Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 11
FRÉTTIR
A
Alit fjármálaráðuneytisins á breytingum á skattlagningu lífeyristekna
Ekki forsendur til að
breyta núgildandi tilhögun
Samanburður á nýju og núverandi kerfi miðað við 10% iðgjald í lífeyrissjóð
Iðgjald í lífeyrissjóð 10% Núverandi skattkerfi Nýtt skattkerfi
Starfsævl frá 25 til 65 ára Úr Frá SAMTALS Úr Frá SAMTALS
WCYTID Q CO/. lífeyrissj. sparnaði lífeyrissj. sparnaði
Greiðslutími 10 ár 1.617.099 852.771 2.469.870 1.969.922 0 1.969.922
Greiðslutími 15 ár 1.245.491 611.286 1.856.777 1.412.135 0 1.412.135
Greiðslutími 20 ár 1.062.403 491.980 1.554.383 1.136.527 0 1.136.527
X/CYTID R f\OL.
Greiðslutími 10ár 2.316.979 1.242.673 3.559.652 2.866.441 0 2.866.441
Greiðslutími 15 ár 1.795.355 915.581 2.710.936 2.111.946 0 2.111.946
Greiðslutími 20 ár 1.542.117 755.917 2.298.034 1.743.654 0 1.743.654
Núgildandi skattlagn-
ingarkerfí er hagstæð-
ara lífeyrisþegum en
nýtt kerfí þar sem ið-
gjöld til sjóðanna eru
skattlögð en lífeyrir
undanþeginn skatti. I
samantekt Hjálmars
Jónssonar kemur fram
að það er þó háð því að
menn leggi til hliðar.
EKKI eru lögfræðilegar, trygginga-
fræðilegar eða tölfræðilegar forsend-
ur til að breyta núgildandi tilhögun
um skattlagningu lífeyrisgreiðslna, að
mati fjármálaráðuneytisins, en Félag
eldri borgara í Reykjavík telur tekju-
skattsgreiðslu af vaxtahluta lífeyris-
greiðslna vera stjómarskrárbrot.
í minnisblaði ráðuneytisins af
þessu tilefni segir að tilhögun skatt-
lagningar tekna úr lífeyrissjóðum
samrýmist fylliiega skattlagningar-
ákvæðum og jafnræðisreglu stjómar-
skrárinnar. Hún sé auk þess studd
tiyggingarfræðilegum rökum, þar
sem lífeyrissjóðimir gegni mikilvægu
hlutverki í lífeyristryggingakerfi
landsmanna en séu ekki einungis sér-
stakt spamaðarform og tölfræðilegir
útreikningar bendi einnig til þess að
núverandi skattlagningarkerfí lífeyr-
isgreiðslna sé lífeyrisþegum mun
hagstæðara en ef tilhöguninni væri
breytt.
Fram kemur að samkvæmt út-
reikningum Talnakönnunar hf. em
ráðstöfunartekjur á starfsævinni
hærri miðað við núverandi kerfi, en
elllífeyrir verður hins vegar hærri í
nýju kerfi, þar sem iðgjald til lífeyris-
sjóðs er ekki undanþegið tekjuskatti,
10% fjármagnstekjuskattur er tekin
af ávöxtun í lífeyrissjóði, en ellilífeyr-
irinn undanþeginn sköttum. Sam-
kvæmt núgUdandi kerfi em inn-
greiðslur í lífeyrissjóði undanþegnar
sköttum, eins og kunnugt er, ávöxtun-
in er undanþegin fjármagnsteiqu-
skatti, en greiðslur úr lífeyrissjóðum
skattlagðar með sama hætti og launa-
tekjur. Þegar frjálsum spamaði hefur
hins vegar verið bætt við, sem nemur
hagræðinu af því að lífeyrisiðgjöld em
ekki skattlögð við inngreiðslu í sjóð-
ina verða ráðstöfunartekjur sam-
kvæmt núverandi kerfi hærri. Þannig
kemur út að miðað við 10% iðgjald í
lífeyrissjóð, fjöratíu ára inngreiðslu-
tíma, 3,5% ávöxtun og 15 ára út-
greiðslutíma verða ráðstöfunartekjur
úr núverandi kerfi 1.245 þúsund krón-
ur á ári, en í nýju kerfi yrðu þær 1.412
þúsund krónur. Þegar hins vegar
tekjunum af frjálsa spamaðinum er
bætt við hækka ráðstöfunartekjumar
í 1.857 þúsund krónur á ári eða rúm-
lega 30% hærri en greiðslur úr nýju
kerfi næmu.
I minnisblaði ráðuneytisins segir
einnig að ráðuneytið telji að lög um
fjármagnstekjuskatt nr. 97/1996 mis-
muni ekki skattaðilum þannig að fari í
bága við jafnræðisreglu stjómar-
skrárinnar, enda séu allar lífeyris-
greiðslur skattlagðar á sama hátt og
ekki verði séð að tilteknum hópi sé
gert hærra undir höfði en öðrum.
Telur ráðuneytið að skattlagning
lífeyrisgreiðslna samrýmist fyllilega
breyttum ákvæðum stjómarskrár-
innar, þ.e. skattlagningarákvæði,
eignamámsákvæði og jafnræðisreglu
hennar.
„Það hlýtur fyrst og fremst að vera
háð pólitísku mati hverju sinni hvort
ástæða þykir til að undanþiggja til-
teknar greiðslur skatti eða skatt-
leggja með annarri prósentu en al-
mennt gildir, en ekki túlkun á
gildandi lögum um tekjuskatt og
eignaskatt og samræmi þeirra við
breytt ákvæði stjórnarskrárinnar.“
Varað við einföldun
Fjármálaráðuneytið varar jafn-
framt við of mikilli einfoldun í um-
ræðu um lífeyrissjóði og leggja lífeyr-
isspamað að jöfnu við annan spamað.
L£feyrissjóðii-nir gegni mjög mikil-
vægu hlutverki í lífeyristrygginga-
kerfi landsmanna.
,AImennt er ekki beint samband á
milli þeirra iðgjalda sem hver og einn
greiðir í lífeyrissjóð og þess lífeyris
sem hann fær síðan úr sjóðnum. Ör-
orkugreiðslur og aðrar tryggingar
vega sífellt þyngra í útgreiðslum líf-
eyrissjóða og þeir sem verða fyrir
skakkaföllum snemma á lífsleiðinni fá
eðlilega meiri greiðslur úr sjóðunum
en iðgjald þeirra og ávöxtun segja til
um. Þá ræður ævilengd mestu um það
hversu miklar ellilífeyrisgreiðslur
hver og einn fær úr viðkomandi líf-
eyrissjóði," segir einnig.
Þá segir ráðuneytið að iðgjöld laun-
þega í lífeyrissjóði hafi lengst af verið
skattfrjáls og iðgjöld launagreiðenda
alltaf. Þá greiði lífeyrissjóðir ekki
skatta af eignum sínum eða tekjum.
Það sé grandvallaratriði i allri skatt-
lagningu að allar tekjur séu skatt-
lagðar, annaðhvort þegar teknanna sé
aflað eða þegar þær komi til útborg-
unar sem lífeyrir. Annað gæti leitt til
misréttis. Þess vegna yrði nýtt kerfi
að gilda frá því innborgun iðgjalda
hæfist og þar til töku lífeyris lyki.
„Ekki er eðliiegt að þeir sem hafa
fengið iðgjald undanþegið frá skatti
njóti einnig ívilnunar í skatti við út-
borgun lífeyris. Breytt skattlagning,
þar sem lífeyrisspamaður yrði skatt-
lagður eins og almennur spamaður
og skattfrelsi iðgjalda afnumið, gæti
því ekki tekið til þeirra einstaldinga
sem hafa notið skattfrelsis af iðgjöld-
um hingað til, heldur einvörðungu til
þeirra sem væra að hefja greiðslur í
Mfeyrissjóði,“ segir ráðuneytið.
Samkvæmt upplýsingum frá Fé-
lagi eldri borgara í Reykjavík er ekki
að vænta viðbragða frá þeim við þess-
ari afstöðu ráðuneytisins fyrr en að
loknum stjómarfundi félagsins næst-
komandi mánudag.
Tilraunaakstur
hjá SVR
Þrír vagn-
ar verða
knúðir
vetni
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt tillögu meirihluta
stjórnar Strætisvagna Reykja-
víkur um að tilraun verði gerð
með að þrír vagnar verði knúð-
ir vetni.
í bókun minnihluta kemur
fram að ekki hafi fengist full-
nægjandi upplýsingar um fyr-
irhugað verkefni og að gögn
sem liggi fyrir veki fleiri
spurningar en svör. Óskað er
eftir sundurliðuðum upplýsing-
um um kostnað. Tekið er fram
að margt mæli með því að SVR
taki þátt í tilraunaverkefninu
og því sé brýnt að ýtarlegar
upplýsingar liggi fyrir.
Olíufélagið
Afgreiðslu-
stöð fyrir
tvígengisbíla
opnuð í lok
mars
OLÍUFÉLAGIÐ hf„ Esso,
stefnir að því að opna af-
greiðslustöð fyrir tvígengis-
bifreiðir á bensínafgreiðslu-
stöð sinni á Bíldshöfða í lok
mars næstkomandi.
Til stendur að flytja til
landsins í tilraunaskyni tut-
tugu Volkswagenbifreiðir,
sem ganga bæði fyrir metan-
gasi og bensíni, en metangasið
er framleitt hjá Sorpu hf„ sem
hefur ákveðið að kaupa tíu bif-
reiðanna. Efnamóttakan hf.
kaupir tvær, Reykjavíkurborg
sömuleiðis, Esso kaupir eina
og einni er óráðstafað.
Bent á átta hugsanlegar
staðsetningar fyrir flugvöll
Tillaga um 20 þús-
und manna byggð
í Vatnsmýrinni
VINNUHÓPUR Samtaka um betri
byggð hafa kynnt drög að svæðis-
skipulagi höfuðborgarsvæðisins
2000-2040, í skýrslunni „Nesið, þró-
un til vesturs". I tillögunni er áhersla
lögð á veralega þéttingu byggðar
vestan við Elliðaár, aðallega í Vatns-
mýrinni, en þar er gert ráð fyrir 20
þúsund manna byggð. Gert er ráð
fyrir að flugvöllurinn verði fluttur og
er bent á átta hugsanlega staði undir
nýjan flugvöll.
Efla skipulag til framtfðar
„Aðaltilgangur samtakanna er að
mæla fyrir því að efla skipulag til
lengri tíma, bæði að efni og gæðum,“
sagði Jóhann J. Ólafsson, forstjóri.
„Við höfum bent á að vandinn sé fyr-
ir vestan Elliðaár og að áríðandi sé
að endurreisa miðborgina." Benti
hann á að brýnt væri að taka sem
fyrst ákvörðun um framtíðarstað-
setningu flugvallarins í stað þess að
bíða til ársins 2016.
Örn Sigurðsson, arkitekt og höf-
undur skipulagstillögunnar, sagði að
dregið hafi verið í efa að 20 þúsund
manna byggð rúmaðist í Vatnsmýr-
inni en tillagan gerði ráð fyrir að það
yrði gert í tveimur áföngum á fjöra-
tíu árum. „Við höfum farið út í að
leggja fram rammadrög að því
hvernig byggðin gæti litið út. Það
þarf að fara vel með landið og það er
ekki hægt að gera nema þétta
byggðina. Það verður að hverfa frá
skipulagsháttum fyrri áratugar og
byggja borgir eins og þær hafa verið
byggðar gegnum alla menningarsög-
una í þúsundir ára. Það var horfið frá
þessari hefðbundnu aðferð í nokkra
áratugi eða mestalla tuttugustu öld-
ina. Það sem við leggjum til er að
Vatnsmýrin verði byggð upp sem
lokuð byggð.“
Forsendur tillögunnar era meðal
annars nýjar umferðaræðar að vest-
ari hluta nessins og að Hringbraut
verði að verulegu leyti neðanjarðar
frá Bústaðavegi að Melatorgi. Byggð
verði Fossvogsbraut og Hlíðarfótur
að hluta neðanjarðar og vegtenging
verði í framhaldi af Suðurgötu yfir
Skerjafjörð að Álftanesi. Auk þess er
gert ráð fyrir tengingu frá Bústaða-
Hugmynd að nýju skipulagi í Vatnsmýrinni. Gert er ráð fyrir að þar verði reist 20 þús. manna byggð á 40 árum.
Tillagan gerir ráð fyrir átta hæða byggingum og að bflageymslur verði neðanjarðar.
vegi um Öskjuhlíð að nýrri stofn-
braut um Ægisíðu til vesturs og
tengingu yfir Fossvog að Kópavogs-
höfn og Bessastaðanesi. Tillagan
nær til um 330 ha svæðis auk 20 ha
landfyllingar í Skerjafirði og er gert
ráð fyrir að 40-50% landsins verði
opið svæði. Lagt er til að byggingar
verði allt að 8 hæða og randbyggðar
og að götur liggi frá norðri til suðurs.
Bent er á átta staði fyrir flugvöll á
höfuðborgarsvæðinu en þeir era
Álfsnes, Geldinganes, Engey, Akur-
ey, Skerjafjörður og tveir staðir út af
Álftanesi, annar við mynni Skerja-
fjarðar en hinn út af Skógtjörn.
Fram kom að kanna þarf hvort þess-
ir staðir henta undir flugvöll. Loks
er bent á Kapelluhraun og Keflavík-
urflugvöll. „Við teljum mikilvægt að
vekja umræðu um flugvelli á höfuð-
borgarsvæðinu og knýjandi vanda-
mál borgarskipulags," sagði Örn.
„Það verður að leysa borgarskipu-
lagið hvað sem það kostar. Það má
ekki fresta því að taka á þeim vanda-
málum vegna þess að menn hafa ekki
fundið stað fyrir flugvöll eða geta
ekki ímyndað sér stað fyrir flugvöll
annarsstaðar en í Vatnsmýrinni."