Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 15.02.2000, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGTJNBLAÐIÐ U t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBJÖRG ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR, Seljavegi 2, Selfossi, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Hjalti Þórðarson, Grétar Þórir Hjaltason, Rúnar Jökull Hjaltason, Heimir Guðni Hjaltason, Arna Kristín Hjaltadóttir, Jónína Sóley Hjaltadóttir, Svala Huld Hjaltadóttir, Elísabet Jensdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kjartan Ólafsson, Ólafur H. Jónsson, Júlíus Helgi Eyjólfsson, Elínbjörg Hjaltey Rúnarsdóttir, Sigurður Andrés Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BJARNADÓTTIR, Tilraun, Aðaigötu 10, sem lést á héraðssjúkrahúsinu Blönduósi, þriðjudaginn 8. febrúar, verður jarðsungin frá ð Blönduóskirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Bjarni Pálsson, Hulda Leifsdóttir, Ingibjörg Ásdís Pálsdóttir, Stefán Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR, Fannafelli 6, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 12. febrúar. Sigríður R. Guðmundsdóttir, Guðmundur Emil Hjaltason, Antonia Escobar Bueno, Haukur Hauksson, Sigurrós Friðbjarnardóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Steinunn Ósk Arnarsdóttir, Inga Lind Gunnarsdóttir, Arnar Helgason, fris Fríða, Andri Már, Aron Logi, Alexander og Tinna. t Ástkær móðir okkar, tengdamóöir og amma, LAUFEY JAKOBSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Hringbraut 61, Hafnarfirði, sem lést föstudaginn 11. febrúar, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 17. febrúar ki. 13.30. Elínborg S. Kjærnested, Símon Kjærnested, Borghildur Stefánsdóttir, Sverrir Stefánsson, Hrefna Magdalena Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. í t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA HALLDÓRSDÓTTIR, lést á heimili sínu í Seijahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, laugardaginn 12. febrúar. Jarðarför hennar verður gerð frá Grafarvogs- kirkju mánudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Gunnar Maggi Árnason, Stefanía Flosadóttir, Vigfús Þór Árnason, Elín Pálsdóttir, Halla Vilborg Árnadóttir, Ásmundur Eiríksson, Rúnar Jón Árnason, Kristín Eiríksdóttir, ömmu- og langömmubörn. LUÐVIK KRIS TJÁNSSON + Lúðvík Krist- jánsson rit- höfundur fæddist í Stykkishólmi 2. sept- ember 1911. Hann lést 1. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 11. febr- Fallinn er frá Lúð- vík Kristjánsson, virt- ur sagnfræðmgur og fræðafélagi. Óhætt er að fullyrða að fáir tuttugustu aldar menn hafa lagt jafn drjúgan skerf til íslenskrar sagnfræði og sögu- menningar og þessi ljúfi sjómanns- sonur sem fæddist í Stykkishólmi árið 1911. Nafn Lúðvíks verður ævinlega tengt stórvirkinu íslenskum sjáv- arháttum sem birtist í fimm bind- um í veglegri útgáfu Menningar- sjóðs 1980-1985. Hér var á ferðinni sannkallað æviverk manns sem hafði byrjað að efna til þess þegar á unga aldri. Að hans eigin sögn var kveikjan að verkinu ábending skipsfélaga hans á ensk- um togara árið 1928; sá hóf máls á því, „Hversu nauðsynlegt væri að bjarga frá gleymsku lýsingu á lífi og háttum þeirra fiskimanna, sem sótt hefðu sjó á árabátum, ferðast milli landsfjórðunga og búið í verð- búðum.“ Svo segir í inngangi Lúð- víks að fyrsta bindi íslenskra sjáv- arhátta. Drengurinn var þá seytján ára. Fimmtíu og sjö árum síðar kom fimmta og síðasta bindi Sjávarháttanna út á prenti. Þar með var af hendi leyst einstakt og glæsilegt verk í íslenskri sagnritun og þjóðfræði. En sem oft vill verða hafði Lúð- vík lagt fleiri en eina lykkju á leið sína að settu marki. Mest munaði um þá sem leiddi hann á vit sam- tímamanna Jóns Sigurðssonar for- seta við Breiðafjörð. Af hinu mikla ritverki Vestlendingar, sem kom út í þremur bindum á sjötta ára- tugnum, varð Lúðvík þjóðkunnur fræðimaður. Hann segir frá því í lokabindi verksins að sumarið 1942 hafi hann lagt leið sína „vestur í Flatey til þess að ganga úr skugga um, hvað leynast kynni í skjala- og handritasafni Framfarastofnunar- innar um sjómennsku á Vestur- landi“. Hann hafi fundið sig knúinn til að greina ítarlega frá þeim menningar- og stjórnmála- hræringum sem gögn bókasafnsins í Flatey - þessarar miðstöðvar þjóðlegrar vakningar - voru til vitnis um. Með því að nýta einkum bréfaskipti Vestlendinga og Jóns Sigurðssonar tókst Lúðvík að varpa skýru ljósi á „bakland" for- ingjans og staðbundnar kring- umstæður frelsis- og framfara- hreyfingar 19. aldar. Lúðvík sýndi mönnum í þessu verki hvað vinnst við það að kanna söguna „neðan frá“. Af þessu „hliðarspori" Lúðvíks spruttu á næstu árum fleiri merki- leg rit, einkum Á slóðum Jóns Sig- urðssonar og Ur heimsborg í Grjótaþorp sem er ævisaga Þor- láks Ó. Johnsons, en Þorlákur var Vestlendingur að uppruna og frændi Jóns forseta. Áð þessum ritum útgefnum (1963) helgaði Lúðvík sig allan því verki sem hann var skuldbundinn frá æsku og menn fengu að lokum að kynn- ast í Islenskum sjávarháttum. Lúðvík var sýndur verðugur sómi af fræðafélögum og lærdóms- setrum. Hann var kjörinn heiðurs- félagi í Sagnfræðingafélagi ís- lands, og heimspekideild Háskóla Islands útnefndi hann heiðurs- doktor árið 1981. Sama ár, í tilefni af sjötugsafmæli Lúðvíks, heiðraði Sögufélag hann með útgáfu rit- gerðasafnsins Vestrænu. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Sögufélags og Sagnfræðistofnunar Háskóla Islands votta minningu Lúðvíks Kristjánssonar virðingu. Ríka mannkosti hans mátum við mikils ekki síður en ágæti hans sem fræðimanns. Loftur Guttormsson. Gamall maður deyr. Ekkert er eðlilegi'a og sjálfsagðara en dauð- inn þegar lífsins dag- ur er að kveldi kom- inn, striti lokið og kraftar á þrotum. En öldungurinn sem nú er kvaddur var enn í fullu andlegu fjöri og óvenjulegur maður að auki. Lúðvík Kristjáns- son var stórmenni að gáfum og gjörvileika, ljúfmenni og lítillátur í fasi. Frá barnæsku hef ég hænst að gömlu fólki, ekki aðeins ættingjum heldur bláókunnugu fólki og aldrei orðið fyrir vonbrigðum því ég hef uppskorið sögur, fróðleik, lífs- reynslu og gaman. Þegar ég kynntist Lúðvík Krist- jánssyni og eiginkonu hans Helgu Jónsdóttur Proppé fyrir tæpum 25 árum fannst mér þau býsna rosk- in, allt að því gamlingjar. Þá var Lúðvík aðeins litið eitt eldri en ég er nú. Það varð vinátta við fyrstu kynni. Reyndar naut ég þess að Vésteinn sonur þeirra hafði talið föður sínum trú um að hann gæti haft einhver not af mér við stór- verk sitt Islenzka sjávarhætti sem þau bæði unnu að. Ég hlakkaði til að hitta þau og mætti á heimili þeirra á Álfaskeiði í Hafnarfirði síðla dags. Vésteinn hafði aðeins sagt mér af sjávar- háttunum en á þeim tíma hafði ég sökkt mér í sjávarlíffræði. Sjaldan ef nokkurn tíma hef ég orðið jafn hissa og glaður að hitta fræðimann eins og Lúðvík Kristjánsson. Um- ræðan var aldeilis laus við hégóma og mér fannst ég staddur í ljóma fræðiseturs, viskubrunni. Þegar ég fór þaðan um kvöldið var ég upp- tendraður eldhugi um vísindi og þjóðfræði. Minningin er ennþá sterk og ekki síst fyrir þá sök að bæði Lúð- vík og Helga áttu í mér hvert bein og bæði höfðu þau þessi sterku áhrif á mig. Helga sagði að vísu stundum þegar kvölda tók og við sátum með pilsner og kleinur í stofunni. „Æi, eigum við ekki að tala um eitthvað annað en sjávar- hættina?" Og síðan barst talið að fornri og nýrri íslenskri matargerð og þar lék Helga á als oddi en Lúðvík sagði fátt. Ósköp þykir mér vænt um þessar minningar. Samvinnan hófst með því að Lúðvík bað mig um að lesa yfir tvo eða þrjá kafla sem hann hafði sam- ið fyrir sjávarhættina. Ég var strax ákaflega hrifinn og sá fyrir mér myndefnið sem ég þekkti af raun. Lúðvík bað um myndasýn- ingu um leið og við færum yfir at- hugasemdir. Vikum síðar kom ég til borgarinnar á ný og mætti hjá þeim fimm mínútur yfir átta um morguninn. Lúðvík beið, vanafast- ur. Við unnum allan daginn fram á kvöld. Hann unni sér ekki hvíldar og ég undraðist eljuna, agann og kraftinn í svo gömlum manni. En þannig hafði Lúðvík unnið áratug- um saman - ef til vill mestalla ævi - frá bláfátækri bernsku. Um kvöldið horfðum við þrjú á fjöru- myndir, fugla og seli frá Breiða- firði. Hjónin ljómuðu af ánægju því nú höfðu fræðin tekið á sig nýjan búning. Og þá sem svo oft síðar leið ég léttstígur út Álfa- skeiðið. Þegar ég skoðaði samhengið í texta og myndefni sjávarháttanna sá ég mér leik á borði að svala löngun sem ég hafði lengi borið í brjósti; að tengja saman fræðin og myndefnið. Ég vann dálitla for- vinnu til að sannfæra sjálfan mig og innti Lúðvík síðar eftir því hvort ég mætti gera tillögu að teikningum á lífverum fyrir stór- verkið. Hann leit á mig glettnis- lega og hissa og sagði strax að það væri sjálfsagt. Nokkru síðar vann ég tvær tillögur; sendi Lúðvík og beið í ofvæni eftir viðbrögðum. Ekki leið á löngu þar til hann hringdi og sagðist hafa borið myndirnar undir Hörð Ágústsson og ICristján Eldjárn og nú bað hann mig um hugmyndir að teikn- ingum á fjörudýrum, þörungum og strandjurtum. Síðsumars og fram á vetur sat ég við teiknivinnu úti í Flatey. Þetta var heillandi og mér leið eins og í draumi. Síðar kom beiðni um káputeikningu og hönn- un bókbands. Lúðvík var minn gæfusmiður og myndirnar sem ég teiknaði fyrir fyrsta bindi sjávar- háttanna seldi ég seinna til þess að eiga fyrir dvöl í myndlistarháskóla í Bandaríkjunum. Þetta var upphaf að því sem á eftir kom. Ég heimsótti Lúðvík af og til eftir að Helga dó en allt of sjaldan og ég sakna þess að hafa ekki átt fleiri og lengri stundir með þess- um mikla fræðaþul. Sjálfur var ég kominn á kaf í fræðimennskuna og gaf mér of lítinn tíma til að rækta vináttuna. Vésteinn sagði mér ein- hverju sinni eitthvað á þá leið að „Pabbi sér svakalega eftir mörgum kunningjum sínum sem deyja og voru heimildamenn hans. Sérstak- lega ef hann hefur gleymt að spyrja þá út í eitthvað sem brenn- ur á honum.“ Ég þekki tilfinning- una og hér á hún líka við því sann- arlega átti ég eftir að læra af Lúðvík, spyrja hann út í ótal margt. Fyrir skömmu höfðum við bund- ið fastmælum að hittast í vor, eftir verklok hjá mér, og við hlökkuðum báðir til. Ég sakna vinar og velgjörðar- manns en er um leið þakklátur og glaður að hafa kynnst meistaran- um og valmenninu Lúðvík Krist- jánssyni. Islenska þjóðin hefur misst mætan son. Hún átti því láni að fagna að hann helgaði henni krafta sína og gaf henni fræðilegt ríkidæmi; íslandssögu sem ekki á sér líka meðal þjóða heims og væri ella glötuð að mestu. Við Ingunn sendum Vésteini og fjölskyldu hugheilar samúðar- kveðjur. Guðmundur Páll Ólafsson. „Ég staldraði við hliðið og leit yfir víkina. Það var háflæði. Yfir hana hvolfdist vorhiminn blár og tær. Gullhólminn var þarna um- flotinn og tanginn fyrir handan á sínum stað.“ Þannig hefst ein af fjölmörgum blaða- og tímarits- greinum Lúðvíks Kristjánssonar, Konan sem gaf mér reyrvisk. Sögusviðið er Stykkishólmur á fimmta áratug 20. aldar. Lúðvík gefur sig minningunum á vald og reikar um fæðingarbæ sinn. Leiðin liggur upp á Bókhlöðuhöfða þar sem hann sest á stein. Hann horfir yfir fjörðinn og lætur hugann líða. Kúldshús blasir við af höfðanum og má muna sinn fífil fegri. Nú er búið að færa það í upprunalegt horf. Fyrir neðan klettana er Plássið með sínum gömlu húsum, en til norðurs er höfðinn aflíðandi niður á jafnsléttu og þar er Sús- önnuhús, hið gamla heimili hans, en andspænis því prestshúsið. Það er svo margt sem aðeins heyrir minningunni til í þessu þorpi, finnst honum, gömlu áraskipin í Maðkavíkinni höggvin upp og skúturnar horfnar af sundunum. Samt er enn ekki búið að fjarlægja gömlu bókhlöðuna og breyta henni í hús fyrir lúðrasveit staðarins og merkilegum turninum í hænsna- kofa. Spíruskip, skyldi hann hafa þekkt þetta vængjaða orð sem fangaði hug minn í æsku? Stríðinu er nýlokið og fjölskylda mín hafði flutt í þorpið fyrir fáeinum árum. Á þessum slóðum slitum við Lúð- vík barnsskónum, þó ekki á sama tíma, við Bókhlöðustíginn þar sem móðir hans og fóstri eignuðust seinna hús og vinur hans býr enn, á Silfurgötunni þar sem við báðir áttum heima, og á Bókhlöðuhöfð- anum, „bernskufjalli“ Lúðvíks. Þangað leita enn margir til þess að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.