Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 54
^4 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ^ Verður Reykjavík eitt eða tvö kjördæmi við næstu kosningar? HINN 8. september 1997 skipaði forsætis- ráðherra nefnd til að endurskoða kjördæma- skipan og tilhögun kosninga til Alþingis. Nefndin var skipuð samkvæmt tilnefningu allra þingflokka er þá tvoru á Alþingi. Þau meginmarkmið sem nefndin hafði að leiðar- ljósi voru í fyrsta lagi að gera kosningakerfið einfaldara og skiljan- legra. í öðru lagi að draga úr misvægi at- kvæða þannig að mis- munur á fjölda kjós- enda að baki hverju þingsæti yrði ekki meira en 1:1,5 til 1:2 og í þriðja lagi að gera þingsætafjölda allra kjördæma sem jafnastan. Er það mikið réttlætismál og hefði mátt framkvæma mun fyrr. Við síðustu alþingiskosningar var kosið um þær breytingar er urðu á jstjómarskránni vegna þessa. Ekki *er þó vitað hvemig sú kosning fór því fæstir höfðu nokkra hugmynd um að þeir væru að kjósa um þessa stjóm- arskrárbreytingu og því síður hvaða stefnu stjórnmálaflokkamir settu fram í þessu máli. Þó var ljóst að sátt var í nefndinni um þær breytingar sem hún lagði fram. í breytingu á stjómarskrá lýð- veldisins er kveðið á um að kjördæmi skuli vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjóm að Anna Kristinsdóttir Vigdís Hauksdóttir ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni. Þetta er nýmæli því áð- ur vom mörk kjördæma sett í stjórn- arskrá og þurfti að breyta henni í hvert sinn ef breyta þyrfti kjör- dæmamörkum. í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmasæti sem úthluta skal á grundvelli kosn- ingaúrslita í kjördæminu. Ef kjós- endur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunar- sætum, em eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðm kjördæmi skal lands- kjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Þetta þýðir í raun að búið er að taka ákvörðun um að misvægi á milli kjósenda í einstökum kjördæmum verður ekki meira en einn á móti tveimur. Rutland þéttir, bætir og kætir þegar þakið fer að leka Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum ÞP &CO Veldu rétta efnið - veldu Rutland! Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 -v Áhugaverð fyrirtæki . Til sölu er ein þekktasta og heitasta hárgreiðslustofa landsins þar sem er brjálað að gera og langur biðtími. Stofan er til sölu eða jafnvel til leigu. Margir stólar. Sþennandi framtíðardaemi fyrir hársnyrtifólk. Bílaleiga sérhæfð með pallbíla og ferðahús. Er í góðu sambandi við erlendar ferðaskrifstofur og mikið af pöntunum þegar komnar fyrir næsta sumar sem fylgja með. 3. Mjög þekkt vélsmiðja með öllum tækjum og tólum sem þarf. Hús- næðið er einnig til sölu sem er um 288 fm + milliloft. Mjög snyrtilegt fyrirtæki sem allir kannast við. 4. Blómaverslun á mjög fjölmennum stað og mikið framtíðarfyrirtæki. Selur einnig gjafavörur. Laus strax. 5. Tölvufyrirtæki sem flytur inn sínar vörur sjálft, er með smásölu og þjónustuverkstæði. Hefur umboð fyrir eitt stærsta tölvufram- leiðslufyrirtæki heimsins. Ýmis skipti möguleg, t.d. á húseign. 6. Lítill matsölustaður í Múlahverfinu sem selur heimilismat og er lokað kl. 18 á daginn og um helgar. 7. Frystihús í Reykjavík sem er staðsett rétt við fiskmarkaðinn. Góð frysti- og vinnsluaðstaða. Til sölu er 50% af fyrirtækinu og er verið að leita eftir fiskvinnslumanni. 8. Kvenfataverslun til sölu, sem hefur starfað í 35 ár og selurfatnað fyrir eldri konur. Tilvalið fyrir tvær samheldnar duglegar og brosandi konur. Sanngjarnt verð. 9. Vantar þig pláss ofarlega við Laugaveginn? Til sölu er kvenfata- verslun. Hægt er að kaupa bara innréttingarnar eða vörulagerinn eða hvernig sem er. Hafið samband, það er gott að semja við okk- ur. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Einnig hversu mörg kjördæmin verði fæst eða flest en nánari út- færsla á kjördæmamörkum hefur ekki verið lögfest. Utfærsla á kosn- ingalögum er nú í höndum nefndar á vegum forsætisráðuneytisins sem skipuð er af fulltrúum allra flokka. Gert er ráð fyrir að nefndin skili til- lögum á yfirstandandi þingi. Við breytingar á kjördæmamörk- um koma óhjákvæmilega upp deilur og sýnist sitt hverjum. Þó eiga lands- byggðarkjördæmin það sameigin- legt að stækka mjög mikið að um- máli. Við skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi er í raun verið að kljúfa eitt sveitarfélag í herðar niður. Borg- arstjórn Reykjavíkur hefur enda varað yið því í bréfi sínu til nefndar- innar. A landsfræðilegum forsendum ætti, ef menn sæju ástæðu til svo rót- tækra breytinga, að ganga alla leið og sameina Seltjarnarnes og Mos- Kjördæmaskipan Við skiptingu Reykja- víkur í tvö kjördæmi telja Anna Kristinsdótt- ir og Vigdfs Hauksdótt- ir að í raun sé verið að kljúfa eitt sveitarfélag í herðar niður. fellsbæ einnig við tvískipt Reykja- víkurkjördæmi. Raunveruleg rök fyrir því að Reykjavík verði skipt í tvö kjördæmi, eins og fram kemur í skýrslu útgefinni af fyrrnefndri nefnd finnast ekki. Hverjar eru þá raunverulegar ástæður þess að lagt er til að Reykjavík verði tvö kjör- dæmi? Þær raddir hafa heyrst að eitt stórt Reykjavíkurkjördæmi vegi allt of þungt á móti helmingi minni landsbyggðarkjördæmunum hverju fyrir sig. Þetta finnast okkur vægast sagt hlægileg rök. Hagsmunir Reykjavíkurkjör- dæmis hljóta alltaf að vera hinir sömu jafnvel þótt það sé klofið. Sem dæmi má nefna það að fyrirhuguð vegtenging Reykjavíkur við Kjalar- nes, sem er á hendi ríkisins yrði allt- af hagsmunamál allra Reykvíkinga en ekki bara Grafarvogsbúa eða Vesturbæinga. Þess vegna köllum við eftir full- nægjandi rökum fyrir því hvers vegna talið er betra að skipta Reykjavík upp í tvö kjördæmi með 11 þingmenn í hvoru, í staðinn fyrir eitt öflugt kjördæmi með 22 þing- menn. Á meðan engin haldbær rök koma fram í þessu mikilvæga máli, sem snertir alla Reykvíkinga, sjáum við engar forsendur fyrir því að skipta kjördæminu. Reykjavík er og á að vera stórt og öflugt kjördæmi, með 22 þingmenn. Anna er varaformaður Framsóknar- félags Reykjavíkur og Vigdís er varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í Reykjavík. Ótvíræður ávinningur markaðslauna MARGT bendir tO að það launakerfí sem er ríkjandi á hinum al- menna vinnumarkaði sé úr sór gengið. Ein meginkrafa Verzlunar- mannafélags Reykja- víkur í yfirstandandi Igarasamningum við Samtök atvinnulífsins er að í stað þess komi nýtt markaðslauna- kerfi, sem fela mun í sér margs konar ávinn- ing fyrir launþega jafnt sem atvinnurekendur. Hér er um sameigin- lega hagsmuni að ræða. Úrelt kerfi við lýði Launakerfið, eins og það lítur í megindráttum út, er sett saman úr hinu hefðbundna taxtalaunakerfi og markaðslaunum, þar sem hinir lægstlaunuðu eru á strípuðum töxt- um. Það er síðan mismunandi hvem- ig hver heildarlaunin eru eftir því hvaða atvinnugreinar eiga í hlut. Al- gengast er að umsamdir taxtar myndi viðmið eða grunn þeirra markaðslauna sem vinnuveitendur og launþegar semja beint um. Þó að þetta fyrirkomulag hafi skilað VR- félögum rúmlega 160 þúsund króna mánaðarlaunum á meðaltali fyrir dagvinnu, eru á því margir alvarlegir vankantar. Mikilvægar leikreglur Má þar fyrst nefna að þetta launa- kerfi sem við lýði er í reynd, hefur ekki sést á yfirborði vinnumarkaðar- ins. Þetta má orða sem svo að það hafi verið til á borði en ekki í orði. Af þeim sökum er afar mikilvægt að VR takist að ná samkomulagi þar sem Kolbeinn Sigurjónsson markaðslaunakerfið er viðurkennt í reynd. Mikilvægt fyrir þá sök að aðilar vinnumarkað- arins verða að koma sér saman um leikreglur sem tryggja að bæði launafólk og atvinnu- rekendur mætist á jafnréttisgrunni þegar samið er um laun og önnur kjör starfs- manna. Án slíkra reglna getur auðveld- lega hallað á starfs- menn í beinum launa- samningum við atvinnurekendur. Launagreiðslm- fyrir- tækja eru almennt ógagnsæjar auk þess sem svör við ýmsum lykilspurn- ingum liggja sjaldnast fyrir þegar samið er um laun utan við ramma umsaminna taxta. Hve mikið eiga þættir á borð við starfsreynslu, menntun og ábyrgð að vega í laun- um? Og hvemig getur starfsmaður fengið því sem best framgengt að laun hans endurspegli þessa mikil- vægu þætti? Bæta verður hag lægstlaunaðra Núverandi launakerfi kemur harð- ast niður á þeim lægstlaunuðu, en þeir mynda lungann úr þeim hópi sem er gert að fylgja gildandi launa- töxtum. Með því að hamla gegn eðli- legri þróun á gamla taxtalaunakerf- inu er því í reynd verið að halda í þessi allt of lágu laun. Með nýju markaðslaunakerfi myndast lag til að taka sérstaklega á kjörum lág- launafólks. Má í þessu sambandi nefna vinnustaða- og fyrirtæjasamn- inga. VR hefur að undanförnu staðið að gerð slíkra samninga, sem hafa Kjarasamningar Með nýju markaðs- launakerfí myndast lag, segir Kolbeinn Sigur- jdnsson, til að taka sérstaklega á kjörum láglaunafólks. GrecianH Fæst í apótekum og hársnyrtistofum og Þín verslun Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin. Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískan blæ. Einfaldara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun, símar 567 7030 og 894 0952 fax 567 9130 E-mail landbrot@simnet.is skilað bæði hækkun lægstu launa og styttri vinnuviku í fjölda vinnu- stunda talið. Ávinningur sveigjanlegs launakerfis Einn alvarlegasti annmarki taxta- launakerfisins felst tvímælalaust í ósveigjanleika þess. Sú staðreynd að markaðslaunakerfi hafi í reynd þróast á undanförnum árum þvert á gamla taxtakerfið, er til marks um að þarfir vinnumarkaðarins rúmast illa innan þess. Þetta á ekki hvað síst við um sjálft vinnufyrirkomulagið og þau ósveigjanlegu skil sem eru á milli dagvinnu og yfirvinnu. Innbyrð- is samspil dagvinnutaxta og yfirtíðar stuðlar óhjákvæmilega að allt of löngum vinnudegi stórra hópa launa- fólks. Jafnframt bendir flest til að þessi langi vinnudagur hamli beinlín- is gegn eðlilegri þróun atvinnulífsins til aukinnar framleiðni. Aukin fram- leiðni er frumforsenda þess að al- mennt launafólk geti búið við stöðug- ar kjarabætur á næstu árum. Kjarabarátta í takt við þarfir vinnumarkaðarins Meginrök nýs markaðslaunakerfis eru einföld. Það verður að laga um- hverfi kjarabaráttunnar að þörfum vinnumarkaðarins. Þróun síðustu áratuga sýnir að atvinnurekendur hafa að stórum hluta hafnað gamla taxtakerfinu, með því að semja beint við starfsmenn um launkjör. Þá er brýnt að samkomulag takist um hvaða reglur skuli gilda í beinum launasamningum, reglur sem tryggja að vinnuveitandi geti ekki einhliða ákveðið hver niðurstaða slíkra beinna launasamninga verður. Síðast en ekki síst veitir markaðs- launakerfið mönnum svigrúm til að stytta hinn óhóflega vinnudag sem viðgengst hér á landi og bæta hag hinna lægstlaunuðu. Höfundur er sljórnarmaður í Versl- unarmannaféiagi Reykjavfkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.