Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú verður það ekki lengur „Brennið þið vitar“, nú eiga þeir að syngja. Mál á hendur umhverfís- og iðnaðarráðherra þingfest MÁL Náttúruverndarsamtaka ís- lands og Árna Finnssonar, Birgis Sigurðssonar, Helga Hallgrímsson- ar og Hilmars J. Malmquist á hend- ur Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra og Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, hefur verið þing- fest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómkröfur á hendur umhverfis- ráðherra eru þær að staðfest verði með dómi að framkvæmdir við fyrir- hugaða Fljótsdalsvirkjun skuli sæta mati á umhverfisáhrifum sam- kvæmt gildandi lögum. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að neitun umhverfisráðherra um að framkvæmdir við fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun sæti mati á um- hverfisáhrifum, sé ólögmæt. Til þrautavara er þess krafist að ógilt verði ákvörðun umhverfisráðherra frá 5. nóvember 1999 um að fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun verði ekki látnar sæta mati á umhverfis- áhrifum samkvæmt gildandi lögum. Þá er þess krafist að ógilt verði virkjunarleyfi iðnaðarráðherra dag- sett 24. apríl 1991 sem veitt var Landsvirkjun fyrir Fljótsdals- virkjun. Fjölbreytt úrval áklæða með óhreininda- vörn SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI: 553 6011* 553 7100 Þykk og góð springdýna 140x190cm Ráðstefna verkfræðinga og tæknifræðinga Urvinnsluiðn- aður tengd- ur stóriðju Hallgrímur Jónasson Stóriðja - úrvinnsluið- naður er yfirskrift fundar sem haldinn er á vegum Verkfræðinga- félags Islands og Tæknif- ræðingafélags Islands í ráðstefnusal á Grand Hót- el föstudaginn nk. klukkan 13.00 til 17.00. Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar, hefur fyr- ir hönd stofnunarinnar haft með fleirum umsjón með undirbúningi fundar- ins. En hvert er markmið hans? „Markmiðið er að að fá umfjöllun um tengsl stór- iðju sem við höfum í dag í formi álframleiðslu og kísi- ljárns og mögulega úr- vinnslu í tengslum við þessar greinar. Jafnframt verður fjallað um fleiri kosti til uppbyggingar stóriðju hér á landi og úrvinnslu tengdri þeim grein- um.“ - Hvað er það helsta sem er á döfinni faglega í þessumefnurn ? „Nú liggur fyrir að ísal hefur nýlega aukið framleiðslu sína í 160 þúsund tonn og Norðurál fram- leiðir í dag 60 þúsund tonn en hyggst auka framleiðsluna í 90 þúsund tonn. f dag er framleitt hér á landi um eitt prósent af því áli sem fer á heimsmarkað. Hug- myndir eru uppi um mjög aukna framleiðslu á áli á komandi árum. Auk þess eru hugmyndir uppi um framleiðslu á magnesium-málmi á Reykjanesi, einnig er unnið að skoðun á framleiðslu á orkufrek- um afurðum sem ekki eru málm- ar.“ - Verður fjallað um hugsanlega stóriðju á Austurfjörðum á þess- um fundi? „Nei, það verður ekki fjallað sérstaklega um stóriðju á Aust- fjörðum, hins vegar verður fjallað um þær afurðir sem framleiða má úr málmbræðslum hvar sem er á landinu" - Hvað verður fjallað um á ráð- stefnunm fleira? ,Á ráðstefnunni verður fjallað um úrvinnsluiðnað á Norðurlönd- um sem er umfangsmikill, m.a. úr áli, þar sem beitt er aðferðum, svo sem völsun, þrýstimótun og steypingu. Auk þess verður fjallað um þá möguleika sem fyrir hendi eru til að yfirborðsmeðhöndla ál- blöndur. Þá verður kynnt ákveðið frumkvæði sem var af hálfu iðnað- arráðuneytis sem er rekstur Málmgarðs, sem hefur það markmið að efla umfjöllun og þekkingu á léttmálmum. Málm- garður beitir sér fyrir vöruþróun- arverkefnum, markaðs- og alhliða tæknirannsóknum, tengdum létt- málmum, auk þess að stuðla að bættri menntun og upplýsinga- miðlun á sviði létt- málma.“ - Er þekking á þess- um efnum næg meðal almennings að ykkar mati? „Við teljum að það þurfi að stór- bæta þekkingu á meðhöndlun og þeim möguleikum sem léttmálm- ar bjóða upp á meðal almennings og einkum fagmanna. Notkun léttmálma hefur vaxið mjög mikið og mun enn vaxa á komandi árum. Auk þess teljum við að notkun á málmum og þá einkum léttmálum geti stóraukist í iðnhönnun á al- mennum neysluvörum." ► Hallgrímur Jónasson fæddist í Reykjavík 1952. Hann lauk stú- dentsprófi frá Kennaraháskólan- um 1974 og BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands. Hann lauk mastersprófi í jarðverkfræði frá Durham University 1981. Eftir það hefur hann starfað hjá Iðn- tæknistofnun sem sérfræðingur í upphafi síðan sem framkvæmda- stjóri og forsijóri frá 1992. Hall- grímur er kvæntur Ingibjörgu Eddu Ásgeirsdóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau þijú börn. - Er iðnhönnun úr léttmálmum töluverð núna? „Hún er vaxandi víða annars staðar en hér þarf að kynna þetta betur, ekki síst í iðnskólum og há- skólum.“ - Er mikil framleiðsla á íslandi úr stóriðjuafurðum ? „Nei, en hér á landi eru málm- steypur, svo sem málmsteypan Hella og Alpan, sem nota ál í nokkrum mæli í sínar framleiðslu- afurðir. Notkun Alpan á áli í heim- ilistæki er ágætt dæmi um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Málmsteypan Hella hefur auk þess unnið að þróun á ýmsum af- urðum, m.a. tengdum sjávarút- vegi og orkuflutningum. - Eru mörg áh'tamál í þessum efnum? „Já, þau eru nokkur. í tengslum við samning ísal við íslenska aðila var kveðið á um að fyrirtækið stuðlaði að þróun á úrvinnslu áls með því að leggja fram tæknikun- náttu og aðstoð. Þessi þróun hefur ekki gengið eftir í þeim mæli sem margir væntu en Isal hefur verið þeim fyrirtækjum sem starfa á sviði málmsteypu hér á landi inn- an handar í þeirra þróunarvinnslu og framleiðslu. Auk þess hefur Is- al staðið fyrir könnun á fram- leiðslu hér á landi sem ekki hefur gengið eftir, svo sem áldósum, vélahlutum, álbobbing- um á botnvörpur og fleira, en þessi verkefni hafa sem sagt ekki náð að þróast.“ -Hver er þróunin í notkun á léttmálmum? ,Aukning á áli hefur verið þó nokkur á undanföruum árum og því er spáð að notkun magnesium og þá sérstaklega í bílaiðnaði muni stóraukast á komandi árum. Ef til magnesiumframleiðslu kem- ur hér á landi eru góðir möguleik- ar á að í framhaldi af því verði steyptir hlutir úr magnesium hér á landi.“ Notkun á létt- málmum mun aukast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.