Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður SP-fjármögn unar jókst um 50% HAGNAÐUR eignarleigufyrirtækis- ins SP-fjármögnunar var 105,4 millj- ónir króna á síðasta ári, en hagnaður var 70,2 milljónir króna árið áður. Eigið fé félagsins í árslok nam 734,4 milljónum króna, en nam 397,4 millj- ónum króna í árslok 1998. Hlutafé félagsins nam í árslok 400 milljónum króna samkvæmt sam- þykktum félagsins, en í desember 1999 var hlutafé félagsins aukið um 150 milljónir. Hlutafé að nafnverði 129,2 millj. kr. var innborgað á geng- inu 1,59 en hlutafé að nafnverði 20,8 millj. kr. var óselt í árslok. í árslok 1999 skiptist hlutafé fé- lagsins á 25 hluthafa og áttu 4 hlut- hafar 10% eða stærri eignarhluta í fé- laginu, en þeir eru: Sparisjóðabanki íslands hf. 29,3%, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 18,7%, Sparisjóður Hafnarfjarðar 11,2% og Spai-isjóður vélstjóra 10,7%. Stjóm félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður vegna ársins 1999. Hreinar vaxtatekjur félagsins, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxta- gjöldum, námu 265,7 milljónum króna á árinu 1999 en voru 200,4 milljónir á árinu 1998. Aðrar rekstr- artekjur voru 70,2 milljónir króna, eða 24,5 milljónum króna hæm en ár- ið áður. Framlag í afskriftareikning var 74,4 milljónir króna og hlutfall af- skriftareiknings af útlánum er 3,0% samanborið við 2,7% í árslok 1998. Hagnaður ársins svarar til þess að arðsemi eigin íjár félagsins hafi verið um 24,8% á árinu 1999 samanborið við 24,6% á árinu 1998. Samkvæmt efnahagsreikningi hafa útlán félags- ins aukist um 34,2% frá árinu áður. Lántaka jókst á sama tíma um 42,6%. Eiginfjárhlutfall reiknað út sam- kvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði nemur 13,4%, en hlutfallið var 11,5% í árslok 1998. Aðalfundur SP-fjármögnunar hf. verður haldinn á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 9. mars nk. Myndfundaþjónusta Landssímans Mikil aukning' á notkun „ÞAÐ hefur aukist mjög upp á síðkastið að fyrirtæki óski eftir að brúað sé á milli funda sem þau halda innanlands. Með því spara þau sér bæði tíma og í sumum til- fellum peninga," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstöðumaður gagnalausna hjá Landssíma Is- lands í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að einnig hafi verið mikill vöxtur í fjarkennslu, og svo sé sífellt að aukast að verið sé að halda fjarfundi með aðilum úti í heimi. Með stöðugri eflingu fjar- skiptakerfis Símans eru gæði myndfunda orðin meiri en áður, og eru þeir því raunhæfari kostur fyr- ir þá sem vilja spara tíma og ferða- kostnað. „Nú er líklega komin upp full- komin myndfundaaðstaða á rétt tæplega 100 stöðum í landinu, en það þýðir að sett hefur verið upp sjónvarpstæki og góð myndavél eða myndavél og PC-tölva sem einnig þekkist," segir Sævar. Hann segir að áður hafi einn starfsmaður séð um þjónustuna, en nú er verið að ráða annan til slíkra starfa en sá sem fyrir er mun sinna frekar tæknimálum mynd- fundaþjónustu. Einnig er sérstak- ur markaðsfulltrúi sem sinnir markaðssetningu þjónustunnar. Lockhart sagður munu yfírgefa AT&T H. EUGENE Lockhart, forstjóri neytendaþjónustu bandaríska síma- fyrirtækisins AT&T, er sagður vera á förum frá fyrirtækinu til að taka þátt í stofnun lítils tæknifyrirtækis, þó hann hafí aðeins verið hjá AT&T í um eitt ár. Búist er við að tilkynnt verði bráðlega hvað Lockhart á að gera hjá hinu nýja fyrirtæki, sem verið er að stofna með hjálp nokk- urra áhættufjármagnsaðila í Banda- ríkjunum, en Lockhart mun að sögn eignast verulegan hlut í fyrirtækinu. Ástæða sinnaskipta Lockhart mun vera von um það rflddæmi sem eign- arhlutur í nýjum fyrirtækjum í tækni- og netgeiranum getur gefið af sér. Lockhart hafði verið ráðinn til símarisans til að snúa rekstri neyt- endaþjónustudeildarinnar, sem velti um 1.600 milljörðum króna á sein- asta ári en hefur búið við samdrátt í tekjum, til betri vegar. Hann er einn nokkurra stjómenda AT&T sem nýverið hafa yfirgefið stórfyrirtækið. Samstarf á verð- bréfamarkaði HELSTU aðilar á íslenskum verðbréfamarkaði hafa tekið höndum saman um sérstakt sam- starfsverkefni sem snýr að fram- þróun markaðarins. Aðilar að verkefninu era Versl- unarráð íslands, viðskiptaráðun- eytið, Fjármálaeftirlitið, Verð- bréfaþing íslands, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssam- tök lífeyrissjóða. Hefur Verslun- arráð umsjón með verkefninu. Að sögn Jóns Sigurðssonar, rekstrarhagfræðings og ritara verkefnisstjórnar, er markamiðið með verkefninu að stuðla að trú- verðugleika eg samkeppnishæfni íslensks verðbréfamarkaðar þannig að hann geti gegnt sem best hinu mikilvæga hlutverki sínu sem hluti af atvinnulífínu. í því skyni hefur verkefnis- stjórnin sett á laggirnar fjóra málefnahópa, skipaða fulltrúum af verðbréfamarkaðinum. Málefn- in sem hóparnir skipta á milli sín eru samkeppnishæfni verðbréfa- markaðarins, starfshættir mark- aðarins, skráningarkröfur, upp- lýsingaskylda og yfirtökureglur, og markaðssetning til fjárfesta. Jón segir ástæður þess að farið var af með verkefnið þær að framþróun markaðaiins hafi ver- ið hröð á íslandi að undanförnu og margvísleg viðfangsefni á því sviði vakið umræður. Flestum sé orðið ljós hversu mikilvæg þessi þróun sé fyrir efnahag og Hfskjör í landinu. Samstarfsaðilarnir hafi því verið þeiiTar skoðunar að miklu máli skipti að þeir sem byggju yfir reynslu og sérþekk- ingu gætu haft sameiginleg áhrif á þróunina og lagt málefnalegan skerf, einmitt meðan verðbréfa- markaðurinn væri í örri mótun og vexti. Næsta sumar er ráðgert að árangur verkefnisins verði met- inn og frekari áfangi í samstarf- inu ákveðinn. ERLENT Rússneskir hermenn neyta matar síns. Herinn býr sig nú undir að ráðast á skæruliða tsjetsjena í gljúfrunum Argun og Vedeno í fjalllendinu í suðurhluta Tsjetsjníu. Harðir bardagar í Suður-Tsj etsj níu Kabúl, Nazran, Rússlandi. AP, AFP. RUSSNESKAR hersveitir höfðu í gær náð bænum Itum-Kale, um 70 km suður af höfuðborg Tsjetsjníu, Grosní, á sitt vald. Bærinn þykir vegna legu sinnar gegna hernaðar- lega mikilvægu hlutverki og héldu harðir bardagar milli hersveita Rússa og tsjetsjneskra uppreisnar- manna áfram í gærdag. Itum-Kale er í Argun-gljúfri í fjalllendi Suður-Tsjetsjníu, sem upp- reisnarsveitirnar hafa hórfað til. Rússneskar hersveitir reyna hins vegar nú að ná yfirhöndinni þar, í því skyni að koma í veg fyrir að atburð- arás fyrra Tsjetsjníustríðsins, 1994- 1996, endurtaki sig. Þá tókst upp- reisnarmönnum að hörfa til fjalla, mynda fylkingar og ná Grosní á ný með áhlaupi. Rússar segjast hafa einangrað gilin þar sem á að giska 8000 skæraliðar eru sagðir leynast og era hersveitir þeirra að búa sig undir áhlaup. Herinn fínkembdi í gær þorp við rætur fjalllendisins í leit að felustöðum skæruliða og þá vora njósnaflugvélar notaðar til að kortleggja búðir uppreisnarmanna. Um 70 loftárásir vora gerðar á búðir uppreisnarmanna í Suður- Tsjetsjníu á mánudag, að sögn yfir- stjómar rússneska hersins, í stað um 100 áður. Búist er hins vegar við að loftárásum fjölgi á ný í kjölfar bættr- ar þekkingar á nýjum vamarvirkjum uppreisnarmannanna. En herinn býr sig nú undir umfangsmiklar að- gerðir í fjöllunum, að því er hers- höfðinginn Viktor Barsúkov sagði í viðtali við NTV-sjónvarpstöðina. „Aðalmarkmiðið er að hindra að skæraliðai-nir hafi rými til hernað- ar,“ sagði Barsúkov. í þessum til- gangi hafa bílar í þorpum í nágrenni Itum-Kale verið gerðir upptækir og skráðir til að reyna að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn notfæri sér þá við árásir sínar. Þá hafa þeir sem granaðir eru um að vera í vitorði með uppreisnarmönnum verið settir í gæsluvarðhald. Islenskur lögreglumaður í Kosovska Mitrovica Þj óðahatur en ekki ney ð hj á fólki TVEIR íslenskir lögreglumenn, þeir Guðmundur Ásgeirsson frá Reykjavík og Jón Kr. Valdimarsson frá Akureyri, hafa frá því í október sinnt löggæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna borginni Kosovska Mitro- vica í Kosovo. Mikil spenna hefur verið milli Albana og Serba í borg- inni frá því í byijun febrúar er gerð var handsprengjuárás á rútu í eigu SÞ, einnig urðu þar hörð átök um sl. helgi. Rætt var við Guðmund í síma í gær og sagði hann að ætlunin væri að fjölga á næstu dögum í fjölþjóð- lega lögregluliðinu vegna átakanna að undanförnu. „Við tveir höfum það gott hórna og höfum ekki verið beinlínis í neinni hættu en ástandið í borginni hefur auðvitað verið slæmt. Hér í Kosovo munu nú vera eitthvað yfir 2000 erlendir lögreglumenn og þar af um 280 í Mitrovica og héraðinu umhverfis hana. Um 150 eru í sjálfri borginni og þá eru meðtaldir stjórn- endur og skrifstofumenn. Við erum vopnaðir en hér er mikið herlið úr röðum KFOR og þeir eru kallaðir til þegar um vopnaviðskipti er að ræða. Okkur er aðeins ætlað að sinna almennri löggæslu, göngum vaktir eins og heima.“ Hann sagði að Serbarnir byggju allir í norðurhlutanum, Albanar flestir í suðurhlutanum en tvær ár skipta borginni. Líklega byggju um 20 þúsund manns í norðurhlutanum en mun fleiri í albanska hlutanum. „Allmargir Albanar búa í litlu hverfi innan um Serbana í norður- hlutanum og þeir hafa ekki fengið að nota skóla þar, þeir hafa því orð- ið að fara með börnin á hverjum morg^ni yfir árnar í skóla. Oft eru það mæðurnar sem fara með þeim. Ástandið er mjög viðkvæmt hér og erfitt að sjá lausn og ég held að Sameinuðu þjóðirnir og erlenda herliðið eigi eftir að vera hérna í fjöldamörg ár.“ Hann sagði aðspurður að borg- araleg yfirvöld í báðum hverfunum virtust yfirleitt hafa sæmilega stjórn á málum en þegar til veru- legra átaka kæmi réðu þau hins vegar ekki við neitt. Hatrið væri mikið milli þjóðarbrotanna og það ætti sér djúpar rætur. „En ég vil taka það fram að okkur og öðrum erlendum lögreglumönn- um er ekki sýnt nema gott viðmót hér, deilurnar eru milli Albananna og Serbanna og við tökum auðvitað enga afstöðu íþeim.“ Guðmundur og Jón búa í fjölbýlis- húsi í serbneska hlutanum og sagði hann að ágætlega færi um þá. Hins vegar væri ekki gott að búa í al- bönskum húsum í borgarhlutanum vegna þess að mikið væri um að brotist væri þar inn og öllu stolið. „Á sunnudaginn var kveikt í húsi Albana, þar Ieigði einn af lög- reglumönnunum. Hann var í vinn- unni en missti allt sitt.“ Guðmundur sagði að mikið hefði gengið á um helgina. Hvarvetna hefðu verið vopnaðir menn á ferli enda væri byssueign geysilega út- breidd, skotvopn á nánast hverju heimili. Þau væru talin nauðsynlegt haldreipi og vörn til að geta varist óvinunum, þ.e. Serbum eða Alb- önum eftir atvikum. Best að læra ekki tungumálin Hann sagði lögreglumennina hafa áttað sig á því fljótlega að best væri að læra ekki stakt orð í tungu- málum þjóðarbrotanna vegna þess að þá væri minni hætta á að valda misskilningi eða ögra fólki. Atvinnuleysi væri mikið og marg- ir hefðu ekki annað fyrir stafni en að ráfa um göturnar. Á hinn bóginn væri ekki neyð í héraðinu. Allir hefðu nóg að borða og nauðþurftum væri sinnt vegna mikils framlags hvers kyns alþjóðlegra samtaka og stofnana í Kosovo. Guðmundur sagði að hvorugur þeirra félaga hefði áður gegnt störfum af þessu tagi erlendis. Dan- ir væru með tuttugu lögreglumenn á svæðinu og hefðu þeir Jón unnið í danska hópnum. Ef þeir þyrftu á læknishjálp að halda eða annarri þjónustu gætu þeir notfært sér að- stöðu Dananna sem kæmi sér vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.