Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
IKi-
CZJZZ7~1
HASKÓLABÍÓ
HASKOLABIO
Hagatorgi, simi 530 1919
KEVIN SPACEY
AMERICAN
★ ★★★ |fVn
ÓFE Hausverk
★ ★★ 1/2
AIMBL
★ ★★ 1/2
KB
Sýnd kl. 6, 9 og 11.15. b. í. 14 ára
TOMMV l.F.F. JONF.S
ASHLEV JUDÍ)
DOUBLE
JEOPARDY
rVÖFÖLD ÁKÆRA
Sýnd kl. 9og 11. B. i. I4ára
Sýnd kl. 9 og 11.
Sýnd kl. 5 og 7.
Sýnd með íslensku tali kl. 4.50, 6.55 og 9.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Fríkort gildir ekki á þessa mynd
FYRIR
990 PUNKTA
FERBU i BÍÓ
Álfabakka 8, simi S87 8900 og 587 8905
OFE Hausverk
v/ww.samfilm.is
Dans-tónlist
Morgunblaðið/Golli
„Það skín ætíð í gegn á sýningum íslenska dansflokksins að á bak við þær liggur einlægur áhugi og mikil
ástríða fyrir dansinum sem listgrein. Tóniistarvalið hefur verið í senn háskalegt og hetjulegt og til þessa ávallt
vel heppnað,“ segir m.a. í dómnum.
TONLIST
í s I e n s k i
dansflukkurinn
TÓNLISTIN VIÐ
DANSVERKIÐ „DIAGH-
ILEV: GOÐSAGNIRNAR"
Frumflutningur Islenska dans-
-- flokksins á verki Jochen Ulrich,
„Diaghilev: Goðsagnirnar", í Borg-
arleikhúsinu, fostudaginn 11. febr-
úar. í verkinu var flutt tónlist eftir
þá Henryk Górecki, Gavin Bryars,
Carl Vine, Giya Kancheli, gusgus
ogdB.
MARKMIÐ þýska ballettskör-
ungsins Jochen Ulrich með Diaghi-
lev þríleiknum er m.a. að tengja sam-
an ólíkar stefnur lista í eina og
óskipta heild. Hlutverk umfjöllunar
minnar er að rannsaka tónlistarhluta
verksins en eðli málsins samkvæmt
er ógjömingur að láta aðra þætti
þess algerlega afskipta. Þrátt fyrir
það er það fullkomlega réttlætanlegt
♦ að taka einn listrænan þátt út fyrir
heild og skoða sérstaklega því að þó
að ætlun höfunda sé að mynda högg-
þétta samsteypu hinna ólíku list-
forma getur það oft verið svo að þau
falla misvel að heildarhugmyndinni.
íslenski dansflokkurinn hefur
undanfarin ár verið að gera afar
spennandi hluti og hefur verið ansi
óhræddur við að feta ótroðnar slóðir.
Tónlistarvalið er þar síst undanskil-
ið. Nú er ég enginn fræðimaður um
ballett en sem forvitin og tilfmning-
anæm mannvera, fædd með eðlis-
'lægt fegurðarmat, varð ég nokkuð
heillaður af verkinu „Útlagar" sem
flokkurinn sýndi snemma á árinu
1998. Og þar sem útgöngupunktur
minn í listrænum áhuga er fyrst og
fremst tónlist þótti mér afar tilkomu-
mikið að sjá flokkinn hoppa og
skoppa við lög ,4ndustrial“-rokk-
sveitarinnar Godflesh. Hrifning mín
jókst þó enn frekar er ég sá verkin
„NPK“ og „Maðurinn er alltaf einn“
en tónlistin þar var með eindæmum
góð oghæfði hún verkunum fullkom-
lega. Eg arkaði því inn í Borgarleik-
húsið úr kulda og vosbúð veðurguð-
anna, fullur vonar og tilhlökkunar.
Verkið er hluti af þríleik sem er
metnaðarfullur virðingaróður til
byltingarmannsins Sergei Diaghi-
levs, foður nútímaballettsins.
Diaghilev var ástríðufullur listunn-
andi sem hóf dansinn sem listgrein
upp á nýtt plan og spilaði þar ekki
síst inn í hæfileiki hans í að virkja
snjöllustu verkmenn hinna ýmsu list-
greina á hverjum tíma og fá þá til liðs
við sig. Ballettinn varð með því vett-
vangur samneytis ólíkra listgreina
eins og myndlistar, tónlistar og leik-
listar að ógleymdum dansinum sjálf-
um.
Þetta sagnfræðilega verk Ulrichs
byggir að nokkrum hluta á völdum
köflum úr ævi og störfum Diaghilev.
Þó að vissulega eigi það ekki að trufla
upplifunina á sjálfum dansinum þá
truflaði þessi óeiginlega krafa um
þekkingu á sögunni mig svolítið. Ég
brá því á það ráð að renna yfir dag-
skrána í hléinu og náði ég því nokkr-
um áttum eftir það. Það mætti kalla
verkið „Diaghilev: Goðsagnirnar"
póstmódermskt (póstmódernismi í
menningarlegum skilningi felur í sér
þá hugmynd að öll sköpun sé jafn-
rétthá og jafnsönn, jafnframt því
sem skilin á milli hámenningar og
lágmenningar eru markvisst máð í
burtu). Því til stuðnings er rétt að
nefna þennan samhræring ólíkra list-
forma með áherslu á jafnan hlut
hvers þeirra. Höfundur leggur ríka
áherslu í dagskrárbæklingi sýning-
arinnar á að formin séu að vinna sam-
an á jafnréttisgrundvelli, ekki að ein
greinin sé að styðja hina. Hin póst-
módemíska áferð verksins lýsir sér
einnig í því að í verkinu, sérstaklega í
byrjun þess, er verið að vísa í önnur
og sígild dansverk. Verkið er því á
ákveðinn hátt að fjalla um sjálft sig.
Tónlistin var úr ýmsum og ólíkum
áttum í takt við undanfarandi máls-
grein. í fyrri hluta verksins voru leik-
in verk eftir Kancheli, Bryars og
Gorecki og sveiflaðist tónlistin frá
naumhyggjulegu umhverfisflæði yfir
í taugalegar strengjaæfingar að
hætti Stravinsky. Skömmu fyrir hlé
birtist svo Daníel Agúst Haraldsson
á sviðinu sem geislandi næturklúbba-
rotta og muldraði fremur en söng
einhverja töfraþulu við seyðandi og
sætt tölvupopp. Seinni hluti byrjaði
með verkinu „Inner World“ eftir
Carl Vine. Hrífandi og magnþrungin
tónlist, skreytt með torkennilegum
rafhljóðum sem gáfu henni enn
meira gildi. Svo skyndilega byijaði
pumpandi tæknótaktur og það sem
eftir var af verkinu var undirlagt af
samstarfssveit þeirra Bigga Bix og
Daníels Agústs Haraldssonar, dB.
Tónlist þeirra rann glettilega vel
saman við það sem dansararnir voru
að gera og Daníel Agúst var firnaör-
uggur á sviði. Hann var staðsettur á
skemmtilegan hátt fyrir aftan dans-
arana þannig að hann skyggði ekki á
það sem var að gerast á sviðinu en
hélt þó engu að síður mikilli nálægð
við áhorfendur með ómgóðri röddu
sinni. Hann stóð þama glæstur eins
og vélmenni, það var líkast því að
einn meðlima þýsku tölvusveitarinn-
ar Kraftwerk væri kominn á einleiks-
feril. Endurgerð Gus Gus laga var
vel heppnuð og frumsamin tónlist dB
var flott og fersk, einkanlega síðasta
lagið sem endaði á dramatískan hátt
með tifandi tæknóhjartslætti.
Það truflaði heildarupplifun mína
af tónlistinni lítillega að mér var gert
að sitja yst á tólfta bekk. Ég lýsi yfir
nokkurri furðu að gagnrýnendum,
sem ætlað er að dæma sýningar, sé
ekki valinn betri staður því að góð
staðsetning hlýtur að verka jákvætt
á upplifun áhorfenda.
Helsta umkvörtun mín hér varðar
þó dagskrárbæklinginn sem dreift
var til gesta. Þessir þungu og oft til-
gerðarlegu bæklingar sem fylgja
svokölluðum „æðri“ listgreinum
þykja mér því miður oft vera baggi á
þeim fremur en hjálpargagn. Höf-
undur verksins, Jochen Ulrich, lýsir
t.d. tónlist Kancheli svona „Þessi
tónlist er mjög lífleg. Hún færist frá
andlegu plani yfir í opna framtíð".
Þessi setning er mér algerlega óskilj-
anleg. Og það er meira. Lesendum er
t.d. sagt að tónlist Gorecki hljómi
eins og hún komi „handan tímans“ og
um upplifun sína af íslandi segir Ul-
rich orðrétt: „Hér skapar áleitin for-
tið og sýn á framtíðina, draumkennt
andrúmsloft sem er þó ekki laust við
beyg“??? Sumt er þó til stakrar fyrir-
myndar í bæklingnum, hönnunin er
t.d. einkar svöl og umfjöllun Árna
Ibsen um Diaghilev og dansflokk
hans, „Ballets Russes“ er bæði fróð-
leg og skemmtileg. En yfirlætislegt
og óskiljanlegt orðaskrúð er engum í
hag.
A heildina litið var sýningin afar
glæsileg og skemmtileg. Það skín æt-
íð í gegn á sýningum Islenska dans-
flokksins að á bak við þær liggur ein-
lægur áhugi og mikil ástríða íyrir
dansinum sem listgrein. Tónlistar-
valið hefur verið í senn háskalegt og
hetjulegt og til þessa ávallt vel
heppnað. Ég bíð því spenntur eftir
næstu sýningu.
Arnar Eggert Thoroddsen