Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 51 FRÉTTIR f Húmanistar hvetja til mótmæla Græn atvinnustefna rædd á fundi Vg MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Aiþjóðasambandi húmanista í tilefni stjórnarmyndunar í Austurríki: ,Alþjóðasamband húmanista harmar, í umsögn sinni, að til valda Ihafi komist ríkisstjóm íhaldsafla og nýfrjálshyggju með flokksforingja í valdastöðu sem er umburðarlaus lýðskramari. Sambandið mótmælir þessari þróun og lýsir 4. febrúar sem svörtum degi í sögu Austurríkis, sem staðfesti þá breytingu að kerfi ný- frjálshyggju hafi með þessu styrkst í sessi þar í landi. Alþjóðasamband húmanista skorar á allt fólk, allar stofnanir og þar með ríkisstjómir á alþjóðavettvangi sem Iaðhyllast húmanísk viðhorf að taka afstöðu með sannfærandi hætti gegn skorti á umburðarlyndi og ómennsku. í þessu samhengi telur sambandið að óhjákvæmiiegt sé að endurmóta Schengen-samkomulagið þannig að það virði mannréttindi og leysa upp hemaðarsamtök á borð við NATO sem beita sér fyrir árásarstríðum eins og átti sér stað í stríðinu gegn Serbíu. Hvatt er til fjölmennra mótmæla- aðgerða innan landa Efnhagsbanda- lags Evrópu þar sem ítrekuð verði krafan um að borgarar þessara landa fái meiri völd í sínar hendur til þess að vega á móti þeirri tilfinningu fólks um eigin vanmátt sem ætíð hefur reynst gróðrarstía fyrir ákallið eftir fasísk- um frelsurum. I þessu sambandi er bent á viðeigandi leiðir að þessu marki; stefna valddreifingar, beint og raunverulegt lýðræði og fjölmiðlar sem ekki era háðir viðskipta og pen- ingahagsmunum." NÆSTU fundir í fundaröð Vin- strihreyfingarinnar - græns fram- boðs, Græn framtíð: Atvinna - vel- ferð - umhverfi, þar sem fjallað er um græna atvinnustefnu og endur- reisn velferðarkerfisins, verða á Húsavík og Akureyri. Fundurinn á Húsavík verður á Rauða torginu, Hótel Húsavík mið- vikudaginn 16. febrúar og hefst klukkan 20:30. Fundurinn á Akur- eyri verður á Hótel KEA fimmtu- daginn 17. febrúar og hefst klukkan 20:30. Framsögumenn á báðum fundunum verða Kolbrún Halldórs- dóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backman. Fundirnir eru öllum opnir og að loknum framsöguerindum gefst fundarmönnum kostur á að ræða stjórnmál líðandi stundar og leggja spurningar fyrir þingmennina. Heilsu- dagur í Gullsmára HEILSUDAGUR verður í félags- heimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, miðvikudaginn 16. febrúar. Dagskráin hefst með því að Anna Björg Aradóttir, næringafræðingur, flytur erindi um forvarnargildi fæðu- vals gegn beinþynningu, Guðmund- ur Harðarson, forstöðumaður Sund- laugar Kópavogs, kynnir heilsu- bótarmöguleika Sundlaugarinnar. Mjólkurvænar veitingar verða í boði á vægu verði. Tekið verður lagið að hætti hússins og „kaloríusukki" mætt með góðum teygjum, segir í fréttatilkynningu. Heilsudagur er samstarfsverkefni Gullsmára, Sundlaugar Kópavogs og Mjólkursamsölunnar. Dagskráin hefst kl. 14 og era allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Flugvallarhringurinn genginn HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð suður í Skerjafjörð og til baka í kvöld, mið- vikudagskvöld. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu, Miðbakkamegin, kl. 20 upp Grófina, með Tjörninni og um Háskólasvæðið suður í Skerjafjörð. Síðan inn með ströndinni í Nauthóls- vík og um skógargötur Öskjuhlíðar, Vatnsmýrina og Hljómskálagarðinn til baka að Hafnarhúsinu. Hægt er að stytta gönguna og fara í SVR á leiðinni. Allri velkomnir. Þorrablóts- ferð Ferða- félagsins ÁRLEG þorrablótsferð Ferðafé- lags íslands verður 19.-20. febr- úar. Farið verður um Dalina og Snæfellsnes norðanvert. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur, sem gjörþekkir þessar slóð- ir, fræðir þátttakendur um sögu- slóðir í Haukadal og Laxárdal og á heimleiðinni verður m.a. litast um á söguslóðum Eyrbyggju. Ef veður leyfir verður farið í tunglskins- göngu á laugardagskvöldið því þá er fullt tungl og stefnt er að gönguferð á sunnudeginum. Gist verður í Grundarfirði og innifalið í verði ferðarinnar er þorrahlaðborð á laugardagskvöldi. Fullbókað er að vera í ferðina. Félagsmenn greiða 8.100 krónur fyrir gistingu með morgunverð og kvöldverð, rútu og leiðsögn en aðrir greiða 9.000.- Kringluútsal- an framlengd ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta út- sölulokum í Kringlunni um eina viku, til sunnudagsins 20. febrúar nk. Helsta ástæðan er veðrið og ófærðin. Útsölulok eru sannkallaður götu- markaður þar sem verslanir Kringl- I unnai- slá sameiginlega botninn í út- sölutímabilið með því að koma með vörurnar út í göngugötuna. Nú taka margar verslanir þátt í útsölunni sem opnuðu í október í fyrra og er vöruúrvalið á útsölulokunum af þeim sökum með fjölbreyttara móti. í Ævintýra-Kringlunni á þriðju hæð er barnagæsla fyrir viðskipta- vini þar sem börnin geta dvalið við leik og söng eða fengið andlitsmálun á meðan foreldramir versla. Barna- gæslan er opin virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga frá 10 til 16. Fræðslufundur Garðjrrkjufé- lags Islands GARÐYRKJUFÉLAG íslands efnir til fræðslufundar í Norræna húsinu í ý Reykjavík miðvikudaginn 16. febr- úar. Anna María Pálsdóttir, garð- ' yrkjufræðingur og Kristinn H. Þor- steinsson, formaður félagsins, fjalla um rótarþroska og rótasnúning plantna. Erindið nefnist: Lengi býr að fyrstu gerð. I erindinu munu Anna María og Kristinn rekja ýmis vandamál sem þekkt era varðandi rótarþroska og koma með góð ráð til að heilbrigði a plantna megi verða sem mest, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er að- * gangseyrir 300 kr. Fundur um staðla og vinnu- vistfræði FYRSTI kaffihúsafundur Vinnuvist- fræðifélagsins á þessu ári verður haldinn á Lækjarbrekku fimmtu- daginn 17. febrúar kl. 16.30. Gestur fundarins verður Sveinn V. Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Staðla- ráði íslands. Hann mun fjalla al- mennt um staðla og stöðlun, um stöðlun í vinnuvistfræði og tengsl CE-merkinga og vinnuvistfræði Að loknu erindi Sveins gefst gott tæki- færi til spuminga og umræðna. Söngskemmt- un í Digra- neskirkju LIONSKLÚBBURINN Týr heldur söngskemmtun í Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 18. febrúar kl. 20. Þar koma fram karlakórinn Stefnir, kammerkór Skagfirsku söngsveitarinnar og barnakór Snæ- landsskóla. Einnig verður leynigest- ur, ónefndur en þekktur bræðra- kvartett, segir í fréttatilkynningu. Allur ágóði af skemmtuninni renn- ur til Styrktarfélags einhverfra barna. Aðgöngumiðar, sem kosta 1.500 kr., verða seldir við innganginn en fást einnig í efnalauginni Kötlu, Laugarásvegi 1. LEIÐRÉTT Kristófer og Agnar Jón I umsögn um sjónvarpsmyndina Úr öskunni í eldinn var rangt farið með tvö nöfn. Handritshöfundurinn heitir Kristófer Dignus og einn leikaranna Agnar Jón Egilsson. Er beðist velvirðingar á þessu. Rfkisvíxlar í markflokknm Utboð miðvíkudagmii 16. febrúar Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 11:00 mtm fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu rfldsins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og 12 mánaða rflásvíxla en að öðru ieyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verða eftirfarandi flokkar rfldsvíxla í markflokkum: Núverandi Aaetlað hámark Flokkur Gjalddagi Lánstími staða* tekinna tilboða RV00-05I7 17.maí 2000 3 mánuðir 0 3.000.- RU00-0817 17. ágúst 2000 6 mánuðir 0 1.500,- RV01-0219 19. febrúar 2001 12 mánuðir 0 1.500,- *Milljónir króna Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimiit að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsiiis sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækj um, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggmgafélögum er heimilt að gera tilboð í LÁNASÝSLA RÍKISINS HverfisgaU 6, 2. hæð • Simi: 562 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00, miðvikudaginn 16. febrúar 2000. Utboðsskiimálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rikisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. Q^nnrðmmun IJTSALAio.-2i.feb. 15% afsláttur af plaggötum, speglum, tilb.römmum, innrönunmun GEFINS (FRÍ) EFTIR- PRENTUN EF KEYPTUR ER RAMMI ÁI.RAMMAR W SÉRTILBOÐ silfur/gull 24x30 cm 550 kr. 30x40 cni 650 kr. 40x50 cm 800 kr. 60x80 cm 1900 kr, i 1 Tréraminar 9x13 cnt 150 kr. 10x15 cm 200 kr. 13x18 cni 300 kr. 24x30 cm 550 kr. SERTILBOÐ Smellurammar matt gler 50x60 cm 480 kr. Sérverslun ?neð innrömmunarvörur MIÐSTÖÐIN Sóltúni 16 (Sigtúni), simi 511 1616 ■V--\ I \ ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.