Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rætt um kostnað vegna væntanlegs MBA-náms í umræðum utan dagskrár
Spurt hvort verið sé að fara
í kringum háskólalög
Morgunblaðið/Porkell
Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi áform um skúlagjöld við viðskiptadeild Háskólans.
|||||p
ALÞINGI
í UMRÆÐUM utan dagskrár á Al-
þingi í gær gerði Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs, að
umtalsefni MBA-nám sem farið
væri að auglýsa á heimasíðu við-
skipta- og hagfræðideildar Háskóla
Islands, og sem skipuleggja á í sam-
vinnu við Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands. Þar kæmi fram að
öll námskeiðin yrðu á vegum við-
skipta- og hagfræðideildar en jafn-
framt væri tekið fram að kostnaður
við námið yrði 1,2-1,4 milljónir á
einstakling.
Steingrímur vakti athygli á því að
þetta gjald stæðist ekki lög um Há-
skóla Islands, eina gjaldið sem Há-
skólinn mætti rukka af nemendum
sínum væri skráningargjald sem
lögum samkvæmt mætti ekki vera
meira en 25 þúsund krónur. Velti
Steingrímur því fyrir sér hvort við-
skipta- og hagfræðideild væri ein-
faldlega að fara í kringum háskóla-
lögin með því að bjóða upp á námið í
samstarfi við Endurmenntunar-
stofnun.
í svari Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra kom fram að
málið væri skammt á veg komið og
að hann gæti í raun ekki svarað því
hver afstaða hans væri þar sem
stjórn Háskólans væri enn að vinna
í því að finna lagaforsendu fyrir
þessari gjaldtöku. Rifjaði Björn
hins vegar upp að í 18. grein há-
skólalaga væri ekki fyrir hendi
heimild handa Háskólanum að inn-
heimta skólagjöld, það gæti Endur-
menntunarstofnun Háskólans hins
vegar en hún gæti aftur á móti ekki
útskrifað fólk með háskólagráðu.
Sagðist Björn eiga erfitt með að sjá
hvernig Háskólinn gæti samræmt
þetta tvennt og taldi eðlilegt að Há-
skólinn skýrði betur hvernig þessi
mál stæðu fyrir væntanlegum nem-
endum í MBA-náminu, sem áætlað
er að fari af stað í haust, sem og
þingheimi.
I lokaorðum sínum við umræðuna
í gær lagði Björn hins vegar áherslu
á að það væri ekki rétt, sem Svan-
fríður Jónasdóttir, þingmaður Sam-
fylkingar, hafði m.a. velt fyrir sér,
að Háskólinn væri með þessum
hætti að leita leiða til að brjótast
undan því fjársvelti sem hann hefði
átt við að stríða. Staðreyndin væri
nefnilega sú að fjárhagur Háskólans
hefði verið treystur að undanförnu.
Ekki tekin upp skólagjöld
nema með samþykki Alþingis
Við umræðurnar í gær kom m.a.
fram það álit Kolbrúnar Halldórs-
dóttur, þingmanns Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs, að
menntamálaráðherra hefði með um-
mælum sínum reynt að varpa
ábyrgð yfir á stjórnendur Háskól-
ans. Sagði hún að Björn yrði hins
vegar að gangast við þeirri stefnu
ríkisstjórnarinnar að þrýsta sífellt á
um það að ríkisstofnanir öfluðu sér
sértekna. Vildi Kolbrún vita hvers
vegna ekki væri einfaldlega boðið
upp á þetta MBA-nám innan hins
eðlilega námskerfis Háskólans og
lagði áherslu á að þessi leið, sem hér
væri lögð til, samrýmdist ekki hug-
myndum sínum um jafnrétti til
náms.
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokks, fagnaði því að
nú ætti að bjóða upp á MBA-nám
við Háskólann. Hann lýsti sig hins
vegar ósammála þeirri leið sem væri
lagt til að farin yrði og sagði hér á
ferðinni grundvallarbreytingu frá
ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag
kl. 13.30. Fyrst fara fram atkvæða-
greiðslur en síðan eru eftirfarandi
fyrirspumir til ráðherra á dagskrá:
1. Upplýsingamiðlun EFTA til
væntanlegra ESB-landa, fsp. til ut-
anríkisráðherra.
2. Breyting á áfengiskaupaaldri,
fsp. til dómsmálaráðherra.
þeirri hugsun að skólagjöldum
skyldi haldið í hófi. Hjálmar sagði
reyndar eðlilegt að menntamálaráð-
herra fjallaði ekki um málið á þessu
stigi, enda ætti Háskólaráð enn eftir
að taka afstöðu til þess.
Einar Már Sigurðarson, þing-
maður Samfylkingar, kvaðst fyrir
sitt leyti fagna viðbrögðum mennta-
málaráðherra svo langt sem þau
næðu en velti því fyrir sér hvort ver-
ið væri að gefa í skyn að málið væri
styttra á veg komið en raun væri.
Viðskipta- og hagfræðideild Há-
skólans væri jú farin að auglýsa
námið á heimasíðu sinni.
3. Rannsóknir á tveimur sjóslys-
um, fsp. til samgönguráðherra.
4. Islenski hrafninn, fsp. til um-
hverfisráðherra.
5. Varðveisla sjaldgæfra hrossa-
lita, fsp. til landbúnaðarráðherra.
6. Endurgreiðslur vegna kvik-
myndagerðar, fsp. til iðnaðar-
ráðherra.
Alþingi
Dagskrá
Umfjöllun norskra
fjölmiðla um baráttu
Umhverfísvina
Ranglega
greint frá
staðreynd-
um mála
NORSKA dagblaðið Dagens Nær-
ingsliv fór ekki rétt með ýmis atriði
þegar það greindi frá afrakstri undir-
skriftarsöfnunar Umhverfisvina í
frétt sinni í gær. Á þetta bendir
kynningai'fyrirtækið Áthygli sem
þjónustai' m.a. Staðaivalsnefnd ál-
vers í Reyðarfii'ði - STAR.
Athygli bendir á að í fyrrgreindri
frétt hafi m.a. verið greint frá því að
yfii' 45 þúsund undirskriftir hefðu
safnast í átaki Umhverfisvina en þvi
jafnframt haldið fram að þessar 45
þúsundir hefðu verið að mótmæla
byggingu Fljótsdalsvirkjunar norðan
Vatnajökuls. Hið rétta sé hins vegar
að fólkið á undirskriftai'lista Um-
hverfisvina hafi verið að krefjast lög-
formlegs mats á umhverfisáhrifum
fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar.
Þá bendir Athygli á að í fréttinni
hafi verið sagt að þúsundimar hafi
verið að óska eftir því að norska stór-
fyrirtækið Norsk Hydro byggði ekki
álverskmiðju á íslandi áður en lög-
formlegt umhverfismat hefði farið
fram en hið rétta sé að mótmælin hafi
snúist um byggingu Fljótsdals-
virkjunar en ekki álversins sem slíks.
Að lokum átelur Athygli blaðið fyrir
að halda því fram að ekkert verði af
álversframkvæmdum hætti Norsk
Hydro við að taka þátt í verkefninu.
Hið rétta sé hins vegar að álverk-
smiðjan verði byggð hvort sem
Hydro „hoppar af lestinni eða ekki“.
Önnur álfyrirtæki hafi þegai' lýst
áhuga á verkefninu svo sem Col-
umbia Ventures sem reki álverk-
smiðju í nágrenni Reykjavíkur.
Athugasemdir sendar
blaðamanni
Ami Þórður Jónsson, starfsmaður
hjá Athygli, sendi fyrrgreindar at-
hugasemdir til þess blaðamanns
Dagens Næringsliv í gær sem skrif-
aði títtnefnda frétt en sá greindi m.a.
frá því að hann hefði m.a. fengið upp-
lýsingar í fréttina úr fréttatilkynn-
ingu Landvemdar sem og frá
ónefndum Islendingum sem við-
staddir vora afhendingu mótmæla-
skjals frá Umhverfisvinum til
framkvæmdastjóra Norsk Hydro í
Ósló í fyrradag.
Vilja lögleiða ólymp-
íska hnefaleika
GUNNAR Birgisson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks mælti á Alþingi í
gær fyrir frumvarpi til laga um lög-
leiðingu ólympískra hnefaleika en að
baki frumvarpinu standa tíu þing-
menn úr þremur flokkum, Sjálfstæð-
isflokki, Framsóknarflokki og Sam-
fylkingu. Lögðu þeir þingmenn, sem
mæltu með samþykkt frumvarpsins í
gær, áherslu á að ekkert benti til
þess, að ólympískir hnefaleikar væra
hættulegri en aðrar íþróttir.
Hnefaleikar hafa verið bannaðir á
Islandi frá árinu 1956 en í framvarp-
inu er lagt til að þeir verði lögleiddir
og að Ólympíusamband íslands setji
reglui- um íþróttina. í greinargerð
kemur fram að ólympískir hnefaleik-
ar séu keppnisgrein á Ólympíuleikum
og hafi verið það lengi. Það hljóti að
vera algjört einsdæmi, að ólympísk
keppnisgrein sé bönnuð með sér-
stakri löggjöf, auk þess sem aðild að
Ólympíuleikum feli í sér viðurkenn-
ingu á þeim greinum, sem keppt er í á
leikunum hverju sinni.
í greinargerðinni segir ennfremur,
að gera verði skýran greinarmun á ól-
ympískum hnefaleikum, þ.e. áhuga-
mannahnefaleikum, og atvinnu-
mannahnefaleikum. Reglur og
öryggiskröfur greinanna séu afar
ólíkar, t.d. sé skylt að nota höfuðhlífar
í ólympískum hnefaleikum og hver
leikur standi í þrjár lotur, í stað 12-15
lotna í atvinnumannahnefaleikum.
Stuðningsmenn frumvarpsins
lögðu áherslu á það í gær að rann-
sóknir sýndu að þótt alvarleg slys
væra þekkt í atvinnumannahnefa-
leikum væra meiðsl í áhugamanna-
hnefaleikum ekki meiri en í öðrum
íþróttum. Jafnframt sagði Gunnar
Birgisson að það væri mikil tíma-
skekkja að ólympískir hnefaleikar
skyldu bannaðir á Islandi árið 2000
og kvaðst hann telja það eiga að vera
á valdi hvers og eins að ákveða hvaða
íþrótt hann stundaði.
Ásta Möller þingmaður Sjálfstæð-
isflokks sagði atvinnumannahnefa-
leika vissulega afar umdeilda. Ólymp-
ískir hnefaleikar væra hins vegar allt
annars eðlis, ekki væri t.d. um það að
ræða, að heilaskaði hlytist af iðkun
þeirra, líkt og gjaman væri talið um
atvinnumannahnefaleika. Sagði Ásta
það niðurstöðu sína að leyfa ætti ól-
ympíska hnefaleika á íslandi en halda
banninu á atvinnumannahnefaleik-
um. Þó mætti athuga hvort rétt væri
að setja aldurstakmark við iðkun
íþróttarinnar.
Andmæli við frumvarpið
Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, hélt ein uppi vömum
fyrir núverandi fyrirkomulag við um-
ræðurnar í gær og sagði hún m.a., að
hafa bæri í huga að hnefaleikar væra
óvenjulegir að því leytinu til að þeir
væra árásaríþrótt. Taldi hún síst
nauðsyn á því á íslandi í dag að lög-
leiða árásaríþrótt. Staðreyndin væri
jafnframt sú að þótt notaðir væra
höfuðhlífar í ólympískum hnefaleik-
um gætu höfuðhögg engu að síður
valdið áverkum á heila. Vísaði hún
m.a. í rannsóknir sem sýndu að lík-
legt væri að aukin hætta á Parkinson-
og Alzheimer-sjúkdómi fylgdi hnefa-
leikum. Taldi hún rétt að lögin stæðu
óbreytt þar til óyggjandi niðurstaða
fengist um þessi tengsl.
Rekstur stofnana á spilakössum
Fundnar verði
aðrar leiðir
ÖGMUNDUR Jónasson, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, mælti fyrir
þingsályktunartillögu á Alþingi í
gær sem felur í sér að ríkisstjórn-
inni verði falið að skipa nefnd til að
gera tillögur um leiðir til fjáröflun-
ar fyrir Háskóla Islands, Rauða
krossinn, SÁÁ og Slysavamafé-
lagið Landsbjörg sem komið geti í
stað tekna af rekstri söfnunar-
kassa. Kemur tillaga þessi í kjölfar
lagaframvarpa, sem Ögmundur
lagði fram á Alþingi fyrir jól, um
bann við rekstri á spilakössum.
Ögmundur sagði hér á ferðinni
þverpólitískt mál sem endurspegl-
aðist í því að meðflutningsmenn
hans að þingsályktunartillögunni
kæmu úr öllum stjómmálaflokk-
um sem sæti ættu á Alþingi. Sagð-
ist hann jafnframt hafa fengið
mikil viðbrögð við lagafrumvörp-
um sínum í haust.
Ögmundur kvaðst telja að líta
ætti á spilakassa sem spilavíti
enda væra þeir uppistaða t.d.
spilavítanna í Las Vegas í Banda-
ríkjunum. Þær upplýsingar komu
einnig fram í máli Ögmundar að
árið 1998 hefðu 184 verið í meðferð
á Vogi vegna sjúklegrar spilafíkn-
ar, þar af 74 undir 25 ára aldri.
Sagði hann að ekki þyrfti að fjöl-
yrða um hörmulegar afleiðingar
spilafíknar, ekki aðeins fyrir þá
sem ánetjuðust heldur einnig fjöl-
skyklur þeirra.
Ögmundur sagði reyndar ljóst
að spilafíklar væra ekki þeir einu
sem ánetjuðust spilakössunum því
rekstraraðilar þeirra væra jafn-
framt orðnir háðir tekjunum sem
af þeim hlytust. í ljósi þess að
ýmsar þjóðþrifastofnanir ættu
mikið undir þessum tekjum væri
því rétt að kanna hvort ekki mætti
finna þeim aðrar fjáröílunarleiðir.
Vart væri rétt að þær ættu sitt
undir ógæfu annarra. Hitt tók Ög-
mundur fram að þótt mikilvægt
væri að þessi könnun yrði gerð þá
teldi hann það ekki forsendu fyrir
því að spilakassar yrðu bannaðir.