Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 39* Haltur hestur eða dráttarvél NÚ þegar samningar um kaup og kjör taka að fylla alla fréttatíma, er gaman að velta fyrir sér hvort aðrar leiðir séu færar í samningum en þessi hefðbundni darraðardans, þar sem annað liðið sækir en hitt er til varnar. Spurningin sem vaknar er hvort þessi hugsunarháttur, „húsbændur og hjú“, sé ekki gamall arfur sem megi leggja niður og flnna aðrar nú- tímalegri leiðir í kaupsamningum. Sá sem þetta ritar hefur unnið við þjónustu í um 20 ár, lengst af sem framreiðslumaður. Pað sem hefur fengið mig til að skipta nýlega um starfsvettvang er að markvisst hefur verið unnið að þvi af veitingahúsaeigendum að eyðileggja þjónustugreinina. I dag eru gerðar mun minni kröfur til þjónustufólks en áður og öll greinin er undirlögð af unglingum sem hafa hvorki kunnáttu né getu og þvi síð- ur áhuga á að starfa á þessu sviði, enda er þetta í huga þeirra íhlaupa- vinna með námi. Þarna hafa veitingamenn komist í hóp launþega sem gerir litlar kröfur um góð laun og veit ekkert um þau réttindi sem aðrar kynslóðir hafa barist íyrir og fengið í gegn með áralangri baráttu. En um leið fá veitingamenn fólk í vinnu sem er þess valdandi að gæði og magn þjónustunnar hrapar niður á óvið- unandi plan. Þessi þróun er slæm fyrir alla aðila. Þetta er dæmi um að stundar- hagsmunir atvinnurekenda geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir heila starfsgrein. Þjónustan væri betur stödd í dag ef atvinnurekend- ur hefðu ekki slakað á kröfum sín- um, heldur reynt að halda uppi háu þjónustustigi með kröfum um vel menntað þjónustufólk. Virðing fyrir þessari starfsgrein væri þá ef til vill enn til staðar í dag. Talar þú pólsku? Önnur þróun er líka að eiga sér stað í veit- ingahúsagreininni. Það er nefnilega til hópur sem staðsetur sig neð- ar í launakröfunum en fyrrnefndir unglingar. Hvað finnst mönn- um til dæmis um þá þróun að_ á ónefndum bar á íslandi þurfi gesturinn að panta drykkina með (handa) bendingum, því bar- þjónninn skilur ekki íslensku og þótt gesturinn bregði fyrir sig ensku dugar það ekki heldur til, því barþjónninn skilur hvorugt málið. Það er ekki fyrr en gesturinn reynir fyrir sér í pólsku að undrun- arsvipurinn á barþjóninum breytist í skilning. Því miður fyrir umrædd- an bar tala sárafáir Islendingar pólsku. Það má segja mai’gar álíka sögur úr veitingamennskunni í dag. Sumt er broslegt en flest er þó grátlegt, því starfsgreinin á allt betra skilið en þessa niðurlægingu. Nýjar áherslur VR Með því að skipta um starf, skipti ég líka um stéttarfélag. Það má segja að það sé kveikjan að þessari blaðagrein því Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur fer nú með mitt samningsumboð. Það sem VR hefur verið að boða í þeim auglýsingum sem hafa birst undanfarið, hefur fallið mér vel í geð. Það er nú viður- kennt að þeir launataxtar VR sem tekist er á um, með öllum þeim her- kostnaði sem því fylg- ir, eru í notkun hjá um 5% launamanna í VR! Vonandi er að at- vinnurekendur opni augun fyrir því að það eru nýir tímar í dag og nýir tímar kalla á ný vinnubrögð. Vinnustaðasamning- ar hjá vel reknum fyr- irtækjum sem skila hagnaði ættu að vera fyrsta skrefið í að brjóta upp þetta hefð- bundna mynstur. Þessi fyrirtæki eru vel sett, meðal annars vegna þess að þau hafa á að skipa góðum starfskröftum og því liggur beinast við að starfsmenn fái hlutdeild í hagnaðinum. Stjórnendur ættu líka að gera meira af því að upplýsa starfsmenn um stöðu og stefnu fyrirtækisins, svo starfsmenn fái meiri tilfinningu fyrir því hvað er að gerast og geti komið með tillögur um úrbætur, þegar þess er þörf. Metnaður Þegar horft er til framtíðar í al- mennri þjónustu á íslandi, þá er Ijóst að gera þarf enn frekari kröfur til þekkingar og reynslu þess fólks sem henni sinna. Auðvitað vita allir að það er dýr- ara að hafa gott fólk í vinnu sem býr yfir reynslu og þekkingu á þjónustu en til dæmis óharðnaða unglinga eða fólk frá fátækum erlendum ríkj- um. En þjónusta er að því leyti sér- stök að hún er ekki lærð í skóla nema að einum þriðja. Jafnvel há- skólagráður fleyta mönnum ekki lengra en það. Til að komast upp í tvo þriðju þarf að bæta við mennt- Hreinn Halldórsson Verzlunarmannafé- lag Reykjavíkur und- irritaði kjarasamning við Samtök verslunar- innar - FÍS laugar- daginn 22. janúar síð- astliðinn. Meðal j annars var samið um 1 stofnun Endurmenn- tunarsjóðs þar sem bæði launafólk og fyr- irtæki geta sótt um styrki. VR lagði til stofnframlag að upp- hæð kr. 10.000.000 og vinnuveitendur í Sam- tökum verslunarinnar Imunu framvegis greiða í sjóðinn sem svarar 0,25% af heildarlauna- greiðslum. Með þessu sameigin- lega átaki má búast við að hæfni og þekking á vinnumarkaði aukist og símenntun nái þar frekari fót- festu. Breyttur vinnumarkaður Símenntun vísar til ævilangrar Imenntunar og er átt við hvers kon- ar endurmenntun í styttra eða lengra námi. Ljóst er að örar tækniframfarir og auknar kröfur viðskiptavina til fyrirtækja á síð- asta áratug hafa haft í för með sér margvíslegar breytingar á vinnu- markaði. Til dæmis er nú í aukn- um mæli krafist almennrar tölvu- kunnáttu í störfum þar sem áður var engrar menntunar krafist. IÞessi þróun hefur haft í för með sér aukna þörf á viðhaldi og upp- byggingu þekkingar, jafnt hjá fyr- irtækjum sem einstaklingum. Auk- ið framboð í formi námskeiða og ráðstefna hjá fræðslu- og menntastofnunum, félagasamtökum og fyrirtækjum endur- speglar þessa eftir- spurn. I nýjum kjarasamn- ingi hafa aðilar vinn- umarkaðarins sýnt ábyrgð með því að finna þessum mikil- væga málaflokki far- veg í sjálfstæðum Endurmenntunar- sjóði. Fjárfesting til framtíðar Hugtakið starfsþró- un hefur verið að hasla sér völl í starfsmannafræðum síðastliðin ár hér á landi. í mörgum stórum og framsæknum fyrirtækjum landsins eru fræðslu- og þjálfunarmálin til staðar þó oft vanti upp á að unnið sé markvisst að starfsþróunarmál- um. Með starfsþróun er átt við að bæði starfsfólk og fyrirtækið setji sér samhæfð framtíðarmarkmið og leiti leiða meðal annars í formi endur- og símenntunar, til þess að ná þessum markmiðum. Vonir standa til að stofnun Endurmennt- unarsjóðsins verði hvati fyrir fleiri fyrirtæki til að marka sér stefnu í þessum málum. Harðnandi samkeppni Niðurstöður kannanna meðal fyrirtækja um endur- og símennt- un starfsfólks sýna að smærri fyr- irtækin í landinu eru síður líkleg til að leggja áherslu á fræðslu- og starfsmannamál. Með tilkomu Endurmenntunarsjóðs hafa þeir einstaklingar, sem starfa hjá fyrir- tækjum sem hafa ekki fastmótaða stefnu í þessum málum, sömu tækifæri og aðrir til að viðhalda og auka hæfni sína og þekkingu. I harðnandi samkeppni á alþjóða- vettvangi eru það hagsmunir okk- ar allra að koma í veg fyrir að þekking og færni úreldist, þar sem það heftir samkeppnisgetu fyrir- Menntun í nýjum kjarasamningi hafa aðilar vinnumark- aðarins sýnt ábyrgð með því, segir Alda Sigurðardóttir, að fínna málaflokknum farveg í sjálfstæðum Endur- menntunarsjóði. tækjanna á alþjóðlegum mörkuð- um. Hagsmunir aðila vinnumarkað- arins fara augljóslega saman í stofnun Endurmenntunarsjóðs. Fyrirtækin í landinu sjá sér hag í því að byggja upp þekkingu hjá starfsfólki til framtíðarstarfa og aukinnar ábyrgðar, en jafnframt hefur aukin færni starfsmanna áhrif á afkomu og samkeppnis- hæfni fyrirtækisins. Starfsmaður- inn fær tækifæri til að setja sér persónuleg markmið um uppbygg- ingu þekkingar og aukna ábyrgð í samræmi við væntingar og markmið fyrirtækisins. Staða launafólks á vinnumarkaði styrkist og möguleiki verður á fjölbreyttari verkefnum. Höfundur cr fræðslustjóri Verzlun- armannafélags Reykjavíkur. Símenntun er krafa nútímans Alda Sigurðardóttir unina reynslu og tíma í faginu og til að verða fullnuma þarf að hafa rétt- an persónuleika og gott vald á mannlegum samskiptum. Þessi þróun sem ég hef lýst í veit- ingahúsageiranum er að fæla frá alla góða fagmenn úr þjónustunni og er, að því er mér virðist, farin að skjóta upp kollinum í gestamóttök- um hótelanna í Reykjavík. Með því að halda laununum niðri fyrir þessi störf, er verið að opna leið fyrir ódýrt, kröfulaust vinnuafl. I mínum huga er þetta sambærilegt við bónda, sem hefur val á milli þess að spenna fyrir plóg sinn haltan hest eða dráttarvél. Dráttarvélin er dýr- Kjör Vonandi er að atvinnu- rekendur opniaugun fyrir því, segir Hreinn Halldórsson, að það eru nýir tímar í dag og þeir kalla á ný vinnubrögð. ari kostur, en skilar mun meiri af- köstum og gefur bóndanum marg- víslegri sóknarfæri en heilt stóð af höltum hrossum. Það er því umhugsunarefni að fyrir starf í gestamóttöku, þar sem starfsmaðurinn þarf að vera vel að sér í tungumálum, fær á tölvur og tölvuumhverfi, góður í bókhaldi og gjaldeyrisviðskiptum, þekkja sögu Islands og vita allt um alla áhuga- verða staði í Reykjavík, þekkja samgöngur á sjó og landi og geta brugðist rétt við uppákomum sem spanna alla mannlega hegðun, frá vitfirrtri gleði til dýpstu óhamingju, skuli vera greitt sem nemur lægstu töxtumhjáVR! Við íslendingar erum í þjónustu, ekki bara að keppa hver við annan. Við erum sífellt meira að keppa við aðrar þjóðir. Fólk, og ekki bara út- lendingar heldur líka Islendingar, gerir í auknum mæli kröfur um góða þjónustu og ef hún er ekki í boði hér á landi fer fólk einfaldlega annað. Svo einfalt er það. Þáttur Flugleiða Islandsbanki (F&M) spáir því að hagnaður Flugleiða á síðasta ári verði um 2.326 milljónir. Þar sem Flugleiðir reka mörg stærstu og bestu hótelin á íslandi skyldi maður ætla að nú yrði samið um að blása til nýrrar sóknar í gæðamálum þjónustu í gestamóttökum. En eins og ég hef verið að vara við, eru hættur framundan hjá veit- ingahúsum og hótelum. Að lokum vil ég að menn velti eftirfarandi spurningu fyrir sér og svari á heiða- rlegan hátt: Viljum við íslendingar mæta prúðbúnir á fínt hótel á ís- landi til að halda upp á einhvern áfanga í lífinu, skrá okkur inn á hót- elið í gestamóttökunni á óþekktri, slavneskri tungu, ná ekki sambandi við unglinginn í veitingasalnum því hann er of upptekinn við að tala við vini sína í GSM-síma og enda kvöld- 'c ið á barnum hjá barþjóninum sem talar bara pólsku?! Höfundur vinnur við gestamóttöku og er trúnaðarmaður VR hjá Flugleiðahótelum og ísamninga- nefnd VR. SLHIWIT siAwÚm Dragöu úr hungurtilfirmingu, öTvaöu meltinguna og losaöu kilóin meö Slankufit. Finndu lykilinn aö eigin kjörþyngd ogjafnvægi. Slnnkufit fœsl ú eftirtöldum stööum! Apótekiö Akureyri - Apótekið Firöi, Hafnarfirði - Apótekið löufelli Apótekið Kringlunni - Apótekiö Mosfellsbæ - Apótekið Skeifunni Apótekið Smáratorgi - Apótekið Smiðjuvegi - Apótekið Spönginni Apótekið Suðurströnd Lyf og heilsa, Fjarðarkaupi - Lyf og heilsa, Austurveri - Lyf og heilsa, Domus Medica - Lyf og heilsa, Álfabakka - Lyf og heilsa, Álfheimum Lyf og heilsa, Háteigsvegi - Lyf og heilsa, Hraunbergi - Lyf og heilsa, Uveragerði - Lyf og heilsa, Kringlunni - Lyf og heilsa, Melhaga Lyf og heilsa, Selfossi - Lyf og heilsa, Hafnarstræti 95, Akureyri Lyf og heilsa, Hafnarstræti 104, Akureyri Apótek Garðabæjar - Árbæjarapótek - Borgar Apótek - Garös Apótek Grafatvogs Apótek - Hringbrautar Apótek - Húsavíkur Apótek Laugames Apótek - Laugavegs Apótek - Nesapótek, Eiðistorgi Rangár Apótek - Sauðárkróks Apótek - Siglufjarðar Apótek Skiphoits Apótek Apótek Blönduóss - Apótek Keflavíkur - Apótek Noröubæjar Apótek Suðumesja - Apótek Vestmannaeyja Heilsuhúsið Kringlunni - Heilsuhúsið Smáratorgi Heilsuhúsiö Skólavöröustfg Lyfja Lágmúla - Lyfja Hamraborg - Lyija Setbergi % ;CDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.