Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 39. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Andstæðingar Augustos Pinochets í Santiago fagna úrskurði bresks dómstóls í máli einræðisherrans fyrrverandi í gær. Dómstóll úrskurðar í máli Pinochets Straw gert að afhenda sjúkra- skýrslurnar indon. Reuters, AFP. BRESKUR dómstóll úrskurðaði í gær að Jack Straw, innanríkisráð- herra Bretlands, bæri að afhenda yf- irvöldum í fjórum Evrópuríkjum skýrslur lækna um heilsufar August- os Pinochets, fyrrverandi einræðis- herra Chile. Úrskurðurinn er veru- legur sigur fyrir þá sem hafa reynt að koma í veg fyrir að Pinochet verði leystur úr haldi og sendur til Chile. Dómstóllinn úrskurðaði að Straw hefði ekki verið stætt á því að neita að afhenda málsaðilum skýrslumar. Úrskurðurinn þýðir að yfirvöld á Spáni, í Belgíu, Frakklandi og Sviss fá skýrslumar afhentar gegn því að farið verði með þær sem trúnaðar- mál. Ríkin fá síðan viku til að gera at- hugasemdir við skýrslumar og þá til- lögu Straws að Pinochet verði leystur úr haldi þar sem hann sé of heilsu- veill til að geta varið sig fyrir rétti. Mannréttindasamtök fá ekki skýrslurnar Straw komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa fengið skýrslur lækn- anna en veitti málsaðilunum frest til að gera athugasemdir áður en hann tæki lokaákvörðun. Yfírvöld í Belgíu og sex mannrétt- indasamtök, þeirra á meðal Amnesty International, kröfðust þess að fá að lesa skýrslumar og sögðu að þýðing- arlaust væri að gera athugasemdir við niðurstöðu Straws ef þau fengju ekki þau gögn sem hún byggðist á. Dómstóllinn úrskurðaði þó að mann- réttindasamtökin ættu ekki að fá skýrslurnar. Úrskurðurinn er álitinn sigur íyrir þá sem hafa beitt sér fyrir því að Pin- ochet verði framseldur til Spánar og sóttur til saka fyrir mannréttinda- brot sem voru framin í Chile á valda- tíma hans. Ólíklegt þykir að Pinochet verði leystur úr haldi á næstunni, en hann hefur verið í stofufangelsi í Bretlandi í sextán mánuði. Baltazar Garzon, spænski dómar- inn sem óskaði eftir framsalinu, fagn- aði úrskurði dómstólsins, að sögn samstarfsmanna hans. Þeir sögðu að hann vildi lesa skýrslumar og ákveða síðan hvort krefjast ætti annarrar rannsóknar á heilsu Pinochets. Fjármálahneyksli CDU í Þýzkalandi Gert að greiða yfír 1.500 milliónir króna í sekt Berlfa. Reuters, AFP. KRISTILEGI demókrataflokkurinn í Þýzkalandi, CDU verður að endur- greiða yfír 41 milljón marka, jafn- virði um 1.530 milljóna króna, af því fé sem flokkurinn hefur þegið í opin- bera styrki vegna brota á lögum um fjármögnun stjómmálaflokka sem CDU hefur orðið uppvís að. Þetta til- kynnti Wolfgang Thierse forseti þýzka þingsins í gær. Þingforsetinn hefur vald til að ákveða sektir, sem stjórnmálaflokki, sem gerst hefur brotlegur með þess- um hætti, ber að greiða. Sagði Thierse að lögin leyfðu ekki að hann slægi neitt af, en þau kveða á um að fyrir hvert það mark sem stjómmála- flokkur tekur við að gjöf og heldur leyndu, verði hann að greiða þrjú mörk ta baka af því fé sam hann ann- ars fengi í opinber framlög. „Þetta er dapur dagur í sögu CDU,“ sagði Angela Merkel fram- kvæmdastjóri flokksins eftir að sekt- arfjárhæðin, 41.348.000 mörk, hafði verið tilkynnt en hún er mun hærri en forystumenn flokksins höfðu vænzt. Flokksféhirðirinn Matthias Wissmann sagði að úrskurði þingfor- setans yrði skotið til dómstóla. Neyðarfundur hjá þingflokknum Skotið var á neyðarfundi þing- flokks CDU í gærkvöldi og að tillögu Wolfgangs Scháuble, sem er bæði flokksleiðtogi og formaður þing- flokksins, ákvað þingflokkurinn að velja sér nýja forystu strax í næstu viku, en til hafði staðið að það yrði ekki gert fyrr en í maí. Fregnir hermdu að allnokkrir þingmenn hefðu lagt að Scháuble að segja af sér og gagnrýnt það hvemig hann hefur haldið á málum flokksins frá því fjár- málahneykslið tók að skekja hann. Angela Merkel sagði hvassa umræðu hafa farið fram, einnig um Schauble. Friedrich Merz var að sögn AFP nefndur sem mögulegur bráða- birgðaarftaki Schaubles. Thierse sagði sektampphæðina vera ákvarðaða á gmndvelli þeirra upplýsinga sem fyrir lægju um rang- færslur í opinbem bókhaldi CDU fyrir árið 1998. Vegur þar þyngst að flokksdeildin í Hessen taldi ekki fram yfír 18 milljónir marka sem geymdar vom á leynireikningum í Sviss. Sagði Thierse landsflokkinn bera lagalega ábyrgð á þessum misfærslum. Sektin er sú stærsta sem um getur í sögu þýzka Sambandslýðveldisins og samsvarar hún um helmingi af öllum opinberam framlögum sem CDU hefði haft tilkall til á þessu ári. IRA rýfur öll tengsl sín við afvopnunarnefndina Belfast. AFP. IRSKI lýðveldisherinn (IRA) til- kynnti í gær að hann hefði ákveðið að rjúfa öll tengsl sín við alþjóðlega afvopnunarnefnd undir stjórn kanadíska hershöfðingjans Johns de Chastelains vegna þeirrar ákvörðunar bresku stjórnarinnar að leysa heimastjórnina á Norður- írlandi frá störfum. Irski lýðveldisherinn kvaðst einnig hafa fallið frá öllum tillögum fulltrúa síns í samningaviðræðun- um við afvopnunarnefndina frá því þær hófust í nóvember. Ekkert benti þó til þess að IRA myndi binda enda á vopnahlé sitt. í yfírlýsingu frá IRA sagði enn- fremur að þeir sem hefðu sett af- vopnun samtakanna sem skilyrði fyrir því að heimastjórnin héldi völdum sínum bæm ábyrgð á þeim ógöngum sem friðarviðræðurnar væru nú í. Bresku stjórninni væri um að kenna þar sem hún hefði lát- ið undan þrýstingi stærsta^ flokks mótmælenda á Norður-írlandi, UUP, og tekið völd heimastjórnar- innar í sínar hendur. Heimastjórnin hafði starfað í tvo mánuði þegar Peter Mandelson, Norður-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, ákvað á föstudaginn var að leysa heima- stjórnina frá störfum og færa völd hennar aftur til London vegna tregðu IRA til að hefja afvopnun. Viðræðum haldið áfram Vonir manna um að hægt yrði að leysa deiluna glæddust þó í vikunni sem leið þegar fulltrúi IRA fullviss- aði afvopnunarnefndina um að sam- tökin myndu leita leiða til að leggja niður vopn þegar friðarsamkomu- lagið frá 1998 yrði að fullu komið til framkvæmda. IRA setti það sem skilyrði fyrir afvopnuninni að „ræt- ur ófriðarins“ yrðu fjarlægðar og átti þar við breska herliðið á Norð- ur-írlandi. Mandelson sagði að yfírlýsing IRA ylli vonbrigðum þar sem mikl- ar vonir hefðu verið bundnar við nýjustu tillögur fulltrúa IRA. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, skor- aði á leiðtoga allra flokka Norður- Irlands, þeirra á meðal Sinn Fein, stjórnmálaflokks IRA, að halda friðarviðræðunum áfram og byggja þær á því sem áunnist hefði í vik- unni sem leið. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsæt- isráðherra Irlands, hyggjast ræða við leiðtoga norður-írsku flokkanna í London í dag til að freista þess að finna lausn á deilunni. Pólitískt S rokk í Iran UM 6.000 ungmenni komu saman á íþrðttaleikvangi í Teheran í gær til að hlýða á rokktónlist og ræður um- bótasinna, sem vonast til þess að ná meirihluta á þingi frans í kosningum á föstudag. Ungmennin sungu, hreyfðu sig í takt við tónlistina og héldu á írönskum fánum og myndum af Mohammad Khatami forseta, sem vann óvæntan sigur á forsetaefni aflurhaldssamra klerka árið 1997. Irönsk dagblöð hafa gagnrýnt hegðun ungra kjósenda á fundum umbótasinna og sakað þá um ósið- legt athæfi, svo sem dans, sem var bannaður eftir byltinguna 1979. M0R6UNBLAÐK) 16. FEBRÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.