Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 Metvelta með hlutabréf á V erðbréfaþingi VIÐSKIPTI með hlutabréf í gær námu 2.126 milljónum króna og þar af námu viðskipti á Verðbréfaþingi Islands 1.332 milljónum króna sem eru mestu viðskipti á einum degi á Verðbréfaþingi og nærri tvöfalt meiri en mest hefur orðið áður. Við- skipti með skuldabréf námu 758 milljónum króna og heildarviðskipt- in á Verðbréfaþingi námu því tæpum 2,1 milljarði í gær. Mest voru viðskipti með hlutabréf Landsbanka íslands, eða fyrir 795 milljónir króna, og hefðu þau við- skipti ein og sér nægt til þess að slá fyrra met hvað varðar heildarveltu með hlutabréf á Verðbréfaþingi. Voru ein viðskipti með bréf bankans skráð upp á 100 milljónir króna að nafnverði á genginu 4,90 og námu því 490 milljónum króna.Verð hluta- bréfa Landsbankans lækkaði hins vegar í gær um 7,1%. Verð bréfa Islenska hugbúnaðar- sjóðsins hækkaði mest, eða um 9,2%. Gengi bréfa Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hækkaði um 7,5%, Þróunarfélagsins um 5,3% og bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar um 5%. Gengi bréfa Pharmaco lækkaði hins vegar um 7,4. Viðskipti með bréf Eimskips námu 75 milljónum króna og gengi bréfanna hækkaði um 2%. Viðskipti með bréf Búnaðarbankans námu 47 milljónum og hækkaði gengi þeirra um 1,7%. Viðskipti með bréf íslands- banka námu 43 milljónum og gengið lækkaði um 3,4% og viðskipti með bréf FBA námu 41 milljón og gengið lækkaði um 0,4%. --------------- Viðskiptaþing Fjallað um at- vinnulíf fram- tíðarinnar VIÐSKIPTAÞING ásamt aðalfundi Verslunarráðs íslands verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík í dag og hefst þingið kl. 13. Að lokinni ræðu formanns Verslunarráðs, Kolbeins Kristinssonar, flytur Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarp. Á þinginu verður síðan rætt um atvinnulíf framtíðar. Erindi flytja Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja hf., Margeir Pétursson, for- stjóri MP-verðbréfa ehf., Ólafur Ól- afsson, forstjóri Samskipa hf., Gunn- ar Öm Kristjánsson, forstjóri SÍF hf. og Sigurður Gísli Pálmason, stjómarformaður Eignarhaldsfé- lagsins Hofs sf. í kjölfarið verða fyr- irspumir og umræður. skólamenntaðra í atvinnulíflnu hér á landi sé mikiu lægra en í öðrum iðn- rílyum. I skýrslunni kemur fram að Bandaríkjamenn hafi verið leiðandi á sviði fjármögnunar framkvöðlafyr- irtækja og að allt fram á síðastliðið ár hafl skilningar á fjárfestingum af þeim toga verið lítill í Evrópu. Sú þróun að bandarískir aðilar hafi far- ið að horfa yfir Atlantshafið og fjár- festa í evrópskum nýsköpunarfyrir- tækjum virðist hafa opnað augu evrópskra fjárfesta og lánastofnana, sem hafa fylgt í kjölfarið og að mati skýrsluhöfunda er mikilvægt að inn- leiða það hugarfar á íslenska mark- aðnum hið fyrsta, að miklir mögu- leikar felist í því að leggja fjármagn í fyrirtæki fyrr á þroskaferli þeirra en venjan er. Sjálfstæður Seðlabanki „Frammistaða atvinnulífs fram- tíðarinnar grundvallast á því að stjómvöld tryggi eftir fremsta megni stöðugt efnahagslíf og að verðbólga sé innan sömu marka og í samkeppnislöndunum," segir í skýrslu Verslunarráðs. Þar kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið sig sem skyldi í gegnum tíðina við að nýta sér hagstjórnartækin til að tryggja stöðugt efnahagslíf. Að- haldsaðgerðir stjómvalda hafa ekki náð tilgangi sínum, að mati skýrslu- höfunda og þeir telja nauðsynlegt að stjómvöldum takist að ná almennum sparnaði í landinu upp um 2-3 prós- entustig. Skýrsluhöfundar telja ljóst að sú löggjöf sem Seðlabanki Islands byggir tilvist sína á, sé barn síns tíma „og vart verður undan því skot- ist mikið lengur að fylgja þeirri þró- un sem átt hefur sér stað annars staðar í þessum efnum“, segir í skýrslunni og vísað er til Seðlabanka Evrópu í því sambandi. Pólitísk áhrif Seðlabanka íslands era mun meiri hér á landi en tíðkast víða er- lendis og hafa sífellt fleiri þjóðir fært sig frá slíku kerfi yfir í peninga- kerfi sem byggist á sjálfstæðum óháðum seðlabanka, að því er fram kemur í skýrslunni. Vaxandi þrýstingur á tengsl við evruna í skýrslu Verslunarráðs er bent á að Grikkir, „sem Islendingar hafa lengi litið á sem hálfgert þriðja flokks ríki í efnahagslegum skiln- ingi, stefna að aðild að Myntbanda- laginu á næsta ári og hefur sú ákvörðun þegar leitt til þess að láns- hæfismat Grikkja á alþjóðamarkaði hefur gjörbreyst til batnaðar. Mark- aðurinn metur þá baktryggingu sem aðildin felur í sér það mikils að væntanlegt er að Island muni þurfa að horfa upp á ýmis fyrram austan- tjaldsríki skjótast upp fyrir sig í þessu sambandi ef heldur fram sem horfir.“ í skýrslunni er vísað til reynslu annarra þjóða af því að tengja gjaldmiðil sinn við lönd sem einung- is minnihluti milliríkjaviðskipta er við en í slíku g_eti falist veraleg áhætta. Viðskipti íslands við þau ell- efu ríki sem nota evra sem gjaldmið- il nema nú um þriðjungi af heildar- milliríkjaviðskiptum Islands. Ef Bretar, Danir og Svíar gerast aðilar að Myntbandalagi Evrópu á næstu áram, verður hlutfallið hins vegar 2/3. Þrýstingur á ísland að tengjast evrunni gæti orðið raunveralegur við svo hátt hlutfall, að því er fram kemur í skýrslunni. Þrátt fyrir vaxtamuninn sem ætti að virka hvetjandi á aðstreymi erlends fjár- magns til landsins, segja skýrsluhöf- undar að jákvæð heildaráhrif þess að tengja Island við hina nýju mynt verði mun meiri. Háu hagvaxtarstigi vidhaldið með aukinni framleiðni Sveigjanlegur vinnumarkaður er mikilvægur til að tryggja aðlögunar- hæfni íslensks atvinnulífs, að því er fram kemur í skýrslunni. „Þá er brýnt að minnka opinbera geirann til að skapa meira svigrúm fyrir einkaframtakið sem jafnan skilar þjóðarbúinu mun meira á hverja framleiðnieiningu. Hér má t.d. benda á einkavæðingu í heilbrigðis- og menntageira..." Að mati skýrslu- höfunda ætti takmarkið að vera að koma samneyslunni sem hlutfalli af landsframleiðslu úr 22% niður í 20% og opinberam útgjöldum úr 36% í 30%. Ennfremur segir í skýrslunni: „Framleiðni á íslandi er mun lægri en í flestum OECD-ríkjum. Háar heildartekjur þjóðarbúsins skýrast fremur af löngum vinnutíma. I ljósi þess ætti enn að vera mikið svigrúm fyrir þjóðarbúið til að viðhalda háu hagvaxtarstigi með aukinni fram- leiðni hvers starfsmanns á hverja vinnustund." Myndir þú styrkja þetta lið? Á auglýsingastofunni Hvfta húsinu er að finna samhent lið auglýsingafólks; hóp ungra eldhuga í bland viS lífsreynda spekinga sem allir stefna að einu marki: AS ná árangri fyrir viðskiptavini sfna og hafa gaman af þvf! Starfsfólkið er allt fagmenn á sfnu sviði eins og ótal árangursrfkar herferðir og verðlaun sanna, með margvfslega reynslu og skemmtilega sýn á Iffið og tilveruna. Góður árangur viðskiptavina Hvíta hússins hefur aukið eftirspurn eftir kröftum okkar og þvf óskum við eftir liðsstyrk! Graffskum hönnuðum —• Frfskum, frumlegum og metnaðargjörnum einstaklingum meS menntun fgrafískri hönnun eða mikla reynslu úrfaginu. Markaðsráðgjöfum-----• Skapandi fólki með markaSsmenntun eSa mikla reynslu af sambærilegum störfum. Rannsóknarfólki------• Talnaglöggu fólki í vinnslu fjölmiSla- og markaSsrannsókna, einstaklingum sem vilja kryfja samfélagiS og hegSun fólks til mergjar. Textasmiðum-----------• Hugmyndaríkum og skapandi einstaklingum sem hafa gott vald á íslensku. Reynsla af textagerS, blaðamennsku eða ritstörfum skilyrSi. Ef þú telur þig styrkja þennan hóp og langar til að vinna með skapandi fólki á skemmtilegum vinnustað — sendu inn umsókn merkta „Liðsstyrkur" til Hvfta hússins, Brautarholti 8, pósthólf 5194, 125 Reykjavík eSa á netfangið: hvitahusid@hvitahusid.is H V í T A H Ú S I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.