Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 37'
UMRÆÐAN
í Morgunblaðinu 8.
febrúar sl. heldur
Hannes Jónsson fyrr-
um sendiherra áfram
krossferð sinni gegn
hugsanlegum aðildar-
viðræðum Islendinga
að ESB. Greinarkorn
hans á að vera svar við
grein minni frá 3. þ.m. I
krossferð sinni ber
Hannes því við að aðild
myndi einungis hafa í
för með sér efnahags-
legt tap og fullveldisaf-
sal. Hannes heldur því
sömuleiðis blákalt fram
að innihald fullveldis-
hugtaksins hafí ekkert
breyst í aldanna rás og skipar sér
þar á stall með þeim sem vaða í
þeirri villu að fullveldishugtakið sé
föst stærð en ekki hugtak sem óhjá-
kvæmilega tekur breytingum sam-
fara breyttri heimsmynd.
Hannes er kyndilberi gamaldags
hugmynda sem eru sem rauður
þráður í gegnum íslenska sögu og
hafa haldið aftur af eðlilegri þróun
íslensks þjóðlífs. Hugmynda sem
telja að á Islandi gildi önnur lögmál
en annars staðar og Islendingum
beri fyrir vikið að ferðast á öðru
farrými í samfélagi þjóðanna.
Fullveldishugtakið
Á alþjóðavettvangi hefur fullveld-
ishugtakið verið ráðandi í samskipt-
um þjóða. Þar er litið á hverja þjóð
sem sjálfstæða einingu
en lítið tillit tekið til
deilna innan þjóðríkis-
ins. Skýrasta dæmið
eru Sameinuðu þjóð-
imar, en einnig má
nefna NATO og síðast
enn ekki síst ESB. Á
þessum vettvangi eru
fulltrúar þjóðríkjanna
einu lögmætu samn-
ingsaðilamir og allar
alþjóðlegar skuldbind-
ingar fela í sér framsal
á hinu klassíska full-
veldi. Það er tíma-
skekkja að halda þvi
fram að fullveldi eitt og
sér tryggi það að ríki
verði fyrir litlum utanaðkomandi
áhrifum og greini „okkur“ frá „hin-
um“. Slík túlkun á fullveldi er ein-
ungis lagalegur skáldskapur. Tækni-
nýjungar, aukin utanríkisviðskipti
og breytt eðli alþjóðakerfísins hafa
gert hefðbundnar skilgreiningar á
fullveldi úreltar. Ríki getur ekki og
hefur aldrei getað haft alger og
óskoruð yfírráð yfir sínu landsvæði,
a.m.k. ekki nema með hörmulegum
afleiðingum. Skýrasta dæmið em
umhverfismál.
Hið lagalega fullveldishugtak hef-
ur þróast þannig að það tekur tillit til
sívaxandi samvinnu þjóða í milli og
öll aðildarríki ESB teljast fullvalda.
Gunnar G. Schram lagaprófessor,
(sjá Gunnar H. Kristinsson, Evrópu-
stefnan ’90) hefur bent á „(að það sé]
ESB
Við fulla aðild, segír
Ulfar Hauksson, fengju
-------------------------
Islendingar samstundis
tillögu- og atkvæðis-
rétt í öllum nefndum,
vinnuhópun og
stofnunum ESB.
almennt viðurkennt í þjóðamétti að
ríki sé ótvírætt fullvalda og stjórn-
skipulega sjálfstætt þótt það hafí
framselt ýmsa þætti hins uppruna-
lega ríkisvalds til alþjóðlegra stofn-
ana“. Skilyrði er að ríkið takmarki
vald sitt af fúsum og frjálsum vilja
með það að markmiði að ná fram
hagsbótum fyrir land og lýð sem fel-
ast í hinni nánu alþjóðasamvinnu og
ekki stæði ríkinu ella til boða. Gott
dæmi um slíkt er ESB. Fullveldis-
hugtakið hefur því tekið breytingum
og ,,[e]kki er lengur litið á þjóðríkið
sem einangraða heild, heldur leitast
ríki í vaxandi mæli við að styrkja
fullveldi sitt í samfélagi við aðrar
þjóðir sem sett hafa sér áþekk
markmið. Máttur samtakanna innan
ríkjabandalags gefur aðilum þess
kost á að ná markmiðum sem ella
væru fjarlæg. Að þessu leyti gerir
hann fullveldisrétt hvers ríkis virk-
ari en ella væri raunin, jafnvel þótt
hluti hans sé fengin [ESB] til um-
ráða.“
Það hefur ekkert ríki algjört
frelsi. Allar þjóðu- verða að spyrja
sig hvernig þær eigi að bregðast við
og tryggja sem best hagsmuni þegna
sinna í heimi þar sem þjóðfélögin
verða sífellt opnari og fólk á auðveld-
ara með að bera saman lífskjör sín
við lífskjör í öðrum löndum. Slíkur
samanburður getur hjálpað til að
fínna leiðarmið fyrir stefnu inn í 21.
öldina í heimshluta þar sem hags-
munir einstaki-a þjóðríkja eru óað-
skiljanlegir frá hagsmunum álfunnar
sem heildar. Hannes, og hans líkir,
geta hins vegar húkt í sínum myrku
hellum með sitt fullveldi algerlega
frjálsir og engum háðir.
Fjárlög ESB
Hannes dregur ekki upp fagra
mynd af ESB þegar kemur að því
sem hann kallar „aðildargjöld". Áinð
1997 námu heildarútgjöld ESB
1,135% af vergri þjóðarframleiðslu
aðildarríkjanna (Bulletin of the
European Union, Supplement 2/98).
Ef við gerum ráð fyrir því að framlag
Islendinga yrði jafnt meðaltali í að-
ildarríkjunum gæti fjárhæðin orðið
6,6 milljarðar króna (VÞF 579.639
skv. Hagstofu íslands). Ef við mið-
um við framlag frænda okkar Dana
sama ár (1,100%) gæti framlag Is-
lendinga orðið 6,2 milljarðar króna.
Þetta yrði ekki glatað fé eins og
Hannes gefur í skyn því fjárlögum
ESB er að sjálfsögðu varið í ýmis
verkefni í aðildarríkjunum. Að teknu
tilliti til útgjalda ESB til verkefna í
Danmörku var framlag Dana árið
1997 tæplega 0,03% af þjóðarfram-
leiðslu. Fyrir ísland þýðir þetta að
„aðildargjaldið“ gæti numið 174 mil-
ljónum. Tollagreiðslur Islendinga
vegna útflutnings sjávarafurða til
ESB eru einar og sér töluvert hærri
en þetta. Það þarf ansi fjörugt
ímyndunarafl til að komast að þeirri
niðurstöðu Hannesar að Islendingar
myndu greiða 13,7 milljarða sem er
tvöfalt hærra hlutfall af vergri þjóð-
arframleiðslu en öll önnur aðildar-
ríki greiða.
Ávinningur aðildar
Reynslan hefur kennt okkur að
aðildin að EFTA og EES voru hvort
tveggja gæfuspor sem hafa bætt
efnahag og lífsgæði íslendinga. Við-
skipti hafa vaxið og höftum hefur
verið rutt úr vegi og samkeppni auk-
ist neytendum og framleiðendum til
góða. Samvinna innan fjölda mála-
flokka hefur ýtt undir framþróun og
nýsköpun og fjölgað tækifærum ís-
lendinga í víðum skilningi.
Með EES-samningnum tryggðu
íslendingar sér aðgang að innri
markaði ESB og um leið sömu að-
stæður og samkeppnisskilyrði innan
alls svæðisins. Um er að ræða því
sem næst fulla aðild - aðild án at-
kvæðis og hafa íslendingar einungis
aðgang að stefnumótun á frumstigi
máls. Við fulla aðild fengju íslend-
ingar samstundis tillögu- og atkvæð-
isrétt í öllum nefndum, vinnuhópun
og stofnunum ESB og gætu fylgt
málum eftir frá upphafi til enda og
þannig aukið við fullveldið með bein-
um áhriíúm. íslendingar myndu
ganga sjálfkrafa inn í alla viðskipta-
samninga sem ESB hefur gert við
fjölmörg ríki. , ,
Við aðild yrðu íslendingar þátt-
takendur í EMU með fulltrúa í
Evrópubankanum sem myndi þýða
mun stöðugri efnahagsstjóm og
lægri viðskiptakostnað íslenskra fyr-
irtækja. Samkepnisstaða þeirra yrði
betri og neytendur myndu njóta
ávaxtanna í lægra vöruverði. íslend-
ingar myndu ferðast á fyrsta farrými
í samfélagi þjóðanna.
Höfnndur nemur Evrtipufræði við
Kaþólska háskólann i Leuven,
Belgiu.
Á öðru farrými
• * *• iq
mn í nyja old:
Úlfar
Hauksson
Tvöföld þeirra tunga er
MEÐ kerfisbundn-
um hætti er launamun-
ur aukinn í landinu.
Skattleysismörkum er
haldið niðri með hand-
afli en það hefur þau
áhrif að skattbyrðin
eykst á lægstu launun-
um en léttist vemlega á
hátekjufólki. Með
rangri launa- og fjár-
málastefnu hafa stjóm-
málamenn kallað á
verðbólgu, vaxtahækk-
anir, hærra vömverð,
hærra þjónustuverð og
gengissig íslensku
krónunnar. Nú þegar
verkafólk fer fram á hækkun á laun-
um, sem em í kringum 70-90 þúsund
krónur á mánuði, upphefst rama-
kvein hátekjumanna, sem em með
400 þúsund - 2 miljónir króna í laun
á mánuði.
Þingfararkaup
Á sama tíma sem samtök atvinnu-
rekenda og reiknimeistarar stjórn-
valda fullyrða að þjóðfélagið þoli
ekki að 66 þúsund króna mánaðar-
laun hækki meira en 4%-5%, em
laun alþingismanna hækkuð um
33%. Á síðastliðnum 8 mánuðum
hafa þau hækkað úr kr. 228.204 í kr.
303.850 eða um kr. 75.646 á mánuði.
Bara hækkunin á launum þing-
manna er tæplega 10 þúsund krón-
um hærri en mánaðar dagvinnulaun
samkv. almennum taxta verkafólks.
Þessu til viðbótar fá þingmenn 15%
kaupauka fyrir að gegna starfi sem
forsetar og varaforsetar á Alþingi,
formenn fastanefnda Alþingis og
formenn þingflokka. Formenn sér-
nefnda fá einnig allt að 15% kaup-
auka og varaformenn fjárlaganefnd-
ar og utanríkisnefndar fá greiddan
10% kaupauka. Það munar um
minna en kr. 45.500 á mánuði í laun.
Þó grætur Pétur Blöndal alþingis-
maður krókódílatámm yfir auraleysi
þingmanna.
Ráðherralaun
Föst mánaðarlaun forsætisráð-
herra vom fyrir 8. maí 1999 kr.
450.479 en þá hækkuðu
þau og fóm í kr. 584.000
á mánuði. Um síðustu
áramót hækkuðu þau
síðan um 3% til viðbótar
og era nú kr. 601.520. Á
síðustu 8 mánuðum
hafa því launin hans
Davíðs hækkað um kr.
151.041 á mánuði. Laun
annarra ráðherra vora
kr. 409.517 en em nú
kr. 546.930 á mánuði.
Hækkunin er kr.
137.413 á mánuði. Þótt
þessi laun með hlunn-
indum séu tífalt hærri
en margur verkamað-
urinn verður að láta sér nægja þá era
margir embættismenn með veralega
hærri laun. Nefna má sem dæmi að
þegar Finnur Ingólfsson, fyrrv. iðn-
aðarráðherra, læddist yfir í Seðla-
bankann, hækkuðu laun hans um kr.
250.000 á mánuði. Einungis hækkun-
in er á við fjórfold dagvinnulaun
verkamanns. Skyldi hann vinna fyrir
kaupinu sínu?
Hlunnindi þingmanna
Auk fyrrgreindra launa fá þing-
menn mánaðarlega ýmsan kostnað
greiddan, s.s. þingfararkostnað,
ferðakostnað, húsnæðis- og dvalar-
kostnað. Þess er sérstaklega getið að
þingmenn frá kjördæmum utan
Reykjavíkur og Reykjaness fái kr.
59.317 á mánuði í húsnæðis og dval-
arkostnað og eigi rétt á 40% hækkun
þessarar upphæðar ef þeir eiga aðal-
heimili utan Reykjavíkur og Reykja-
ness og halda annað heimili í Reykja-
vík. I slíkum tilfellum er húsnæðis-
og dvalarstyrkur þingmanna kominn
yfir 83 þúsund krónur á mánuði.
Þessi búbót, sem hæstvirtir alþingis-
menn veita sjálfum sér, er ekkert lít-
il ef miðað er við lægsta taxta verka-
fólks sem er innan við 66 þúsund
krónur á mánuði og ef miðað er við
öryrkja þá er þessi aukaþóknun um
25%-30% hærri að krónutölu en öll
hans mánaðarlaun samanlagt. Þessi
þingmannsbiti þætti aldeilis dágóð
staðamppbót hjá verkafólki eða öðra
venjulegu fólki, sem vinnur fjarri
Launamunur
Það er á ábyrgð
Alþingis hvernig líf-
eyrismálum er komið í
dag, segir Sigurður T.
Sigurðsson, og þing-
menn geta með engu
móti skotið sér undan
því að laga það misræmi
sem alls staðar blasir
við í þeim málum.
heimili sínu langtímum saman.
Meira misrétti
Hvað lífeyrisréttindi varðar þá er
þeim vægast sagt misskipt meðal
hinna ýmsu hópa launamanna í þjóð-
félaginu. Segja má að ein meginregla
gildi en hún er sú að opinberir starfs-
menn, alþingismenn og hátt launaðir
embættismenn hjá ríki og sveitarfé-
lögum hafi náð umtalsvert betri rétt-
indum en launþegar á almennum
markaði. í allt of mörgum tilfellum
er munurinn meiri en unað verður
við og það á að vera verkefni Alþing-
is að laga það óréttlæti. Dæmi era
um að á þremur áram hafi lífeyrir úr
almennum lífeyrissjóði hækkað um
5% en á sama tíma hafi lífeyrir úr op-
inberam lífeyrissjóði hækkað um
35% eða sjö sinnum meira. Þetta
misrétti verða ráðamenn þjóðarinn-
ar að leiðrétta svo friður skapist á
vinnumarkaðinum. Alþingismenn og
ráðherrar vinna sér inn lífeyrisrétt-
indi með allt öðrum hætti en almennt
gerist á vinnumarkaðinum. Sitji ein-
hver þrjú kjörtímabil á þingi (12 ár)
era lífeyrisréttindi hans komin í 45%
eða um 150 þúsund krónur á mánuði.
Algeng lífeyrisréttindi verkafólks
eftir 12 ára þrotlaust starf era 15-20
stig eða innan við 20 þúsund krónur.
Það er á ábyrgð Alþingis hvernig líf-
Sigurður T.
Sigurðsson
eyrismálum er komið í dag og þing-
menn geta með engu móti skotið sér
undan því að laga það misræmi sem
allstaðar blasir við í þeim málum.
Lægstu launin hækki líka
Samtök atvinnurekenda halda því
fram að verði almenn laun hækkuð
hlutfallslega eins og laun ýmsra op-
inberra starfsmanna, þingmanna og
ráðherra þá muni verða efnahag-
skollsteypa í þjóðfélaginu. Ætla
hæstvirtir þingmenn ekki að mót-
mæla þessu eða er eitthvað hæft í því
að þeir ásamt öðram sjálfumglöðum
kröfugerðarmönnum í opinbera
geiranum séu að kantra þjóðarskút-
unni og ætlist til að láglaunafólkið
rétti skipið við einu sinni enn?
Hvemig væri að stjórnvöld hættu að
nota almannafé til að mismuna
landsmönnum eins og gert hefur
verið? Og hvemig væri að þingmenn
stæðu með verkafólki í baráttu þess
fyrir stöðugleika í efnahagsmálum
og jafnrétti í kjaramálum, í stað þess
að hugsa fyrst og fremst um að skara
eld að eigin köku og gefa skít í stöð-
ugleikann ? Ég get ekki að því gert
en í hvert sinn sem ég á leið fram hjá
stjórnarráðshúsinu dettur mér í hug:
Tvöfóld þeirra tunga er,
tvöfalt sannleiksgildi.
Tvöfóld launin taka sér,
tvöfalt meira en skyldi.
Höfundur er formaður Verkalýðs-
félagsins Hlífar í Hafnarfirði.
Trúðurinn Úlfar
í Vitanum
Rás 1 • Kl. 19.00
www.ruv.is/vitlnn
www.rit.cc
þýðingar á ensku
- vefsíður, ársreikningar o.fl.
ItmkLta.
Hjólsagir
Stingsagir
Keðjusagir
1
ÞOR HF
Reykjavík - Akureyrl