Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Valdamikill plast- klumpur „Barbie Culture" úr ritröðinni ■> „Core Cultural Icons“. Höfundur: Mary F. Rogers. 171 bls. SAGE Publications, London, 1999. BARBIE kann ekki að tala. Það vita allir. En eitt sinn voru fram- leiddar talandi Barbie-dúkkur; þær töluðu þegar þú togaðir í spotta. Barbie sagði: „Stærðfræði er erf- ið!“, og það varð allt vitlaust. Vilj- um við að stelpur hugsi þannig? Má Barbie segja eitthvað svona? Hún, sem „fyrirmynd" ungra •stúlkna, ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún lætur eitthvað svona út úr sér. Barbie hefur áhrif. Barbie er hluti af lífí okkar - hvort sem okk- ur líkar betur eða verr. Hér er hún sjálf, hlutverk hennar og áhrif, rannsökuð frá hinum ýmsu hliðum. Skyggnst er undir yfírborð Mattel- risans og í ljós kemur vel skipulagt peningaplokk og verksmiðjur fyllt- ar ódýru vinnuafli - bókin er vænt- anlega óvinsæl hjá framleiðenda dúkkunnar, því ekkert má sverta mannorð Barbie litlu. Barbie er sett undir smásjána: Barbie á aldrei bágt, Barbie fer aldrei að gráta, Barbie hefur aldrei áhyggjur og Barbie fær allt sem hún vill. Barbie er ung. Barbie er með beinar tennur. Barbie er ljóshærð og bláeygð. Og Barbie er hvít, með sólbakað hörund. Það er auðvelt að vera Barbie. Höfundur leggur sig fram við að setja hana í samhengi við okkur raunveruiega fólkið og hún er oftar en ekki sýnd í vafasömu ljósi - Barbie er góð, en hefur hún góð áhrif? Börn og fullorðnir eru beðin um að lýsa upplifun sinni á dúkkunni. Foreldrar lýsa Barbie-hræðslu („strákarnir fá ekki að leika sér með byssur og stelpurnar ekki með Barbie") á meðan aðrir játa ást sína á bláeygðu prinsessunni („ég skrifaði þetta Ijóð um Barbie...“). Öðrum er illa við hana. Barbie hefur verið sett í örbylgju- ofninn, bundin við flugelda og skotið á loft, og sætt fleira ofbeldi. Jafnvel klippt af henni hárið. Og höfundur gerir grein fyrir hugleið- ingum annarra fræðimanna: Er Barbie kvenkyns? Margt forvitnilegt skýtur upp kollinum. Engar yfírgengilegar uppljóstranir eru birtar eða ný sannindi, en við fáum vel unna samantekt og umfjöllun um vesa- lings dúkkuna sem á óbeinan hátt mótar skoðanir okkar. Við getum reynt að fullyrða að Barbie hafí engin áhrif á okkur, en hún gerir það nú samt. Hún getur a.m.k. fengið okkur til að hugsa. Fleiri en ég minnast þess eflaust að hafa hugsað sem barn: EG leik Barbie, en hver leikur MIG? Silja Björk Baldursdóttir KONUR IMYNDASÖGUM VESTANHAFS Frá góðum stúlkum til slæmra stelpna Myndasöguhöfundurinn Trina Robbins gaf á síð- asta ári út bók um sögu kvenna í myndasögum. Dóra Ósk Halldórsdótt- ir skoðaði þessa bók sem segir söguna jafnt í myndum sem máli. HVAÐ kemur fyrst upp í hugann þegar bandarískar myndasögur ber á góma? Ekki er ólíklegt að það séu kumpánamir Superman og Spider- man eða aðrar teiknaðar ofurhetj- ur sem hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tiðina og hafa ratað á hvíta tjaldið með misgóðum árangri. Margir telja að myndasöguformið sé vettvangur stráka og að fáar af- gerandi kvenpersónur sé þar að finna. Ævintýri daglegs lífs Trina Robbins er ein þeirra kvenna sem hefur teiknað mynda- sögur í rúmlega þrjátíu ár. í bók- inni „From Girls to Grrlz“ rekur hún sögu kvenmyndasagna frá fjórða áratugnum fram til dagsins í dag. Eins og gefur að skilja má sjá sambærilega þróun í kvenpersón- um myndasagnanna og í persónum kvikmynda eða skáldverka, enda ímynd kvenna breyst talsvert á þessum rúmlega 60 árum. Tina tengir uppgang kvenpers- óna í myndasöguin við upphaf tán- ingamenningar sem var að festa sig í sessi á fyrri hluta aldarinnar. Myndasögur má rekja til dagblaða frá upphafi aldarinnar og voru árin áður en sjónvarpið kom til sögunn- ar helsti uppgangstími myndasög- unnar. Árið 1938 sköpuðu þeir Jerry Siegel og Joe Shuster Sup- erman sem varð mjög vinsæll hjá drengjum sem gleyptu í sig hvert ævintýrið eftir annað um þetta fljúgandi ofurmenni. Á þessum tíma voru engar myndasögur skrif- aðar sem höfðuðu sérstaklega til stúlkna en það átti fljótlega eftir að breytast. Robbins telur upphafið vera útgáfu Arch/e-myndasögunn- ar sem kom út í lok ársins 1941. Helsti munurinn á Archie og ofur- hetjumyndasögunum var að Archie og vinir hans voru ósköp venjuleg bandarisk ungmenni. Sama mánuð og Archie kom fyrst út voru margir ungir menn kvaddir í herinn og ekki leið á löngu þar til myndasag- an endurspeglaði það með herkvað- ningu vina Archies. Hlutskipti aukapersónanna Betty og Veronicu var að berjast um hylli aðalpers- ónunnar Árchie, en þær þóttu þó aðeins komast út fyrir klisjukennda persónusköpun fyrri myndasagna. Stelpur stærsti lesendahópurinn Með tilkomu Archie varð breyt- ing á lcsendahóp myndasagna í Bandaríkjunum. Stelpur á al- drinum 6-13 ára voru stærsti les- endahópur seríunnar. Sú staðreynd átti eftir að kynna fleiri kvenpers- ónur til sögunnar, eins og þær Suzie, Torchy og Katy Keene, en allar voru þær þó hugarfóstur karl- kyns teiknara. Þær tvær fyrr- nefndu falla að mati Robbins undir þemaflokkinn „lítt gefna Ijóskan", en báðar áttu í erfiðleikum með að fá eða halda vinnu en beindu allri orku sinni í ögrandi klæðaburð. Katy Keene var hins vegar engin ljóska. Hún var kvikmyndastjarna á uppleið en þrátt fyrir að hún væri heldur burðugri persóna en stöll- urnar Suzie og Torchy hélt hún sig Rokksfjörnur urðu vinsælar á rómantíska timabilinu og hér má sjá Bitlana á forsíðu mynda- sögublaðs. kirfilega innan þess ramma sem konum var búinn á þessum árum. Litlu trítlurnar Um miðjan fimmta áratuginn hófst útgáfa á myndasögum með litlu Audrey, Litlu Dot, Litlu Lottu og si'ðast en ekki síst Litlu Lúlú. Breyting varð á áhugamálunum, enda voru þessar litlu dömur ekki farnar að kljást um karlpeninginn en hugsuðu þeim mun meira um mat eða leiki. Vinsælust þeirra allra var Litla Lúlú, sem var hugarfóstur Marge Henderson Buell sem teikn- aði hana fyrir Saturday Evening Post frá árinu 1935-1944. Mynda- sögubækurnar um Lúlú teiknaði John Stanley en útgáfa þeirra hófst 1945. Þrátt fyrir að Lúlú hefði sýnt sig að vera skynugur krakki í myndasögum Buells gerði Stanley hana enn fjöl- breytilegri persónu í myndasögubókunum. Marg- ar sögurnar um hana snúast um hvernig hún reynir að komast inn í strákaklíkurnar og endurspeglar sú viðleitni afstöðu kvenna tímabils- Teiknaðar ástarsögur Frá upphafi fimmta áratugarins og langt fram á áttunda áratuginn kom fram ný grein myndasagna sem hafði ástarlífið að yrkisefni. Blöð með nöfnum eins og Young Romance, Hi-School Romance, Lost Embrace og My Tarnished Reputa- tion höfðu öll kvenpersónur í aðal- hlutverkum og tíunduðu á meló- dramatfskan hátt ástina og fylgifiska hennar. Um miðjan sjöunda áratuginn voru breyttar áherslur í þjóðfélaginu farnar að sýna sig í ástarmyndasögunum. I stað hins stöðuga snyrtimennis sem hafði í fyrri sögum átt hug og hjarta stúlknanna voru rokkstjörn- ur og byltingarmenn orðnir áhuga- verðari ástarviðfóng. Sögur eins og „Hann er með sítt hár og ég elska hann“ urðu geysivinsælar. Nýjar konur Á áttunda og níunda áratugnum sáust miklar breytingar á mynda- sögum þar sem konur voru í aðal- hlutverki. Fyrir það fyrsta fóru fleiri konur sjálfar að teikna, en einnig fór barátta kvenna fyrir mannrétfindum að sýna sig í myndasögunum. Fyrsta myndasag- an sem eingöngu konur stóðu að var It Ain’t Me Babe: Women’s Liberation og stóðu m.a. að út- gáfunni þær Trina Robbins, Willy Mendes,Lisa Lyons og Michele Brand. Árið 1972 kom út annað myndasögublað úr smiðju kvenna. Tits’n’Clits, sem fjallaði um kyn- ferðismál á forsendum kvenna. Góðu stúlkurnar úr myndasögum Síðasta tölublað Wimmin’s Com- ix kom út árið 1992 og hér er gamli góði Mad-gæinn kven- gerður. Kvenpers-'^ ónan Suzie hugaði meira að eggjandi klæðnaði en starfsframa. Forvitnilegar bækur i APf'lE 10ENT1FIER j Barbie* > Doiis P- \ Thc iltuitratcd idcntifirr f V s to ovcr 140 dolls Sakleysis- legur dýr- gripur „Barbie Dolls - The Illustrated Identifier to over 140 dolls“ úr rit- röðinni „Apple Identifier". Höfund- ur: Janine Fennick. 80 bls. Apple Press, London, 1998. fyrri tíma voru að breytast og ekki kunnu allir að meta þá breytingu. I kjölfarið kom bylgja af myndasög- um eftir konur þar sem tekið var á málefnum einstæðra mæðra, launa- misrétti, samkynhneigð og fóstur- eyðingum svo eitthvað sé nefnt. Blaðið Wimmen’s Comix varvett- vangur kvenkyns myndasögusmiða og þar birtist fyrsta sjálfsævisögu- lega myndasagan eftir Aline Kom- insky, en það form átti eftir að ryðja sér enn frekar til rúms og má segja að sjálfsævisöguleg nálgun og myndasögur þar sem ungar, reiðar og herskáar konur voru í aðal- hlutverki hafi verið mest áberandi á síðustu árum. Trina Robbins segir að þrátt fyr- ir að mikil gróska hafi verið á átt- unda áratugnum í myndasögum kvenna, þá hafi miðillinn sem slíkur verið á undanhaldi, enda megi segja bæði um sjálfsævisögulegu nálgunina og hina pólitískt meðvit- uðu kvenréttindamyndasögu að ákveðið fjör og skemmtigildi myndasögunnar hafi nánast horfið. Með tilkomu sjónvarpsins fóru myndasögur að seljast, verr og margar sögurnar voru gefnar út í litlu upplagi fyrir h'tinn lesendahóp og hafa margar stærstu útgáfurnar haldið að sér höndum í útgáfunni. Hins vegar sýni allar kannanir vest- anhafs að sjaldan ef nokkurn tíma hafi fólk lesið meira og því sé ekk- ert því til fyrirstöðu að góðar myndasögur geti ennþá notið vin- sælda, bæði hjá konum og körlum. ^ UPPHAFLEGA var Barbie-dúkkan hugsuð sem leikfang fyrir ungar ' stúlkur. í dag er hún / meira en leikfang fyrir fleiri en stúlkubörn. Eftir- sóttar dúkkur ganga kaupum og sölum á himinháu verði - þú þarft aðeins að eiga réttu dúkkuna, vel með farna, og hafa vit á því að selja hana hæstbjóðanda. Þú getur líka bara átt þínar 100 dúkkur og dáðst að þeim - klætt þær í og úr, greitt á þeim hárið og passað þær. Sumir safna Barbie- dúkkunum ánægjunn- ar vegna. Aðrir vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því, að sjaldgæf- ar dúkkur eru gulls ígildi. En hvernig sem málið snýr að safnaranum, þá þarf hann að kunna ýmislegt fyrir sér í heimi dúkkunn- ar. Og þá kemur bók sem þessi til sögunnar. Sá sem safna ætlar Barbie-dúkkum þarf að hafa tvennt á hreinu. í fyrsta lagi, hvernig meðhöndla á djásnin (hvernig nærðu græna slím- inu af, sem kemur út úr eyrunum á elstu dúkkunum?). Og í öðru lagi, þarf hann að þekkja dýrgripina úr - hann verður að vita hvaða dúkkur á að kaupa, og hverjar á að hunsa. Þessi bók, sem ætluð er sem kynning fyiir byrjendur, gefur góð ráð um viðhald fegurðar dúkkunnar og rek- ur sig í gegnum sögu Barbie, í mynd- um og máli, og bendir á eftirsóttar dúkkur. Það er fróðlegt að skoða dúkkurn- ar með augum safnarans. Barbie fær allt aðra merkingu en í fræðilegri út- tekt hugsandi manns. Hér er Barbie glæsileg, og ekki nokkur skuggi á ímynd hennar. Bók þessi er skrifuð af safnara sem svo greinilega elskar dúkkurnar, og elskar blint. Hvergi örlar á gagnrýni - dúkkan er dýrl- ingur og yfir allt hafin. Það er kostulegt að lesa lýsingarn- ar á dauðum hlutunum - dúkkunum er lýst eins og um lifandi fólk sé að ræða. Og fyrir okkur sem ekki söfn- um, heldur lesum fyrir forvitni sakir, þá eru smáatriðin dásamlega ómerkileg - í fyrsta sinn sem Ken kom á sjónarsviðið var hann með áfast stutt hár og í sundfötum, en þegar hann var settur í sund varð hann sköllóttur greyið. Algjörlega einskis verðar upplýsingar fyrir mig og marga! En ég sé eftir að hafa ekki litið í svona bók sem barn. Núna fyrst veit ég hvernig best er að þvo á Barbie hárið og að suma kjólana hennar er best að reyna ekki að þvo, heldur setja í hreinsun. Silja Björk Baldursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.