Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUÐAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ „Eyðilegging“ frímerkja Frímerki IV o t u ð f r f m e r k i eru verðmæti. ÞO nokkru áður en Islandspóstur hf. tók við rekstri póstmála úr höndum Pósts og síma, hafði ég í tölvu minni fitjað upp á því efni að tala um stimpl- un frímerkja. Raunar hafði ég í ein- hverjum þáttum boðað umræðu um það efni, en það svo farizt fyrir af ýmsum ástæðum. Þetta segir okkur líka það, að stimplun frímerkja er gamalt vandamál. Satt bezt að segja hafði forsjármaður þessa þáttar í Mbl. þó nokkuð vikið að þessu máli munnlega við þáverandi yfirvöld póstmála. En þrátt fyrir ljúftnann- legar undirtektir gerðist aldrei neitt. Þegai- nýir herrar tóku við stjóm þessara mála, vonaðist ég til, að hér yrði breyting á og vona raunar enn, þótt hún hafi fram að þessu ekki orð- ið sjáanleg þrátt fyrir vinsamlegar undirtektir í orðium. í nokkrum þátt- um í íyrra var vikið að gúmstimpla- farganinu, eins og ég kýs að nefna það. Er þarflaust að rifja það upp að þessu sinni, enda enn í fersku minni. En nú skal reynt að ljúka við þetta efni og þá auðvitað í þeirri (veiku) von, að Pósturinn leggi hér við hlustir og geri síðan bragarbót á. Póststjómir stimpla frímerki á bréfurn í tvennum tilgangi, að ég hygg. í fyrsta lagi til þess að koma í veg fýrir, að menn noti þau aftur, en svo í öðm lagi til þess að séð verði, hvenær sendingin var póstlögð. Þetta er þá aðaltilgangurinn. Aftur á móti er söfnurum ekki sama, hvemig þessi stimplun fer fram. Allt frá ár- dögum íslenzkra frímerkja 1873 hafa þau verið „ónýtt“, eins og það var þá kallað, með sérstökum stimplum. Þannig urðu þau ekki notuð aftur. Elztu stimplar okkar bám engin ár- töl, heldur einungis nafn póstaf- greiðslu og dagsetningu. Þegar árið 1874 kom upp sérstætt mál um stimplanotkun þar sem mað- ur nokkur af hreinu þekkingarleysi notaði á bréf, sem hann sendi milli landshluta, frímerki, sem hafði verið á bréfi til hans og þá að sjálfsögðu stimplað. Var hann dæmur í fjársekt fyrír vikið og bréfið komst aldrei til viðtakanda þess. Ég þekki ekki ann- að dæmi úr íslenzkri póstsögu um slíkt atvik. Að sjálfsögðu hafa frímerki alla tíð verið misvel stimpluð og það farið eftir ýmsu, þá helzt, að stimplar og stimpilblek hafi ekki verið í lagi. Ekki er líklegt, að frímerkjasafnarar hafi í byrjun haft miklar áhyggjur af sjálfri stimplun frímerkjanna, þar sem söfnun þeirra beindist einungis að því að safna þeim, en ekki stimplum sér- staklega. Samt verður að gera ráð íyrir því, að söfnurum hafi ekki verið alveg sama, hvernig stimplað var, a.m.k. varð mynd merkisins að sjást vel. A síðustu ára- tugum hefur söfnun stimpla vaxið til muna og ekki síður hér á landi en annars staðar. Astæðan fyrir því er m. a. sú, að smám saman hefur söfnurum tekizt að koma sér upp góðum íslenzkum söfnum og náð saman öllu því, sem hægt er að ná í án mikillar fyrirhafnar og auð- vitað kostnaðar. Þá varð næsta skref- ið að líta á stimplana, enda þótt þeir tengdust íyrst og fremst póstsög- unni, en vissulega frímerkjunum líka með nokkrum hætti. I mínu ung- dæmi á fjórða tug aldarinnar held ég fáir safnarar hér á landi hafi beint at- hygli að stimplum, frímerkin voru áhugamálið. Ný aðferð við póststimplun eða hvað? Að undanförnu hafa bréf verið að berast til mín, þannig stimpluð, að það vekur furðu mína. Ekki hefur Pósturinn séð ástæðu til - eða efnt gefið fyrirheit - að losa okkur við bylgjustimplana á frímerkin. Heldur hefur hann tekið upp enn þá verri stefnu, þ.e. að „eyðileggja" frímerkin með póstlúðrum í stað bylgnanna og drita þeim yfir frímerkin. Þetta kalla ég að fara úr öskunni í eldinn. Síðasta „afrek“ Póstsins er svo, eins og sést á meðfylgjandi mynd, að stimpla yfir íyrirtækjastimpla, ann- aðhvort með lúður- eða bylgjust- impli. Þannig er eyðilegging Póstsins fullkomnuð, bæði á frímerkjum og vélstimplum fyrirtækja og stofnana, en þeir eru margir, sem safna þeim einnig. Vélstimplar fyrirtækja eru vitaskuld að hluta til þess fallnir að losa póstinn við að stimpla oft mikinn fjölda bréfa frá fyrirtækjum og stofn- unum. Því er hér auðvitað um tví- verknað að ræða - auk eyðilegging- arinnar - og engan vinnusparnað. Þessi bréf ætti að vera auðvelt að skilja frá almennum pósti, sem stimpla skal. Ég vænti þess, að Póst- urinn taki þetta mál til athugunar og sjálfsagðrar lagfæringar. En mér er spurn. Er starfsmönnum Póstsins annars ekki kennd póststimplun og hvað eigi að stimpla og hvað ekki? Hér er að sjálfsögðu ekki átt við gúmstimplana alræmdu, enda þarf engan lærdóm við að munda þeim á bréfin. Tvær frímerkjasýningar árið 2000 í Mbl. 21. nóv. sl. birtist tilkynning frá Landssambandi íslenzkra frí- merkjasafnara um tvær sýningar, sem verða haldnar hér á landi á þessu ári. Leyfi ég mér að endurtaka þá til- kynningu í þættinum, enda er ekki ótrúlegt, að hún hafi getað farið fram hjá einhverjum. Sýningarnar verða báðar haldnar samtímis á Kjarvals- stöðum í Reykjavík dagana 27. til 30. júlí nk. Annars vegar verður um að ræða samnorræna unglingasýningu, Nordjunex 2000, en slíkar sýningar eru haldnar árlega, og skiptast Norð- urlandaþjóðirnar fimm um að halda þær, sitt árið hver. Slík sýning var síðast haldin á Islandi árið 1994. Sýnd verða frímerkjasöfn í eigu nor- rænna unglinga, en á fyrri sýningum hefur árangur íslenzkra unglinga verið góður. I tengslum við fyrri sýningar hefur verið haldin spurningakeppni, þar sem norrænir unglingar hafa leitt saman hesta sína og sýnt kunnáttu sína í frímerkjafræðum. Ekki mun vera afráðið, hvort slík keppni verður að þessu sinni, þótt það sé líklegt. Þess má geta, að íslenzkir unglingar hafa tvívegis farið með sigur af hólmi í þessari keppni. Hins vegar verður svo um að ræða sýningu, sem haldin verður í sam- vinnu við þýzka frímerkjasafnara, DIEX 2000. Á þeirri sýningu munu 15 þýzkir frímerkjasafnarar sýna söfn sín af íslenzkum frímerkjum, auk þess sem sýnd verða söfn úr eigu íslenzkra frímerkjasafnara. Frí- merkjasýning af þessu tagi hefur ekki verið á Islandi fyrr. Sjálfsagt er, að íslenzkir frí- merkjasafnarar gefi þessum sýning- um gaum og taki sem flestir þátt í þeim, hver eftir sinni getu. Um leið og þeir kynna öðrum söfnurum þann- ig söfn sín og hverju þeir safna, eiga allir þeir aðrir, sem láta sig frímerki varða að einhverju leyti, kost á að sjá, hverja ánægju söfnun þeirra getur veitt þeim í tómstundum þeirra. Jón Aðalsteinn Jónsson BRIDS Umsjón Arnói' G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudaginn 9. febrúar hófst Board-A-Match keppni og mun hún standa yfir til miðvikudagsins 8. mars og er staða efstu sveita þessi: Sv. Karls G. Karlssonar 39 Sv. Svölu Pálsdóttur 33 Sv. Guðjóns Óskarssonar 32 Sv. Heiðars Sigurjónssonar 29 Bridsdeild FEBK, Gullsmára, Kópavogi Spilaður var tvímenningur á 9 borðum 9. febrúar. Spilaðar voru 8 umferðir og var meðalskor 168. Efstu pör: NS Sigurpáll Ámas. - Sigurður Gunnlaugss. 191 Björn Bjamas. - Einar Markúss. 190 Sigurjón Sigurjónss. - Hannes Alfonss. 188 AV Jón Andréss. - Guðm. ÁGuðmundss. 195 Kristinn Guðmundss. Guðmundur Pálss. 189 Karl Gunnarss. - Emst Backman 187 Bridsfélag Kópavogs Þriðja og fjórða umferð aðal- sveitakeppninnar. Staðan eftir tvö kvöld er þessi: Sveit Baldvins Valdimarssonar 82 stig. Sveit Ármanns J: Lárussonar 76 stig. Sveit Ragnars Jónssonar 71 stig. Bridsdeild Félags eldri borgara Bridskeppni spiluð í Ásgarði í Glæsibæ mánud. 7. febrúar. Sveita- keppni hófst með þátttöku 10 sveita. Spilaðir eru 2 16 spila leikir á dag. Eftir 2 umferðir er staða efstu sveita þannig: Sveit Magnúsar Jósepssonar 48 Sv. Rafns Kristjánssonar 40 Sv. Sigurðar Pálssonar 39 Fimmtud. 10. febrúar. Tvímenn- ingskeppni. 18 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Alda Hansen - Margrét Margeirsd. 261 Þorsteinn Laufdal - Ólafur Ingvarss. 260 BaldurÁsgeirss.-HalldórMagnúss. 240 Árangur A-V Ingibjörg Stefáns. - Þorsteinn Davíðss. 269 Sigurður Pálsson - Elín Jónsd. 266 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 234 Sýnishom af síðustu aðferð Póstsins við „eyðilegg- ingu“ frímerkja og vélstimpla. HJÚKRUNARHEIMILI Hlíðarhúsum 2, 112 Reykjavík Hefur þú áhuga á að starfa með öldruðu fólki? Á Eir, hjúkrunarheimili í Grafarvogi, búa 120 íbúar sem þarfnast hjúkrunar og umönnunar allan sólarhringinn og njóta heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem tekur mið af þörfum og ástandi hins aldraða. Rík áhersla er lögð á að viðhalda sjálfsímynd og sjálfsvirðingu heimil- ismanna og að auka öryggi og vellíðan þeirra. Eir er góður, heimilislegur og skapandi vinnu- staður þar sem starfsfólkið lagar sig að þróun og breyttum aðstæðum innan öldrunarþjón- ustunnar. Frá 1. mars næstkomandi getum við bættvið okkur starfsfólki, hjúkrunarfræðingum, sjúkra- liðum og aðstoðarfólki við umönnun á morg- unvaktir, kvöldvaktir og um helgar. Nánari upplýsingarfást hjá hjúkrunarforstjóra, Birnu Kr. Svavarsdóttur, alla virka daga frá kl. 8.00-16.30 í síma 587 3200. Framkvæmdastjóri Héraðsverk ehf. óskar eftir að ráða framkvæmda- stjóra. Leitað er að verk/tæknifræðingi til að ann- ast allan daglegan rekstur svo sem fjármála- stjórn, tilboðsgerð, samningagerð og yfirumsjón með verkefnum sem félagið er með. Upplýsingar gefur Sigurþór í síma 470 1500. Seltjarnarnesbær Skjalavörður/ bókavörður Seltjarnarnesbær óskar eftir að ráða bóka- safnsfræðing(a) til starfa. Um er að ræða hálfa stöðu á bæjarskrifstofum og hálfa stöðu á Bók- asafni Seltjarnarness. Störfin felast m.a. í að hafa yfirumsjón með skjalavörslu, umsjón heimasíðu, upplýsinga- þjónustu, sjá um útgáfumál og skráningu. Menntun í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur sambærileg menntun áskilin. Upplýsingar gefur Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókavörður, í síma 561 2050. við Austurvöll Framreiðslumenn Okkur vantar ábyrgan og reglusaman mat- reiðslumann sem fyrst. Unnið er á vöktum, 3/2. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. Áhugasamir hafi samband við Örn Garð- arsson í síma 896 2826 eða á netfangi orn@brasserieborg.com. Skipasmíðastöðin Skipavík óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf: • Lagerstjóra. • Verkstjóra í slippdeild (slipptökur og málun). • Stálsmiði. • Vélvirkja. • Menn vana járnsmíði. • Pípulagningameistara. Skipavík er alhliða þjónustuaðili fyrir skip og báta. Erumeinnig byggingaverktakar og rekum byggingavöruverslun. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 40 manns Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 430 1400. Umsóknum skal skila inn fyrir 24febrúar nk. Auglýsingastjóri Nýtt og spennandi grafískt tímarit vantar dug- legan og röskan auglýsingastjóra (verktaka). Þarf að byrja strax. Spennandi og skapandi starfsumhverfi. Vinnutími sveigjanlegur, fer eftir samkomulagi. Góðir tekjumöguleikar. Umsóknirsendist auglýsingadeild Mbl. merkt- ar: „Grafík — 9265" fyrir 22. febrúar. Öllum umsóknum verður svarað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.