Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 42
£ 42 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LILJA
SIGHVA TSDÓTTIR
+ Lilja Sighvats-
dóttir fæddist í
Reykjavík 12. sept-
ember 1908. Hún lést
á heimili sínu, Hrafn-
istu, Hafnarfírði,
hinn 6. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Þóra
Sveinbjarnardóttir,
f. 27. ágúst 1883, d.
13. apríl 1954 og Sig-
hvatur Brynjólfsson,
f. 20. aprfl 1880, d. 1.
aprfl 1953. Systkini
Lilju eru Sveinbjörn,
f. 14. september
1905, d. 5. október 1958; Brynjólf-
ur, f. 14. september 1911, d. 12.
janúar 1943; Unnur, f. 6. desember
1914, d. 22. janúar 1935; Steinunn,
f. 11. desember 1916; Sigríður f.
11. desember 1916, d. 16. sama
mánaðar; Haukur, f. 7. júlí 1919, d.
2. desember 1936; Margrét, f. 28.
desember 1921.
Lilja giftist 2. október 1930,
Magnúsi B. Bjömssyni, vélstjóra,
f. 22. nóvember 1904, d. 10. desem-
ber 1986. Foreldrar hans voru
Björn Hallgrimsson, f. 21. febrúar
^ 1976, d. 27. september 1953 og k.h.
Stefanía Magnúsdóttir f. 7. sept-
ember 1978, d. 2. janúar 1916.
Börn Lilju og Magnúsar eru: 1)
Bjöm, vélfræðingrur, f. 15. septem-
ber 1932, kona hans er Sigrún
Kaaber, sjúkraliði, f. 11. nóvember
1932. Böm þeirra eru: a) Magnús
Björn, prestur, f. 27. nóvember
1952. K.h. er Guðrún Dóra Guð-
mannsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur, f. 17. nóvember 1954. Þeirra
böm em María, f. 12. janúar 1984,
Sigrún Elísa og Guömann f. 28. ap-
rfl 1988, Rebekka, f.
19. júlí 1990, b) Ragn-
ar Hallgrímur, ra-
feindavirkjameistari,
f. 7. mars 1958. Dætur
hans og Kristínar
Jónasdóttur eru Ing-
unn Anna, f. 2. mars
1982 og Guðný Ragna,
f. 5. nóvember 1989, c)
Sigrún Birna, ís-
lenskufræðingur og
kennari, f. 30. desem-
ber 1970. Dóttir
Bjöms og Arnþrúðar
H. Jóhannsdóttur er
Heiðrún, sjúkraliði, f.
2. febrúar 1952. Eiginmaður henn-
ar er Rafn Sverrisson, f. 30. júlí
1952. Börn þeirra eru Rúnar Öm,
f. 26. júní 1969, Snorri Öm, f. 15.
janúar 1974, Heiðrún, f. 28. janúar
1976 og Sverrir Örn, f. 26. apríl
1982. 2) Stefán Unnar, vélstjóri, f.
16. desember 1935. K.h. er Berg-
rún Jóhannsdóttir, snyrtifræðing-
ur, f. 9. nóvember 1933. Synir
þeirra eru: a) Friðrik Þorgeir, lög-
fræðingur, f. 1. maí 1955. K.h. er
Margrét Hafdís Hauksdóttir,
deildarstjóri, f. 27. ágúst 1956.
Sonur þeirra er Elvar Örn, f. 11.
nóvember 1989, b) Unnar Öm,
kjötiðnaðarmaður, f. 12. júlí 1962.
Maki er Ólöf Þorvaldsdóttir, versl-
unarmaður, f. 3. maí 1962 og eiga
þau tvær dætur, Heiðrúnu Rut, f.
28. september 1989 og Erlu Dögg,
f. 15. maí 1996, c) Magnús Bjarki,
flugmaður, f. 26. maí 1965, maki
hans er Unnur Guðrún Pálsdóttir,
sjúkraþjálfari, f. 11. desember
1970 og eiga þau einn son, Pál
Stefán, f. 20. mars 1998, 3) Stefan-
ía, kennari og ferðafræðingur, f.
Kveðja til langömmu.
Svo viðkvæmt er lífíð sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum,
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Hvíl í friði, elsku langamma.
Þinn
Torfí Geir.
Ég beið þín lengi, lengi mín liljan fríð,
stillti mína strengi gegn stormum og hríð,
ég beið þín undir björkunum í bláskógar-
hlíð.
Loksins hefur amma okkar fengið
hvíldina.
Ekki þykir okkur ólíklegt að afi sé
búinn að syngja fyrir hana ljóðið
hans Davíðs Stefánssonar, enda
búinn að bíða í rúm 13 ár eftir að hún
kæmi til hans.
Ef til vill var hugurinn hennar
löngu farinn til hans - hann virtist
horfinn okkur.
Þau voru einstaklega samrýnd, afi
og amma, og nú er hann búinn að
endurheimta hana og þau öll saman
aftur; afi, amma, Maggi Binni og
Sjöfn.
Það hafa heldur betur orðið fagn-
aðarfundir! Fyrir okkur, sem eftir
erum, er söknuðurinn mikill. Sem
betur fer eigum við allar góðu minn-
ingarnar að ylja okkur við. Allt það
skemmtilega sem mátti gera á Haga-
melnum, t.d. að klæða sig í fötin
hennar ömmu, nota skartið hennar,
mála sig, teikna undir eldhúsborðið,
sofa á sólstól við hliðina á rúminu
þeirra ömmu og afa, tína rifsber,
„spássera á fortóvinu“ og fleira og
» fleira. Hún var svo sérstök mann-
eskja hún amma, virtist alltaf miklu
yngri en árin sögðu til um. Það geta
sennilega ekki allar ömmur kennt
bamabömunum að sippa í kross,
þegar þær em komnar á áttræðis-
aldur! En þetta gat hún amma. Hún
var líka alltaf svo mikil dama, vel til
höfð, snyrt og máluð með lakkaðar
neglur og í fínum fötum. Hún var
ótrúleg! Aldurinn virtist ekkert
vinna á henni fyrr en hún lenti í
slæmu slysi tæplega 77 ára gömul en
seiglan hefur verið ótrúleg allar göt-
ur síðan.
Við emm þakklátar fyrir að hafa
átt hana að og vitum að henni líður
vel núna.
Elsku mamma, Búbbi og Unnar.
Ykkar söknuður er mestur, en
kannski geta þessi orð verið ykkur
einhver huggun.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um. Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta, ég er svo nærri að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur þótt látinn mig hald-
ið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð-
um hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóss-
ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í
gleði ykkar.
(Höf.óþ.)
Við kveðjum ömmu Lilju með
þakklæti og virðingu. Megi hún hvfla
í friði.
Anna Lilja, Bryndís og Edda.
Þá em þau sameinuð á ný sóma-
hjónin sem lengst af ævinnar bjuggu
börnum sínum og afkomendum
heimilið fallega að Hagamel 17 í
Reykjavík. Við kveðjum Lilju ömmu
í dag, vitandi að Magnús afi tekur á
móti henni hinum megin, af sömu
hlýjunni og einkenndi allt þeirra
samband. Hún er hvfldinni eflaust
fegin og glímdi af þrautseigju við
langa bið eftir að fá að hitta hann aft-
ur.
Lilja helgaði h'f sitt fjölskyldu
sinni og heimili og það var mikils
virði fyrir bömin að eiga hana alltaf
að heima þegar þau vom að vaxa úr
grasi. Þegar hugsað er til baka, era
þær dýrmætar minningarnar um
stóra samhenta fjölskyldu sem
reglulega hittist hjá afa og ömmu og
voru fjölskylduhátíðir um jól og ára-
mót þar engu líkar. Þar áttu fastar
hefðir og siðir sinn stóra þátt í að
gera þessar stundir svo ógleyman-
legar. Mikið sungið og maturinn
hennar Lilju ömmu öðmm betri. Þar
framkallaðist það besta sem bindur
fólk fjölskylduböndum og Lilja hélt
af alúð utan um ungahópinn sinn.
Við kveðjum því Lilju með söknuði
því hún var okkur svo góð sem móðir,
29. maí 1942. Eigimaður hennar er
Guðjón Torfi Guðmundsson, verk-
fræðingur, f. 10. febrúar 1943.
Börn þeirra eru: a) Anna Lilja,
leikskólastjóri, f. 26. febrúar 1968.
Sonur hennar og Símonar Bjarna-
sonar er Torfi Geir, f. 9. maí 1989,
b) Bryndís Lára, flugmaður, f. 10.
desember 1971, c) Torfí Geir, f. 3.
desember 1973, d. 28. ágúst 1977,
d) Vilborg Edda, ferðafræðingur,
f. 22. febrúar 1976. 4) Magnús
Brynjólfur, verkamaður, f. 26. maí
1945, d. 11. júní 1989. K.h. er Júlía
Hannam, viðskiptafræðingur, f.
30. október 1951. Þau skildu. Dótt-
ir Magnúsar Brynjólfs og Ólafíu
Kristínar Sigurðardóttur er Lilja,
f. 1. febrúar 1965. Eiginmaður
hennar er Skarphéðinn Ólafsson,
f. 11. nóvember 1962. Börn þeirra
em Ólafur Kristinn, f. 28. ágúst
1988, Sunna Björk, f. 30. janúar
1991 og íris Dögg, f. 15. júlí 1997.
Dóttir Magnúsar Brynjólfs og Sol-
veigar Pétursdóttur er Ingunn
Péturs, flugfreyja, f. 7. nóvember
1971. 5) Sjöfn, f. 10. september
1948, d. 28. janúar 1995. Eigin-
maður hennar, Sigurður Viggó
Kristjánsson, flugstjóri, f. 28. maí
1946. Dóttir þeirra er Svandís
Unnur, f. 10. aprfl 1984.
Lilja fæddist og ólst upp í
Reykjavík. Eftir bamaskóla gekk
hún í Lýðskólann í Bergstaða-
stræti 3, einnig kenndur við Isleif
Jónsson, og vann síðan við af-
greiðslustörf þar til hún gifti sig.
Magnús og Lilja bjuggu fyrst við
Ljósvallagötu og Leifsgötu en
byggðu sér ibúð að Hagamel 17,
sem varð heimili þeirra í 40 ár og
helgaði Lilja sig heimili og börnum
lengst af. Hún rak heimagistingu í
mörg ár en vann einnig í Melaskól-
anum í nokkur ár.
Útför Lilju fer fram frá Garða-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
tengdamóðir, amma og langamma.
Blessuð sé minning hennar. Hvíli
hún í guðs friði.
Unnar, Rúna og ijölskyldur.
Óttistekkielli,
þér íslands meyjar!
þó fagra hýðið hvíta
hrokkniogfólni,
ogbrúnalogiðílampa
ljósunum daprist,
ogverðirósirvanga
aðvisnuðumliljum.
Þetta upphafserindi í undurfallegu
erfikvæði Bjama Thorarensens um
látna heiðurskonu leitar á hugann
þegar ég nú kveð með nokkram orð-
um kæra vinkonu, Lilju Sighvats-
dóttur, sem lést í hárri elli 6. febrúar
sl. eftir langan og síðast strangan
ævidag. Þetta kvæði, sem mér finnst
ekki aðeins ort um ákveðna konu
heldur sem óður til allra íslenskra
kvenna og holl ábending, á einkar vel
við um Lilju, sem bauð ellinni birg-
inn og hélt glæsilegu útliti og reisn
svo af bar fram á háan aldur. Hún lét
sér líka annt um útlitið og varðveitti
guðsgjafirnar, fríðleika og fallegt
vaxtarlag, af kostgæfni og það var
tekið eftir henni hvar sem hún fór.
En fleira prýddi hana en fagurt útlit,
því hún var einstök blanda af hefðar-
konu, hversdagshetju og glæsidömu.
Lilja og Magnús bjuggu á Haga-
mel 17 þegar ég á bamsaldri varð
heimagangur hjá þeim, en við Níní
dóttir þeirra eram æskuvinkonur.
Þar bjuggu þau „stórbúi" í einu af
fallegustu húsunum í vesturbænum.
Lilja var óumdeildur bóndi á þvi búi
og stjórnaði af röggsemi. Magnús
var vélstjóri til sjós fyrstu búskapar-
ár þeirra og fól því Lilju stjómina og
fannst fara vel á því. Alla tíð var sam-
vinna þeirra og sambúð farsæl og
Magnús leit upp til konu sinnar í að-
dáun og ástúð. Á þessu stóra búi var
mikið húsrúm, margar vistarverur,
en þar var ekki síður mikið hjartar-
úm og alltaf virtist hægt að bæta við
og hýsa fólk um lengri eða skemmri
tíma. Þar var viðkomustaður vina og
vandamanna og þar bauð Magnús
upp á eðalkaffi, sem var engu líkt. En
mitt í öllum þessum önnum var alltaf
tími til að gleðjast og fagna, því Lilja
og Magnús vora gleðifólk, buðu
gjarnan til veislu og veittu vel. Þetta
vora fjörugir fagnaðir og söngur í
hávegum hafður. Öll árin á Haga-
melnum var líka haldin fjölskylduhá-
tíð á jóladag. Á þessum áram sýndi
Lilja ótrúlega útsjónarsemi og ráð-
deild og stundaði ýmsar „aukabú-
greinar" til að drýgja tekjur heimil-
isins. Hún var feiknarlega
hugmyndarík og hafði ráð undir rifi
hverju. Hún var vísindaleg í hugsun,
gerði allskonar tilraunir og í eldhús-
inu hennar gerðust ótrúlegustu hlut-
ir. Eldhúsið var ekki stórt, en vinsæll
fjöldasamkundu með ört stækkandi
hópi barna, tengdabama og barna-
barna. Ennþá kemur þessi stóra fjöl-
skylda saman á jóladag en núna
heima hjá Níní og Torfa.
Eftir lát Magnúsar 1986 fór að
halla undan fæti hjá Lilju. Þau höfðu
þá nýlega fest kaup á húsnæði í fal-
legu húsi verslunarmanna við
Hvassaleiti 56, þar sem þau ætluðu
að njóta ævikvöldsins. En vistin þar
varð ekki löng og Lilja flutti 1992 á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Dvöl hennar
þar síðustu árin er kapítuli út af fyrir
sig og full ástæða til að fjalla um
hana sérstaklega. Það var lærdóms-
ríkt og eftirminnilegt að heimsækja
hana þar og upplifa og skynja þá
hlýju, alúð og nærgætni sem starfs-
fólkið sýndi vistmönnum. Eg er
hrædd um að erfitt og óeigingjarnt
starf þessa ágæta fólks sé unnið af
hugsjón, sem oft er ekki metin að
verðleikum og víst er að það reiðir
ekki laun sín heim í þverpokum.
Lilja varð fyrir þeim þunga harmi
að missa yngri börnin sín tvö í blóma
lífsins en hin þijú sem lifa móður
sína era þessu góða fólki óendanlega
þakklát og finnst þau seint geta full-
þakkað þá frábæra umönnun sem
hún hlaut á Hrafnistu. Sjálf vora þau
ásamt mökum og börnum vakin og
sofin yfir velferð hennar. Þau pöss-
uðu upp á að alla daga liti einhver
ættingi til hennar jafnvel þótt
vitundin væri þverrandi og þau sáu
um að hún væri fallega klædd og
snyrt til hins síðasta. Ég sé Lilju fyr-
ir mér á ljósmynd frá sjötugsafmæli
hennar þar sem hún situr í blómahafi
í fallegu stofunni sinni á Hagamel
glæsileg og uppstrfluð og virðist ekki
degi eldri en fimmtug. Þannig minn-
ist ég hennar og þannig kveð ég
hana.
Búbba, Unnari og Níní og fjöl-
skyldum þeirra votta ég nú að leiðar-
lokum djúpa samúð. Þótt löngu væri
orðið tímabært að Lilja mín blessuð
fengi hvfldina og færi á fund Magn-
úsar, Magga Binna og Sjafnar, er
skilnaðarstundin samt sár og erfið.
Þau ylja sér nú við dýrmætar minn-
ingar.
Lilju kveð ég með þökk og virð-
ingu.
Þóra G. Möller.
Látin er í hárri elli heiðurskonan
Lilja Sighvatsdóttir. Leiðir okkar
lágu saman í rúma fjóra áratugi og
mættumst við upphaflega vegna vin-
áttui minnar og Sjafnar, dóttur henn-
ar. Örlögin höguðu því svo þannig að
samferð okkar Lilju varð lengri og
fundir tíðari en okkar Sjafnar.
í reisulegu húsi í nágrenni Mela-
skóla áttu Lilja og eiginmaður henn-
ar, Magnús Björnsson, heimili sitt
um árabil. Þeim varð fimm barna
auðið og yngst var dóttirin Sjöfn. í
fylgd hennar komum við vinkonurn-
ar reglulega í heimsókn á þetta glað-
væra og gestrisna heimili. Á mennta-
skólaáranum áttum við þama at-
hvarf og sama var hvenær við kom-
um og hversu mörg, móttökurnar
vora alla tíð höfðinglegar. Sjöfn dótt-
ir þeirra var langyngst systkina
sinna og vora þau hjón komin á miðj-
an aldur er við kynntumst. Vakti það
strax athygli allra sem þau umgeng-
ust hve ástfangin þau voru og sam-
band þeirra var traust og gefandi. Af
þeim stafaði hlýju og glaðværð, þau
nutu þess að dekra við gesti sína og
við flykktumst til þeirra í hópum og
sátum oft og lengi. Kynslóðabilið var
ekki til í þessum samskiptum og okk-
ur þótti sjálfsagt að koma til þeirra
við hátíðleg tækifæri eins og á stór-
hátíðum og fyrir árshátíðir. Stóðu
þau oft fyrir mannfagnaði og eru
mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón-
um, skartbúin og hátíðleg, húsmóðir-
in glæsilegust kvenna á staðnum og
Magnús við hlið hennar með aðdáun-
arblik í auga.
Og árin liðu. Sjöfn flutti vestur um
haf að loknum menntaskóla og sett-
ist þar að, en við vinkonur hennar
héldum áfram að koma á Hagamel-
inn til að njóta samvista og sam-
ræðna við þau Magnús og Lilju.
Þarna áttu þau fjölda góðra ára og
við skemmtilegar stundir með þeim,
sérstaklega þegar Sjöfn var í heim-
sókn. Alveg var einstakt að fylgjast
með sambandi þeirra hjóna, þau
vora alltaf sem eitt og nutu nærvera
hvor annars. Ekki komust þau þó
áfallalaust frá lífínu frekar en aðrir
og Magnús átti við veikindi að stríða
áður en hann lést árið 1986. Skömmu
áður slasaðist Lilja og náði sér aldrei
fyllilega eftir það. Eins og sambandi
þeirra hjóna var háttað var líka aug-
ljóst að lífið yrði erfitt því hjónanna
sem lengur lifði. Við lát Magnúsar
var sem lífsgleðin og viljinn hyrfi
Lilju. Ótímabært andlát yngsta son-
ar þeirra, Magnúsar, árið 1989, setti
líka djúp spor í sálu hennar og um
svipað leyti byrjaði minnið að
þverra.
Síðustu árin sem hún lifði var ver-
öldin henni fjarlæg og naut hún þá
umhyggju og ástúðar fjölskyldu
sinnar og starfsfólks Hrafnistu í
Hafnarfirði. Ekki er því ljóst hvort
hún skynjaði hið mikla áfall sem fjöl-
skyldan varð fyrir er Sjöfn, dóttir
hennar, lést langt um aldur fram árið
1995. Fyrir hönd okkar vinkvenn-
anna vil ég kveðja þessa heiðurskonu
og þakka henni ómetanlega vináttu
og skemmtileg kynni. Fjölskyldunni
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigþrúður Guðmundsdóttir.
+
Eiginmaður minn,
PÁLL V. ÓLAFSSON,
frá Dagverðartungu,
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, aðfaranótt mánudagsins 14. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hulda Snorradóttir.
+
Okkar elskaði sonur, bróðir, barnabarn og
faðir,
KNÚTUR STEINAR,
Laugarnesvegi 74,
Reykjavík,
lést föstudaginn 4. febrúar.
Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 18. febrúar og hefst kl. 13.30.
Steinunn Ólafsdóttir Eðvarð T. Jónsson
og fjölskylda, og fjölskylda.