Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 31
LISTIR
Ógæfusöm
kóngsdóttir
LEIKLIST
Geisladiskur
THE SEA-KING’S
DAUGHTER
Eftir George Mackay. Leikstjórn:
David Gray.
Leikendur: Bergljdt Arnalds,
Michael Elder, Marilyn Gray,
Sheila Latimer, Julie Goombe,
Sheila Donald, Norman Fraser,
John Maclsaac.
Stjóm upptöku: David Gray og
Marillyn Gray.
Framleiðandi: The Saltire Society
Scotland. Dreifíng Japis.
Þetta er dapurleg saga um litla
prinsessu sem send var yfir hafið
frá Noregi til Skotlands til að giftast
prinsinum af Wales. Sagan er göm-
ul, en vel þekkt í Skotlandi, því hún
gerist árið 1290 og segir frá ferð
Margrétar drottningar, sjö ára, yfir
Norðursjóinn til að heimta arf sinn,
skosku krúnuna eftir afa sinn, Al-
exander III. Henni var svo ætlað að
ganga í hjónaband við enska prins-
inn til að sameina konungdæmin
tvö. Margrét komst aldrei alla leið
heldur lést á leiðinni yfir hafið og
hafði þó, í meðförum hins ork-
neyska sagnaskálds George
Mackay Brown, upplifað frelsið á
hafinu, laus frá skyldum sínum við
norsku hirðina, bamslega glöð yfir
því ævintýri sem í vændum var, allt-
of ung til að gera sér grein fyrir
hvað í því fólst og auðvitað alltof ung
til að ganga hjónaband, ef nútíma-
skilningur er lagður í slíkan gjöm-
ing.
Sagnaskáldið
George Mackay
Brown (1921-
1996) verðskuld-
ar nokkra frá-
sögu þar sem
hann er óþekktur
hérlendis en
lagði ávallt í
verkum sínum
mikla áherslu á
að viðhalda þeim
fomu sögnum af
tengslum norð-
ureyjabúa við
nágrannana
norðri og bjó
sjálfúr lengst af
ævi sinnar í fæð-
ingarbæ sínum, Straumnesi á Orkn-
eyjum. Eftir hann liggja skáldsög-
ur, smásögur, leikrit og ljóð og ein
þekktasta skáldsaga hans er Beside
the Ocean of Time, sem hann hlaut
skosku bókmenntaverðlaunin fyrir
árið 1994.
The Sea-king’s Daughter er
sögulegur Ijóðleikur og framúrskar-
andi vel fluttur af völdum hópi
skoskra leikara ásamt Bergljótu
Amalds sem leikur hina bamungu
drottningu. Hljómfall bragsins og
afgerandi framburður hinna skosku
leikara gera Bergljótu að sumu leyti
erfitt fyrir, greinilegt er að
hún kemur úr annarri átt
með framburð sinn. Það
kemur þó ekki verulega að
sök þar sem Bergljót hefur
sterka tilfinningu fyrir pers-
ónunni og nær vel að túlka
barnslega forvitni og gleði
hinnar sjö ára stúlku og
dapurleg endalok hennar.
Michael Elder er í hlut-
verki sögumannsins, hann
hefur frábært vald á rödd
sinni og textanum og fyrir
þá, sem hafa ánægju af fal-
legum enskum texta sem
hefur aðrar áherslur en hið
daglega ameríska brauð, er
þetta hreint eymakonfekt
að hlýða á.
í raun hefur þetta alla kosti vel
samins og unnins útvarpsleikrits,
hljóðmyndin er skýr og svipmikil,
ferðin yfir hafið í opnu skipi verður
ljóslifandi fyrir áheyrandanum og
er studd af seiðandi tónlist eftir
Corrina Hewat. Það er greinilegt að
vel hefur verið vandað til þessarar
upptöku á öllum sviðum og minn-
ingu eyjaskáldsins George Mackay
Brown er góður sómi sýndur með
henni.
Hávar Sigurjónsson
Tónlistar-
deild Lista-
háskólans
kynnt
SÍÐASTI kynningarfundur Félags
um Listaháskóla Islands að sinni,
um framtíðarskipulag Listaháskóla
Islands, verður í kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 20.30 í fyrirlestrar-
sal Listaháskólans í Laugarnesi. Að
þessu sinni munu Ámi Harðarson
og Mist Þorkelsdóttir kynna tillög-
ur sínar að uppbyggingu tónlistar-
deildar skólans.
f fréttatilkynningu segir að allt
áhugafólk um listmenntun á há-
skólastigi sé hvatt til þess að mæta,
einkum er þess vænst að tónlistar-
menn láti sig málið varða og taki
þátt í umræðum.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
* Vita-A-Kombi olía
Bergljót
Amalds Ieikari.
Tk bilan
betní notaðin bílan
ViPka daga 9-18
Laugardag 10-16
TILBOÐSDAGAR A VETRARSTANDSETTUM BILUM
Kr. 790.000,-
Kr. 1.690.000,-
Kr. 690.000-,
Kr. 1.150.000,-
MMC Lancer GLXi
Nýskr. 05.1993, 1600cc,
4 dyra, 5 gfra, rauður, ekinn 98 þ.
Skrnr. NZ-385
Hyundai Accent Glsi
Nýskr. 03.1995, 1500cc,
4 dyra, sjálfskiptur, grænn, ekinn 58 þ.
Skrnr. OK-041
Hyundai Elantra Wagon GT
Nýskr. 04.1996, 1800cc,
5 dyra, 5 gíra, v.rauður, ekinn 55 þ.
Skrnr. TZ-844
Renault Express 1.4
Nýskr. 11.1997 (árg. 1998), 1400cc,
4 dyra, 5 gíra, hvltur, ekinn 25 þ.
Skrnr. SB-500
Suzuki Baleno GL
Nýskr. 09.1995, 1300cc,
4 dyra, 5 gíra, d.grænn, ekinn 62 þ.
Skrnr. VS-787
Grjóthálsi 1 • 575 1230
Kr. 350.000,-
MMC Colt GLX
Nýskr. 09.1998, 1500cc,
3 dyra, 5 glra, hvltur, ekinn 161 þ.
Skrnr. JM-381
Kr. 390.000,-
Hyundai Pony Lsi
Nýskr. 05.1993, 1300cc,
3 dyra, 5 glra, rauður, ekinn 101 þ.
Skrnr. VZ-546
MMC Spacewagon
Nýskr. 11.1996, 2000cc,
5dyra, sjálfskiptur, grænn, ekinn 74 þ.
Skrnr. KY-586
Kr. 860.000,-
Renault Mégane Berline RN
Nýskr. 103.1996, 1400cc,
5 dyra, 5 gíra, silfurgrár, ekinn 55 þ.
Skrnr. YD-181
Kr. 690.000,-
Hyundai Atos
Nýskr. 03.1999, 1000cc,
5 dyra, 5 gfra, blár, ekinn 14 þ.
Skrnr. PP-843
Kr 1.190.000,-
Daewoo Nubira SX
Nýskr. 05.1998, 1600cc,
5 dyra, 5 gíra, rauður, ekinn 30 þ.
Skrnr. TE-785
Hyundai Sonata Glsi
Nýskr. 03.1994, 2000cc,
4 dyra, 5 gíra, hvltur, ekinn 108 þ.
Skrnr. DA-863
Kr. 790.000,-
Kr. 690.000-,
Kr. 990.000,-