Morgunblaðið - 15.02.2000, Page 52

Morgunblaðið - 15.02.2000, Page 52
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Viðarmiðlunm skógar- *setur í hjarta borgarinnar FÁIR vita hvað Viðarmiðlun Skógræktar ríkisins er eða til hvers hún er. Fyrir fjórum árum var hún sett á laggimar í Suðurhh'ðinni í Reykjavík með stuðningi forsætis- ráðuneytisins. Markmiðið var að bæta þjónustu við þá sem vildu nýta sér íslenskar viðarafurðir og safna saman upplýsingum um hvar annars staðar væri hægt að fá slíkan við og í » hvaða formi. Grunnhugsunin var að ^ auka verðmæti íslenskra viðarafurða með því að stuðla að hagkvæmri nýt- ingu og vinnslu og byggja um leið upp mikilvæga reynslu og þekkingu sem hægt væri að nýta til að byggja skógræktarstarf framtíðarinnar á. Hugsunin var einnig að breyta grisj- unarviði í verðmæta afurð og fá þannig a.m.k. upp í kostnað við grisj- unina en fyrsta grisjun er alla jafna ekki talin arðbær í nágrannalöndunum. Einhverjir kunna að halda því fram að ekki sé tímabært að velta fyrir sér viðarvinnslu úr íslenskum skógum, þar á meðal einstakir starfsmenn í landbún- aðarráðuneytinu sem harðast hafa gengið fram í því að leggja starfsemina niður. Það er skylda stjómvalda að draga þennan timb- urvagn en leita stuðn- ings annarra aðila við það sem upp á vantar. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Skógarnir hafa tekið okkur í bólinu hvað varðar vöxt. Við áttum ekki von Ólafur Oddsson á því að þeir yxu svona hratt. Við blasir að grisja þá hundruð ef ekki þúsundir hektara af skógi nú þegar og er meginástæðan sú að skógurinn vex meir eft- ir því sem hann verður eldri og trén hærri. Um er að ræða skóga og skógarreiti um allt land í eigu ýmissa aðila. Þekking á grundvallar- atriðum grisjunar og skógarhirðu er ekki meðfædd og þarf því að lærast og á því stigi er- um við nú. Eðlilega þykir okkur erfítt að fella tré sem við höfum fylgst með vaxa og hlúð að jafnvel í áratugi. Ekki þurfum við að Skógarsetur Tökum höndum saman, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki, segir Ólafur Oddsson, og gerum skógarsetur í hjarta borgarinnar að veruleika. fella tré til eldiviðar og ekki þurfum við að beita skógana. Við þurfum því að efla þátt skóg- arhirðu og skógamytja í skógrækt okkar. íslendingar þurfa að læra að hirða sinn eigin skóg og gera hann fallegri og dýrmætari með góðri hirðu. Fengist hefur dýrmæt reynsla þau fjögur ár sem Viðarmiðlunin hefur starfað. Það er ótrúlegt hvað íslendingar em duglegir að gera til- raunir með nýtingu á viðarafurðum og breyta lurkum og fjölum í dýr- mæta gripi, nytjahluti og skraut- muni. Þeir sem sáu viðarsýninguna í Perlunni 1995 dáðust að því sem þar var. Nú mætti halda enn myndar- legri sýningu. Þjónusta Viðarmið- lunarinnar og markmið er einstök þegar litið er til nágrannaþjóðanna og staðfestir að starfsemi hennar á fullan faglegan rétt á sér. Eflum starfsemi Viðarmiðlunar- innar og gemm hana að myndarlegu alhliða skógarsetri í Reykjavík sem þjóni öllum landsmönnum og sinni öflugu þróunar- og upplýsingastarfi um skógarnytjar og viðarvinnslu og myndi gagnagrann þekkingar og reynslu og auki um leið verðmæti ís- lenskra viðarafurða og skóga fram- tíðarinnar. Tökum höndum saman, félaga- samtök, stofnanir og fyrirtæki og geram skógarsetur í hjarta borgar- innar að veraleika. Það mun borga sig þegar fram líða stundir. Höfundur er kynningarstjóri Skógræktar ríkisins. ÞÁ er nú árið 1999 *iðið í aldanna skaut, og kemur víst ekki til baka, fremur en þau hin. Góðkunningi minn stakk því að mér á dög- unum, að nýliðið ár hefði verið ár aldraðra, og ég varð að trúa því, þar eð sannsögull sagði mér, en ósköp hafði ég lítið orðið var við þá staðreynd í eigin lífi. Ekki höfðu ellilaunin •^þækkað og ekki hafði verið linað á skatt- heimtunni. Vera má þó, að einhver þeirra sem stjórna lífi og afkomu okkar gaml- ingja, hafi strengt einhver fögur heit á gamla árinu, og að hagur okkar vænkist eitthvað á næstu misseram. Hver veit? Því ýmsir vilja okkur sjálfsagt vel. Við eigum að vera hress og glöð og halda okkur við, andlega og líkamlega, eins lengi og kostur er. En við meg- um ekki gera það með því að leggja stund á neina þarfa iðju, þjóð- félaginu og okkur sjálf- um til hagsbóta. Nei, við eigum að dansa og spila og tefla og við eig- um að lemja priki í kúlu og horfa á eftir henni, hvort hún fari ekki í rétta átt. En að hafa um hönd einhver nytsöm störf, nei, það megum við ekki. Fyrir það er okkur refsað, og það grimmilega. Margsinnis hefur verið á það bent að Aldraðir Það er vinnuletjandi, segir Valgeir Sigurðs- son, að svipta fólk arðin- um af starfí sínu. þau laun sem gamalt fólk vinnur sér inn, á eigin hönd, verða íyrr eða síðar öll af því tekin, - öll eða því nær öll, eftir að „Kerfið" hefur farið um þau sínum höndum. Þeir peningar, sem menn vinna sér þannig inn, era ein- ungis lán, - vaxtalaust lán að vísu, - en engu síður ekkert annað en lán, sem verður endurgreitt, allt eða nærri allt, áður en yfir lýkur. En er þetta viturleg stefna? Er þetta fögur stefna? Nei, hvoragt. Er nokkur íslenzkur maður svo alls ve- sæll, að hann viti ekki, að öllum manneskjum, ungum og gömlum, er brýn andleg nauðsyn að GERA GAGN, að verða að liði og sjá árang- ur verka sinna? Þetta á ekki sízt við um okkur, hina „öldraðu sveit“, sem fer nú senn að ganga til grafar. Við ólumst upp við að vinna, vinna vel og að gera okkar bezta í hvívetna. Við vissum, að „vinnan er verðmæti hlut- anna“, og þekktum ekki þá speki, að allir ættu að verða allt í einu flugríkir á verðbréfabraski eða öðram álíka hundakúnstum. Á fínu máli er það kallað vinnuletj- andi, að svipta fólk arðinum af starfi sínu, en þar er alltof vægilega að orði kveðið. Það er blátt áfram ósæmilegt að láta gamalt fólk finna að það sé orðið gagnslaust í veröldinni og ekki til neins annars fært en að leika sér (ef það getur það þá!). En vinni nú þessir gamlingjar samt eitthvað, þrátt fyrir allt, þá eigi þeir ekki skilið að njóta þess í neinu. Vinnulaun þeirra, ef einhver era, skuli af þeim tekin. Nei, auðvitað ber að leggja niður þessa Ijótu aðferð, sem er að sama skapi ranglát sem hún er óhagkvæm, bæði fyrir einstaklingana og þjóðfé- lagið. Það þarf að vera eftirsóknar- vert fyrir gamalt fólk að vinna og finna að það sé enn til nokkurs gagns. Þetta er ekki eins erfitt og menn kunna að halda. Þær kynslóðir sem eftir okkur koma, munu gera allt aðrar kröfur en við til tóm- stundaiðju og hvers konar afþrey- ingar á elliárum. Við, hins vegar, sem ólumst upp við stanzlausa vinnu, kunnum illa við okkur iðjulaus, og tókum reyndar þátt í því að lyfta þjóðinni úr örbirgð til allsnægta, - við eram ekki svo ýkjamörg eftir, og eram bráðum öll horfin af sviðinu. Það ætti því ekki að drepa vesalings ríkissjóðinn, þótt við fengjum að njóta ALLRA þeirra aura, sem við kynnum að vinna okkur inn í ellinni. Höfundur er rithöfundur. „Vér gamlingjar!“ Valgeir Sigurðsson ATVIIM IM U H Ú S NÆÐI Til leigu atvinnuhúsnæði 1. 2.700 fm skrifstofubygging í miðborg- inni, á þremur hæðum ásamt kjallara. Mögu- leiki á verslun á 1. hæð. Bílastæði fyrir allt að 30 bíla. Góð staðsetning. Stækkunarmög- uleikar í allt að 3.300 frn. Langtímaleiga. Laust 15. maí nk. 2. IMýtt glæsilegt 5.000 fm verslunar-, lager-, geymslu-, iðnaðar- eða þjónustuhúsnæði. Mikil lofthæð. 7.000 fm lóð. Vel byggt og myndarlegtfullbúið hús. Laust 1. mars nk. Langtímaleiga. 3. Snyrtilegt lager- eða geymsluhúsnæði með mikilli lofthæð, frá 500 fm til 3.000 fm. Langtímaleiga. Eignarhaldsfélagið »» Kirkjuhvoll ehf, sími 562 3585, 892 0160. ifVtvinnuhúsnæði Óskum eftir atvinnuhúsnæði ca 80—120 fm. Má þarfnast lagfæringar. Upplýsingar í síma 567 5842. Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn Jpriðjudaginn 29. febrúar á 1. hæð í Húsi versl- nunarinnar og hefst hann kl. 16.00. KENNSLA iging Diversity'VNorður-Noregi Bodo International Summer University, Bodo, Norður-Noregi: Tími: Sjá heimasíðu: Netfang: Sími: 19. júnf—7. júli 2000. www.hibo.no eða fáið nánari uppl.: BISU@hibo.no 0047 75 51 7849/ 0047 7551 7262. 8049 Bode, Norway 5. Tlf. +47 75 51 72 00 ^ Faks: +47 75 51 74 57 ‘ http://www.hlbo.no Námskeið í ágreiningsstjórnun sem gefur 15 ECTS stig: Einstaklingurinn (heimili/skóli/heilbrígðisþjónusta), málefni minnihlutahópa og alþjóðleg stjórnmál. Fyrirlesarar frá alþjóðlegum valdastofnunum og frá hinu opinbera. Nemendur hvaðanæva að. Tungumál: Enska. Ferðir farnar í óbyggðirnar. Ölduvinna The wave work™ Er einstök aðferð til sjálfsþættingar. Til að umbreyting geti orðið á tilfinn- ingum sem hafa verið þér erfiðar að lifa með. Allar tilfinningar sem við upplifum til fulls er hægt að samþætta (intergration), það er okkur eðlilegt. Einnig þjálfun varðandi einbeitingarleysi og gleymni. Nánari upplýsingar á netfangi: www.wavework.com. Guðfinna Svavarsdóttir, jógakennari/ölduvinnuþjálfari, einkatímar, sími 562 0037/869 9293. ÞJQNUSTA Skattaþjónustan ehf. — Bergur Guðnason hdl. Framtalsaðstoð — Skattaskjól í tilefni flutnings skrifstofunnar auglýsir undir- ritaðurstarfsemi sína. Ég annast hverskonar aðstoð í skattamálum þínum. Á síðustu og „verstu tímum" verður þú að eiga hauk í homi allt árið, sem ráðið getur þér heilt í fjárfesting- arfrumskógi hlutabréfa og daglegra gylliboða. Ég sé um framtalið, reikna út skattinn þinn og veiti þér ráðgjöf allt árið gegn einu föstu gjaldi. Þá annast ég svör við fyrirspurnum skattayfir- valda og kærur, sem kunna að spretta af fram- tali þínu, alltfyrir áðurnefntfastagjald. Ég hef kosið að nefna þetta SKATTASKJÓL. Ég hef orðið dágóða reynslu í skattamálum og lofa þér því traustri og persónulegri þjónustu. Skattaþjónustan ehf., Bergur Guðnason hdi., Garðastræti 37,101 Reykjavík. Tímapantanir kl. 9—17, sími 511 2828. SMÁALIGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF □ FJÖLNIR 6000021519 I □ HLÍN 6000021519 VI □EDDA 6000021519 III-2 □ Hamar 6000021519 1 I.O.O.F. Rb.4= 1492158 NK I.O.O.F. Ob. Nr. 1 Petrus = 1802158 = F1. Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Kristniboðsfundur í umsjá Katrínar Guðlaugsdóttur. Allar konur velkomnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.