Morgunblaðið - 04.03.2000, Side 16
16 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
'
AKUREYRI
Kristinn skrifar
undir styrktar-
samning
KRISTINN Bjömsson, skíðakappi,
heimsótti heimabæ sinn sl. fimmtu-
dag, en þangað hafði hann ekki kom-
ið síðan síðastliðið sumar. Aðaltil-
gangur fararinnar var að skrifa
undir styrktarsamning sem gerður
hefur verið við hann árlega síðan
hann hóf keppni sem atvinnumaður í
skíðagreininni.
Samningurinn hefur verið gerður
á haustin en vegna mikilla anna og
veikinda Kristins í janúar gat ekki
orðið af því fyrr en nú.
Kristinn bauð hann öllum bömum
í bænum til leiks í Iþróttamiðstöð-
inni, þar sem hann fór í hina ýmsu
leiki. Hugmyndin hafði verið að hafa
skíðaæfingu í fjallinu, en af henni gat
ekki orðið vegna mikillar snjókomu
og ekki var búið að troða fjallið. Fyr-
ir vikið mættu mun fleiri krakkar og
skemmtu allir sér konunglega. Mikil
eftirvænting ríkti hjá bömunum og
má með sanni segja að kennslan um
morgunin hafi farið fyrir ofan garð
og neðan vegna þess sem í vændum
var.
Um kvöldið var veglegt hóf í fé-
lagsheimilinu Tjamarborg, þar sem
Foreldrafélag Leifturs sá um kaffi-
veitingar. Öllum bæjarbúum var
boðið og þar var skrifað undir
styrktarsamning við Kristin. Ólafs-
fjarðarbær, ásamt eftirtöldum fyrir-
tækjum styrkja Kristin með fjárf-
ramlögum: Sparisjóður Ólafsfjarðar,
Þormóður rammi - Sæberg, Vél-
smiðja Ólafsfjarðar, Sigvaldi Þor-
leifsson hf., Kristbjörg hf., Verslunin
Strax, Garðar Guðmundsson hf, Arni
Helgason, Sjómannafélagið, ásamt
Tréveri og Múlatindi. Auk þessa
fékk Kristinn að gjöf iBook fartölvu
frá fyrirtækinu extra.is sem er net-
og auglýsingamiðill.
Kristinn hélt stutta ræðu að und-
irskrift lokinni og þakkaði hann Ól-
afsfirðingum og fyrirtækjum í bæn-
um fyrir stuðninginn undanfarin ár
og sagði að án hans hefði honum alls
ekki tekist að stunda íþrótt sína af
þeim krafti sem hann hefur gert.
Hann sagði að heimsóknin til síns
gamla bæjar hefði gefið sér mikið og
var hann greinilega þakklátur og
hrærður.
Morgunbiaðið/Helgi Jónsson
Kristinn Björnsson tekur við iBook fartölvu sem fyrirtækið extra.is
færði honum. Þorvaldur Jónsson framkvæmdastjóri afhendir tölvuna.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Kristinn brá á leik í fþróttamiðstöðinni með krökkunum i Ólafsfirði.
Hér er hann i stórfiskaleik.
Kaupmannafélag Akureyrar segir skilið við Kaupmannasamtök fslands
Agreiningur um skil á gjöldum
KAUPMANNAFÉLAG Akureyrar
hefur sagt skilið við Kaupmanna-
samtök íslands og Samtök verslunar
og þjónustu. Úrsögn úr Kaupmanna-
samtökunum var samþykkt á fundi
stjómar Kaupmannafélags Akureyr-
ar í vikunni en ástæðan er ágrein-
ingur um innheimtu félagsgjalda á
Akureyri og skil á þeim til Samtaka
verslunar og þjónustu.
Ragnar Sverrisson, formaður
Kaupmannafélags Akureyrar, sagði
að félagið hefði ávallt haldið eftir
50% af félagsgjöldum félagsmanna
sinna en að helmingurinn hefði verið
greiddur til Kaupmannasamtaka ís-
lands. Hann sagði að þegar Kaup-
mannasamtökin gengu til liðs við
Samtök verslunar og þjónustu sl.
haust hefðu norðanmenn talið sig
hafa loforð fyrir því að ekki yrði um
neinar breytingar að ræða varðandi
félagsgjöldin en það hefði ekki geng-
ið eftir.
I sóknarhug
HvaÖ boðar nýárs Byggðastofnun?
Hádegisverðarfundur með
Krístni H. Gunnarssyni, nýkjömum stjórnar-
formanni Byggðastofnunar, á Fiðiaranum,
Skipagötu 14, miðvikudaginn 8. mars
frákl. 12.00 til 13.00
• Hver er framtíð Byggðastofnunar?
•Er von á breytingum á starfsemi Byggðastofnunar?
• Verður Byggðastofnun hugsanlega flutt út á land?
• Hvaða hlutverki gegnir Byggöastofnun í að framfylgja stefnu
stjórnvalda í byggöamálum?
• Hvaða áherslur verða hjá stofnuninni í lána- og styrkjamálum?
• Hvernig hugsar Byggðastofnun uppbyggingu þróunarstarfs á
landsbyggðinni?
•Mun rannsóknarstarf atvinnuveganna halda áfram að byggjast
upp á höfuðborgarsvæðinu?
Petta, og ýmislegt fleira, mun Kristinn
fjalla um og svara spurningum fundarmanna
Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn)
Allir velkomnir
Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740
eða á netfangi benedikt@afe.is.
„Þetta mál snýst fyrst og fremst
um sjálfstæði Kaupmannafélags Ak-
ureyrar. Félagið studdi mjög ein-
dregið stofnun Samtaka verslunar
og þjónustu á síðasta ári og ég full-
yrði að stuðningur okkar hafi skipt
þar verulegu máli ogjafnvel ráðið úr-
slitum. Við höfðum munnlegt loforð
frá Kaupmannasamtökunum um að
ekki yrðu neinar breytingar á högum
okkar félags við að ganga til liðs við
Samtök verslunar og þjónustu en
annað hefur komið á daginn. Sam-
tökin gera kröfu um að öll félags-
gjöld okkar fari suður og vilja þar
með svipta okkur eigin tekjustofni og
það getum við ekld sætt okkur við.
Viljum ekki ölmusu
aðsunnan
Tæplega 70 verslanir eru í Kaup-
mannafélagi Akureyrar, eða um 95%
verslunareigenda í bænum og er fé-
lagið stærsta einstaka félagið í
Kaupmannasamtökum Islands.
Ragnar sagðist ávallt hafa verið tals-
maður þess að verslunarmenn stæðu
sameinaðir í öflugu félagi og því hafi
þessi ákvörðun verið erfið en tekin
að mjög vandlega athuguðu máli.
„Við viljum ekki senda alla peninga
suður, til þess svo að þurfa að sækja
um ölmusu ef við þurfum á peningum
að halda til þarfra verkefna hér.
Samtök verslunar og þjónustu
hafa með bréfi til Kaupmannafélags
Akureyrar í vikunni ítrekað enn og
aftur að félagið hafi ekki umboð til
neinnar innheimtu í nafni Samtak-
anna né Samtaka atvinnulífsins.
Jafnframt er óskað eftir tafarlausri
greinargerð og uppgjöri vegna inn-
heimtu í nafni umræddra samtaka í
lok síðasta árs og áréttað að umrædd
samtök áskilji sér allan rétt varðandi
innheimtu Kaupmannafélags Akur-
eyrar í nafni þeirra á þessu ári.
„Við teljum því best fyrir alla aðila
að losa vini okkar fyrir sunnan við þá
áþján að hafa okkur norðanmenn í
samtökunum og þess vegna höfum
við sagt okkur úr þeim. Þá taka
menn líklega gleði sína á ný,“ sagði
Ragnar.
Útboð
Framkvæmdir við Ketilhúsið í Listagili á Akureyri
Byggingadeild Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í
framkvæmdir innan- og utanhúss við Ketilhúsið á
Akureyri.
Helstar framkvæmdir eru:
Innveggir, hurðir, loftaklæðningar, gólfefni,
innréttingar, flísalögn, frágangur hita-, neyslu- og
loftræsilagna, raflagnir, lýsing, málningarvinna o.fl.
Gögn verða afhent hjá Verkfræðistofu Norðurlands
ehf., Hofsbót 4, 600 Akureyri, frá 6. mars nk.
Tilboð verða opnuð hjá Byggingadeild Akureyrar,
Geislagötu 9, 600 Akureyri, 27. mars 2000 kl. 11.00.
Byggingadeild Akureyrarbæjar.
Kirkju-
starf
AKUREYRARKIRKJA: Kirkju-
vika hefst á morgun, sunnudag
með fjölskylduguðsþjónustu í
kirkjunni. Guðsþjónusta verður á
Seli kl. 14 á morgun. „Heimsmessa
verður í kirkjunni kl. 20 um kvöld-
ið, kór Menntaskólans syngur, fé-
lagar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar
aðstoða í messunni, fermingarbörn
sérstaklega velkomin, léttar veit-
ingar eftir messu í safnaðarheimili.
Guðmundur Sigvaldsson kynnir
Staðardagskrá 21. Biblíulestur á
mánudagskvöld um siðfræði Drott-
ins. Morgunsöngur í kirkjunni kl.
9 á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12 á hádegi á
fimmtudag og hefst hún með or-
gelleik, bænarefnum má koma til
prestanna, hægt að fá léttan há-
degisverð eftir stundina í safnað-
arheimili. Opið hús fyrir eldri
borgara á fimmtudag kl. 15-17,
kammerkór tónlistarskólans í
Pieta í Svíþjóð syngur, Þóra Björg
Magnúsdóttir segir frá Afríkudvöl
sinni í máli og myndum. Rútur
koma við í Hlíð, Víðilundi og
Kjamalundi. Indlandskvöld næsta
föstudag, Gunnar Kvaran sellóleik-
ari segir frá hjálparstarfi og Ind-
landsferð sinni. Hádegistónleikar
næsta laugardag.
GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera
og messa kl. 11 á morgun, sunnu-
dag. Sameiginlegt upphaf. Þor-
steinn Pétursson flytur hugleið-
ingu og Gideonfélagið verður
kynnt. Foreldrar, afar og ömmur
hvött til að mæta með börnunum.
Hátíðarfundur æskulýðsfélagins
verður kl. 20 um kvöldið. Kyrrðar-
og tilbeiðslustund kl. 18.10 á
þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12
til 13 á miðvikudag, upphaf föst-
unnar. Orgelleikur, fyrirbænir og
sakramenti, léttur hádegisverður á
vægu verði að stundinni lokinni.
Opið hús fyrir mæður og börn alla
fimmtudaga frá 10 til 12.
HRÍSEYJARPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í Stærri-Ár-
skógskirkju kl. 11 á morgun,
sunnudag. Sunnudagaskóli í Hrís-
eyjarkirkju kl. 11 á morgun, fjöl-
skylduguðsþjónusta verður í
kirkjunni kl. 14 sama dag.
HVITASUNNUKIRKJAN: Aðal-
fundur safnaðarins verður í dag,
laugardag, kl. 13, safnaðarmeðlim-
ir hvattir til að mæta. Brauðs-
brotning er um kvöldið kl. 20.
Sunnudagaskóli fjölskyldunnar á
morgun, sunnudag, kl. 11.30,
kennsla úr Orði Guðs fyrir alla al-
durshópa. G. Theodór Birgisson
kennir. Léttur málsverður að
stundinni lokinni. Vakningasam-
koma sama dag kl. 16.30, Stella
Sverrisdóttir predikar. Fyrir-
bænaþjónusta og barnapössun.
LAUFÁSPRESTAKALL: Hátíðar-
guðsþjónsuta fyrir allt prestakallið
í tilefni upphafs kristnihátíðar í
Þingeyjarprófastsdæmi á morgun,
sunnudag, í Grenivíkurkirkju og
hefst hún kl. 14. Sameiginlegur
kór kirknanna í prestakallinu
syngur. Börnum úr báðum kirkju-
skólum prestakallsins taka lagið
og sýna tvo brúðuleikþætti. Ferm-
ingarbörn aðstoða í messunni.
Ibúar prestakallsins eru hvattir til
að sameinast í þessari guðsþjón-
ustu. Kyrrðar- og bænastund verð-
ur í kirkjunni kl. 21 á sunnudags-
kvöld.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag, kl. 18 og á morg-
un, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við
Eyrarlandsveg 26.
KFUM og K: Bænastund kl. 17 á
morgun, sunnudag. Fundur í yngri
deild.
KFUM og K fyrir drengi og stúlk-
ur 8 ára og eldri kl. 17.30 á þriðju-
dag.
MOÐRUVALLAPRESTAKALL:
Messa í Möðruvallakirkju kl. 14 á
sunnudag fyrir allt prestakallið.
Væntanleg fermingarbörn munu
aðstoða. Organisti verður Birgir
Helgason og verða þessir sálmar
sungnir: 504 - 121 - 503 - 505 - 357.
Eftir messu verður stuttur fundur
með foreldrum fermingarbarna.
Í
I
1