Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Að hækka lægstu launin UM langa hríð hefur það verið yfirlýst markmið kjarasamn- inga að hækka lægstu launin. Ymsum finnst þó árangurinn slæleg- ur og hafa kennt um þrjósku atvinnurek- enda eða linku verka- lýðsfélaga til skiptis. Jafnvel hafa einstakir þingmenn stungið upp á því að lágmarkslaun verði ekki ákvörðuð með kjarasamningum heldur sett með lög- um. Hins vegar eru málin eilítið flóknari en margir vilja vera láta. Launamunur og launastig ráð- ast af grunngerð atvinnulífsins og er ekki hægt að breyta með einu penna- striki. Þá er einnig vafasamt að það komi öllu láglaunafólki vel þótt lægstu launataxtar verði hækkaðir um 50-60% sem sumir hafa stungið upp á. I umræðu um þessi mál er þörf á heiðarleik og jafnframt að forðast væntingar sem fá ekki stað- ist. ganga jafnt yfir alla í prósentum, hvort sem því er lýst yfir að þeir í lægstu launaflokkum eigi að fá meira eður ei. Enginn ætti að velkjast í vafa um að eina leiðin til þess að hækka lægstu launin er að hækka almennt launa- stig í landinu. Stéttamunur íslendingar gefa kjaramálum mikinn gaum. Flestir viija Ásgeir kauphækkun og ávallt Jónsson eru kj arabætur annarra hópa nefndar því til sönnunar. Þessi stéttametingur gengur stundum út í öfgar þar sem hópar eru oft bornir saman sem lítið sem ekkert eiga sameiginlegt. En samt er það staðreynd að mismun- andi launahópar hafa strangar gæt- ur hver á öðrum og gera sterkar kröfur um að enginn fái meira en Kjaramál Launamunur Mismunandi reynsla og hæfni leið- ir oft til launamunar, jafnvel þótt formleg menntun sé hin sama. Flest byggingafyrirtæki hafa til að mynda harðan kjama starfsfólks sem er þjálfað og er traust í starfi. Því til viðbótar eru ráðnir handlangarar, sem eru yfirleitt ungt fólk með litla reynslu sem staldrar ekki lengi við. Hér er því fólk með svipaða mennt- un, á sama vinnustað en skilar samt misjafnri vinnu. Auðvitað vilja at- vinnurekendur umbuna stöðugum starfskrafti sem skilar betri vinnu, og það er gert með yfirborgunum. Launahækkanir „að utan“ sem riðla launaflokkum innan atvinnugreina eru oft taldar ósanngjarnar, vegna þess að starfsfólkið sjálft telur að verið sé að vanmeta ábyrgð, reynslu, starfsgetu og svo framvegis. Ef laun ungra handlangara hækka með sér- stökum launaleiðréttingum fyrir lág- launahópa munu þeir sem eftir standa telja sig í fullum rétti með sömu kröfur. Þannig er sama hvem- ig kauptaxtar eru forfærðir og bil á milli launaflokka minnkað, jafnskjótt spretta upp nýjar yfirborganir. Það er því margreynd regla hérlendis að kauphækkanir í kjarasamningum Stéttametingur gengur stundum út í öfgar, seg- ir Ásgeir Jdnsson, þar sem hópar, sem lítið sem ekkert eiga sameig- inlegt, eru oft bornir saman. aðrir. Verkalýðsfélög hafa reynt að ná beint til láglaunafólks með krónu- töluhækkunum og eingreiðslum, s.s. desemberuppbót, sem reyndar gáfu sæmilega raun á tímum þjóðarsátt- arinnar þegar efnahagskerfið var í lægð. Hins vegar er auðvelt að reikna krónutöluhækkanir upp í prósentur og á þenslutímum verða slíkar aðgerðir máttlausar. Þess er skemmst að minnast að á þensluár- unum 1986-87 leiddi mikil hækkun lægstu kauptaxta til þess að launa- kerfið hreinlega sprakk með yfir- borgunum og almennt launastig hækkaði verulega. Hið sama myndi gerast nú í þessu árfari, fyrir utan það að öfugt við 1986-87 er nú mikill viðskiptahalli og engar gjaldeyris- Fjárfestar athugið! Öll almenn verðbréfaviðskipti með skráð og óskráð verðbréf. JVerðbréfamiðlunin a ■ tlll Clf*hf - Verðbréf © Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi fslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20 Námsaðstod í stærðfræði, eðlis- og efnafræði fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, simi 551 5593 Word, Excel og Windows Einkakennsla Nánari upplýsingar í síma 551 5593 og á heimasíðu: www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, sími 551 5593 tekjur til þess að standa straum af aukinni neyslu og innflutningi. Launahækkanir af sama toga myndu því ganga fljótt til baka í gengisfell- ingu og verðbólgu, sem þær reyndar gerðu einnig eftir 1988. Lág laun Launastig í hverju landi ræðst af atvinnuvegum og menntun vinnu- afls. Hérlendis er mikið af ófaglærð- um vinnukrafti vegna þess að litið hefur verið niður á verkmenntir og þær eru gerðar hornreka í skólakerf- inu. Menntun felst þó ekki aðeins í formlegri skólagöngu heldur einnig í þekkingu og reynslu sem fæst með vinnu. Fyrstu árin á vinnumarkaði er tími þar sem fólk „lærir að vinna“ og það kemur ekki til af engu að at- vinnurekendur gera yfirleitt kröfur um starfsreynslu. ísland er sérstakt vegna þess að hér er mun hærra hlutfall af ungu fólki en í nokkru öðru Evrópuríki, ef Tyrkland er und- anskilið. Þess vegna er hlutfallslega mikið af ófaglærðu og óþjálfuðu starfsfólki sem situr í lægstu launa- flokkunum. Ef lágmarkslaun eru hækkuð mun sumt ungt fólk hagn- ast, en þeir eru fleiri sem munu tapa vegna þess að störf þeirra hverfa. Þetta hefur t.d. gerst á meginlandi Evrópu þar sem lágmarkslaun eru mjög há og atvinnuleysi meðal ungs fólks er 30-60%. Tap íslands gæti orðið allverulegt þar sem mikið af ungu fólki dettur út af vinnumarkaði og er þá í raun fellt úr skóla lífsins. Fyrirtæki ráða aðeins fólk í vinnu ef verðmæti vinnuframlags er meira en launin. Auðvitað verður að setja ein- hver viðmið varðandi kaup, en þau getum við aðeins hækkað ef ný störf með hærri verðmætasköpun verða til og sú þróun gengur áfram í smá- um stökkum. Um kaup og kjör Islensk verkalýðsfélög hafa á síð- asta áratug markað langtímastefnu um að kaupmáttur vaxi jafnt og þétt en gangi ekki í bylgjum eins og var áður, á tímum verðbólgu og gengis- fellinga. Árangurinn er vægast sagt mjög góður en almennur kaupmátt- ur hefur aukist um 20% frá 1995. En dijúgur hluti af því góðæri sem nú gengur yfir er byggður á sandi, er- lendum lántökum en ekki útflutn- ingstekjum. Heimilin eru mjög skuldug, aukin verðbólga og hærri vextir geta haft hroðalegar afleiðing- ar í gjaldþrotum. Engin þjóð neytir meira en hún aflar. Kjarasamningar geta breytt launahlutföllum á milli einstakra atvinnustétta að ákveðnu marki en munu ekki skapa kaupmátt úr engu. Verkalýðsfélögum hefur oft gramist að þeim einum sé ætlað að sýna fyrirhyggju í landi þar sem sú dyggð er fremur fágæt, en nú veltur mikið á að menn glati ekki því sem hefur unnist. Láglaunafólki er síðan best hjálpað með velferðarstefnu sem byggir á lægri framfærslu- kostnaði, ódýrum samgæðum, s.s. skólum og heilsugæslu, stuðningi við bamafólk og lágri skattbyrði. Og, síðast en ekki síst, menntun, hag- vexti og stöðugleika. Slíkt er mun líklegra til árangurs en forfæringar á kauptöxtum sem kitla réttlætis- kennd fólks, en eru í raun sjónarspil og geta hæglega skilið láglaunafólk eftir í verri aðstöðu en áður. Höfundur er hagfræðingur. Jákvæða bylt- ingn í Dalina ÞAÐ er kominn tími til að Dalamenn rétti úr kútnum og tileinki sér jákvætt hugarfar. Upp, upp, upp úr deyfðinni, sveitungar góðir. Tíðindin úr Dala- byggð síðustu misseri hafa ekki verið beinlín- is upplífgandi. Þannig er upplýst að atvinnu- ástand hafi hvergi ver- ið dapurlegra í landinu en einmitt þar. Að- stæður launafólks eru þannig að launin í Dala- byggð eru 30% lægri en að meðaltali í landinu samkvæmt skýrslu At- vinnuráðgjafar Vesturlands frá því á sl. hausti. Þá kemur fram í sömu skýrslu að búsetuskilyrði í Dalasýslu eru 45% lakari en á landsvísu sam- kvæmt greiningu er gerð var á ýms- um atriðum búsetuskilyrða. Þá kemur fram í upplýsingum Byggðastofnunar að hvergi á land- inu er samdrátturinn meiri á nær öll- um sviðum en í Dalasýslu. Neikvætt hugarfar lamar Það mætti nefna mörg dæmi um depurðina sem ríkt hefur í hinni fögru Dalabyggð upp á síðkastið. Engu er líkara en neikvæðislögmálin hafi verið allsráðandi, enda er það þannig að þegar samdráttur og erfið- leikar byxja á einum stað er hætt við að það dreifi úr sér, smitist út. Þetta er víxlverkun hinnar neikvæðu þró- unar. Samdráttur í atvinnulífi leiðir til bölsýni, sem leiðir til minni at- hafnagleði og meiri samdráttar og bölsýni. Þannig hefur neikvæðið hömlu- laust breitt úr sér og í stað þess að laða fólk að byggðarlaginu er engu líkara en stjómendumir vilji úthýsa sem flestum, með útburðarmálum ef ekki vill betur. Þannig virkar það neikvæða hugarfar lamandi á báða bóga. Vertu velkominn Staðreyndin er sú að Dalabyggð vantar fleira fólk. Ibúamir almennt vilja líka búa svo um hnútana að það sé auðvelt fyrir fólk að flytja í Dalina og það finni það að þar sé gott að búa. Stjómendur sveitarfélagsins verða líka að finna fyrir þessum já- kvæða þrýstingi til stefnubreyting- ar. Til að hægt verði að byggja upp at- vinnu-, félags- og menningarlíf þurf- um við á fleira fólki að halda. Þess vegna vilja íbúamir auðvelda fólki búsetu í Dalabyggð og bjóða nýtt fólk hjartanlega velkomið. Höfum upp á margt að bjöða Dalimir hafa ekki einungis fram- tíðarmöguleika vegna sögustaða, en við eigum eftir að yrkja jörðina mun frekar og betur en hingað til í ferða: mexmsku á söguslóðum Laxdælu. í Dalabyggð em heitar lindir og nátt- úmperlur og mikið af góðu fólki. Hér vantar djörfung og hug til að takast á við þau spennandi verkefni sem bíða okkar. Leiðin upp á við byrjar hjá okkur sjálf- um, hún byrjar í huga okkar Dalamanna. Þess vegna verða menn að temja sér jákæðara hugarfar. Tækifæri morg- undagsins Eg benti áðan á að við ættum eftir að fullnýta möguleika sem felast í sögustöðum og ferðamennsku. Búseta í Dalabyggð í byrjun 21. aldar byggist ekki á landbúnaði að fornum sið, heldur öðmm kost- um. Ferðamennska og heitt vatn skipta miklu í þeirri fram- tíðamppbyggingu. En það þarf fjöl- breytni í atvinnu- og menningarlíf. Dalalíf Staðreyndin er sú, segir Krístinn Jónsson, að Dalabyggð vantar fleira fólk. Og meðal helstu kosta Dalabyggðar er einmitt nálægðin við höfuðborgar- svæðið. Leiðin styttist að sjálfsögðu með göngunum undir Hvalfjörð og með stórfelldum vegabótum, sem nú em hafnar um Bröttubrekku, er tryggt að vegurinn verður opinn allt árið. Þessi samgöngubót gagnast fleimm en Dalamönnum, hún nýtist landsmönnum öllum. Leggja verður ríka áherslu á að fá öfluga sumar- bústaðabyggð á svæðið er skapar auknar tekjur inn á það. Hugsanlega erlenda auðjöfra er vildu eignast land og tengjast betur náttúruperl- um svæðisins. Hugarfarsbyltingu í Dalina Eins og hér hefur verið rakið era gífurlegir möguleikar í Dalabyggð; ferðaiðnaðurinn, heitt vatn, sam- göngubylting, og þessum möguleik- um þarf að fylgja eftir með lýðræðis- legum stjórnarháttum, þannig að sem flestir geti látið samfélagið sig varða með beinum hætti. Þannig ætti sveitarstjórnin að hafa opna borgarafundi um hin ýmsu álitamál til að fá hugmyndir, vítamín já- kvæðrar þróunar, við stjómun sveit- arfélagsins. Aðalatriðið er þetta: Með sama hætti og víxlverkun verður milli bölsýni og samdráttar í atvinnulífi og neikvæð afstaða kallar á neikvæðari afstöðu er hægt að snúa dæminu við með sama lagi. Jákvætt hugarfar kallar á uppbyggingu í atvinnu- og menningarlífi sem leiðir til enn já- kvæðari afstöðu fólks til lífsins og til- vemnnar. Við Dalamenn eigum ekki til nema eina leið upp úr öldudalnum, - sú leið hefst með hugarfarsbyltingu. Höfundur er Dalamaður og stundar nám við Samvinnuháskðiann á Bifröst. Kristinn Jónsson VasKhuDi A L H L I D A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR - • Fjárhagsbókhald I Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi l Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi ) Tollakerfi Vaskhugiehf. Síðumúla 15 -Simi 56S-2680 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema Brúðhjón Allui borðbúnaöur - Glæsileg gjalavara Briíðhjonalistar VERSLUNIN Lnngavegi 52, s. 5(52 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.