Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 66

Morgunblaðið - 15.02.2000, Side 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ MR sigrar í keppni fram- haldsskóla SKAK Taf I f é I ag Keykja víkur ÍSLANDSMÓT FRAM- HALDSSKÓLASVEITA 12. - 13. febrúar 2000 MENNTASKÓLINN í Reykjavík sigraði í hinni árlegu skákkeppni framhaldsskóla sem fram fór um helgina. Sigur MR þarf ekki að koma á óvart, en hins vegar voru yfirburðimir meiri en reiknað var með fyrir mótið. MR hlaut 18 vinninga af 20 mögulegum og sigraði alla and- stæðinga sína með fjórum vinn- ingum gegn engum, nema hvað viðureigninni við Fjölbrautaskól- ann í Armúla lauk með jafntefli, tveimur vinningum gegn tveimur. Sveit Menntaskólans við Hamra- hlíð varð í öðru sæti með 13 vinn- inga. Úrslit urðu annars þessi: 1. Menntaskólinn í Reykjavík 18 v. 2. Menntaskólinn við Hamrahlíð 13 v. 3. Fjölbrautaskólinn við Ármúla 11 v. (6 st.) 4. Menntaskólinn í Reykjavík - B sv. 11 v. (5 st.) 5. Fjölbrautaskóli Suðurlands 4 v. 6. Menntaskólinn við Sund 3 v. MR sigraði einnig á mótinu 1998 og varð þá jafnframt Norð- urlandameistari framhaldsskóla. Breiddin í MR er mun meiri en í öðrum skólum eins og sést á því að þetta er eini skólinn sem send- ir tvær sveitir til keppni og auk þess var B-sveitin mjög nærri því að ná þriðja sætinu á mótinu. Á hinn bóginn eru sigurvegararnir frá því í fyrra, Fjölbrautaskólinn við Armúla, mun verr settir hvað þetta varðar þrátt fyrir afar sterka menn á efstu borðum. Árangur einstakra skákmanna efstu sveitanna varð sem hér seg- ir: MR-A 1. Bragi Þorfinnsson 5 v. af 5 2. Bergsteinn Einarsson 4 v. af 5 3. Sigurður P. Steindórss. 4 v. af 5 4. Ólafur í. Hannesson 5 v. af 5 lvm. Jóhannes Benediktsson MH 1. Stefán Kristjánsson 4 v. af 5 2. Hjalti Rúnar Ómarsson 3 v. af 4 3. Óttar Norðfjörð 2 v. af 2 4. Andri H. Kristinsson 1 v. af 1 lvm. Aldís Rún Lárusd. 3 v. af 4 2vm. Friðrik J. Karisson 0 v. af 1 3vm. Hrafn Harðarson 0 v. af 1 Fjölbrautaskólinn við Ármúla 1. Jón Viktor Gunnarsson 3 v. af 5 2. Davíð Kjartansson 5 v. af 5 3. Sveinn Þ. Wilhelmsson 3 v. af 5 4. Finnbogi Jónsson 0 v. af 5 Meistaramót Hellis - Bikarkeppnin Bikarkeppnin í skák hófst gærkvöldi með meistaramóti Taflfélagsins Hellis. Enn er þó hægt að skrá sig, en frestaðar skákir frá fyrstu umferð verða tefldar í kvöld. Þeir sem vilja bætast í hópinn þurfa að hafa samband við Gunnar Björnsson í dag í síma 861-9416. Heildarverð- laun í bikarkeppninni eru kr. 150.000. Umhugsunartíminn á meist- aramóti Hellis verður 1V4 klst. á 36 leiki og 30 mínútur til að ijúka skákinni. Tefldar verða sjö um- ferðir. Umferðir hefjast alltaf klukkan 19:30. Hliðrað verður sérstaklega til fyrir keppendum á Norðurlandamótinu í skólaskák sem haldið verður í Finnlandi 24.-27. febrúar til að gefa þeim tækifæri til að taka þátt. Heildarverðlaun á mótinu eru 40.000 kr. Skákmót á næstunni 15.2. Eldri borgarar. Meistaramót 18.2. Hjá Helli. Skemmtikvöld. Daði Örn Jónsson Sigursveit MR: Davíð Ingimarsson, liðsstjóri, Jóhannes Benedikts- son, Sigurður Páll Steindórsson, Ólafur í. Hannesson, Bergsteinn Einarsson og Bragi Þorfinnsson SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 mbl.is Nú er nóg komið! NÚ get ég ekki lengur orða bundist vegna fréttar í Morgunblaðinu 11. febrúar síðastliðinn um að börn séu lögð í einelti vegna foreldra sem reykja. Ég spyr: Hvar læra börnin umtal um aðra og almenna siðfræði ef ekki af foreldrum sínum? Og þess- ir sömu foreldrar sem út- húða reykingafólki flengj- ast um á bílum sínum jafnt í borg sem um okkar fal- legu sveitir - að nauðsynja- lausu - spúandi eitruðum efnum, sem eru verulega spillandi fyrir bæði fólk og land, frá bílum sínum yfir alit og alla. Þetta ofstækis- fulla fólk ætti að líta sér nær og fara til dæmis hjól- andi í sumarfríin og heim- sóknir með sína heilbrigðu fjölskyldu, til að draga úr mengun. Oft get ég ekki annað en brosað þegar ég horfi á skokkara hlaupa sér til „heilsubótar" meðfram eitruðustu götum borgar- innar og ætla svo vitlausir að verða yfir því að sitja nálægt tóbaksreyk. En þó svo það væri auð- vitað öllum fyrir bestu að enginn reykti er það engin afsökun fyrir því að leggja fólk í einelti þó það reyki og enn síður börnin sem eiga enga sök á málum. Soffía Jónsdóttir. Er samtimasaga ís- lendinga lygasaga? DAVÍÐ Oddsson segist ekki þekkja annan íslend- ing sem hafi auglýst landið VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags meira en Björk. Hann virð- ist ekki hafa heyrt um Freystein Þorbergsson sem með dugnaði, vitsmun- um, þekkingu og reynslu sinni kom heimsmeistara- einvíginu í skák 1972 til landsins og dró það á eftir sér tvo leiðtogafundi. Það þykir ekki merkilegt á Is- iandi. En að syngja sig inn í hjörtu heimsins og verða fræg fyrst og fremst fyrir sjálfa sig - þó Island komi til tals í leiðinni - er meira metið. Mín vegna má Björk vera frægust og best allra Islendinga og ekki er ég að metast á um hver sé fræg- astur. En það er einskis metið að vinna íslandi allt og vera bláfátækur eins og Freysteinn var, en hann lést 1974. Það er ekkert merkiiegt við að sitja Alþjóðaþing FIDE sagði Þráinn Guð- mundsson, hann hefði setið þar sjálfur. Auðvitað er það ekkert merkilegt. Það er heldur ekkert merkilegt að sitja á Alþingi Islendinga. Það er hins vegar merki- legt þegar fram kemur maður sem hefur kjark, kraft og þor, vitsmuni og vilja til að gera meira en skyldan býður, hefur hug- myndaauðgi og dug til að framfylgja stórum málum og brýtur blað í sögu þjóð- arinnar. Fyrsta heims- meistarakeppni sem haldin er á íslandi hlýtur að brjóta slíkt blað. Enginn leiðtogafundur hefur komið til landsins út á Björk þó hún hafi margt mjög vel gert fyrir land og þjóð. En leiðtogar þjóðar- innar þurfa líka að kunna að greina kjarnann frá hisminu. Það undarlega er að fjölmiðlar virðast eigna öðrum verk Freysteins Þorbergssonar. Það nýj- asta er frá 30. desember sl. í sjónvarpsþætti þar sem bóndakonu sem verið hafði í kvennaskóla er eignað að hafa þýtt verkfræðiritið Lobben, en það var Frey- steinn sem þýddi erfiðustu kaflana og gerði útreikn- ingana á því verki. Áður hefur Guðmundi G. Þórar- inssyni verið hampað fyrir einvígið, en engum hefur verið þakkað fyrir að skapa þá aðstöðu að koma leið- togafundum hingað til lands. Ef sannleikurinn er ekki í heiðri hafður og endalaust verið að eigna öðrum verk annarra manna, eða drepa þau með þögninni, verður Islandssagan vart annað en lygasaga, en það er kanski það sem íslending- arvilja. Edda Júlía Þráinsdóttir. Jesús elskar þig ÞAÐ var einn kaldan vetr- ardag að morgni til í des- ember sl. að ég keyrði Bústaðaveginn á leið til verkefna dagsins. Ég hef keyrt þarna alla virka daga frá því í haust og ég verð að segja eins og er að það var fátt sem gladdi mig þennan dag, ískuldi, bíllinn að reyna að þiðna og hleypa hlýju lofti inn, brjáluð um- ferð að venju á þessum tíma dags, allir með sama þungbúna svipinn og ég og varúð; - ekki hleypa nein- um á milli, nei, nei, enginn að gefa öðrum sjens. En það var eitthvað nýtt sem vakti mig svo hressilega þennan morgun. Jú, í strætóskýlinu stóð stórum stöfum „Jesús elskar þig!“ Vá, það var þetta sem ég þurfti. Það var yndisiegt að keyra Bústaðaveginn út ár- ið, fyrst kom maður að jóla- húsi þar sem fjölskyldan bætti við ljósum jólanna á hverjum degi og svo strætóskýli „Jesús elskar þig“. Ég fór svo að rekast á fleiri slík skýli í borginni og einnig heyrði ég fólkið í vinnunni tala um þetta, dömurnar í heita pottinum töluðu um þetta, stelpurn- ar í saumó fóru líka að taka eftir þessu. Já, það var svo gott að vita af þessu „Jesús elskar þig“, svona á ísköld- um dimmum vetrarmorgn- um. Núna er komið nýtt ár og aftur er ég farin að keyra sömu leiðina og ég verð að segja það að auglýsingar; keyptu hitt eða þetta eða net-eitthvað eða 10% afsláttur - gleður hvorki auga né lundina (á Visagreiðslu-mánaðamót- unum). Ég vil fá fleiri svona jákvæð skilti. Hver sem átti þessa hugmynd af skiitinu „Jesús elskar þig“ eða stóð á bakvið þetta á mínar bestu þakkir fyrir og ég tala fyrir munn margra. Við viljum meira! Björk. Dýrahald Skriðdýr óskast VIÐ óskum eftir lifandi froskum, eðlum eða öðrum skriðdýrum, helst gefins. Upplýsingar í síma 551- 7689. Hrafnkell. TlÍlPl§Nj§ MiÍíilÉI... Ljósmynd/Jónas Erlendsson Fagradal Víkverji skrifar... ÍKVERJI gleðst yfir því að loðnan er farin að veiðast í auknum mæli. Það skiptir alla, sem að veiðum og vinnslu koma, miklu máli að vel takizt til. Loðnusjó- menn á nótaskipunum og reyndar þeim sem eru með flottroll einnig, hafa ekki verið öfundsverðir af hlutskipti sínu frá því um mitt síð- asta sumars. Lítið hefur veiðzt og verð á loðnu upp úr sjó með lægsta móti. Mikil óvissa ríkir um sölu á frystri loðnu til Japans, en betri horfur eru taldar á sölu loðnu- hrogna þangað. Það er því ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Vonandi rætist vel úr þessum mál- um, loðnan gefur sig og vel tekst til með frystingu og sölu afurð- anna. Verð á mjöli og lýsi er mjög lágt og dregur það úr tekjumögu- leikum sjómanna, sem vissulega eiga það skilið að bera góðan hlut frá borði fyrir sína erfiðu og oft hættulegu vinnu við að draga björg í þjóðarbúið. Loðnan skiptir líka máli á annan hátt. Þorskurinn fylgir henni eftir er hún gengur vestur með landinu á hrygningargöngu sinni. Á síðasta vetri gekk loðnan ekki lengra en rétt vestur fyrir Vestmannaeyjar og fyrir vikið veiddist lítið af þorski við Reykjanes og fyrir Vest- urlandi. Venjulega gengur loðnan alveg vestur á Breiðafjörð og von- andi verður svo einnig nú. xxx MIKIÐ er rætt um breikkun Reykjanesbrautarinnar og virðast flestir vera því sammála að það sé mikið öryggisatriði og geti orðið til að fækka slysum verulega. Lýsing brautarinnar hefur þegar sannað sig og er hún til mikilla bóta. Umferðin á þessum fjölfarn- asta þjóðvegi landsins hefur því miður tekið stóran toll og því ætti það að vera forgangsverkefni að breikka brautina. Víkverji ekur Reykjanesbrautina oft og veit því af eigin raun hve umferðin getur verið erfið og hættuleg. Það getur verið nóg að einn ökumaður keyri á of litlum hraða til þess að aðrir ökumenn freistist til þess að fara fram úr við vafasamar aðstæður. Tvöföldun vegarins myndi draga stórlega úr slíkri hættu. Á hinn bóginn hefur Víkverji oft orðið var við afar glannalegan akstur og framúrakstur við slæmar aðstæð- ur. Það er oft sem maður sér ein- staka ökumenn sikksakka eftir veginum á mikilli ferð eins og þeim liggi lífið á. Og ávinningurinn af verður varla nema örfáar mínútur og oftast nær maður ökuþórunum á fyrstu ljósunum í Hafnarfirði þó maður fari sér eitthvað hægar. xxx VIÐ búum vissulega í miklu ná- býli við náttúruna og náttúr- uöflin geta verið anzi óblíð eins og við höfum svo sannarlega fundið fyrir um nýliðna helgi. Vissulegar hefur veðurofsinn valdið nokkru eignatjóni og verulegri röskun á daglegu lífi okkar. Víkverja finnst engu síður óþarfi að vera að gera mikið veður úr þessum gusum sem brostið hafa á okkur. Fólk á ein- faldlega að hafa vit á því að vera ekki á ferðinni í slæmu veðri og allra sízt að vera að þvælast í ófærðinni á illa búnum bílum. Það þarf ekki nema einn slíkan kauða til að koma öllu í hnút.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.