Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hagkvæm
millirikj aviðskipti
ORÐASKIPTI okk-
ar Úlfars Haukssonar
um ESB hér í blaðinu
gefa tilefni til þess, að
við skoðum meginþætti
þess milliríkjavið-
skiptakerfis, sem við
búum við, af því að þá
verður Ijósara, hvort
eða hvaða breytinga er
þörf í þágu okkar hags-
muna.
Grundvallaratriði í
þessu sambandi er, að
Island hefur verið og er
að miklu leyti enn í hag-
rænum skilningi einnar
útflutningsgreinar ríki.
Þetta stafar af því, að
efnahagsleg gæði landsins eru fyrst
og fremst í sjónum umhverfis. Við
flytjum að mestu út aðeins eina vör-
utegund: fisk, mismunandi unninn og
verkaðan, en þurfum að flytja inn
flestar iðnvörur, vélar, olíur og tæki,
svo og daglegar neysluvörur nema
„ mjólkurafurðir, kjöt og fisk. Af þessu
*leiðir, að á meðal mestu hagsmuna-
mála fslands er að eiga greiðan að-
gang að frjálsum mörkuðum fyrir
fisk og fiskafurðir, geta stundað
frjálsa milliríkjaverslun og keypt
innflutningsvörur á samkeppnishæf-
um kjörum.
Þessir góðu fiskmarkaðir hafa
meginhluta síðustu aldar verið þau
Evrópuríki, sem eru aðilar að Atl-
antshafsbandalaginu. Ég tók á sínum
tíma saman hlutdeild þeirra í millir-
íkjaviðskiptum okkar tímabilið 1895-
■ 1974. Þá komu að meðaltali 82% af
innflutningi okkar frá núverandi Na-
to-ríkjum og 71% af út-
flutningi okkar fór til
þeirra. Þessi sam-
þjöpppun viðskiptanna
hjá þeim stafaði ekki af
aðild að bandalögum
því þau urðu ekki til
fyrr en um og upp úr
miðri síðustu öld. Hún
stafaði heldur ekki af
neinni fyrirgreiðslu-
góðmennsku þeirra við
okkur. Nei. Þessi mill-
iríkjaviðskipti byggð-
ust einfaldlega á þörf-
um og lögmálinu um
framboð og eftirspum.
Hjá okkur var framboð
af fiski, sem við þurft-
um að selja, hjá þeim eftirspurn eftir
fiski, sem þeir þurftu að kaupa. Við-
skiptin voru í þágu beggja og báðum
hagstæð. Þessi grundvallaratriði um
framboð og eftirspum og báðum hag-
stæð frjáls milliríkjaviðskipti era enn
til staðar.
Milliríkjaviðskipta-
kerfí okkar
Þegar grannt er skoðað sést, að
milliríkjaviðskipti okkar hvíla aðal-
lega á 5 eftirtöldum grandvallaratrið-
um:
1) Við eram sjálfstætt og fullvalda
ríki, óháð yfirþjóðlegum stofnunum
við mótun og framkvæmd stefnu okk-
ar í milliríkjaverslun, tolla- og gjald-
eyrismálum, með þeim einum tak-
mörkunum, sem við höfum samið um
varðandi samningssvið EES; versl-
um á frjálsum mUliríkjamarkaði við
þau ríki, sem er okkur hagstætt; ráð-
ESB
Tvíhliða samningur af
þessu tagi, segir
Hannes Jónsson, var
einmitt það sem
Francois Mitterrand
mælti með á frétta-
mannafundi í Reykjavík.
um sjálf okkar utanríkisverslun,
tolla- og viðskiptastefnu.
2) Við gerðumst aðilar að GATT
1968, en því var breytt í Alþjóðavið-
skiptastofnunina (WTO) í Genf 1994.
Aðildarríkin vora 132 í ársbyrjun
1999 og skipta á milli sín yfir 80% af
utanríkisverslun heims. Markmið
stofnunarinnar er að stuðla að ftjáls-
um milliríkjaviðskiptum, afnámi mis-
mununar viðskiptakjara, vinna að af-
námi inn- og útflutningstolla á
gagnkvæmnisgrandvelli, m.a. með
samningum um bestu kjara viðskipti.
WTO er ekki yfirþjóðleg stofnun, að-
ildarríkin halda óskertu fullveldi, og
fyrir þau gilda þeir samningar einir,
sem þau hafa sjálf samþykkt og telja
sér hagkvæma. Með vexti og viðgangi
WTO gætu smærri svæðabandalög
eins og ESB með tíð og tíma orðið
óþörf á sviði viðskipta.
3) Síðan 1970 eigum við aðild að
EFTA. Þar nutum við fríverslunar
með iðnvörur frá upphafi og að auki
með sjávarafurðir frá 1. júlí 1990.
ÁRNI Snævarr for-
seti Alliance Frangaise
ritar grein í Mbl. 20.
jan. sl. undir fyrirsögn-
inni „Burt með dönsk-
una, upp með frönsk-
una!“
Þótt ekki verði fallist
á þá stefnu sem fólgin
er í þessari upphrópun,
flytur grein Ama eigi
að síður þann boðskap,
sem taka má undir, að
íslendingum ber að
átta sig á því að ensku-
kunnátta er enginn höf-
uðlykill að hverri gátt
heimsmenningar og
heimsviðskipta. Enska
er vissulega útbreitt tungumál. Hún
er móðurmál og vinnumál margmillj-
óna, auk þess í mörgu viðtekið sam-
skiptamál menntafólks og kaup-
sýslumanna afarvíða um heims-
* byggðina, — svo langt sem það nær.
Þar fyrir er hún ekki það allsherjar-
heimsmál sem oft er alið á.
Ég er því sammála Arna Snævarr
um nauðsyn þess að Islendingar
verði sér úti um fjölþætta tungu-
málakunnáttu. Islendingum er m.a.
gagnlegt að kunna frönsku, t.a.m.
kaupsýslumönnum og menntamönn-
um í flestum greinum. Á það má
raunar benda að kennsla í frönsku á
sér langa hefð í æðri skólum hér á
landi. Nemendur sem áhuga hafa og
skilning á hagnýtu gildi frönskunáms
k eiga þess kost að fá góða undirstöðu-
' menntun í því máli innan skólakerfis
hér á landi. Þarf ekki að kvarta und-
an því. Þar að auki standa áhugafólki
til boða ýmiss konar námskeið í
frönsku og öðram tungumálum utan
skólakerfis. Alliance Frangaise kem-
ur sannarlega við þá sögu.
Franska heldur enn stöðu sinni
• -r'sem eitt af heimsmálunum jafnframt
því sem hún er hagnýtt „evrópumál"
a.m.k. að því er tekur til
suður- og austurhluta
álfunnar. Sá sem hefur
gott vald á frönsku
ásamt ensku er vel
búinn til ferðalaga og
kaupsýsluerinda. Það
er því full ástæða til að
taka undir með Arna
um mikilvægi frönsku-
kunnáttu.
En nú kem ég að því
sem mér finnst athuga-
vert við skoðanir hans.
Arni Snævarr leggur
til að Islendingar striki
dönsku út af námsskrá
íslenskra skóla og fylli
upp í eyðuna með auk-
inni frönskukennslu. Svo ákafur er
hann í þessu baráttumáli að hann
Danskan
✓
Ef Islendingar ráðast
------------------7------
undur áraburð Arna
Snævars um að útrýma
dönsku úr íslensku
skólakerfi, segir Ingvar
Gíslason, eru þeir að
svíkja sjálfa sig.
velur grein sinni háværa upphrópun
sem fyrr segir. Hér skýtur formaður
fransk-íslenska menningarfélagsins
meira en lítið yfir markið.
Hvað íslenskar aðstæður varðar
er ótækt að stilla upp slíkum and-
stæðum (sem er hreinn tilbúningur),
að egna saman dönsku og frönsku.
Hversu mikilvæg sem franskan er og
vert að gera henni hátt undir höfði,
er jafnvíst að danska er svo nátengd
íslenskri sögu og menningu að það
væru svik við söguna og menninguna
að kenna ekki dönsku í íslenskum
skólum. Menningarlega jafngilti það
því að Islendingar væra ekki læsir á
ýmsar undirstöðuheimildir sinnar
eigin sögu. Islendingar era Norður-
landamenn, (Skandinavar, svo
skelfileg sem sumum finnst nú sú
nafngift) og ekki nema á yfirborðinu.
„Evrópumenn“ (sem nú er þrástag-
ast á), enda hugtak sem enginn veit
hvað merkir, ef nánar er að gáð, en
er fyrst og fremst pólitískt skrau-
tyrði Evrópufíkla eins og þeir gerast
um þessar mundir. Nú liggur við að
sá þyki mestur sem fúsastur er til að
brjóta niður pólitískar og menning-
arlegar hefðir, ef það má verða til
framdráttar óskýrgreindri „Evróp-
ustefnu" og þeim „kapitaliska gló-
balisma“, sem telja má einhvern
hinn hræsnisfyllsta boðskap um ein-
ingu mannkyns að svo komnu.
Ef íslendingar ráðast undir ára-
burð Árna Snævars um að útrýma
dönsku í íslensku skólakerfi era þeir
að svíkja sjálfa sig, praktískt og
menningarlega. Praktískt leyfi ég
mér að segja vegna þess að Islend-
ingar, sem af ýmsum ástæðum setj-
ast að erlendis tímabundið eða til
langdvalar, velja sér öðra fremur
búsetu á Norðurlöndum, ekki síst í
Danmörku. Hvort íslendingar ná
fullkomnu valdi á dönsku (eða öðra
Norðurlandamáli) kemur þessu ekk-
ert við, enda næsta fátítt að fólk sé
tvítyngt og þykir hvergi tiltökumál.
Útlendingar læra sjaldnast framandi
mál svo vel að ekki megi heyra á
mæli þeirra að þar fer útlendingur.
Hvað hagnýtt gildi dönsku varðar
(eða annars norræns tungumáls) er
skylt að muna að íslendingar eiga
aðild að fjölþættu norrænu sam-
starfi, ekki á vegum hins opinbera
einvörðungu, heldur og engu síður í
nafni frjálsra félagasamtaka af ýmsu
tagi, fleiri en tölu verði á komið.
Danska er íslendingum gagnleg
skólanámsgrein. Nær væri að efla og
bæta dönskukennslu í landinu en
draga úr henni, hvað þá að leggja
hana niður.
Höfundur er fyrrverandi al-
þingismaður og ráðherra.
Svik við sögu
og menningu
Ingvar
Gíslason
EFTA er ekki yfirþjóðleg stofnun.
Hvert aðildarríkið rekur sjálfstæða
og óháða viðskipta- og tollastefnu og
gerir viðskiptasamninga við önnur
ríki að vild. Þannig hafa EFTA-ríkin
gert tvíhliða fríverslunarsamninga
við 13 ríki síðasta áratug og í sjónmáli
er fríverslunarsamningur við Kanada
og e.t.v. fleiri Ameríkuríki.
4) Á grandvelli EFTA-aðildar
gerðum við tvíhliða fríverslunar-
samning við Efnahagsbandalagið
1972, en það samdi fyrir hönd aðildar-
ríkjanna, sem höfðu afsalað sér til
þess fullveldi til slíkrar samnings-
gerðar. Samkvæmt honum nutum við
ekki aðeins fríverslunar með iðnvör-
ur, heldur einnig meginþorra sjáv-
arafurða. Það sem máli sldptir af því
sem var undanþegið vora saltsíld,
saltfiskur, skreið, flatfiskur.
5) í samstöðu með EFTA-ríkjun-
um gerðum við EES-samninginn við
ESB í Oporto 1992 um takmarkaða
fríverslun, ljórfrelsið og gildi laga-
reglna ESB á samningssviðinu.
Þetta milliríkjaviðskiptakerfi í
heild sinni hefur í meginatriðum
reynst okkur vel í hagrænum skiln-
ingi, þótt gildi lagareglna ESB á
samningssviðinu sé mikill ókostur.
Útflutningur okkar til EES-ríkjanna
hefur að undaníornu verið um 69%,
innflutningur um 65%. Það er aðeins
minna en viðskipti okkar við núver-
andi NATO-ríki tímabilið 1895-1974,
sem vora 71% og 82% að meðaltali.
Markaðsstaðan þá og nú endurspegl-
ar því fyrst og fremst grandvallara-
triði framboðs og eftirspumar sjáv-
arafurða í frjálsum viðskiptum í dag
og alla síðustu öld.
Óskastaða
Til era þeir menn, sem lýst hafa
þörf okkar fyrir að hugleiða ESB-að-
ild, ef Noregur og Sviss gerðust aðilar
og gerðu þar með EES óvirkt. I dag
benda líkur ekld til aðildar þessara
ríkja næsta áratuginn eða svo.
En jafnvel þótt það ólíklega gerðist,
skapaðist engin nauðung fyrir okkur.
Þvert á móti myndaðist þá óskastaða.
Á grandvelli breyttra aðstæðna gæt-
um við þá gert sanngimiskröfu um, að
EES-samningi okkar yrði breytt í
tvíhliða samning við ESB, stofnana-
kaflar EES felldir niður, ákvæðin um
„acquis communautaire" og fullveld-
istalanarkanimar felldar niður, fn-
verslunarákvæðin um sjávarafurðir
aukin og breytt til samræmis við
ákvæðin í EFTA-samningunum.
Þannig yrði staða okkar á Evrópum-
arkaði enn betri en hún er í dag. Full-
veldi okkar og sjálfstæði mundu
styrkjast aftur. Og áfram héldum við
svo að versla við Evrópuríkin á
grundvelli lögmálsins um framboð og
eftirspum, frjáls milliríkjaviðskipti og
okkar bestu hagsmuni, eins og við
gerðum alla sfðustu öld.
Tvíhliða samningur af þessu tagi
var einmitt það, sem Francois Mitt-
errand, Frakklandsforseti, mælti með
á fréttamannafundi í Reykjavík 29.
ágúst 1990, en fyrr á því ári höfðu
bæði Sjálfstæðisflokkur og Kvenna-
listi mælt með þessari stefnu á Al-
þingi.
Þessi viðskiptastefna gagnvart
ESB var þá og er enn okkar besti
kostur.
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Tillaga að mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Skipulagsslys í
umferðarmálum
UM GATNAMÓT
Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar
fara tæplega 70 þúsund
bifreiðar daglega. Á
þessum gatnamótum er
öryggi vegfarenda í lág-
marki og árekstrar og
slys á farþegum mjög
tíð. Það er öllum ljóst að
þetta ástand er óviðun-
andi og fer versnandi
dag hvern.
I aðalskipulagi
Reykjavíkur 1990-2010,
sem unnið var undir for-
ystu sjálfstæðismanna
og staðfest 1991, var
Umferðin
R-listinn, segír Vil-
hjálmur Þ. Yilhjálms-
son, ætlar einungis að
setjaljósastýrðar
beygjuakreinar á
Kringlumýrarbrautina.
gert ráð fyrir mislægum gatnamót-
um á þessum stað. Borgarfulltrúar
R-listans era á hinn bóginn algjör-
lega á móti því að þetta verði gert og
í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-
2016 sem unnið var á ábyrgð R-list-
ans var þessi stefnu-
mörkun felld út. Sjálf-
stæðismenn fluttu þá
tillögu um að áfram
yrði gert ráð fyrir að
gatnamót Miklu-
brautar og Kringlu-
mýrarbrautar yrðu
mislæg til að auka
umferðaröryggi og
greiða fyrir umferð-
inni en R-listinn felldi
tillöguna.
R-listinn ætlar ein-
ungis að setja ljósa-
stýrðar beygjuakrein-
ar á Kringlumýrar-
brautina og lætur þar
við sitja. Þessi aðgerð
lengir biðtímann og minnkar afköst-
in á gatnamótunum. Ennfremur er
mjög líklegt að þessi framkvæmd
hafi þær afleiðingar í för með sér að
umferð aukist í nærliggjandi íbúða-
hverfum. Þessi vinnubrögð R-listans
geta ekki flokkast undir neitt annað
en stórt skipulagsslys í umferðar-
málum og sýna jafnframt algjört
skilnings- og ábyrgðarleysi á þeim
umferðarvanda sem nú á sér stað við
þessi fjölförnustu gatnamót lands-
ins.
Er ekki kominn tími til að Reyk-
víkingar grípi í taumana og reyni
með einhverjum hætti að koma vit-
inu fyrir borgarfulltrúa R-listans í
þessu máli?
Höfundur er borgurfulltrúi.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson