Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 57

Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afhentu MS-félag- inu gjöf STJÓRN Svalanna afhenti nýlega dagvistun MS-félagsins í Fossvogi að gjöf sérhannað æfingahjól með hjálparhlutum og hreyfilyftu. Bæði þessi tæki eru ætluð til end- urhæfinga sjúklinga sem þangað koma. Fjárins var aflað með sölu jólakorta. Frá vinstri: Gyða Ólafsdóttir frá MS-félaginu, Gerður Gunnarsdóttir, formaður Svalanna, Vilborg Traustadóttir, formaður MS-félagsins, Kristfn Bjömsdóttir, formaður jólakortanefndar, Inga Eiríksdóttir, gjaldkeri Svalanna og Margrét S. Pálsdóttir, varaformaður Svalanna. , SsPS ' J r--. • FRA HASKOLA ISLANDS MEISTARANÁM, DOKTORSNÁM OG VIÐBÓTARNÁM háskólaárið 2000-2001 Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. vegna náms á haustmisseri og til 15. september vegna náms á vormisseri, nema annað sé sérstaklega tekið fram hér að neðan. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu viðkomandi deildar og skrifstofu Nemendaskrár, Aðalbyggingu H.í. v/Suðurgötu, 101 Reykjavík. Hægt að nálgast þessa auglýsingu og umsóknareyðublöð á netslóðinni: http://www.hi.is/stjorn/nemskra/ Aðgangur að framhaldsnámi er takmarkaður í sumum tilvikum. Auglýsing þessi er birt með fyrirvara um nægilegar fjárveitingar til kennslunnar. Guðfræðideild í boði er nám til meistara- eða doktorsprófs. Nánari upplýsing- ar um námið fást hjá skrifstofu deildarinnar. Sjá einnig: http://www.hi.is/nam/gudfr/ Umsóknir berist til skrifstofu guðfræðideildar, Háskóla (slands, Aðalbyggingu v/Suðurgötu, 101 Reykjavík. Læknadeild ( boði er nám til meistara- eða doktorsprófs ( heilbrigðisvísind- um. Meistaranámið er 60 eininga framhaldsnám að afloknu B.S.-prófi, 4. ári við læknadeild Háskóla (slands eða öðru sam- svarandi prófi. Doktorsnámið er 150 eininga framhaldsnám að loknu B.S.-prófi en 90 einingar að loknu meistaraprófi. Nem- andi og kennari (væntanlegur leiðbeinandi) leggja í sameiningu fram umsókn á þar til gerðu eyðublaði. Umsókn skal fylgja námsáætlun, lýsing rannsóknarverkefnis og rannsóknaráætlun. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu læknadeildar. Sjá einnig: http://www.hi.is/pub/02/ Umsóknir berist til skrifstofu læknadeildar Háskóla (slands, Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Læknadeild heimilar innritun að fenginni jákvæðri umsögn frá rannsókn- anámsnefnd læknadeildar. Námsbraut í hjúkrunarfræði Nám til meistaraprófs er 60 eininga rannsóknanám að afloknu B.S.-prófi ( hjúkrunarfræði. Með umsókn skal fylgja lýsing unnin í samvinnu umsækjanda og væntanlegs leiðbeinanda á rannsóknaverkefni umsækjanda. Við inntöku er m.a. gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25) og 2ja ára starfsreynslu. Gert er ráð fyrir að nemendur dvelji hluta námsins við erlendan háskóla eða rannsóknastofnun. Nám getur einungis hafist að hausti. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu námsbrautar f hjúkrunar- fræði. Sjá einnig: http://www.hi.is/pub/hjukrun/ Umsóknir berist til skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eir- bergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Viðbótarnám í námsbraut í hjúkrunarfræði: Nám í Ijósmóðurfræði Umsækjendur skulu hafa próf í hjúkrunarfræði viðurkennt f þvf landi sem það er stundað og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu. Nám getur einungis hafist að hausti. Gert er ráð fyrir að taka 8 nemendur inn í námið. Til að námsskrá (Ijósmóðurfræði á fslandi sé ( samræmi við náms- staöla Evrópusambandsins og að kröfur sem gerðar eru á háskólastigi séu uppfylltar þurfa hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa lokið B.S.-prófi að Ijúka 16 eininga fornámi. Upplýsingar um fornám, reglur um val nemenda og skipulag námsins er að finna í Kennsluskrá Háskóla (slands. Sjá einnig: http://www.hi.is/pub/hjukrun/nam.html Umsóknum ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, meðmæli, afrit af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi ásamt grein- argerð umsækjanda um áhuga á námi í Ijósmóðurfræði og hvernig sá áhugi þróaðist skal skila fyrir 3. apríl á skrifstofu námsbrautar ( hjúkrunarfræði, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar fást hjá Láru Erlingsdóttur, fulltrúa, eftir hádegi alla virka daga, s(mi 525 4217. Tannlæknadeild [ boði er nám til meistaraprófs og doktorsprófs (tannlækna- deild. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu tannlæknadeildar, sími 525 4871. Sjá einnig: http://www.hi.is/pub/tann/ Umsóknir berist skrifstofu tannlæknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Viðskipta- og hagfræðideild Meistaranám í viðskipta- og hagfræðideild er að lágmarki 45 einingar, sem samsvarar fullri vinnu í eitt almanaksár. Nemend- ur hafa þrjú ár til að Ijúka náminu, það hentar þv( einnig þeim sem vilja vinna með námi. Að loknum námskeiðum sem svara til 30 eininga skila nemendur annað hvort 15 eða 30 eininga rit- gerð til að hljóta M.S.-gráðu. Miðað er við að umsækjendur hafi a.m.k. lokið B.S.-prófi af viðkomandi fræöasviði, en nem- endur sem hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum geta sótt um skráningu í undirbúningsnám með einstaklingsbundinni námsáætlun. Meistaranám í viðskiptafræði greinist í 7 sérsvið: a) alþjóðavið- skipti, þ) fjármál, c) gæðastjórnun, d) markaðsfræði, e) kostnaðarstjórnun, f) rekstrarstjórnun og g) stjórnun og stefn- umótun. ( skipulagi námsins er gert ráð fyrir að þriðjungur þess, 15 ein- ingar, fari fram við erlendan samstarfsháskóla. Meistaranám ( fjármálum og stjómun og stefnumótun er allt ( boði hérlendis. Meistaranámi í hagfræði skiptist ( kjarna og sérsvið. Háskólaárið 2000-2001 verður boðið upp á fjármálasérsvið. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu viðskipta- og hagfræði- deildar. Sömu umsóknareyðublöð eru fyrir M.S.-nám og undir- búningsnám fyrir M.S.-nám. Sjá einnig: http://www.hag.hi.is/MS/index.html Umsóknir berist til skrifstofu viðskipta- og hagfræðideildar, Háskóla (slands, Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík. Heimspekideild Boðið er upp á meistaranám (M.A.-nám) ( almennri bókmennta- fræði, ensku, heimspeki, íslenskri málfræði, (slenskum bók- menntum, íslenskum fræðum og sagnfræði. Einnig er boðið upp á M.Paed.-nám (kennaranám) ((slensku. Hægt er að leggja stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum, (slenskri mál- fræði og sagnfræði. Hugvísindastofnun veitir upplýsingar um framhaldsnámið. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Hugvísindastofnunar, einnig má skrifa eftir þeim. Sjá einnig: http://www.hi.is/nam/heim/namsleidir.html Fullgerðar umsóknir berist stofnuninni eigi síðar en 15. mars n.k. Utanáskriftin er: Hugvfsindastofnun, Háskóla (slands, Nýja- Garði, 101 Reykjavík. Netfang: jonolafs@hi.is Verkfræðideild og raunvísindadeild Boðið er upp á meistaranám við allar skorir ( báðum deildum, en þær eru: Verkfræðideild: Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor, véla- og iðnaðarverkfræðiskor og rafmagns- og tölvuverkfræðiskor. Raunvísindadeild: Stærðfræðiskor, eðlisfræðiskor, efna- fræðiskor, líffræðiskor, jarð- og landfræðiskor, tölvunar- fræðiskor og matvælafræðiskor. Upplýsingar um fjármögnun og aðrar forsendur námsins, ásamt leiðbeiningum, fást á skrifstofum deildanna. Sjá einnig: http://www.hi.is/~palmi/ Umsóknir berist skrifstofum verkfræði- og raunvísindadeilda, Háskóla (slands, VR-II, Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík. Félagsvísindadeild Meistaranám háskólaárið 2000-2001. Frestur til að sækja um innritun ( nám til meistaraprófs I uppeldis- og menntunarfræði í félagsvísindadeild rennur út 1. maí n.k. í M.A. námi í uppeldis- og menntunarfræði er hægt að velja um tvær línur: I Mat á skólastarfi ( náminu er lögð áhersla á að nemendur sérhæfi sig f mats- fræðum og mati á skólastarfi. Markmiöið er annars vegar að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á margvíslegum aðferðum við að meta skólastarf og hins vegar að nemendur þjálfist ( að beita mismunandi aðferðum við matið. II Almennt rannsóknarnám Markmiðið er að búa nemendur undir rannsóknir og þróunar- störf á sviði uppeldis og menntunar. Þessi M.A. lína gefur nem- endum kost á að stunda nám og rannsóknir á áhugasviði s(nu. Umsækjendur um meistaranám ( uppeldis- og menntunarfræði skulu hafa lokið B.A.-prófi í félagsvísindum eða öðrum greinum eða kennaranámi á háskólastigi. Við inntöku er m.a. tekiö mið af starfsreynslu. M.A. nám við Félagsvísindadeild er tveggja ára nám (60 eining- ar). Við inntöku er tekið mið af einkunnum og er að jafnaði gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25). Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu félagsvísindadeildar. Sjá einnig: http://www.hi.is/pub/felma/ Umsóknir berist skrifstofu félagsvtsindadeildar, Háskóla (s- lands, Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavfk. Viðbótarnám í félagsvísindadeild: I Hagnýt fjöimiðlun (blaðamennska) Um er að ræða eins árs nám (33 einingar). Miðað er við að nemendur hafi lokið B.A. eða B.S.- prófi, B.Ed.- prófi eða öðru háskólaprófi, eða hafi fimm ára starfsreynslu á fjölmiðli. II Nám í námsráðgjöf Um er að ræða 34 eininga nám sem unnt er að taka á einu ári eða tveimur árum. Miöað er við að nemendur hafi lokið B.A.-prófi ( uppeldis- og sálarfræði, B.Ed.-prófi, eða B.A./B.S.-prófi ( öðrum greinum ásamt kennsluréttindanámi. Æskilegt er að nemendur hafi kennslureynslu. III Nám í kennslufræði til kennsluréttinda Um er að ræða 30 eða 15 eininga nám. Kröfur um einingafjölda miðast við fyrri menntun og þurfa nemar sem taka 15 einingar að hafa lokið a.m.k. 120 einingum, þar af 60-90 ( aðalgrein og 30-60 í aukagrein. Unnt er að taka námið á einu ári eða tveimur árum samkvæmt ákveðnum reglum. Sé námið tekið á einu ári er miðað við að nemendur hafi lokið B.A.- eða B.S.-prófi. Sé það tekið á tveim- ur árum, samhliða námi í grein, er miðað við að nemendur hafi lokið a.m.k. 60 einingum í grein(um). IV A. Nám í félagsráðgjöf til starfsréttinda (4. ár) Miðað er við að nemendur hafi lokið B.A.-prófi í félagsfræði, sálarfræði eða uppeldisfræði sem aðalgrein ásamt skyldunám- skeiðum í félagsráðgjöf, B.A.- eða B.S.-prófi í öðrum greinum á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda ásamt skyldunámskeiöum í félagsráðgjöf. IV B. Félagsráðgjöf til B.A.-prófs með starfsréttind- um, 120 einingar Nýnemar sem hyggjast innritast (120 eininga nám í Fólags- ráðgjöf til B.A.-prófs með starfsréttindum, haustið 2000, sam- kvæmt nýrri skipan námsins, geta einnig sótt um 1. apríl eða 1. desember. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsvisindadeildar. Sjá einnig: http://www.hi.is/pub/felma/ Umsóknir vegna viðbót- arnáms berist fyrir 1. apríl nk. til skrifstofu félagsvfsindadeildar, Háskóla (slands, Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík. Meistaranám í sjávarútvegsfræðum Meistaranám (sjávarútvegsfræðum er rannsóknatengt fram- haldsnám við Háskóla (slands sem skipulagt er í samvinnu háskóladeilda. Námið er þverfaglegt og skiptist í þrjá hluta; kjarna, sérsvið og rannsóknarverkefni. Það er 60 einingar (tvö ár) og lýkur með M.S. gráðu á því sviði er viðkomandi nemandi velur sér. Inntökuskilyrði er að jafnaði fyrsta háskólagráða (B.A./B.S.) í viðeigandi fræðigrein. Sú deild sem nemandi innrit- ast (ræðst af lokaverkefni hans og umsóknarfrestur er f sam- ræmi við umsóknarfrest í viökomandi deild. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Sjávarút- vegsstofnun H.(., Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 525 4056, fax 525 5829. Tölvufang: fisheries@hi.is Veffang: http://www.sushi.hi.is Meistaranám í umhverfisfræðum Meistaranám í umhverfisfræðum er tveggja ára nám sem bygg- ist á þverfaglegum námskeiðum, völdu sérsviði og rannsóknar- verkefni. Námið er alls 60 einingar, þar af 21 eining f kjama, 6 einingar bundið val, 15 einingar sérsvið og 15 einingar fyrir lokaverkefni. Umhverfisstofnun Háskóla (slands hefur umsjón með náminu en stofnunin er ( samstarfi við sjö af níu deildum háskólans. Inntökuskilyrði er 90 eininga háskólanám (B.A., B.S.) eöa sambærileg gráða og ákveðin lágmarkseinkunn (mis- munandi eftir deildum). Auk þess er hugsanlegt að deildir geri forkröfur til nemenda og fara þær þá annars vegar eftir bak- grunni nemenda og hinsvegar þeirri stefnu sem þeir ætla að taka í náminu. Sjá: http://www.uhi.hi.is/uhi.htm Umsóknir berist Umhverfisstofnun H.(., Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Umsóknum skal fylgja afrit af prófskírteinum, tvö meðmælabréf og 1 -2 síðna ritgerð um ástæður þess að umsækjandi vill hefja nám í umhverfisfræðum, fram komi m.a. fyrstu hugmyndir um sérsvið og rannsóknarverkefni. Rannsóknanámssjóður Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur vegna styrkja úr Rannsóknanámssjóði rennur út 1. mars nk. Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám við háskóla og geta efnilegir nemendur, sem lokið hafa háskólanámi (B.A., B.S. o.s.frv.), sótt um styrk til framfærslu þann tíma sem unnið er að meistara- eða doktorsverkefni. Frekari upplýsingar fást á heimasíðu RANNÍS (http://www.rannis.is/) og á skrifstofu Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13,101 Reykjavík, sími 562 1320. Nemendur Háskóla Islands geta snúið sér beint til skrifstofu rannsóknasviðs Háskólans í Aðalbyggingu Háskóla íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, sími 525 4352. Þar má fá eyðublöð og frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins og hvernig ber að sækja um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.