Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Foreldraráð Húsaskóla viðrar óánægju í bréfaskriftum við Fræðsluráð Reykjavíkur
Skólinn hefur
sprengt utan af
sér húsnæðið
Húsahverfi
HÚSASKÓLI hefur sprengt
af sér húsnæðið, að mati for-
eldraráðs skólans, sem hefur
sent Fræðsluráði Reykjavík-
ur tvö bréf; annað vegna
stærðar bekkjardeilda í 5.
bekk og hitt vegna innra
starfs skólans.
Asta Agústsdóttir, formað-
ur foreldraráðsins, segir að
um tvö aðgreind erindi sé að
ræða. Annað erindið tengist
viðhorfskönnun meðal for-
eldra og forráðamanna bam-
anna í skólanum. Skólinn
sjálfur, foreldraráð og for-
eldrafélagið stóðu fyrir könn-
uninni sl. vor.
Ekki endilega óánægja
með innra skipulag
„Tilefnið var ekki endilega
óánægja með innra skipulag
skólans. Fyrst og fremst var
talið að almennt gæti verið
árangursríkt að afla upplýs-
inga um viðhorf foreldra eins
og áður hefði verið gert í
tveimur öðrum grunnskólum
á höfuðborgarsvæðinu. Inn í
ákvörðunina blandaðist að
skólinn kom frekar illa út úr
könnun félagsfræðinema við
HÍ á tengslum menntunar for-
eldra við árangur á samræmd-
um prófum rétt áður,“ segir
hún.
I viðamikilli viðhorfskönn-
un var velt upp spurningum í
tengslum við líðan barnanna í
skólanum, samskipti kennara
og heimila, samskipti skóla-
stjómenda og heimila,
reynslu af heilsdagsskóla
o.s.frv. Guðbjörg Andrea
Jónsdóttir, yfirmaður þróun-
arsviðs Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur, vann að úr-
vinnslu gagnanna og sidlaði
niðurstöðum sl. haust. „í nið-
urstöðunum kom fram ákveð-
in gagnrýni á stjómun skólans
og starfið í unglingadeildinni
sem m.a. tengist slælegri út-
komu á samræmdu prófunum.
Skólastjórinn hafði því frum-
kvæðið að því að kalla eftir
ráðgjöf frá Guðmundi Þór As-
mundssyni verkefnisstjóra í
stjómun grunnskóla í haust.
Foreldrar hafa talsvert leitað
upplýsinga hjá foreldraráði
um hvað hafi verið gert frá því
Guðmundur kom til starfa.
Ráðinu fannst því ekki óeðli-
legt að óska eftir því við
Fræðsluráð að fá upplýsingar
um hversu lengi fyrirhugað
væri að hann ynni með skól-
astjóranum og hvemig niður-
stöður vinnu hans yrði kynnt-
ar fyrir kennurum og
foreldrum."
í svari Gerðar G. Óskars-
dóttur, fræðslustjóra, til
stjómar foreldraráðs Húsa-
skóla kemur fram að vinnu
Guðmundar með stjórnendum
Húsaskóla væri ekki sett loka-
mörk heldur litið svo á að um
væri að ræða jafningjaráðgjöf
eins og stæði stjómendum
annarra skóla til boða. Jafn-
ingjaráðgjöf væri m.a. þess
eðlis að hún væri ekki vald-
beiting, ráðgjafi ætti ekki að
taka forræði framkvæmdar af
ráðþega, niðurstaða/árangur
réðist fyrst og fremst af vilja
ráðþega til þess að nýta sér
ráðgjöfina, ákveðinn trúnaður
ríkti á milli ráðgjafa og ráð-
þega, frumkvæðið væri fyrst
og fremst hjá ráðþega. í fram-
haldi af því er í svari Gerðar
tekið fram að af þessum
ástæðum sé erfitt að greina
frá ráðgjöfinni í skýrslu eða
ljúka með aðgerð.
Fram kemur að Guðmund-
ur hafi átt 8 formlega fundi
með stjórnendum skólans auk
annarra samskipta, m.a. í
gegnum síma og tölvu, frá því
seinnihluta ágústmánaðar
fram í október. í þessum sam-
skiptum hafi m.a. verið fjallað
um og unnið með eftirtalda
þætti, verkaskiptingu og
starfslýsingu skólastjóra og
aðstoðarskólastjóra, ferlilýs-
ingar, upplýsingagjöf, upplýs-
ingastreymi innan húss og ut-
an, skjalavörslu og ferli-
skráningu erinda, eftirfylgd
ákvarðana, framhaldsvinnu/
greiningu á kennarahópnum
varðandi ýmsar niðurstöður
viðhorfskönnunarinnar, ungl-
ingastigskennsluna, bóka-
safnið, agamál og bekkjar-
stjómun. Að lokinni upp-
talningunni er tekið fram að
viðfangsefnin séu sambærileg
við ráðgjöf við aðra skóla. Að
lokum segir að á fundi 11. nóv-
ember sl. hafi verið rætt um
að ýmsar tillögur um aðgerðir
væru komnar og framhaldið
væri í höndum stjómenda
skólans, þar með frumkvæði
um aðgerðir og framhald ráð-
gjafar.
Ásta sagði að foreldraráðið
hefði gjaman viljað fá betri
upplýsingar um hvað hefði
verið gert í skólanum. „Eg
geri mér auðvitað grein fyrir
því að við foreldramir verðum
að gæta okkar á því að fara
ekki inn á einhver fagleg svið
innan skólans. Hins vegar er
Morgunblaðið/Ásdís
Krakkarnir í Húsaskóla í Grafarvogi kunna að meta snjóinn eins og önnur böm og skemmta
sér utan dyra í frímínútum, þótt þröng sé á þingi innandyra.
því ekki að leyna að áhugavert
hefði verið að vita hvað væri
búið að gera og hvað væri
framundan."
Of stórir bekkir
Annað erindi foreldraráðs
til Fræðsluráðs snýr aðvanda
5. bekkjar í skólanum. í bréfi
til Fræðsluráðs kemur fram
að þrír bekkir hafi verið í ár-
ganginum fyrstu tvo vetuma.
Bekkjunum hafi síðan verið
steypt saman í tvo stóra bekki
þriðja veturinn. Skráðir nem-
endur hafi alls verið 56 í vor.
Þess vegna hafi verið ákveðið
að breyta ekki út frá því að
bekkimir yrðu aðeins tveir.
Engin breyting hefði orðið við
að 4 nemendur til viðbótar
komu í árganginn í vetur. For-
eldraráð fer því fyrir hönd for-
eldra bama í árganginum
fram á að leitað verði leiða til
að skipta bekkjardeildum aft-
ur i þrjár.
„Við leitum til Fræðsluráðs
með erindið enda var fjallað
um vanda árgangsins á fundi
með borgarstjóra og formanni
Fræðsluráðs fyrir þremur ár-
um. Sigrún Magnúsdóttir, for-
maður fræðsluráðs, lýsti því
yfir á fundinum að hún hefði
áhuga á að fylgjast með þróun
mála og því finnst okkur rétt
að stíla bréfið á Fræðsluráð.
Með nýlegri fjölgun í árgang-
inum verður vandinn enn erf-
iðari viðureignar. Ekki síst af
því að árgangurinn hefur ver-
ið talsvert þungur alla tíð.
Vanda vegna fjölmennra
bekkjardeilda hefur hingað til
verið mætt með svokölluðum
skiptistundum þar sem annar
kennari kemur til aðstoðar
bekkjarkennaranum. Gallinn
er bara að úthlutunin er miðuð
við skráðan nemendafjölda að
vori. Fjölgun nemenda í skóla-
byrjun, eins og gerðist hjá 5.
bekk, hefur því ekki áhrif á út-
hlutunina," segir Ásta og tek-
ur fram að annar vandi felist í
því að skólinn hafi fyrir löngu
sprengt af sér húsnæðið.
Kennarar standa
sig ótrúlega vel
,Auðvitað er ekki eðlilegt
að einn kennari kenni 30 nem-
endum á aðeins 52 fm. Annars
er ekki hægt að segja annað
en kennararnir hafi staðið sig
ótrúlega vel við þessar erfiðu
aðstæður."
Ásta segir að enn hafi ekki
borist svar frá Fræðsluráði
vegna erindisins. „Eg hef að-
eins frétt af því að kynnt hafi
verið ákveðin tillaga fyrir
skólastjóra- og aðstoðarskóla-
stjóra fyrir skömmu. Tillagan
hafi gengið út á að ofan á 4,5
skiptistundir frá Fræðslumið-
stöð væri safnað saman nægi-
lega mörgum skiptistundum
úr skólanum til að búa til
þriðja bekkinn.
Tillagan er að mínum dómi
algjörlega út í hött enda engin
lausn að taka skiptistundir af
öðrum fjölmennum bekkjar-
deildum. Vandræðin myndu
aðeins færast til innan skól-
ans. Þar fyrir utan gengur
ekki upp að breyta innra
skipulagi skólans í febrúar,“
sagði hún og tók fram að eftir
skoðun hefði verið sameigin-
leg niðurstaða að tillagan væri
óframkvæmanleg. „Foreldr-
aráðið bíður enn eftir form-
legu svari frá Fræðslumiðstöð
um hvemig eigi að leysa vand-
ann - já eða hvort! Sjálf hef ég
grun um að ekkert verði gert.
Eina ráðið virðist vera að at-
huga heimildir til úthlutunar
úr svokölluðum Neyðarsjóði
iyrir ófyrirsjáanlegar bekkj-
arstækkanir.
Á meðan eru foreldrar byrj-
aðir að leita eftir skólavist fyr-
ir bömin sín í öðmm hverf-
um.“
Lífgað upp á gamla
kirkjugarðinn
Sudurgata
ENDURBÆTUR verða
gerðar á kirkjugarðinum
við Suðurgötu í sumar og
verður áhersla lögð á að
þær falli vel að upphaflegri
gerð garðsins. 35 grafir
voru teknar í garðinum í
fyrra, því enn er fólk á lífí
sem þar á frátekna grafreiti
þótt garðurinn hafi verið
talinn fullsettur fyrir tæpum
70 árum.
Garðurinn er frá árinu
1838 en var talinn fullsettur
1932, að sögn Þórsteins
Ragnarssonar, forstjóra
Kirkjugarða Rcykjavfkur-
prófastsdæmis. I greftrun-
unum 35, sem fram fóru í
fyrra, voru 22 duftker graf-
in ofan á eldri leiði en í 13
tilvikum var um að ræða
fólk, sem átti frátekna
grafreiti við Suðurgötuna.
Þórsteinn segir.að ótrú-
lega margir hafi átt þar
frátekna grafreiti hjá sínum
nánustu en þeim fækki ár
frá ári enda séu flestir í
þessum hópi nú um tíræðis-
aldurinn.
Að sögn Þórsteins verður
ráðist í talsverðar endur-
bætur á Suðurgötukir-
kjugarðinum í sumar og sér-
stök nefnd á vegum
Kirkjugarðanna, borgar-
innar og Þjóðminjasafnsins
hefur umsjón með endur-
bótunum. Ætlunin er að
helluleggja aðalgöngustíga
garðsins og fær hellulögnin
fornt yfirbragð í anda þess
tíma þegar garðurinn var
upphaflega gerður.
Einnig verður garðurinn
lýstur upp með gamaldags,
sérpöntuðum Ijósastólpum.
Þegar eru komnir gamal-
dags vatnspóstar inn í garð-
inn, sem eiga að minna á
gamla tímann.
Sérfræðingar í eldsmíði
sóttir til Þingeyrar
Eitt meginverkefnið við
endurnýjun kirkjugarðsins
er samningur við Eldsmiðj-
una á Þingeyri um viðgerðir
á svokölluðum „stakkett-
um“, þ.e. málmgrindunum
við leiðin, en að sögn Þór-
steins hafa þau menningar-
verðmæti legið undir
skemmdum. Þórsteinn segir
að viðgerðin sé mikið verk-
efni, 3-4 ársverk, en sér-
fræðingar í henni eru
hvergi til annars staðar en
hjá Eldsmiðjunni á Þingeyri.
„Þeir hafa þessa sérþekk-
ingu. Annars staðar er búið
að afleggja gömlu cldsmiðj-
urnar en þeir hafa haldið í
hefðina og vinna þetta með
höndunum eins og nauðsyn-
legt er í svona viðgerðum,"
sagði Þórsteinn.
Loks eru uppi áform um
að bæta við umráðasvæði
kirkjugarðsins, við greni-
lundinn Hringbrautarmeg-
in, og er nú verið að teikna
það svæði, að sögn Þór-
steins. Garðurinn sem um-
lykur kirkjugarðinn verður
þó ekki á neinn hátt skertur
vegna viðbótarinnar og
verður lögð áhersla á að
tengja smekklega saman
gamla hlutann og hinn nýja.
OR og sveitarfélög sunnan Reykjavfkur
Borgin hafnar sameig-
inlegum viðræðum
Höfuðborgarsvædið
REYKJAVÍKURBORG hefur
hafnað ósk sveitarfélaganna
sunnan Reykjavíkur um sam-
eiginlegar viðræður vegna við-
skipta sveitarfélaganna við
Orkuveitu Iteykjavíkur. Borg-
in vill ræða samningana við
sveitarfélögin hvert fyrir sig,
en þau höfðu óskað eftir sam-
eiginlegum viðræðum.
Synjunarbréf borgarlög-
manns við beiðni um sameigin-
legar viðræður var lagt fram á
bæjarráðsfundi í Hafnarfirði
sl. fimmtudag.
Sveitarstjómir Hafnarfjarð-
ar, Kópavogs, Gai'ðabæjar og
Bessastaðahrepps höfðu óskað
eftir sameiginlegum viðræðum
við borgina vegna orkuveit-
unnar og óánægju með hve
stóran hluta tekna fyrirtækis-
ins borgin tæki til sín í formi
arðgreiðslna eða með skuld-
setningu. Ennfremur höfðu
Hafnfirðingar óskað eftir við-
ræðum um endurskoðun á
samningi sínum við borgina
um þjónustu Hitaveitunnar.
í svarbréfi Hjörleifs Kvaran
borgarlögmanns kemur fram
að borgin hafi þegar samþykkt
að ræða við Hafnfirðinga um
tiltekin atriði er varða samning
bæjarins við Hitaveitu Reykja-
víkur frá 1. nóvember 1973 um
lögn og rekstur hitaveitu í
Hafnarfirði og tilnefnt fulltrúa
til þeirra viðræðna.
Reykjavíkurborg hafi gert
samninga við nágrannasveit-
arfélögin hvert um sig um
dreifingu og sölu á heitu vatni
eftir viðræður við fulltrúa við-
komandi sveitarfélags og sá
háttur hafi verið hafður á við
endurskoðun samninga þegar
eftir hefur verið leitað. Samn-
ingar borgarinnar við
nágrannasveitarfélögin séu
ekki að öllu leyti samhljóða.
Osk bæjarstjórans í Hafnar-
firði beinist m.a. að viðræðum
um ákvæði samnings borgar-
innar og bæjarins sem ekki sé
til staðar I öðrum samningum.
Borgin hafi fallist á viðræður
við Hafnarfjarðarbæ en sjái
ekki ástæðu til að fulltrúar
annarra sveitarfélaga taki þátt
í þeim viðræðum. Borgaryfir-
völd séu samt sem áður reiðu-
búin til viðræðna við önnur
sveitarfélög um samning
þeirra og borgarinnar og þá
hvertfyrirsig.
Magnús Gunnarsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
bæjarstjórar sveitarfélaganna
fjögurra sunnan Reykjavíkur
mundu funda í þessari viku í
framhaldi af svari borgarinn-
ar. Magnús kvaðst þegar hafa
átt fund með fulltrúum borgar-
innar fyrir hönd Hafnfirðinga
þar sem farið var yfir málið og
staðan skoðuð. Hann sagði að
Hafnfirðingar mundu halda
viðræðunum áfram og teldu
sig hafa ákveðinn rétt sem
ræða þurfi um og ná lendingu
í. Hann sagði Ijóst að ákveðnir
augljósir sameiginlegir fletir
væru á samskiptum sveitarfé-
laganna fjögurra og Reykja-
víkur um hitaveitumál. „Þar
ber fyrst að nefna arðgreiðslur
í borgarsjóð. Það er atriði, sem
við viljum gjaman fá niður-
stöðu á og munum núna reyna
að átta okkur á stöðunni í ljósi
vilja borgarinnar að vilja ræða
við sveitarfélögin hvert fyrir
sig en ekki sameiginlega,"
sagði Magnús.