Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 23 ERLENT Forkosningar repúblikana og demókrata Einstakt tækifæri fyrir þig til að kynnast eftirfarandi vörum frá estee lauder Leitað leiða til að bæta öryggi á Netinu Washington. Reuters, AP. BILL Clinton, forseti Banda- ríhjanna, átti í gær fund í Hvíta húsinu með hópi sérfræðinga og einum tölvuþrjóti um hvemig bæta megi öryggi á Netinu. Ekki liggur enn fyrir hverjir stóðu að baki árásunum á nokkur stærstu vef- setrin í síðustu viku, en athygli bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) beinist nú að nokkrum aðilum sem talið er að kunni að tengjast árásunum. Sérfræðingar hafa rakið árás- irnar til nýlegs forrits sem nefnist Tribal Flood Network (TFN). í kjölfarið hafa fyrirtæki sem sér- hæfa sig í öryggismálum á Netinu keppst um að bjóða endurbættar útgáfur af forritum sinum, sem eiga að vera varin fyrir árásum af þcssu tagi. Ekki er búist við handtökum vegna árásanna á vefsetrin á næst- unni, en FBI reyndi um helgina að hafa uppi á forritara í Hannover í Þýskalandi sem kallaður er Mixter. Hann er höfundur forritsins Stacheldraht, sem útleggja má sem Gaddavír og er afbrigði af TFN. Talsmenn FBI segja þó Mixter ekki liggja undir grun um beina aðild. FBI ræðir þessa dagana við tölvuþijóta, öryggissérfræðinga og alla þá aðra sem kunna að búa yfir vitneskju um árásimar. „Við viljum ræða við alla þá sem við getum og hlusta á þær sögur sem ganga með- al tölvuþrjóta og sjá hvert það leið- ir,“ sagði talsmaður alríkislögregl- unnar. „FBI leitar ákveðinna manna, það vitum við,“ sagði John Vranesevich, yfirmaður AntiOn- line, öryggisþjónustu sem leitar uppi tölvuþrjóta og veitir yfir- völdum upplýsingar um atferli þeirra. Tölvuþijótur í Hvíta húsinu Fundinn í Hvíta húsinu í gær sátu, auk forsetans, ýmsir háttsett- ir menn innan ríkisstjórnarinnar, yfirmenn margra netfyrirtækja, tölvusérfræðingar, sem og tölvu- þrjótur sem gengur undir nafninu Mudge. Hann er meðlimur eins kon- ar sérfræðiráðs tölvuþrjóta sem veita öryggisráðgjöf undir heitinu AtStake. Talsmenn Hvíta hússins vildu hins vegar ekki staðfesta að Mudge hefði verið viðsladdur. í fyrsta netviðtali sínu á sjón- varpsstöðinni CNN á mánudag sagði Clinton ríkisstjórnina þurfa að beina athygli sinni að því hvern- ig bæta megi öryggi á Netinu. For- setinn varð sjálfur fyrir strákapör- um tölvuþijóta í þessu viðtali þegar svör við a.m.k. tveimur spurningum sem beint var til hans voru send út í nafni forsetans án þess að hann hefði svarað þeim sjálfur. • Eslée Lauder pleosures EDP 4ml • Soft deon rinse off hreinsimjólk 50 ml • Diminish anti-wrinkle retinol treotment næturkrem 4 ml • Resiliente lift Spf 15 ondlitskrem 7ml • Re-nutriv oll-doy varolit • Pure color naglolokk 5ml ATH. ESTEE LAUDER ráðgjafi verður í Lyfju, Lágmúla alla dagana. Allt þetta ásamt fallegri snyrtitösku fylgir kaupum á estEe lauder vörum fyrir 3.500 kr. eða meira dagana 16.-18. febrúar.* (verðgildi gjafarinnar er kr. 5.200) * meðan birgðir endast Cb LYFJA Lágmúla, sími 533 2308 • Setbergi, sími 555 2306 • Hamroborg, sími 554 0102. Sendum I póstkröfu Reiiters George W. Bush talar á kosningafundi í North Augusta í Suður-Kardlínu í gær. George W. Bush öflugur í suðausturríkjunum Richmond, Washington. AP. GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas, hefur talsvert meiri stuðning en helsti keppinautur hans í for- kosningum repúblikana, John McCain öldungadeildarþingmaður, í suðausturhluta Bandaríkjanna ef marka má nýja skoðanakönnun í níu sambandsríkjum. Hjá demókrötum er A1 Gore varaforseti öflugastur þar um slóðir, hefur 40% stuðning en Bill Bradley 29%. Bush var að meðaltali með 39% fylgi en McCain 25%. Kosið verður í einu ríkjanna, Suður-Karólínu, á laugardag og þar eru keppinautam- ir nær jafnir. Spenna í S-Karólínu McCain er ívið öflugri en Bush í Michigan og í Suður-Karólínu er það ekki síst stuðningur óflokks- bundinna sem kemur honum til góða. Bush lýsti um helgina áhyggjum sínum yfir því að demókratar „flykktust í forkosningar repúblik- ana“ til að hafa úrslitaáhrif á niður- stöðuna. En í sjálfum forsetakosn- ingunum í nóvember myndu þeir hins vegar kjósa frambjóðanda demókrata. Sagði einn stuðnings- manna Bush, predikarinn Pat Robertson, að liðsmenn Gore væru á bak við herferð til að fá demókrata til að kjósa McCain sem væri talinn auðveldari keppinautur en Bush. McCain svaraði þegar fullum hálsi og sagði að öllum væri ljóst að frambjóðandi repúblikana í haust yrði að geta höfðað til óháðra kjós- enda og einnig einhverra demókrata til að sigra. Bent er á að það komi sér vel fyrir McCain að fyrstu for- kosningamar skuli vera opnar öllum en ekki bundnar við repúblikana. Bush sagði liðsmenn sína hafa heyrt frásagnir fólks sem hefði fengið upphringingu frá mönnum sem segðust vera í liði ríkisstjórans en færu síðan að gagnrýna þann sem svaraði í símann. Hann varaði kjósendur í Suður-Karólínu við og bað þá að taka ekkert mark á slíku fólki. „Eg get fullvissað ykkur um að mínir menn hringja ekki til þess að gera mér erfitt fyrir um að sigra,“ sagði hann. AÐEINS 459 kr. 7. tbl. 62. árg. 15. tebruar, ap irarnio ikar Kelirofa eoa kraftakona á uinmistdðiim! Tðlvuleild - jákuæðir María ekki vera DJijáiJjJí girfM.rj i mtllh arlmanni BmmbJ Solueíg kíróoraktor - Saittiskur er sælgæti Kruttiegir kodflar - Aldursmunur kynjanna * Fasia - tegslimsflakk flf eínskærri tiluiljun - Hugmyndir fyrir Heimitið - Spennuiryilir sy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.