Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 29
LISTIR
Morgunblaðið/Sigrún
Eftir að hafa heimsótt bókmenntasafnið í Himeji, vestan við Kobe í Japan, er óhætt að slá því fóstu að áhrifamikil bygging og hugvitsamleg innrétting
er vísasti vegurinn til að lyfta bókmenntunum á þann stall sem þær eiga skilinn.
Safn um bók-
menntir sem
ekki er aðeins
bókasafn
Ef Islendingar vilja ekki aðeins vera bók-
menntaþjóð í orði heldur einnig á borði
ættu þeir að reisa bókmenntunum safn,
hugsaði Sigrún Davíðsdóttir er hún gekk
um bókmenntasafnið í Himeji.
GETUR bókmenntasafn
verið annað og meira en
bara bókasafn? hugsar
kannski einhver, þegar
hugtakið bókmenntasafn ber fyrir
augu. Eftir að hafa heimsótt bók-
menntasafnið í Himeji, vestan við
Kobe í Japan, er óhætt að slá því
föstu að áhrifamikil bygging og hug-
vitsamleg innrétting er vísasti veg-
urinn til að lyfta bókmenntunum á
þann stall sem þær eiga skilinn.
Safnið er frá 1991 og er í bygg-
ingu, sem einn helsti arkitekt Jap-
ana, Tadao Ando, hefur teiknað.
Sjálf sýningin er samsett af vegg-
spjöldum og ljósspjöldum, hlutum er
tengjast skrift, og litlumstofum sem
eiga að minna á vinnustofur rithöf-
unda, sem kynntir era. Jafnvel sá
sem er ómálga á japönsku kemst
ekki hjá að hrífast yfir hugvitinu og
hugmyndafluginu sem allt safnið ber
vott um.
Hugvit og
hugmyndaflug
Þegar inn í safnið kemur verður
fyrst fyrir gangur, sem eins og vind-
ur sig utan um húsið og upp á aðra
hæð. Fyrir ofan era gluggar og opið
svæði. A veggjunum er ljósatöílur
með myndum af ýmsu því sem teng-
ist japönskum bókmenntum, en án
skrifaðra skýringa. Aðeins er um að
ræða myndir, sem örva ímyndunar-
aíl og ýta undir hugi'enningatengsl.
Þar fyrir innan er sýning á ýmsu því
elsta er tengist japönskum bók-
menntum og upphafí þeirra.
Uppi á annarri hæð era básar um
einstaka íithöfunda. Þar getur að
líta bæði uppköst, myndir úr vinn-
ustofum og ýmsa smáhluti sem rit-
höfundarnir hafa haft í kringum sig.
Með þessu móti er dregin upp
skemmtileg mynd af hverjum og ein-
um og þannig varpað ljósi á viðkom-
andi höfund.
Hér hafa innfæddir og aðrir jap-
önskumælandi gestir að sjálfsögðu
meira aðgengi að höfundunum, þar
sem þeir geta lesið sér til um verkin
og gluggað í handritin. Það breytir
því þó ekki að með þessari nálgun
fæst heillandi mynd af hverjum höf-
undi, jafnvel fyrir þá ólæsu.
Heimsókn á safnið vekur upp
hugsanir um hvað safnatækni, listin
að stilla upp og sýna hluti, er orðin
háþróuð víða. Gildi safna felst ekki
lengur aðeins i þeim hlutum sem þar
eru, heldur í vaxandi mæli í hvernig
hlutunum er fyrirkomið. Safn eins og
Þjóðminjasafnið er smám saman að
öðlast annað og nýtt gildi. Það fer
Bókasafn fyrir fræðimenn.
nefnilega að verða áhugavert sem
safn yfír safnastefnu fyrri tíma, al-
veg burtséð frá þeim hlutum, sem
þar eru.
Safnbyggingin:
Aðdráttarafl í sjálfu sér
Góð viðbót við sjálft safnið er svo
húsið sem hýsir það. Arkitektinn,
Tadao Ando, er 58 ára, fæddur 1941.
Þegar hann var tveggja ára var
ákveðið að hann skyldi alast upp hjá
ömmu sinni í Osaka. Þangað fór
hann og fékk um leið nafn ömmu
sinnar, Ando. Hann býr enn í Osaka
og meira að segja í húsi ömmunnar,
byggðu úr hefðbundnum japönskum
efniviði, tré og pappír, þótt sjálfur
noti hans helst steinsteypu. Vinnu-
stofa hans er í miðborg Osaka.
Sem ungur maður ferðaðist hann
um Evrópu, flakkaði á milli frægra
bygginga og teiknaði. Þegar heim
kom fikraði hann sig smám saman
yfír í byggingarlistina, en fór aldrei í
nám í arkitektúr. Hann hefur síðan
verið gestaprófessor við viður-
kennda háskóla eins og Yale, Harv-
ard og Columbia-háskólann.
Af áhrifavöldum nefnir hann hinn
franska Le Corbusier, sem hann
kynntist á táningsaldri er hann rakst
á bók um hann á fornbókasölu, en
einnig menn eins og Bauhaus-
meistarann Mies van der Rohe, hinn
fínnska Alvar Alto og bandarísku
arkitektana Frank Lloyd Wright og
Louis Kahn.
Fonnin sem oft einkenna bygg-
ingar Ando eru hringlaga form, brot-
in upp af hyrndum formum. En eitt
helsta aðalsmerki hans er hvernig
hann nýtir steinsteypu. í meðferð
hennar kemur fram ást Ando á hand-
verkinu, sem er mikilvægur hlekkur
í vinnubrögðum hans og hugsun.
Sjálfur hefur hann sagt að helst vildi
hann geta reist hús með eigin hönd-
um, því hann heillast af efniviðnum
og meðferð hans.
Steinsteypuna vinnur hann á sér-
stakan hátt frá upphafi. Hann notar
trémót, sem hann formsveigir í þau
form sem hann sækist eftir. Þessi
trémót era lökkuð að innan til að fá
sem sléttast yfirborð. Steinsteypuna
slípir hann síðan þannig að áferðin
verður silkimjúk og gljáandi, ein-
staklega heillandi og öldungis engu
öðra lík. Steinsteypan á húsum Ando
er eins langt frá venjulegri stein-
steypu og hugsast getur.
Annað einkenni í steinsteypuverk-
um Ando eru kringlótt för í stein-
steypunni. Trémótin eru boltuð sam-
an og það era boltarnir úr mótunum
sem setja mót sitt á veggina. Annars
vegar er það silfurgljáinn á veggjun-
um, hins vegar boltaförin sem ein-
kenna byggingar Ando.
Japönsk einkenni í
vestrænni útfærslu
Bókmenntasafnið í Himeji er ein
af meginbyggingum Ando og ber
einkenni hans, bæði hvað form og
efnismeðhöndlun varðar. Eins og
fleiri japanskir arkitektar hefur
hann ekki aðeins augun á vestrænni
byggingarlist, heldur einnig þeirri
japönsku. Meðfram tröppunum upp
að safninu sitrar lækur. Vatn er alls
staðar nálægt í japanskri byggingar-
list.
í Evrópu er eftir Ando listaskóli
Benetton í Treviso á Ítalíu og bygg-
ing hjá Vitra-húsgagnaverksmiðj-
unni í Þýskalandi. A Expo í Sevilla
1992 var japanski skálinn hannaður
af Ando. Hann hefur fengið flestar
þær viðurkenningar sem hlotnast
arkitektum, bæði heima og heiman.
Árið 1992 fékk hann arkitektúrverð-
laun Carlsberg og 1995 fékk hann
Pritzker-verðlaunin.
Leik-
fangalíf
KVIKMYIVPIR
Bfohöllin, K r i n g 1 u -
b í ó, R e g n b o g i n n,
Sljörnubíó, IV.vja 15 íó
Akiircyri og Keflavík
LEIKFANGASAGA2 -
„TOYSTORY 2“
Aðalleikstjóri John Lassiter. Hand-
ritshöfundur John Lassiter, Peter
Docter. Tónskáld Randy Newman.
Kvikmyndatökustjóri Sharon Cala-
han. Teiknimynd. íslensk talsetn-
ing. Aðalraddir Felix Bergsson,
Magnús Jónsson, Ragnheiöur Elín
Gunnarsdóttir, Harald G. Haralds,
Arnar Jónsson, Steinn Armann
Magnússon, Hjálmar Hjálmarsson,
Karl Ágúst Úlfsson, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Þórhallur „Laddi“
Sigurðsson, ofl. Lengd 92 mín.
Bandarísk. WaltDisney, 1999.
ANNAR kafli Leikfangasögu er
öragglega ekki sá síðasti, svo vel hef-
ur tekist að sauma aftan við þann
fyrri - enda bauð hann uppá frábæra
tölvugrafík og persónusköpun. Þau
era dálítið sérstök, gullin í dótakass-
anum hans Alla. Að þessu sinni lendir
Viddi kúreki í ægilegum málum:
ki-umlunum á ófyrirleitnum leik-
fangasala sem hyggst selja Agga til
Japans fyrir morðfjár. Aggi á sér
nefnilega fortíð, á sínu blómaskeiði
var hann vinsælastur sjónvaips-
stjarna, ásamt kúrekastelpunni Dísu,
Gullgrafaranum, ogfleiri gullum sem
komu fram í þáttunum - sem rannu
sitt skeið á enda þegar Sputnik og
geimfarabrúður lögðu undir sig leik-
fangaheiminn. Viddi er síðasta brúð-
an sinnar tegundar og hafa nú allar
lent í sölumannski'umlunni sem fer
umsvifalaust með þær út á flugvöll,
áleiðis til Japan.
Viddi á vitaskuld hauk í homi, sem
er Bósi Ijósár og situr ekki auðum
höndum er hann sér leikfangasalann
stela besta vini sínum, heldm’ safnar
hði í dótakassanum og leggur hópm'-
inn í leiðangm' til bjargar Vidda.
Sagan er hröð og skemmtileg og
hugmyndaílugið með ólíkindum. Leik-
fangasaga 2 er ekki aðeins góð afþrey-
ing fyrir bömin heldur engu síður fyrir
foreldrana, ömmm’nai' og ekki spurn-
ing um afana. Það er kafað ofan í sálar-
líf og hugmyndaheim leikfanga og
hegðun þem’a skýrð í rökréttu sam-
hengi. Tengslin milli þeirra og hinna
ungu eigenda eru dæmalaust eðlileg í
meðförum höfundanna, nánast
hjartnæm. Það þai-f snillinga til að
gera myndir sem þessar, sem dæmi,
að glæða líf með einföldum borðlömp-
um og gera hegðun þeirra bráðfyndna.
Að auki flétta hnyttnir handritshöf-
undamir frægum fígúram og ævin-
týramyndum á borð við Stjömustríð
og Pöddulíf, inní söguþráðinn og kór-
óna svo grínið í lokin með sýningu á
mislukkuðum upptökum(I).
Islensku þættirnir, þýðingin, radd-
irnar og talsetningin eru óaðfinnan-
legir, enda vanir menn í hverju rúmi
og ástæðulaust að nefna einn öðram
fremur. Aðalatriðið er að engum þarf
að leiðast, Leikfangalíf 2 er eldhress
upplyfting fyrir alla aldurshópa.
Sæbjörn Valdimarsson
Leikritið á undanhaldi
London. Morgunblaðið.
BREZKUM leikhúsum hefur verið
tilkynnt að þau verði í framtíðinni
að leggja minni áherzlu á hefðbund-
in leikrit og meiri á nútíma tækni-
leiki, ef þau vilja vera gjaldgeng til
opinberra styrkja.
Leikritin njóta minnkandi vin-
sælda almennings, en tæknileikir
með leysigeislum, þolfimi og
myndbandstækni eiga frekar upp á
pallborðið hjá unga fólkinu. The
Daily Telegraph segir að um fimm-
tíu leikhúsum hafi verið send fram-
angreind skilaboð; þau séu flest á
landsbyggðinni, en nokkur í Lon-
don, utan West End. í þessum hópi
er m.a. Royal Court í London, þar
sem margir af mestu leikurum
Breta hafa stigið fyi-st á svið.
Þessi tilmæli hafa vakið mótmæli
leikara, sem segja leikhúsin á
landsbyggðinni nauðsynlega upp-
eldisstöð fyi’ir leikara, leikstjóra og
leikritahöfunda. Leikarinn Tom
Conti, sem er nýkominn úr leikferð
um landið með leikrit Neils Simon,
„Last of the Red Hot Lovers“, seg-
ir að ef eitthvað sé, ættu menn frek-
ar að leggja aukna áherzlu á góð
leikrit og góðan leik en draga úr
gildi þessa. Hann segir leikhópinn
hafa sýnt fyrir fullu húsi, hvar sem
hann kom.
Könnunin, sem varð kveikjan að
framangreindum tilmælum, var
gerð á vegum enska listaráðsins
með ríkisstjórnina að bakhjarli. Þar
kemur m.a. fram, að erfitt hefur
reynzt að halda úti hefðbundinni
leikstarfsemi og því þurfí leikhúsin
að endurskoða starf sitt ef þau vilji
eiga von á aðstoð til þess að lifa af.
LISTMUNIR
Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð.
Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum eftir
Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúlason,
Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving, Þórarin B.
Þorláksson, Kristínu Jónsdóttur og Louisu Matthíasdóttur.
Gallerí Fold
Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400.
fold@artgalleryfold.com
www.artgaileryfold.com