Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 41 4
Að semja til fátæktar!
ÞAÐ er verið að
semja um nýjan bú-
vörusamning fyrir
sauðfjárbúskap í land-
inu. Níu ár eru liðin frá
því að samningar voru
gerðir fyi'ir þessa bú-
grein í því horfi sem
síðan hefur verið.
Reynslan á níu ára ferli
liggur því fyrir. Hún
hlýtur að vera leiðar-
ljós við nýja samnings-
gerð.
A þessum níu árum
hefur ríkissjóður lagt
fram rúmlega 24 millj-
arða króna á verðlagi
síðasta árs til þessarar
búgreinar. Skipting þessa fjár á milli
beinna gi-eiðslna til bænda og ann-
arra verkefna í átta ár er einnig fyrir
hendi. Þar kemur fram að 1.725 þús-
und kr. eða 67,3% þessa fjár hafa
runnið beint til bænda, en 923 þús-
und kr. eða 32,3% verið greiddar til
annarra verkefna en beinna
greiðslna og er það mjög á annan veg
en gerist hjá EB þar sem 97% af rík-
isstuðningi fer beint til bænda.
Svona er aðkoma ríkisvaldsins að
þessum samningum mikilvæg.
En hvað þá um árangurinn? I
þeim efnum gefur meðfylgjandi línu-
rit skýra mynd af því hvernig kjör
sauðfjárbænda hafa þróast frá árinu
1991. A línuritinu eru bornar saman
tvær vísitölur, þ.e. um launagreiðslu-
getu á sauðfjárbúum og vísitala
kaupmáttar launþega. Þær niður-
stöður sem hér koma fram hljóta að
vekja mikla eftirtekt. Á sama tíma
og kaupmáttur almennra launa
eykst um 20% versna kjör í sauðfjár-
búskap um 30% stig. Bilið í kjörum
þessara hópa hefur því breikkað um
50% á þessum árum.
Auk þeirrar þróunar
í afkomu sem að fram-
an er greind er nauð-
synlegt að virða fyrir
sér hvernig laun hafa
þróast í skjóli þessa
samnings.
Samkvæmt skýrslu
Hagþjónustu landbún-
aðarins frá 14. nóv.
1999 var hagnaður til
launagreiðslu, á 122
sauðfjárbúum með 292
ærgUdi í greiðslumark,
einungis 824 þús. kr.
Lækkun á þessu tíma-
bili nemur 23,5%.
Til enn frekari árétt-
ingar um þessa hrika-
legu þróun í kjörum sauðfjárbænda
er vert að benda á að þessar niður-
stöður Hagþjónustu landbúnaðarins
eru í fullu samræmi við fyrirliggj-
andi gögn Byggðastofnunar um
meðaltekjur eftir atvinnugreinum.
Þar kemur fram að árið 1996 voru
meðaltekjur allra atvinnugreina á
landinu 1.816 þúsund kr. en í land-
búnaði 770 þúsund kr. Það svarar til
42% af landsmeðaltali allra atvinnu-
greina.
Hlutur sauðfjárræktarinnar er af
augljósum ástæðum enn lakari en
þessar tölur gefa til kynna.
Niðurstaða framangreindrar um-
fjöllunar um afkomu sauðfjárbænda
skýrir með ótvíræðum hætti að kjör
þeirra hafa versnað um þriðjung á
síðasta áratug. Það eru þessar köldu
staðreyndir sem menn standa
frammi fyrir þegar verið er að semja
á nýjan leik.
Nokkra eftirtekt hlýtur að vekja
hversu dregur úr rýmun kjara sauð-
fjárbænda árið 1997. Ástæðan er sú
að vegna þess hversu bændur gengu
hart fram í kaupum á fullvirðisrétti
Samningar
Verði þessi grundvallar-
markmið ekki virt,
segir Egill Jónsson,
er mikill vandi fram-
undan hjá sauð-
fjárbændum.
varð umtalsverður afgangur af því
fjármagni sem ríkið lagði fram til
uppkaupa. Að tilhlutan Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra var veitt
heimild til ráðstöfunar þess fjár til
lausnai’ birgðavanda í dilkakjöti og
endurgreiðslu verðskerðingar til
bænda vegna útflutnings. Af þessu
má mikinn lærdóm draga. Bæði að
því er varðar árangur af sem bein-
ustum leiðum með greiðslur milli
ríkissjóðs og bænda og hinu að
sparnaður í uppkaupafé skilaði sér í
auknum tekjum sem annars hefðu
ekki orðið til.
Að lokum er vert að minna sér-
staklega á hlut stjórnvalda að þess-
ari samningsgerð. Með breytingu á
búvörulögunum árið 1995 sem þessi
samningsgerð var tilefni að lagði Al-
þingi blessun sína yfir þennan gjörn-
ing. Alþingi og ríkisstjórn hljóta því
að meta aðkomu sína að gerð nýs bú-
vörusamnings í ljósi þeirrar reynslu
sem fengist hefur og m.a. er lýst hér
að framan og fjárveitingavaldið og
löggjafinn ber að sínum hluta ábyrgð
á. Þar ber auðvitað hæst hvernig
þeir 2,6 miljarðar kr., sem að meðal-
tali hefur árlega verið varið til sauð-
fjárbúskapar, hafa komið fram í
kjörum þeirra sem njóta áttu.
Egill
Jónsson
Hagkvæmt
flóttafólk?
leggja áherslu á útlát vegna innflytj-
endanna sjálfra en fólk með mikla
iramtíðarsýn gæti reiknað dæmið á
hinn veginn. Fengið út plús með því
að vega framlag barna og bama-
barna innflytjenda (o.s.fi'v.).
Að setja sig í spor annarra
AÐ undanförnu hefur
nokkuð verið skrifað um
innflytjendur frá fram-
andi löndum og meint fé-
lagsleg vandamál tengd
þeim. Til dæmis skrifaði
Guðmundur Eiríksson
innblásna grein 13. jan-
úar í Morgunblaðið, um
slæma reynslu Dana af
frjálslyndri flóttamann-
astefnu, sem var í kjöl-
farið svarað af Eiríki
Bergmann Einarssyni 22.
janúar á sama vettvangi,
sem taldi kosti menning-
arlegs fjölbreytileika
vega þyngra. Þessar tvær
greinar eru góð dæmi um
röksemdafærslur sem notaðar em af
tveimur ólíkum hópum fólks. I sjálfu
sér hafa báðir hóparnir sitthvað til
síns máls. Það sem greinir þá að er
að sá fyrri nefnir aðeins gallana en
sá síðari tínir til kostina.
Það er hlutverk almennrar um-
ræðu að koma á framfæri ýmsum
sjónarmiðum og enginn gerir kröfu
um að hver og einn pistlahöfundur
vegi og meti alla kosti og galla. Stór
vandamál verða ekki leyst í einni
svipan í höfðinu á einum einstaklingi.
Einstrengingslegar skoðanir era oft-
ast betri en engar, ef þær birtast í
samhengi við gagnstæð sjónarmið.
Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að í al-
mennri umræðu verða aukaatriði
stundum að aðalatriðum svo að
kjarni málsins hverfur í skuggann af
hisminu. Sú virðist raunin í umræð-
unni um flóttamenn og aðra innflytj-
endur frá framandi menningarsvæð-
um.
Að græða á innflytjendum
Umræðan virðist snúast um það,
hvort landið okkar græði á því að
veita flóttamönnum hæli. Hér er
sögnin „að græða“ notuð í mjög víðri
merkingu og spannar bæði félags-
legan og menningar-
legan ávinning. Það
er augljóst mál, að
þegar jafn ólíkir
þættir era bornir
saman geta menn
þráttað út í hið óend-
anlega án þess að
nokkur samstaða ná-
ist - hvorki fyrr né
síðar.
Ef ástæða er til
þess að ræða um arð-
semi flóttamanna er
nærtækara að tefla
fram efnahagslegum
hagnaði gegn tapi,
sitt hvoram málstað-
num til framdráttar.
Þær empírísku rannsóknir á því
sviði, sem mér er kunnugt um, benda
til þess að þó svo að land beri beinan
Innflytjendur
Væntanlegur ávinning-
ur þeirra sem hér fá
skjól er svo miklu stærri
og mikilvægari, segír
Jdn Þór Sturluson,
en okkar eigin gróði
eða tap.
kostnað af því að taka við flótta-
manni séu meiri líkur en minni á að
næsti ættliður byrji að leggja meira
til samfélagsins en hann fær til baka.
Þannig virðast efnahagslegu rökin
einnig leiða umræðuna út í öng-
stræti, því að nettó niðurstaða hag-
kvæmniútreikningsins ræðst af því
hversu hátt vægi nútíðin hefur sam-
anborið við framtíðina. Með öðram
orðum: Skammsýnt fólk myndi
Jón Þór
Sturluson
En öngstrætið áðurnefnda skiptir
sem betur fer litlu sem engu máli.
Það ættu allir að sjá, sem era þess
umkomnir að geta sett sig í spor ann-
arra. ímyndaðu þér, þó ekki væri
nema í stutta stund, að þú sért
staddur í flóttamannabúðum á
ónefndum stað. Þú býrð ásamt fjöl-
skyldu þinni, sem eitt sinn var helm-
ingi fjölmennari, og fimm öðram fjöl-
skyldum í einni kennslustofu í
niðurníddu skólahúsi í yfirgefinni
herstöð. Ykkur er skammtað vatn.
Ykkur er skammtaður matur. Þið
hafið fátt sem getur talist ykkar,
nema fötin, nokkur teppi og eitt kof-
fort með persónulegum munum.
Mikilvægasti þátturinn í daglega líf-
inu er að mæta á torgið til að reyna
að ná athygli þeirra fulltrúa erlendra
ríkja sem hugsanlegra væra tilbúnir
að taka á móti fjölskyldunni þinni.
Nú er svo komið að þér stendur full-
komlega á sama hvert þið komist,
bara ef það er burt héðan.
Leggðu nú þessa köldu mynd til
hliðar og settu þig aftur í þín eigin
spor og svaraðu spurningunni: Hve
mikið þarf ég að græða á nýjum
flóttamönnum til að geta boðið þá
velkomna til míns lands?
Tökum ekki þátt í þvílíkri endemis
vitleysu. Það skiptir engu máli þó að
það kosti okkur og landið okkar
nokkra fjármuni að opna dymar fyr-
ir nýjum flóttamönnum. Það er aug-
Ijóst að ákveðnir félagslegir og
menningarlegir árekstrar verða á
milli innflytjenda og þeirra sem hér
hafa búið lengur. Hvort menningar-
legur fjölbreytileiki eða efnahags-
legt framlag niðja innflytjenda veg-
ur þyngra skiptir heldur ekki máli.
Væntanlegur ávinningur þeirra sem
hér fá skjól er svo mikla stærri og
mikilvægari en okkar eigin gróði eða
tap. Það er kjarni málsins.
Höfundur er hagfræðingur.
Kaupmáttur launagreiðslugetu á sérhæfðum
sauðfjárbúum í samanburði við kaupmátt launþega
80 '-------'------'------'-------'------'------'-------'--7—'
1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 ^gg"
Ég hef mælt hér nokkur orð um
þátt Alþingis í samningagerð við
bændur. Því eins og kunnugt er
kemur staðfesting þeirra samninga
til kasta Alþingis. Þess vegna vara
ég eindregið við fon-æðishyggjunni
sem nú ríður röftum sem aldrei fyrr.
Reynslan liggur fyiir í kjöram sauð-
fjárbænda sem hafa versnað um
þriðjung á einum tug ái-a. Þess
vegna verður nú að bregðast við.
Stuðningsaðgerðir ríkisvaldsins
verða að koma að fullu fram í kjörum
þess fólks sem á afkomu sína undir
því hvernig um semst og sauðfjár-
bændur verða líka að fá full ráð á að
ákvarða um búsetu sína og framtíð
án afskipta forræðishyggjunnar.
Verði þessi grandvallarmarkmið -
ég segi mannréttindi - ekki virt, er
mikill vandi framundan hjá sauðfjár-
bændum.
Höfundur er fv. alþingismaður.
Löggjafínn
og forstjóra-
klúbburinn
NÚ þegar Alþingi er komið saman
er ekki úr vegi að þingmenn hugleiði
nýgerða aðlögunarsamninga sem
gerðir vora við opinbera starfsmenn.
Eitt er efnahagsleg áhrif þessara
launahækkana, hitt er
að samningsgerðin öll
og viðbrögð ríkisfor-
stjóra við gagnrýni á
hana ganga þvert gegn
grandvallarhugmynd-
inni um lýðræði og vald
löggjafarvaldsins.
Víkjum fyrst að hinu
síðarnefnda.
Sjálftaka
á skattfé
Kjósendur hafa falið
löggjafarvaldinu að
ákveða hversu mikið
skuli heimt af þeim í
skatt og hvernig því
skattfé verði varið.
Þetta er óumdeilanlega eitt mikil-
vægasta og vandmeðfarnasta verk-
efni löggjafans. í fjárlögum rikisins
kemur skýrt fram vilji löggjafans
hvernig með þessi mál skuli farið.
Það skiptir öllu að kjósendur geti
treyst því að fjárlögum sé hlýtt.
Enginn á að geta tekið fram fyrir
hendurnar á löggjafarvaldinu og lagt
á skatta og enginn á heldur að geta,
án samþykkis löggjafans, breytt því
hvemig skattfé er varið. Þegar ríkis-
forstjórarnir ákveða að hækka laun
starfsbræðra sinna hjá hinu opin-
bera umfram heimildir fjárlaga, þá
eru þeir að taka sér vald í hendiu-
sem er ekki þeirra og má aldrei
verða þeiiTa. Álþingismönnum hlýt-
ur að svíða svar Magnúsar Jónsson-
ar forstjóra ríkisforstjóranna þegar
hann var spm'ður á Stöð 2 hvort
þessar umframlaunahækkanir hefð-
ur verið mistök. Nei,svaraði ríkisfor-
stjórinn, ég vil ekki segja að þetta
hafi verið mistök. Ég held að þetta
hafi verið algjörlega nauðsynleg að-
gerð. Ég minnist þess ekki að Magn-
úsi Jónssyni og starfsbræðrum hans
hafi verið falið vald til að hundsa
fjárlög.
Hvernig ætla
þeir að semja?
Launþegar á íslandi hafa á þess-
um áratug sýnt mikla skynsemi í
gerð kjarasamninga. Þeir hafa enda
uppskorið eins og sáð var til og kaup-
máttaraukning hér á landi hefur ár-
um saman verið meiri en í þeim lönd-
um sem við beram okkur saman við.
Launafólk á íslandi á allt sitt undir
því að það takist að verja þann
árangur sem náðst hefur og sækja
fram og skapa enn meiri kaupmátt.
Kjarasamningar opinberra starfs-
manna stefna þessum
mikla árangri í voða.
Hvemig í ósköpunum
eiga forystumenn
verkalýðshreyfingar-
innar á Islandi að geta
samið skynsamlega
fyrir hönd sinna um-
bjóðenda þegar þeir
sem vinna hjá hinu op-
inbera og þiggja laun af
skattfé samborgara
sinna, varpa frá sér
allri ábyrgð. Forystu-
menn Samtaka at-
vinnulífsins hafa enda
lýst yfir áhyggjum sín-
um vegna þessa. Við-
brögð formanns
Bandalags háskólamanna við þess-
um áhyggjum era lærdómsrík. Það
er hins vegar alveg ljóst að það er
Samningar
Samningar opinberra
starfsmanna umfram
fjárlög, segir Illugi
Gunnarsson, stefna
í voða þeim mikla
árangri sem launafólk
---7----------------—
á Islandi hefur náð.
mikill vandi hjá láglaunafólki í land-
inu, segir formaðurinn í viðtali við
Stöð 2. Síðan kemur „og við höfum
ekki því miður samningsumboðið
fyrir það, það era aðrir. Og ég hef nú
undrast hvað aðrir hafa kannski gert
lélega samninga og það þarf kannski
bara að spyrja þá að því hvernig þeir
ætla að semja í næstu samningum".
Þarna hitti formaðurinn í lið, óvilj- *
andi reyndar. Hvernig eiga forystu- *
menn launþega og atvinnulífsins að
semja eftir þessa arfavitlausu samn-
inga hins opinbera? Þessir aðilar
þurfa að semja um raunveralegan
kaupmátt og geta ekki fjármagnað
sína samninga með skattfé samborg-
ara sinna.
________________________________s
Höfundur er hagfræðingur.