Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 25
ERLENT
AP
Teikning af nokkrum hinna þrettán meintu flugræningja afgönsku þot-
unnar er þeir voru leiddir fyrir dómara í London í fyrradag.
Afgönsku gíslarnir
Sagðir ekki hafa
viljað fara heim
London. Reuters, AFP.
BRESK stjórnvöld eru nú að kanna
umsókn tuga Afgana um landvistar-
leyfi en þeir voru um borð í afgönsku
farþegavélinni, sem var rænt í inn-
anlandsflugi og lent að síðustu í Lon-
don. 73 gíslanna voru sendir heim í
fyrradag en sumir þeirra sögðu um
borð í flugvélinni, að þeir hefðu ekki
viljað snúa heim.
Þrettán menn komu fyrir rétt í
fyrradag, sakaðir um að hafa rænt
afgönsku vélinni, en í gær var ráð-
gert að ræða við 69 gíslanna, sem
hafa sótt um hæli í Bretlandi. Er
breska stjórnin í nokkurri klípu í
þessu máli því að hún vill hvorki vera
sökuð um að hunsa óskir um landvist
né gera nokkuð, sem hvatt gæti aðra
til að fara að dæmi flugræningjanna.
David Fazel, sem aðstoðaði stjórn-
völd sem túlkur, sagði í viðtali við
dagblaðið Times í gær, að ljóst væri,
að stjórnvöld hefðu viljað koma Af-
gönunum burtu úr landinu sem
fyrst. Kvaðst hann hafa rætt við
marga gíslanna 73, sem sendir hefðu
verið heim á mánudag, og hefðu
a.m.k. 25 þeirra sagt, að þeir hefðu
ekki viljað snúa aftur. Eftir öðrum
túlki er haft, að mjög hart hefði verið
lagt að fólkinu að fara heim og auk
þess hefði það óttast, að færi það
ekki heim með fyrstu vél, myndi
stjórn Talebana í Afganistan hugsa
því þegjandi þörfina þegar og ef það
yrði sent heim síðar.
Breska innanríkisráðuneytið neit-
aði þessum ásökunum í gær og sagði,
að fólkið hefði farið heim af fúsum og
frjálsum vilja.
Robertson lávarð-
ur til Moskvu
Moskvu. AP.
ROBERTSON lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, var væntanlegur til
Moskvu í gærkvöldi, þar sem hann
mun í dag eiga viðræður við rúss-
neska ráðamenn í því skyni að reyna
að bæta tengsl Rússa og bandalags-
ins.
Við inngöngu fyrrverandi austan-
tjaldsi-íkja í NATO jókst spenna í
samskiptum Rússlands og banda-
lagsins, en um þverbak keyrði í
fyrra, þegar Rússar brugðust við
hernaðaraðgerðum NATO í Júgósla-
víu með því að minnka samstarf sitt
við NATO niður í algjört lágmark.
Einnig hafa fulltrúar Rússlands og
NATO átt í deilum vegna gagnrýni
hinna síðarnefndu á hernað Rússa í
Tsjetsjníu. Fulltrúar NATO hafa
sagt Rússa reka hernaðinn í
Tsjetsjníu með svívirðilega harka-
legum aðferðum; ekki sé nægjanlega
hugað að því að hlífa óbreyttum
borgurum.
„Við munum taka vel á móti fram-
kvæmdastjóra NATO hér í Moskvu,
en afstöðu Rússlandsstjórnar til
Tsjetsjníu verður ekki breytt i tilefni
að þessari heimsókn," hefur rúss-
neska fréttastofan Interfax eftir
Fötsárar
sænskar kýr
NÍU af hverjum tíu mjólkur-
kúm í Svíþjóð þjást af sjúkdóm-
um eða sárum á klaufum, sam-
kvæmt nýlegri rannsókn sem
gerð var á vegum Sænska land-
búnaðarháskólans (SLU). Or-
sakh’ þessa eru raktar til lélegs
aðbúnaðar í sænskum fjósum
og mikillar mjólkurframleiðslu.
Sergej Jastrzembskí, einum aðstoð-
annanna Vladimíi’s Pútíns, setts for-
seta Rússlands. Sagði Jastrzembskí
heimsóknina munu „hjálpa Robert-
son að skilja að gagnrýnin sem beint
er að Rússlandi samræmist ekki því
sem raunverulega er að gerast í
Tsjetsjníu“.
Fram á síðustu stundu höfðu mis-
vísandi upplýsingar borizt frá full-
trúum stjórnvalda í Kreml um það
hvort að af þessari heimsókn
Robertsons yrði yfirleitt. Frá varn-
armálaráðuneytinu var að heyra að
ólíklegt væri að af henni yrði, en full-
trúar utanríkisráðuneytisins fullyrtu
hið gagnstæða. Þessi misvísandi
skilaboð virðast vera vísbending um
að ágreiningur sé um það á æðstu
stöðum í Moskvu hvort rétt sé og
tímabært að bæta tengslin við
NATO.
EG Skrifstofubúnaður ehf.
Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901
gsr; VISA Í'SLAMD
tn sél^r c>js js
ÁRVEKNI í KORTAVIÐSKIPTUM
Undanfarið hafa komið upp endurtekin tilvik þar sem óprúttnir aðilar hafa svikið út vörur
og greitt fyrir pjónustu með því einu að gefa upp “kortnúmer”. Einkum hafa þessi viðskipti
átt sér stað í gegnum síma eða á netinu. Létu þeir skuldfæra vörurnar og þjónustuna á gilt
kortnúmer, sem þeir höfðu komist yfir með einhverjum hætti. Afgreiðslufólk tók númerið
gilt og gleymdi því grundvallaratriði í greiðslukortaviðskiptum að láta kaupanda framvísa
kortinu sjálfu við afhendingu vöru eða þjónustu til að kanna hvort um rétthafa þess væri
að ræða. Svikahrapparnir gáfu upp nafn eiganda kortsins ásamt kennitölu án þess þó að
hafa haft kortið sjálft nokkru sinni undir höndum.
Þá hefur lögreglan látið í Ijós áhyggjur af því, að um leið og dregur úr tékkamisferli, með
aukinni notkun debetkorta og kreditkorta, muni auðgunarbrot af öðru tagi vaxa þar sem
fjárþörf misindismanna standi óbreytt.
Varðandi kortaviðskipti eru svik algengust í þeirri mynd, að glötuð eða stolin kort eru notuð
í þeirri von, að þau hafi ekki verið tilkynnt glötuð. Dregið hefur úr misnotkun með stolin
kort, einkum eftir tilkomu rafrænna útstöðva, posa, sem kanna gildi korta og gildistíma.
Mörg vákort eru nú gripin með þeim hætti.
Þó verður að vara við að treysta eingöngu á tölvutæknina í þessum efnum. Afgreiðslufólki
ber ætíð að bera saman undirskrift á sölunótu við rithandarsýnishorn á kortinu
eða mynd korthafa og ef misræmi er þá er full ástæða til að krefja um frekari skilríki til
að sannreyna að um réttan korthafa sé að ræða. Á öllum innlendum greiðslukortum er
tilgreind kennitala korthafa og getur afgreiðslufólk einnig haft ártal hennar til hliðsjónar til
að meta aldur viðskiptavinarins, ef vafi leikur á að um réttan korthafa sé að ræða.
Þá verður að vara alvarlega við svikum í viðskiptum á borð við þau, sem um er getið hér
að ofan, út á kortnúmer annarra. Af því tilefni skal skýrt tekið fram, að afhending vöru
og þjónustu til annars en korthafans sjálfs er alfarið á ábyrgð söluaðila, enda ber
honum skv. samstarfssamningi að afla móttökukvittunar með undirskrift korthafa á sölunótu
eða fylgibréf.
í samstarfssamningi VISA við söluaðila um kreditkortaviðskipti er sérstök grein (9. gr.), sem
kveður á um þetta efni, og hljóðar svo:
“Heimilt er að handskrifa kortnúmer og nafn á sölunótur eða fjölfærslublöð sé
um póst- eða símapantanir að ræða. í slíkum viðskiptum gilda mun lægri
úttektarmörk en í almennum viðskiptum. Heimilt er að sækja um heimild hjá VISA
íslandi fyrir hærri fjárhæðum, sem er þó háð því að söluaðili geti fært sönnur á
að um réttan korthafa sé að ræða eða vara/þjónusta afhent gegn framvísun korts
síðar.”
Það liggur í eðli póst- eða símaviðskipta, sem og netviðskipta, sem nú eru mjög að ryðja
sértil rúms, að ekki er framvísað korti þegar stofnað er til viðskiptanna þannig að söluaðili
getur ekki komið við þeirri aðgát sem annars er skylt í kortaviðskiptum. Hann verður því
að beita öðrum aðferðum við að tryggja að réttur korthafi fái þá vöru eða þjónustu sem
pöntuð er, svo sem með því að:
a) Ná milliliðalaust sambandi við réttan korthafa og nota SET-öryggi í
netviðskiptum
Korthafi sé látinn framvísa korti og skrifi undir sölunótu þegar tekið er
við vöru eða þjónustu, verði því viðkomið.
Vara sé send í ábyrgðar- eða bögglapósti eða með öðrum viðurkenndum
flutningsaðila á nafn og heimilisfang korthafa og ekki afhent nema gegn
kvittun hans sjálfs fyrir móttöku. Oftast má sannreyna búsetu viðkomandi
fyrirfram.
Þegar svikum er beitt í viðskiptum af þessu tagi er yfirleitt sett á svið einhver saga um að
korthafi geti því miður ekki komið því við að koma á staðinn til að ganga frá þessum
viðskiptum, mikið liggi við að fá vöruna senda/afhenta t.d. vegna afmælis eða neyðarástands
ef um varahluti er að ræða. Einnig að annar aðili hringi inn, sem heimilar notkun númersins,
og segist vera foreldri eða maki/sambýlismaður.
Sölu- og þjónustuaðilar eru að marggefnu tilefni hvattir til að sýna aðgæslu og árvekni í
öllum kortaviðskiptum og kynna efni þessarar orðsendingar fýrir afgreiðslufólki og öðrum
starfsmönnum sínum. Með slíkri fræðslu og umræðu verður best tryggt að kortaviðskiptin
haldi áfram stöðu sinni sem þægilegasti og öruggasti greiðslumiðillinn í viðskiptum.
Reykjavík, 11. febrúar 2000
f.h. VISA ISLANDS
Einar S. Einarsson
framkvæmdastjóri
GREIÐSLUMIÐLUNAR HF
Andri V. Hrólfsson
forst.m. fyrirtækjasviös
109; TtiyRjbvi*í Siinií S2B ZUIMI
t vvww.vi