Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 16. PEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
REKSTUR OG
ÞJÓNUSTA
SJÚKRAHÚSANNA
MÁLEFNI sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa verið í
stöðugri umræðu og endurskoðun síðustu einn til
tvo áratugi. Ekki sízt hefur hún snúizt um það, hvort
sameina ætti Landspítalann og Sjúkrahús Reykjavíkur
(áður Borgarspítalann) í eitt stórt, ríkisrekið hátækni-
sjúkrahús, en það var tillaga erlends ráðgjafarfyrirtæk-
is. Sú sameining hefði í för með sér sparnað fyrir lands-
menn og tryggði læknum beztu aðstöðu og aðgang að
nýjustu hátækni í læknavísindum. Ráðgjafarfyrirtækið
taldi enga þörf á því fyrir jafn fámennt þjóðfélag og það
íslenzka, að reka tvö hátæknisjúkrahús vegna mikils
kostnaðar.
Um það bil áratug síðar og eftir ýmsar kúvendingar í
málefnum sjúkrahúsanna í höfuðborginni, m.a. með sam-
einingu Landakotsspítala og Borgarspítala, verður ekki
betur séð en að unnið sé að sameiningu stóru sjúkrahús-
anna nú um stundir. Allavega er það stefnumörkunin en
talsvert vatn á eftir að renna til sjávar áður en samein-
ingunni verður endanlega komið á.
Að undanförnu hefur læknastéttin látið til sín heyra
um málefni nýja, sameinaða spítalans. I fyrsta lagi hafa
komið fram hugmyndir um, að hann verði ekki aðeins
sjúkrahús til lækninga heldur einnig háskólastofnun, há-
skólasjúkrahús, þar sem fram fari kennsla og rannsókn-
arstörf. Með þessari skipan er ætlast til, að Háskóli ís-
lands komi að rekstrinum og greiði hluta hans. Ástæðan
er sú, að fjárveitingum til grunnrannsókna er ábótavant
eins og kom fram í viðtölum hér í blaðinu við prófessora
læknadeildar nýlega. Sumir þeirra gera ráð fyrir, að at-
vinnulífið og áhættufjárfestar leggi fé í auknum mæli til
grunnrannsókna á næstu árum og hvatti Morgunblaðið
tilþíess í leiðara í kjölfarið.
I öðru lagi sendu Læknafélag íslands og Læknafélag
Reykjavíkur frá sér sameiginlega yfirlýsingu fyrir helg-
ina, þar sem þeirri skoðun er lýst, að nauðsynlegt sé að
mörkuð verði opinber stefna í sameiningarferli spítal-
anna, sem þegar sé í gangi. Lýsa læknafélögin þeirri
skoðun sinni, að núverandi húsnæði spítalanna sé óhent-
ugt til sjúkrahúsreksturs og að stefna beri að byggingu
nýs sjúkrahúss, sem rúmi starfsemi Landspítala og
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Hvað sem segja má um þá tillögu læknafélaganna, að
ný bygging sé æskileg fyrir sameinaða starfsemi sjúkra-
húsanna, þá hefur framtíðarskipan þessara mála komizt
á dagskrá á nýjan leik. Það er aðeins af hinu góða, að vit-
ræn umræða fari fram í landinu um hvað sé bezt og hag-
kvæmast fyrir landsmenn í þessum efnum og sem tryggi
öllum aðgang að þeirri miklu byltingu sem þegar er orðin
og er fyrirsjáanleg í meðferð og lækningu sjúkdóma.
í þeim efnum má ekki láta hagsmunagæzlu heilbrigðis-
stétta villa um fyrir forustumönnum þjóðarinnar heldur
taka mið af þörfum fólksins til langrar framtíðar.
Morgunblaðið hefur um árabil hvatt til þess, að mótuð
verði langtímastefna í málefnum sjúkrahúsanna í
Reykjavík, en þar verði gengið út frá því, að allir eigi
jafnan aðgang að þjónustu þeirra, jafnt fátækir sem rík-
ir, enda er um það sátt í samfélaginu. Samt mætti að því
huga, hvort ekki væri rétt að efla blandað kerfi í ein-
hverri mynd í heilbrigðisþjónustunni án þess að það
kæmi niður á þeim, sem minna mega sín. Slík hugmynd
hefur m.a. komið fram í tillögum lækna og læknasamtaka
að undanförnu.
í yfirlýsingu læknafélaganna í Reykjavík, sem áður er
vikið að, kemur fram að flytja þurfi verkefni frá sjúkra-
húsunum til læknastöðva og heilsugæzlustöðva eða
læknastofa og tengja þá starfsemi sjúkrahúsunum á
þann hátt að nýta megi frekar til kennslu og rannsókna.
Formaður Læknafélags Islands bendir m.a á, að nú til
dags séu læknar á einkastofum í vaxandi mæli að fást við
aðgerðir sem áður voru framkvæmdar á sjúkrahúsum og
æskilegt sé að ýtt verði undir þessa þróun og álagið á
sjúkrahúsunum minnkað.
Það segir sig sjálft, að það er mikilvægt fyrir samfélag-
ið ef efling slíks einkareksturs drægi úr kostnaði við hið
opinbera kerfi heilbrigðisþjónustunnar, sem er orðið hin
mesta hít.
Hjúkrunarfræðingar undrandi á yfirlýsingu læknafélaganna i
Hjúkrunai-fræðingar eru úsáttir við yfírlýsingu læknafélaganna ura að afnema þurfi tvískiptingu faglegrar stjórnui
Vegið að sjál
mynd stéttarii
✓ /
Alyktun Læknafélags Islands og Læknafé-
lags Reykjavíkur, um að afnema þurfí með
lagabreytingu tvískiptingu faglegrar stjórn-
unar á milli lækninga og hjúkrunar, hefur
vakið hörð viðbrögð meðal hjúkrunarfræð-
inga, sem telja að sér vegið. Læknar vilja
árétta forræði lækna á faglegri yfirstjórn
deilda, en í gær mótmæltu hjúkrunarfræð-
ingar þessari afstöðu.
Herdís
Sveinsdóttir
Sigurl
Svein
"■T "^pjúkrunarfræðingar lýsa yf-
■ ir undrun sinni á yfirlýs-
I ingu stjórna Læknafélags
JL iÆ. íslands og Læknafélags
Reykjavíkur um málefni Landspítala
og Sjúkrahúss Reykjavíkur. í jrfir-
lýsingu læknafélaganna er m.a. talað
um að afnema þurfi með lagabreyt-
ingu tvískiptingu faglegrar stjórnun-
ar á milli lækninga og hjúkrunar og
árétta forræði lækna á faglegri yfir-
stjórn deilda og eru hjúkrunarfræð-
ingar á móti þessu.
„Við vitum ekki hvað læknafélög-
unum gengur hreinlega til og þessi
yfirlýsing þeirra er óskiljanleg,“
sagði Herdís Sveinsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
en stjórn þess ásamt stjórnum deilda
hjúkrunarforstjóra á sjúkrahúsum
og í heilsugæslu og fagdeild hjúkr-
unardeildarstjóra samþykktu álykt-
un, þar sem lýst er yfir undrun á yf-
irlýsingu læknafélaganna.
I ályktuninni segir að samkvæmt
heilbrigðislögum og hjúkrunarlögum
beri hjúkrunarfræðingar faglega
ábyrgð á sínum störfum. Hjúkrunar-
stjórnendur og hjúkrunarfræðingar
hafi fyllilega axlað þá faglegu og
rekstrarlegu ábyrgð sem þeim sé fal-
in og því komi ekki til greina að láta
af þessari ábyrgð.
„Það hefur verið í lögum í 25 ár að
hjúkrunarfræðingar beri ábyrgð á
sér og sínu fagi og því hvarflar ekki
að mér að þessi tvískipting faglegrar
stjórnunar verði afnumin, enda
myndu hjúkrunarfræðingar aldrei
sætta sig við það,“ sagði Herdís.
„Hjúkrunarfræðingar eru fagstétt
með langt háskólanám að baki og
þessi ábyrgð er partur af sjálfsmynd
þeirra, þannig að þeir myndu bregð-
ast mjög harkalega við ef það ætti að
fara að vega að rótum þessarar
sjálfsmyndar þeirra.“
Viðbrögð hjúkrunar-
fræðinga ekkert óeðlileg
Sigurbjörn Sveinsson, formaður
Læknafélags íslands, sagðist ekki
undrandi á viðbrögðum hjúkrunar-
fræðinga, þar sem þessi ágreiningur
væri gamall og þekktur.
„Viðbrögð hjúkrunarfræðinga eru
ekkert óeðlileg," sagði Sigurbjörn.
„Enda höfum við ekki sömu sýn á
það hvernig stjórnunarapparatið eigi
að vera.“
Sigurbjörn sagði að læknar hefðu
áður ályktað í þessa veru, en að
læknafélögin myndu vafalítið ekki
taka þátt í efnislegum átökum um
þetta, sérstaklega ekki eins og
stendur.
„Það sem sameinar þessar stéttir
er miklu meira en það sem veldur
ágreiningi og læknar hafa miklu
oftar ályktað hjúkrunarfræðingum í
hag, svo sem um menntun þeirra og
kjör. Þannig að það er ekki ástæða
til að drepa meginefni ályktunar
læknafélaganna um sjúkrahúsin á
dreif með því að fara að deila sér-
staklega um þetta atriði núna.
Það er betra að leggja það til
hliðar og láta það bíða annars
tíma.“
Menntun í stjórnun innbyggð
í hjúkrunarfræðinám
Stjórn hjúkrunarráðs Sjúkrahúss
Reykjavíkur fann sig knúna til að
senda frá sér ályktun um málið. I
ályktuninni segir að hjúkrunar-
fræðingar, sem séu fjölmennasta
heilbrigðisstéttin og nánustu sam-
starfsmenn lækna, hafi stýrt
rekstri deilda sjúkrahúsa frá upp-
hafi vega.
I ályktuninni segir ennfremur:
„Hjúkrunarfræðingar bera faglega
og rekstrarlega ábyrgð á rekstri
deilda, en yfirlæknar eru yfirmenn
sérgi-eina en ekki deilda. Hjúkrun-
arfræðingar hafa menntun í stjórn-
un innbyggða í sitt grunnnám og
þess utan hafa margir þeirra aflað
sér framhaldsmenntunar á því
sviði.“
Stjórn hjúkrunarráðs segir að í