Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR16. FEBRÚAR 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Berglmd Helgadóttir Fjölmargir bæjarbúar brugðu sér á skíði í Hlíðarfjalli á sunnudag. Það var glampandi sól en nokkuð kalt í veðri. I þeim hópi var Anna Sigríður Eiríksdóttir sem hér sólar sig á palli nýja bjálkahússins í Strýtu. Nýtt og glæsilegt bjálkahús tekið í notkun í Strýtu Ný íbúðarhverfí í Eyjafjarðarsveit Þrír verktakar sýna fram- kvæmdum áhuga ÞRJU verktakafyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að byggja íbúðarhús- næði í tveimur nýjum hverfum sem skipulögð hafa verið í Eyjafjarðar- sveit. Þá bárust sveitarstjóm einnig nokkrar umsóknir frá einstaklingum um einbýlishúsalóðir. Sveitarstjóm Eyjafjarðarsveitar hefur sett sér það markmið að laða fólk að til búsetu í sveitarfélaginu og í því skyni var nú fyrir skömmu kynnt nýtt deiliskipulag að íbúðar- hverfi á svæðinu norðan núverandi þéttbýlis í sveitinni, Reykárhverfis. Þar er gert ráð fyrir 11 einbýlishús- um og 10 íbúðum í par- eða raðhús- um. Einnig hafa verið gerðar áætl- anir um skipulagningu íbúðar- byggðar með einbýlishúsum og raðhúsum á byggingarreit sunnan og vestan við heimavistarhúsið við Hrafnagilsskóla þar sem gætu orðið allt að 12 íbúðir. Sveitarstjómin auglýsti þessar lóðir og stóð verk- tökum til boða að gera tilboð í bygg- ingu hverfanna að hluta eða öllu leyti og rann nýlega út frestur til að sækja og við vinnum áfram að þessu máli,“ sagði Bjarni. Hugmyndir um smábýli og fjölbýlishús Sveitarstjóm hefur einnig ákveðið að bjóða land undir svonefnd smá- býli, en hugmyndin gerir ráð fyrir að áhugasamt fólk geti byggt hús og fengið mun stærri lóð en gengur og gerist. Þannig opnast möguleikar fyrir þá sem vilja stunda garðyrkju eða skógrækt í meiri mæli en hefð- bundin búseta leyfir og á slíkum býl- um yrði skepnuhald hugsanlega leyft með ákveðnum takmörkunum, svo og iðnaður eða önnur athafna- starfsemi sem ekki krefst mikilla bygginga eða athafnasvæðis. Þá hafa nokkrir landeigendur látið vinna deiliskipulag fyrir íbúðarhúsa- byggð í Kaupvangssveit, en þar hef- ur hefðbundinn búskapur dregist saman. Meðal hugmynda sem þar hafa komið fram er bygging fjölbýl- ishúsa undir brekkurótunum neðan Eyrarlands. Aðstaða skíðafólks batnar til muna NÝTT og glæsilegt rússneskt bjálkahús hefur verið reist í Strýtu í Hlíðarfjalli og er stefnt að þvf að vígja húsið með formlegum hætti hinn 5. mars nk. Húsið, sem er á þremur hæðum, er samtals um 340 fermetrar að stærð og það leysir af hólmi eldra hús í Strýtu sem hefur verið rifið. Framkvæmdir hófust í júlí sl. í sumar en kostnað- ur við bygginguna er rúmar 30 milljónir króna. í húsinu verður m.a. veitingaaðstaða en eftir er að ljúka við smiði innréttinga í eidhúsið. Húsið hefur þegar verið tekið í notkun og hefur öll aðstaða skíðafólks batnað til mikilla muna. Þrátt fyrir mikla snjókomu síðustu daga er ekki mikill snjór í Hlíðarfjalli og mun minni en menn þar á bæ þekkja á þessum árstíma að sögn ívars Sig- mundssonar forstöðumanns. Hann sagði að engu að síður væru allar lyftur opnar og ágætis færi á helstu skíðaleiðum. „Það var hér um 25 cm jafnfall- inn snjór í gær (fyrradag) og hvítt og fallegt yfír að líta en svo blés þetta allt af í nótt, sagði ívar. Þá er í Hlíðarfjalli um 3,5 km upplýst göngubraut og sagði Ivar að hún væri lögð daglega þegar veður leyfði. Hann sagði að væri hringurinn upplýstur væri göngubrautin opin. um. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri sagði að fyrirspumir hefðu borist um 4-5 einbýlishúsalóðir og þá hefðu þrír verktakar lýst áhuga á að taka upp viðræður við sveitarstjórn um byggingu íbúða í hverfunum, að öllu leyti eða að hluta. „Það bárust tvær formlegar um- sóknir frá verktökum sem hafa áhuga á að ræða við okkur um bygg- ingu íbúða í hverfunum, en sú þriðja er meira á óformlegum nótum enn sem komið er. Við munum nú leggj- ast yfir þessar umsóknir og skoða þær,“ sagði Bjarni. Hann sagði að einnig myndi þeim sem sendu inn íyrirspurnir vegna lóða verða svarað á næstunni og áhugi þeirra á framkvæmdum kann- aður nánar. „Þetta er komið í gang Grafíkmyndir í bókasafni Háskólans Brot úr mennmgarsögu ANNA G. Torfadóttir opnar sýningu á graíikmyndum í bókasafni Háskól- ans á Akureyri á Sólborg á laugar- dag, 19. febrúar, kl. 15. Sýninguna nefnir hún Brot úr menningarsögu og eru verkin unnin í málmætingu, dúk- ristu og carborundum. Anna útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1987 og starfrækti grafíkvinnustofu á heimili sínu á Akureyri til ársins 1995. 1996-1997 var hún gestalistamaður The Nordic-American Artists Associ- ation í Aubum, NY, hélt þar fyrir- lestra í skólum og hjá myndlistarfé- lögum um íslenska myndlist og myndlistarmenn. Anna starfrækir nú grafíkvinnustofu ásamt fímm öðrum listamönnum á Laugavegi 1 í Reykja- vík. Sýningin á bókasafni Háskólans á Eitt verka Önnu. Akureyri er opin alla virka daga frá klukkan 8-18, laugardaga klukkan 12-15, en lokað er á sunnudögum. Akureyrarbær auglýsir Deiliskipulag verslunarlóðar á Gleráreyrum Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrar- bær tillögu að deiliskipulagi verslunarlóðar og athafnasvæðis á Gler- áreyrum (Dalsbraut 1). ( deiliskipulagstillögunni kemur m.a. fram skipting lóðar í tvær lóðir, breyting á götu milli hinna nýju lóða (sbr. tillögu að breyttu aðalskipulagi sem auglýst var 26. janúar sl.), ákvæði um skipuiag og nýtingu eystri lóðarinnar, þ.e. verslunarlóð- arinnar, breytingar á aðliggjandi götum og gatnamótum, breyting á aðkomuleið að byggingum á norðurjaðri vestari lóðarinnar og til- flutningur á spennistöð innan þeirrar lóðar. Að öðru leyti er skipulagi vestari lóðarinnar ekki breytt. Uppdráttur, er sýnir tillöguna ásamt skýringarmynd og greinargerð, liggur frammi almenningi til sýnis í upplýsingaanddyri Akureyrarbæj- ar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýs- ingar, þ.e. til miðvikudagsins 29. mars 2000, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akur- eyri.is/. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 29. mars 2000. Athugasemdum skal skila til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeim, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna samþykktar eða framkvæmdar deiliskipulagsins, er bent á að gera athugasemd- ir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar. Létust í umferðarslysi KONAN sem lést í umferðarslysi við Hlíðarbæ skammt norðan Akureyrar síðastliðinn laugar- dag hét Rannveig Þórsdóttir. Hún var fædd 17. janúar árið 1929 og var til heim- ilis að Litlu-Hámun- darstöðum í Dalvík- urbyggð. Hún lætur eftir sig eiginmann og sex uppkomin börn. Maður sem lést í Rannveig Ævar slysinu hét Ævar Þórsdéttir Klemenzson Klemenzson. Hann var fæddur 28. apríl árið 1930 og lætur eftir sig eiginkonu og tvö bjó á Smáravegi 4 á Dalvík. Hann uppkomin börn. Borgar- stjóri á fundi um byggðamál í SÓKNARHUG er yfirskrift hádegisverðarfundar með Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra í Reykjavík, í dag, miðvikudaginn 16. febrúar, frá kl. 12 til 13, en hann verður á Fiðlaranum, Skipagötu 14. Ingibjörg mun á fundinum m.a. ræða um hvort höfuðborg- in hafi verið afskipt í umræð- unni um byggðamál, hvort landsbyggðarmenn séu of fyr- irferðarmiklir í borginni og hvaða sýn borgarböm hafa á landsbyggðina. Einnig mun hún velta fyrir sér hvort höfuð- borgin sé að græða eða tapa á fólksflutningum til borgarinnar og hvort ríkið eigi að greiða fyrir framkvæmdum í borginni til að auðvelda fólki að flytja þangað eða hvort byggja eigi upp valkosti á landsbyggðinni. Háskólinn á Akureyri, At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og sjónvarpsstöðin Aksjón standa að fundinum. Þátttök- ugjald er 1000 krónur og er léttur hádegisverður innifalinn. Framkvæmdasljóri matvælaseturs Þrjár umsóknir ÞRJÁR umsóknir bámst um stöðu framkvæmdastjóra matvælaseturs Háskólans á Akureyri en frestur til að sækja um rann út á mánudag. Þeir sem sóttu um voru Jó- hann Örlygsson, dósent við Háskólann á Akureyri, Jón Ásbjörnsson, kennari við Menntaskólann á Egilsstöð- um, og Sigþór Pétursson, dós- ent við Háskólann á Akureyri. Gert er ráð fyrir að stjórn matvælasetursins komi sam- an fljótlega og fjalli um um- sóknir. Matvælasetrið verður fyrst um sinn til húsa í húsa- kynnum háskólans við Glerár- götu en framtíðaraðsetur þess verður í nýju rannsóknarhúsi sem fyrirhugað er að reisa við háskólann á Sólborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.