Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 43 A
GUÐBJORG
DANÍELSDÓTTIR
+ Guðbjörg Daní-
elsdóttir fæddist
16. febrúar 1915.
Hún lést á elli- og
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi hinn 1. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar Guðbjargar
voru Daníel Sigurðs-
son, bóndi á Kolmúla
við Reyðartjörð, og
Guðný Jónsdóttir
húsfreyja. Systkini
Guðbjargar eru Sig-
rún, f. 16. desember
1911, Guðjón, f. 18.
mars 1913, Elís, f. 11.
febrúar 1917, d. 30. september
1995, og Anna Dagmar, f. 4. des-
ember 1925.
Hinn 25. desember 1933 giftist
Guðbjörg Hálfdani Þorsteinssyni
frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, f.
27. september 1904, d. 22. júlí
1981. Foreldrar hans voru Þor-
steinn Hálfdanarson og Sigur-
björg Indriðadóttir. Börn Guð-
bjargar og Hálfdans eru: 1)
Guðný, f. 26. febrúar
1934, maki Guðj
mundur Þórðarson,
búsett í Hafnarfirði
og á hún fjögur börn
af fyrra hjónabandi.
2) Helena, f. 23. júní
1935, búsett í
Reykjavík og á hún
fjögur börn. 3) Sig-
urbjörg, f. 30. júlí
1942, búsett í Hafn-
arfirði og á hún tvö
börn. 4)Þorsteinn, f.
12. október 1945,
maki Asta Sigurðar-
dóttir, búsett í Hafn-
arfirði og eiga þau ijögur börn. 5)
Steingrímur, f. 13. apríl 1949,
maki Jóhanna Þ. Ingimarsdóttir,
búsett í Reykjavík og eiga þau tvö
börn. 6) Daníel, f. 2. ágúst 1954,
maki Erna Ingibjörg Pálsdóttir,
búsett í Hafnarfirði og eiga þau
þrjú börn.
Útför Guðbjargar fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu hinn
10. janúar.
Það var á einum fegursta degi
vetrarins sem Guðbjörg amma
kvaddi okkur, á hádegi nýársdags
sl. Dagurinn var sólríkur og merki-
legur, enda árþúsundamót, en lét þó
ekki mikið yfir sér - féll í skuggann
fyrir skarkala næturinnar. Ein-
hvern veginn var þessi nýársdagur
svo táknrænn fyrir ömmu; fallegur,
hægur og látlaus.
Þótt amma hafi fylgst mjög vel
með, bæði mönnum og málefnum,
þá var hún hæglát og oftast ekki
margmál. Hún gat þó komið
skemmtilega fyrir sig orði, ef sá
gállinn var á henni.
Að koma til ömmu var alltaf gott.
Heimili hennar var fallegt og hún
hafði gaman af að geta reitt eitthvað
fram úr ísskápnum. Eins og margar
konur af hennar kynslóð tók hún sér
oft stöðu við hlið eldhúsborðsins,
hún settist ekki alltaf til borðs með
gestum sínum heldur beið átekta
með svuntuna bundna um sig miðja
meðan gestir gæddu sér á góðgæt-
inu og hún fylgdist grannt með því
hvort eitthvað vantaði á borðið.
Þegar allir voru mettir settist amma
niður í hógværð sinni og fékk sér
bita. Þetta er þjónustulund sem trú-
lega hverfur með þeirri kynslóð sem
fædd er á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Nýtnin var hvarvetna í fyriiTÚmi,
nokkuð sem við sem yngri erum
gætum tekið okkur til fyrirmyndar.
Þrátt fyrir að amma hafi verið fé-
lagslynd og haft fullan hug á að taka
þátt í gleðistundum fjölskyldunnar
næstu árin, þá kveið hún ekki dauð-
anum. Langömmubörnum sínum
kom hún á óvart þegar hún, næstum
með tilhlökkun í röddinni, sagði
þeim fi-á því að einn góðan veðurdag
myndi hún hvíla við hlið langafa
þeiiTa í kirkjugarðinum í Hafnar-
firði. Þessi staðhæfing hennar lýsti
vel afstöðu hennar til lífsins. Hún
trúði á líf eftir þetta og að hún og afi
myndu hittast þar á ný. Það fannst
henni einnig góður kostur.
Amma fæddist á Kolmúla við
Reyðarfjörð 16. febrúar árið 1915.
Þótt hún hafi búið í Hafnarfirði í um
hálfa öld, þá var hún ávallt fyrst og
fremst Austfirðingur, enda sótti
hún mikið til Austfjarða eftir að hún
fluttist suður til Hafnarfjarðar.
Amma var í foreldrahúsum á Kol-
múla fram til ársins 1932. Þá fór hún
til Vestmannaeyja sem vinnukona
til Sigurbjargar Indriðadóttur og
Þorsteins Hálfdanarsonar frá Vatt-
arnesi við Reyðarfjörð, sem síðar
urðu tengdafoi'eldrar hennar. A
þessum árum var algengt að fólk
færi til Vestmannaeyja, þar sem
mikla vinnu var að fá í kringum
sjávarútveg. Þannig var það að í
Vestmannaeyjum tókust kynni með
ömmu og Hálfdani Þorsteinssyni
frá Vattarnesi, og gengu þau í
hjónaband árið 1933.
Amma og afi bjuggu ekki lengi í
Vestmannaeyjum, heldur fluttust
árið 1940 aftur austur á Reyðarfjörð
og bjuggu þá fyrst á Kolmúla og síð-
an á Vattarnesi, þar sem stunduð
voru hefðbundin bústörf og útróður.
Ekki var lífið eintómur dans á rós-
um hjá þeim, sem kom m.a. fram í
því að þegar börnin voru orðin fimm
fékk amma berkla og þurfti að
dveljast langdvölum fyrir sunnan
sér til lækninga. Það varð til þess að
fjölskyldan tók sig upp og fluttist öll
suður árið 1950 og settist að á Sel-
vogsgötu 8 í Hafnarfirði, þar sem
amma og afi bjuggu þar til afi lést
árið 1981. Þá flutti amma á Álfa-
skeiðið og síðar á Sólvangsveg 1,
þar sem hún undi hag sínum vel.
Eftir að amma og afi fluttust til
Hafnarfjarðar fóru þau austur á
Kolmúla á sumrin þar sem þau
stunduðu búskap og afi útróður með
Guðjóni, bróður ömmu og Jónu
Björgu konu hans. Eftir að afi lést
hélt amma áfram að fara austur á
Kolmúla og Vattarnes á sumrin,
meðan henni entist heilsa og kjark-
ur til. Þrátt fyrir að henni líkaði vel í
Hafnarfirði voru þessar ferðir aust-
ur á firði henni mikils virði. Þannig
hélt hún tengslum við átthagana og
frændfólk sitt, en amma lagði mikið
upp úr því. Ættarmót, afmæli, heim-
sóknir og ferðalög til ættingja og
vina var líf hennar og yndi.
Þrátt fyrir að amma væri orðin
fullorðin og heilsan farin að bresta,
þá kom það okkur frekar í opna
skjöldu þegar hún kvaddi. Minning-
arnar leituðu á hugann um álfasög-
ur, prjónaskap, spilamennsku og
dansi. En eftir stendur þó fyrst og
fremst þakklæti til lífsins fyrir það
að hafa fengið að hafa ömmu hjá
okkur þetta lengi.
Minning Guðbjargar ömmu mun
lifa meðal okkar, svo björt og svo
falleg.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir.
Guðbjörg Daníelsdóttir, amma
mín, hefði orðið 85 ára í dag, hefði
hún lifað. Hún lést á Sólvangi í
Hafnarfirði á nýársdag. Ég átti ekki
von á að fyrstu fréttir sem ég fengi á
nýju árþúsundi væru þessar.
Ég hringdi í ömmu á gamlársdag
og ætlaði að líta til hennar, en hún
sagði mér að hún væri lasin, ég
skyldi bara koma þegar hún væri
orðin hressari. En svona er lífið,
maður veit aldrei hvað næsti dagur
ber í skauti sér.
Amma var hæglát kona, sagði lít-
ið af sjálfri sér og talaði aldrei um
afrek sín, þótt vissulega væru þau
mörg.
Við amma fórum saman til Sví-
þjóðar sumarið 1990. Þá bjó Guð-
björg Linda, systir mín, í Lundi og
við skruppum til hennar með Bjarka
sem þá var tveggja ára.
Þetta var góð ferð. Við vorum
mikið á labbinu með Bjarka í kerru.
Við skoðuðum Lund og fórum yfir
til Kaupmannahafnar og gengum
þar. Amma var þá 75 ára en hún var
svo létt á sér að við systur máttum
hafa okkur allar við að halda í við
hana.
Amma hafði gaman af börnum, og
aldrei var að sjá að hún væri þreytt
á þeim, fannst bara gaman að hafa
svolítið fjör í kringum sig.
Amma fór á Sólvang síðastliðið
sumar eftir að hún veiktist snemma
á síðasta ári. Hún undi sér þar vel
og var ekki að gera kröfu um að hafa
meira pláss út af fyrir sig.
Ég held að við mættum öll taka til
fyrirmyndar nægjusemi hennar og
hógværð.
Ingi minn er alveg viss um að nú
sé langamma orðin engill á himnin-
um og hafi það stóra hlutverk að
sitja á sængunum okkar og passa
okkur.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Ég, Erling, Bjarki, Rafn og Ingi
þökkum ömmu fyrir allt.
Hvíl í friði.
Arnheiður Edda Rafnsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hiýhug við and-
lát og útför bróður okkar og mágs,
HALLDÓRS SiGURÐSSONAR
frá Seyðisfirði,
Hátúni 10b,
Reykjavík.
Guðrún Sigurðardóttir,
Bjarney Sigurðardóttir,
Svanhildur Sigurðardóttir,
Ólöf Anna Sigurðardóttir,
Gunnar Hannesson,
Ásbjörn Björnsson,
Ingi Sigurðsson,
Halldóra Friðriksdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVANBORGAR MAGNEU SVEINSDÓTTUR,
Engimýri 3,
Akureyri.
Jónas Davíðsson,
Sveinn Jónasson, Guðný Anna Theodórsdóttir,
Anna Jónasdóttir, Kristján Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
í dag er fæðingardagur ömmu
minnar, Guðbjargar Daníelsdóttur.
Hún hefði orðið 85 ára í dag.
Amma var fædd árið 1915 og hafði
því lifað tímana tvenna. Fædd í
miðri heimsstyrjöldinni fyrri,
þriggja ára þegar ísland verður
fullvalda, bam og unglingur á
krepputíma, ung kona á Vífilsstöð-
um í baráttu við berklana, flytur
suður í kjölfar seinni heimsstyrja-
ldarinnar og sjálfstæðis, á vit nýrra
tíma.
Síðast en ekki síst var amma Guð-
björg eiginkona, móðir, amma og
langamma. Fjölskyidan var ömmu
allt. Það er að vissu leyti foiTéttindi
að hafa átt ömmu eins og hana.
Ömmu sem var til fyrir okkur - og
bara fyrir okkur, héldum við systk-
inin.
Þegar hugsað er til baka kemur
margt upp í hugann; Selvogsgatan,
afi við gluggann að reykja og amma
með svuntu um sig miðja og síða
hárið bundið upp í hnút í hnakkann.
Amma í peysufötum við hina og
þessa atburði í fjölskyldunni, amma
að passa mig og bræður mína, við í
Ölfusborgum með ömmu og afa, þau
að koma í bað upp á Melabraut, fjár-
sjóðurinn sem amma kom með úr
Flensborg í formi strokleðra og blý-
antsbúta, amma að spila við okkur.
Og fyrsta utanferðin til Austurríkis
með afa þar sem amma keypti flott-
ustu göngustafi sem við höfðum
nokkurn tímann séð.
Amma var með okkur hvort sem
við vorum heima eða að heiman.
Amma var stór hluti af æsku
minni og síðustu ár æsku barnanna
minna tveggja, í hlutverki
langömmunnar; langamma með tár-
in í augunum í heimsókn á vöku-
deildinni, langamma að spila olsen,
langamma að fara með eina af þeim
óteljandi vísum sem hún kunni,
langamma að kenna að lesa. Við á
göngu og komið við í íspinna hjá
ömmu á Sólvangsveginum. Og síð-
ast ekki ekki síst er minningin um
síðustu jól okkur ofarlega í'huga.
Þeim jólum eyddum við amma sam-
an, eins og við höfum gert alla mína
ævi, en amma var orðin þreytt og
var sátt við að kveðja líf sem þrátt
fyrir erfiðleika á köflum var henni
mestan part gott og hamingjuríkt.
Amma lést að morgni nýársdags,
nýtt árþúsund var gengið í garð.
Öldin hennar ömmu var liðin.
Með þessum orðum kveð ég og
fjölskylda mín ömmu Guðbjörgu
með þökk og virðingu.
Góða ferð, elsku amma.
Steinunn Þorsteinsdóttir.
ídag hefði hún Guðbjörg amma
orðið 85 ára, en hún lést á nýársdag
síðastliðinn. Okkur langar að minn-
ast hennar hér í nokkrum orðum. __________
Þakklæti og hlýja er það sem kemur
upp í hugann þegar hugsað er til
ömmu. Þakklæti til ömmu fyrir allt,
en þó sérstaklega fyrir fyrstu ár
fjölskyldunnar sem fluttist frá
Reykjavík austur á land. Frá fyrsta
degi búsetunnar var hún til staðar,
búin að elda góðan mat, búa upp
rúmin og fleira er tilheyrði húsverk-
um. Ekki síður kom kunnátta henn-
ar til sveitastarfa sér vel fyrir borg-
arfjölskylduna sem var að setjast að
í fyrsta sinn í sveit. Með sinni
hæversku og einlægni leiðbeindi
hún okkur í störfum okkar sem og
öðru og ekki gleymdi hún systrun-
um þremur sem í fyrsta sinn voru að
koma í sveit. Fræddi hún þær um
dýrin og sveitina og var óspör á sög-
ur og kvæði.
Það ríkti ávallt tilhlökkun til vors-
ins, ekki síst fyrir það að þá kom
Guðbjörg amma og yrði til hausts-
ins.
Megi góður Guð blessa minningu
hennar.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkstþú með Guði,
Guð þér nú fylgi, «
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem.)
Fjölskyldan Vattarnesi.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
KRISTJÁN JÓAKIMSSON,
frá Hnífsdal,
Miðhúsum 19,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspitalans sunnudaginn
13. febrúar.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 22. febrúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á líknardeild Landspítalans eða Heimahlynningu Krabba-
meinsfélagsins.
Sigríður Harðardóttir,
Jón Kristjánsson, Kristín Björgvinsdóttir,
Gabriela Kristjánsdóttir, Páll Magnússon,
Kristján Einar Guðmundsson,
barnabörn og systkini hins iátna.
HI
......-.... m
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRUNN SIGURJÓNSDÓTTIR,
Flúðabakka 2,
Blönduósi,
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugar-
daginn 19. febrúar kl. 10.30.
Hermann Sigfússon, Ósk Óskarsdóttir, ^
Brynhildur Friðriksdóttir, Sigtryggur Ellertsson,
Guðrún Friðriksdóttir, Sigmundur Magnússon,
Indíana Friðriksdóttir, Fritz Berndsen,
Sigríður Friðriksdóttir, Steindór Jónsson,
Sigurlaug Friðriksdóttir,
Björn Friðriksson, Guðrún Tryggvadóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og iangalangömmubarn.