Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Könnun á afstöðu til aðildar að ESB Helmingur vill hefja viðræður við ESB án skuldbindinga Morgunblaðið/Jim Smart Leitarmenn Björgunarfélags Akraness gengu íjörur í gær ásamt félögum í Björgunarsveitinni Brák. Eins manns saknað eftir sjóslys á mánudag Leit að skipverjanum bar engan árangur Eldur í stofu í Keflavík ALLS er tæplega 51% landsmanna sammála eða mjög sammála því að íslensk stjórnvöld hefji viðræður án skuldbindinga við Evrópusambandið (ESB) um aðild að sambandinu ef marka má niðurstöðu skoðanakönn- unar sem PricewaterhouseCoopers gerði fyrir Verslunarráð íslands í byrjun desember sl. en niður- stöðurnar eru kunngerðar í skýrslu Verslunarráðsins til Viðskiptaþings 2000; ráðstefnu sem hefst á Grand Hóteli í dag. Meiri stuðningiir meðal karla í könnuninni kemur einnig í ljós að íleiri karlar en konur eru hlynntir viðræðum við ESB án skuldbindinga þ.e. rúmlega 66% karla eru mjög sammála eða sammála því að íslensk stjórnvöld hefji viðræður án skuld- bindinga um aðild að ESB á móti tæplega 50% kvenna. Eins og fyrr sagði var könnunin framkvæmd í desember sl. og var úrtakið þúsund manns af landinu öllu á aldrinum 18 til 67 ára. Heildarfjöldi svarenda var 582 en 249 neituðu að svara. Þegar PricewaterhouseCoopers spurði hins vegar eingöngu að því hvort ísland ætti að sækja um aðild að ESB sögðu 33,2% aðspurðra já en 32% nei. 28,2% voru óákveðin en 6,7% neituðu að svara. Til saman- burðar má geta þess að í desember 1998 töldu fleiri aðspurðra eða 37,6% að ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Færri tóku þó afstöðu til spurningarinnar í ár en í fyrra neit- uðu 4,2% aðspurðra að svara á móti 6,7% nú eins og fyrr kemur fram. Yfír 41% hlynnt ef físk- veiðar verða fyrir utan PricewaterhouseCoopers spurði einnig að því hvort Island ætti að sækja um aðild að Evrópusamband- inu ef tryggt væri að fiskveiðar stæðu fyrir utan. Þegar litið er á þær niðurstöður kemur í ljós að 41,4% landsmanna telja að Island eigi að sækja um aðild að ESB verði tryggt að fiskveiðar standi fyrir ut- an. 24,6% eru því hins vegar mótfall- in en 30,6% eru óákveðin. 3% neita að svara. Séu þessar niðurstöður einnig bomar saman við sömu spurningu könnunar sem gerð var fyrir ári kemur í ljós að hlutfall þeirra sem eru hlynntir hækkar að- eins á milli ára, þ.e. 39,4% svöruðu spurningunni játandi árið 1998, 25,6% sögðu nei og 33,8% voru óákveðin. 1,3% neituðu hins vegar að svara. LEIT að skipverja af eikarbátnum Gunna RE-51, sem fórst skammt undan Akranesi um hádegið á mánu- dag, bar engan árangur í gær. Fjör- ur voru gengnar og leitað á sjó og úr lofti. Leit verður haldið áfram næstu daga. Félagi þess sem saknað er og eig- andi bátsins bjargaðist um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar klukkan 14 á mánudag. Félagar úr tveim björgunarsveit- um á Vesturlandi hófu að ganga fjör- ur í birtingu í gærmorgun og leituðu fram í myrkur. Ellefu liðsmenn Björgunarsveit- arinnar Brákar í Borgarnesi gengu fjörur á svæðinu frá Borgarfjarðar- brú að Straumfirði og notuðu enn- fremur tvo báta og þrjár bifreiðir sem unnt var að koma við á sendnum fjörum. Björgunarfélag Akraness sendi 30 félaga til leitar sem gengu fjörur frá Akranesi að Borgarfjarðarbrú þar sem Brák tók við, en kom þó engum tækjum við. Varðskip og þyrla frá Landhelgis- gæslunni voru ennfremur við leit á Faxaflóa. Að sögn Lárusar Guðlaugssonar í svæðisstjóm Landsbjargar og SVFÍ á að halda leit áfram í dag á afmörk- uðum svæðum, en sú leit verður ekki eins viðamikil og sú sem gerð var í gær. Beri leitin ekki árangur verður haldið áfram með sama sniði fram til föstudags uns gerð verður stórleit á laugardag með 50 til 80 manns ef sá sem saknað er hefur ekki fundist. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. ELDUR kviknaði í stofu í íbúð á annarri hæð í húsi í Keílavík um ellefuleytið í gærmorgun. Slökkviliðsmönnum frá Bruna- vörnum Suðurnesja gekk greiðlega að slökkva eldinn en talið er að hann hafi kviknað út frá ljósi sem var í stofunni. Stofan skemmdist töluvert í eldinum en slökkviliðs- mönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist um húsið. Enginn var heima í húsinu þegar kviknaði í. Umhverfísvinir á fundi í Noregi Tilbúnir í alvöru- átök um málið „VIÐ gerðum grein fyrir því að það væri ekki hægt að túlka þessar fyrirhuguðu framkvæmd- ir á Austurlandi sem einkamál íslenskra stjórnvalda, þegar væri verið að beita Norðmönn- um fyrir sig með þeim hætti sem gert hefur verið,“ segir Ja- kob Frímann Magnússon, fram- kvæmdastjóri Umhverfisvina, en fulltrúar samtakanna áttu í gær fund með Jesper Werdelin Simonsen, aðstoðarumhverfis- ráðherra Noregs. Þar gerðu Umhverfisvinir grein fyrir kröf- unni um lögformlegt umhverfis- mat vegna Fljótsdalsvirkjunar. „Við gerðum líka grein fyrir því að baráttan fyrir þessu rétt- lætismáli hefði færst út fyrir landsteinana og væri frá og með deginum í gær hafin af fullum krafti í Noregi með fulltingi all- ra náttúruverndarsamtakanna þar og velvilja og áhuga fjöl- miðla bæði á Norðurlöndum og víðar,“ bætti hann við. Trúverðugleiki í umhverfísmálum í húfí Jakob benti á að trúverðug- leiki Islendinga og Norðmanna í umhverfismálum og siðferðilegu tilliti væri í húfi vegna þessa máls. „Skilaboðin voru fyrst og fremst þau, að það er full alvara að baki þessu,“ sagði Jakob. „Menn eru tilbúnir í alvöru átök um þetta mál á mjög víðum grundvelli. Við viljum fyrir alla muni forðast að þurfa að fara að viðra óhreinu undirfötin á ís- lenskum stjórnvöldum á alþjóða- vettvangi. Því er það von okkar og ósk að Norsk Hydro verði við fyrrnefndri kröfu um að allar virkjunarframkvæmdir fari í umhverfismat, eins og lög gera ráð fyrir.“ aagskra Verðlaunakrossgáta ► Þættir - íþróttir ► Kvikmyndir - Fólk Hálfur mánuður af dagskrá frá miðvikudegi til þriðjudags Haukar á toppinn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik / C2 Landsliðskonur neita að spila undir stjórn Þórðar / C4 ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.