Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 45
JÓRUNN
ÓLAFSDÓTTIR
+ Jórunn Ólafs-
dóttir fæddist á
Sörlastöðum í
Fnjóskadal 8. maí
1920. Hún lést á Elli-
heimilinu Grund 1.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram á Illugastöðum
í Fnjóskadal.
I eftirfarandi
minningargrein sem
birstist 12. febrúar
var textabrenglun
sem leiðréttist hér
með og eru hlutað-
eigendur beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
Merk kona er gengin. Kær vin-
kona, Jórunn Ólafsdóttir, er í dag
kvödd hinstu kveðju. Hún er komin
heim í dalinn sinn. Laus við þján-
ingar og erfiði heimsins. Engan
þekki ég sem minntist æskustöðv-
anna og ættfólks síns með meiri
hlýju og virðingu en hún. Þau njóta
nú endurfundanna.
Jórunni var margt til lista lagt.
Var skáld gott og hnyttinn hagyrð-
ingur. Skrifaði fagra rithönd og
hafði frábært vald á íslensku máli.
Öll verk er henni voru falin í hend-
ur vann hún af natni og vandvirkni.
Gaman og fræðandi var að heyra
Jórunni segja frá. Henni mæltist
allajafna vel, hafði lifandi frásagn-
armáta, kvað fast og
skýrt að orði og bland-
aðist engum hugur um
hver meining hennar
var hverju sinni. Gott
var að hlæja með
henni því gamansemin
var ætíð í för þegar
heilsan leyfði.
Kynni okkar hófust
fyrir liðlega 40 árum,
þegar hún barðist
hetjulega við illvígan
sjúkdóm. Seinna,
einkum hin síðari ár,
urðu bardagarnir
fleiri og erfiðari.
Alltaf var Jórunn minnug og
þakklát fyrir það sem henni var vel
gert.
Trygglyndi var hennar fylgja.
Að vera vinur vina sinna átti við
hana.
Fnjóskadalurinn heilsar dóttur
sinni á vetrardegi. Þegar hlýnar og
grænkar sé ég vinkonu mína fyrir
mér hleypa vökrum jó eftir grund-
um.
Innilegar þakkir fyrir trausta
vináttu öll árin, fyrir fallegu bréfin
og ljóðin, ennfremur gjafir til mín
og fjölskyldu minnar.
I friði sofnar hún
í sátt og trú.
Ingunn Þórðardóttir.
HELGA JÓHANNA
HELGADÓTTIR
+ Helga Jóhanna
Helgadóttir
Hanna Axels) fædd-
ist á Álftanesi 30.
mars 1935. Hún lést
á Grensásdeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur 16. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Fella- og Hólakirkju
25. janúar.
( Elsku Hanna mín,
nokkur kveðjuorð til
þín. Ég trúi ekki enn að
þú sért horfin okkur.
Kynni okkar hófust í
Kvennaskólanum í Varmalandi,
Borgarfirði, veturinn 1955-1956 og
héldust þau kynni og styrktust með
árunum. Þú passaðir að láta okkur
stelpurnar „úti á landi“ alltaf fylgj-
ast með því sem skólasysturnar íýrir
sunnan voru að bralla. Fá okkur til
að koma suður í saumaklúbb eða
skemmta okkur eitthvað saman, eða
fara í heimsókn til einhverrar skóla-
systur. Og seint mun ég gleyma
kvöldinu er þú kynntir mig fyrir
mannsefninu. Ég kom suður og átti
að hitta ykkur á Hressó. Ég kom
tímanlega og fór að spjalla við pilt að
vestan, sem ég þekkti. Svo komst þú,
og viti menn, það var þá vinur okkar
Ölli sem var mannsefnið.
Ég gleymi aldrei hvað ég var
hissa. Þá urðu böndin milli okkar
sterkari, því Örlygur Pétursson og
maðurinn minn, Askell Gunnarsson,
ólust upp saman í Helgafellssveit á
Snæfellsnesi.
Við skemmtum okkur alltaf við að
rölta niður Laugaveginn, er ég kom í
bæinn. Skoðuðum í búðir, mátuðum
föt, komum við hjá Tóbí og Ester og
síðan endaði ferðin að sjálfsögðu
með heitu súkkulaði og tertu.
Yndislegar eru minningarnar úr
ferðalögum okkar, þar held ég að við
höfum komist yfir að skoða öll kaup-
félög á landinu, þar grófst þú upp
ýmsa skemmtilega gripi.
Oft var brösugt að koma upp
tjöldum en síðan var slegið á léttari
strengi, drukkið „irish-coffie“, spilað
á harmonikku, sungið og farið í leiki
með krökkunum og var krakkahóp-
urinn eins og systkinahópur. Margar
góðar minningar eigum við úr helg-
arferðum í húsi verka-
lýðsfélags Stykkis-
hólms í Húsafelli. Þar
var alltaf glatt á hjalla,
farið á harmonikkuböll
í Borgarfirði og komið
við hjá Helgu Guðráðs.
Ekki megum við
gleyma beijaferðunum
á haustin. Ég, þú og
krakkamir tindum og
tíndum ber, en sumir
héldu til veiða, en jæja,
þeir hjálpuðu líka til.
Já, Hanna mín, það
hefur margt áhugavert
og skemmtilegt gerst,
sem gaman er að minn-
ast.
En nú eru börnin orðin fullorðin
og höfum við skemmt okkur öll sam-
an á „Halló Akureyri" og á „Dönsk-
um dögum í Stykkishólmi".
Hanna mín, þín verður sárt sakn-
að í sumar, en ég vona að Ölli og
börnin verði hér á „Dönskum dög-
um“ í sumar.
Alltaf varst þú að föndra eitthvað.
Hafðir alltaf ótal hugmyndir um eitt-
hvað skemmtilegt til að búa til fyrir
jólin, afmæli og við öll tækifæri.
Hanna mín, værir þú ung stúlka í
dag værir þú örugglega listamaður.
Ekki má gleyma er komið var
heim frá útlöndum, þá var maður
sóttur til Keflavíkur, og heima beið
íslensk kjötsúpa, sú besta í heimi.
Elsku Hanna mín, þú varst alveg
einstök.Við skólasysturnar úti á
landsbyggðinni munum sakna þín
mikið.Við þökkum þér fyrir samver-
una í þessu lífi, ef til er líf eftir þetta
líf, þá hlökkum við mikið til að hitta
þig aftur. Bibba biður kærlega að
heilsa, hún var mjög glöð yfir að við
skyldum heimsækja hana á „Halló
Akureyri“ í sumar.
Á þessari kveðjustund bið ég góð-
an guð að gæta þín og styrkja ástvini
þína í sorg þeirra.
Elsku Olli, Axel, Lára, Gulli, Arn-
ór og fjölskyldur, við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð gefi ykkur styrk í þessari
miklu sorg.
Guðrún Ákadóttir, Viktoría
Áskelsdóttir, Áki Áskelsson,
Björgvin Áskelsson, Guðmund-
ur Áskelsson, Áskell Áskelsson
og fjölskyldur.
ARNÞRUÐUR
BERGSDÓTTIR
+ Arnþrúður
Bergsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. september 1948.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 3.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvog-
skirkju 10. febrúar.
Okkur, fjölskylduna
á Þverá, langar að
minnast Öddu í fáum
orðum.
Við kynntumst henni
í Stykkishólmi þar sem
hún bjó í sömu götu og foreldrar
mính’. Adda var ekki allra en hún
kom oft til foreldra minna á Víkur-
götu 4 og þar hittum við hana og var
spjallað saman á léttum nótum og
hlegið dátt.
Ef Adda var ekki komin í heim-
sókn þegar við vorum þar þá sagði
pabbi: „Ætlarðu ekki að hringja í
hana og segja henni að sjá Þorleif og
Áma Sigga?“ Ég skildi aldrei hve
gaman hún hafði af þeim því þeir
voru svo fjörugir þá. Þeir voru fljótir
að finna hve blíð hún var við þá, og
potuðu þeir sér yfir í heimsókn þau
gamlárskvöld sem við vorum í Hólm-
inum til að skjóta upp flugeldum með
Öddu, Friðriki, Jóni Erni og Drífu.
En nú kom gamlárskvöld sem var
farið í Hólminn en þar var engin
Adda og fjölskylda til að skjóta upp
flugeldum með, en strákarnir mundu
samt eftir henni og það var skotið
upp fyrir hana og þegar klukkan sló
tólf sagði pabbi: „Við Adda náðum
því að sjá árið 2000.“ Þau voru búin
að ákveða að ná því marki.
Og á ég henni að þakka að pabbi
náði því með sinni umhugsun. Adda
var alltaf að hugsa um aðra.
Þegar hún var farin suður höfðum
við oft samband og var það alltaf hún
sem stappaði í mig stálinu vegna
veikinda foreldra minna þó hún væri
veik.
Sendi hún strákunum oft pakka
sem þeim var mjög kærkomið og fyr-
ir jólin kom enn einn pakki frá Oddu
og í honum var eitthvað til allra,
meira að segja handgerð föt á Emilý
og Alexander sem fæddust á síðasta
ári. Þegar ég sagði henni frá því að
ég ætti von á ömmubömum þá sagði
hún: „En gaman, þá geta einhverjir
notað það sem ég er að prjóna.“
Adda var fljót að finna ef einhver
var lítill í sér og náði hún vel til Árna
Sigga enda sendi hún honum bókina
Bliðfinnur.
Nú er samfylgdinni með Öddu lok-
ið og þökkum við og foreldrar mínir
fyrir að fá að kynnast henni og njóta
allrar hlýjunnar sem hún hefur veitt
okkur.
Kæri Friðrik og fjölskylda. Við
biðjum góðan guð að styrkja ykkur í
sorginni.
Áslaug.
Það er alltaf erfitt að kveðja góðan
vin. En við sem eftir sitjum getum
yljað okkur við góðar minningar um
trausta, viljasterka og ljúfa konu
sem gaf okkur margt.
Hugurinn leitar aftur í tímann,
fyrst til ársins 1970 þegar við vorum
ungar og hressar að útskrifast úr
Hjúkrunarskólanum. Eftir útskrift
hittist hópurinn við Bergstaðastræt-
ið og söng fyrir nýgift hjón sem voru
þau Adda og Friðrik. Síðan skilur
leiðir til ársins 1980 og þá í litlum fal-
legum bæ á Nesinu, Stykkishólmi.
Hún var sú fyrsta sem fjölskyldan
hitti er við keyrðum eftir Aðalgöt-
unni og urðu fagnaðarfundir. Upp
frá því áttum við margar góðar
stundir, sitjandi í litlu stofunni við
Víkurgötu talandi um allt milli him-
ins og jarðar. Við höfðum skoðanir á
öllu og þá var oft hlegið dátt. Börnin
okkar horfðu á Dúmbó og Mary
Poppins og svo að sjálfsögðu á ball-
ett eða óperur. Mai’gs er að minnast.
Þar á meðal er ferðin út í Bjarneyjar
á Jónsmessunótt þar sem við sátum
við varðeld og sungum.
Einnig ferðirnar í Sauraskóg til að
höggva grenitré fyrir
jólin. Allar tímatökurn-
ar á frjálsíþróttamót-
unum, keppnisferðir á
vegum Snæfells og
ferðir tónlistarskólans
þar sem hún var stoð
okkar og stytta. Adda
við saumavélina þar
sem hún saumaði
sniUdarlega, ekki bara
á sín eigin böm heldur
okkar líka.
Þetta er aðeins brot
af ótal minningum okk-
ar og viljum við þakka
fyrir að eiga þær.
Lygntgeymirvatnið
leið mína yfir fjallið,
felurhanarökkri
ogróínótt
Værgeymirsveöiinn
söknuð minn í lautu,
með degi rís hann aftur
úrdjúpsinsró.
(Snorri Hjartarson)
Elsku Friðrik og fjölskylda, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Kristín, Ásgeir Þdr og böm.
Mig langar til að minnast bestu
vinkonu minnar hennar Öddu sem
ég get kallað besta leiðtoga lífs míns.
Það er erfitt að skrifa um hana, allar
minningamar koma upp í hugann
um leið og erfitt er að sætta sig við
að svona frábær kona skuli vera far-
in frá okkur, en henni hefur greini-
lega verið ætlað eitthvert annað
starf annars staðar.
Mín fyrstu kynni af Öddu vora
sumarið 1989 þegar ég réð mig sem
þjálfara í Stykkishólm, en þá var'hún
starfandi gjaldkeri hjá ftjálsíþrótta-
deild Snæfells. Börnin hennar stund-
uðu æfingar hjá mér þannig að leiðir
okkar lágu oft saman. Mörg mót
mætti Adda á til að fylgjast með og í
keppnisferðir líka. Er mér þá efst í
huga keppnisferðalag á Selfoss þar
sem gist var, en þá vöktum við Adda
fram eftir allri nóttu, töluðum og
hlógum mikið, en henni fannst best
þegar ég tók taktana með dr. Saxa,
sem upp frá því vora í uppáhaldi hjá
henni. Áuðvitað þurftum við að passa
að vekja ekki krakkana með hlátrin-
um í okkur.
Hún var alltaf kát og hress, já-
kvæðið alltaf í fyrirrúmi og alltaf
gerði hún gott úr öllu. Alltaf bros-
andi og svo létt á fæti, en hún hafði
sannkallaðar balletthreyfingar.
Uppfrá þessu sumri tengdumst við
alltaf sterkari og sterkari vinabönd-
um, hittumst eða töluðum ótæpilega
mikið saman í síma, Landssíminn
hefur öragglega verið ánægður með
símalínuna á milli okkar, því hún var
alltaf rauðglóandi. Það var alveg
sama á hvaða tíma dags ég hringdi,
alltaf hafði hún tíma til að leiðbeina
mér á réttar brautir og taka réttar
ákvarðanir.
Oft heimsótti ég þau í Stykkis-
hólm og þar eyddum við stundum
fram á nætur og svo þegar ég var að
fara stóðum við oft úti á tröppum hjá
henni og dáðumst að stjömubjörtum
himninum yfir Breiðafirðinum og
tunglskininu. Það var alltaf svo gam-
an að vera með henni, hún fylgdist
alltaf með manni og hvatti mann
áfram. Henni á ég margt að þakka
þessi ár sem ég fékk að þroskast með
henni. Hún hjálpaði mér að opna
augu mín fyrir mínum veikindum og
studdi ótrauð við bakið á mér og
hvatti mig áfram, sýndi mér fram á
að það byggi eitthvað í mér, kenndi
mér að fá álit á sjálfri mér og að ég
væri góð í því sem ég væri að gera.
Hjá henni lærði ég hreinskilni, Adda
var nefnilega alltaf hreinskilin, og að
ég mætti segja mínar skoðanir.
Henni á ég mikið að þakka og hún
vissi það.
Ég fékk að njóta þess að fara með
Öddu, Friðriki, Jóni Erni og Drífu út
í Bjarneyjar og sjá þar fuglalífið og
fegurðina. Einmitt þar kom hjúkkan
upp í Öddu. Þegar átti að fara að
grilla var grillið svo ryðgað að Adda
tók upp stálull og upphófst mikil
pússning því ekki var hægt að borða
ryðgaða steik.
Adda vissi um skíðaáhuga minn og
einu sinni hittumst við og fór ég með
krakkana hennar á skíði í Kerlinga-
skarðinu og hún var svo þakklát fyrir
að ég sagði þeim til, gleymdi því
seint. Drífu bað hún mig að taka og
kenna að synda. Auðvitað var það
ekkert mál að mér fannst, en annað
fannst Öddu. Hún var stolt af börn-
um sínum og fannst gott hvað þau
vora klár að koma sér áfram. Þau
eiga nú ekki langt að sækja það.
Alltaf var auðvelt að gleðja Öddu
og var gott hvað hún mat húmor
mikils, enda gátum við alltaf gert
grín og gott úr öllu. Jafnvel fyrir
fjóram árum, þegar Adda greindist
með krabbamein, þá fann hún eitt-
hvað jákvætt út úr því og barðist
eins og hetja, og ég kallaði hana litlu
hetjuna mína. Það var alveg sama á
hveiju gekk, alltaf var hún brosandi,
jákvæð og lífsviljinn sem skein úr
augum hennar var ekkert smá. Alltaf
bað hún mig að segja sér eitthvað
skemmtilegt og gerði ég það. Það
var líka svo gaman að fá hana til að
hlæja. Þakka ég fyrir allar þær
stundir sem ég átti með henni og
göngutúrana í Öskjuhlíðinni. Ófáar
vora stundimar sem ég fór á skíði í
Bláfjöll eða til Akureyrar, alltaf
hringdi ég í Öddu úr fjöllunum og
lýsti fyrir henni veðrinu og fjallasýn-
inni ásamt því að senda henni mikla
fjallaorku. Við gátum nefnilega gefið
hvor annarri orku aðeins með því að
taka utanum hvor aðra eða með því
að senda hugskeyti og var hún mjög
þakklát fyrir það í sinni miklu bar-
áttu. Alltaf stóð fjölskyldan við hlið
hennar og mat hún það mikils. Ég
átti góðar stundir með Öddu og get
haldið endalaust áfram, en sumt er
gott að eiga fyrir sig. Þakklátust er
ég fyrir síðustu stundir okkar saman
viku áður en Adda kvaddi. Það vora
mín forréttindi að fá að þekkja þig.
Guð gefi Friðriki og bömum
þeirra, tengdabörnum, litla ömmu-
drengnum sem hún var svo stolt af,
foreldram og systkinum styrk til að
takast á við þennan mikla missi. Ég
vil enda þetta með ljóði sem ég samdi
fyrir Öddu síðustu jól.
Ljósið skín í hjarta mér,
eréghugsatilþín,
gæfan ætíð fylgi þér
í gegnum það sem enginn sér.
Meðferð hér og meðferð þar
bráttþaðtekurenda,
ljósið skín svo skært hjá þér
lífslöngunin í augum þér.
Þín vinkona,
Sóley Einars.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
t
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Útfararstofa Islands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sótarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
r