni. Ennfremur var hún ánægð með tengdasoninn, Þóri. Inga sýndi mér oft föt og gjafir sem þau Al- vilda og Þórir höfðu fært henni frá Ameríkuferðum sínum og gladdist hún yfir hugulsemi þeirra. Síðustu árin var Inga orðin heilsulítil, veik fyrir hjarta og slæm afgigt. I janúar var hún lögð inn á sjúkrahús þar sem hún fékk hvíld- ina. Það er huggun harmi gegn að vita að Inga mín er laus við veikindi og þjáningar. Ég sendi innilegar samúðarkveðj- ur til Alvildu og Þóris og til allra sem þótti vænt um Ingu frænku. Guðrún Vala Elísdóttir. Inga frænka átti sama forföður og við, hann hét Þorsteinn Jónsson, hafnsögumaður, f. 1793, frá Móabúð í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Við kynntumst henni ekki fyrr en um 1950 er systir okkar flutti á næsta bæ við hana. Hjá Ingu var alltaf opið hús fyrir gesti og gang- andi og kræsingar á borðum. Inga var mjög gjafmild og þegar við syst- urnar, Guðlaug og Olöf, giftum okk- ur um líkt leyti árið 1955 gaf hún okkur báðum 12 manna matarstell, sem var mjög stór gjöf á þeirra tíma mælikvarða. Þá um haustið veiktist Unnur systir og varð að láta börnin frá sér um tíma. Hulda systii- tók strax eitt barnið og Inga frænka bauðst þá til þess að fyrra bragði að taka yngsta barnið, Ástu Maríu. Hún lét sig ekki muna um það og hafði þó tvö fósturbörn fyrir, Ulf og Þorbjörgu. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar Inga tók við litlu telpunni. Við Karl, maðurinn minn, keyrðum hana upp að Litlu- Vallá en Inga bjó þá þar. Inga tók henni opnum örmum og umvafði hana elsku sinni og hélt henni í fangi sér þar til sú stutta vildi fara að elta köttinn á heimilinu. Inga gerðist nokkru síðar ráðs- kona hjá Magnúsi stórbónda á Vallá og eignaðist með honum dótturina Alvildu Gunnhildi. Hún ber nöfn mæðra þeirra beggja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.