Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Árásir á búgarða í Zimbabwe Atök um upptöku lands hvítra bænda Heimut Kohl um fjársöfnun sína fyrir CDU Mun gefa upp nýju gefendurna Berlfn. AFP, AP. Harare. AFP, The Daily Telegraph. ÞÚSUNDIR blökkumanna, sem vilja eigna sér land á bújörðum hvítra bænda í Zimbabwe, réðust í gær að fleiri búgörðum hvítu bændanna, en slíkar árásir hafa staðið yfir síðustu daga eftir að svo virtist sem Robert Mugabe, forseti landsins, hefði gefíð þeim grænt ljós. „Það hefur verið ráðizt á nýja búgarða, samtals 142 - tvöfalt fleiri en í gær [í fyrradag],“ sagði David Hasluck, forseti bændasam- takanna Commercial Farmers’ Union, sem gætir hagsmuna flestra hinna u.þ.b. 4.000 hvítu bænda landsins. „Við höfum sagt meðlimum sam- takanna að semja ekki, ekki sker- ast í leikinn, reynið að koma ykkur fyrir á öruggum stað heima hjá ykkur,“ hefur AFP eftir Hasluck. Sagði hann enn mikinn æsing í gangi og sums staðar væru jarð- eigendur læstir inni í eigin híbýl- um. Stórir hópar blökkumanna, und- ir forystu uppgjafahermanna úr stríðinu gegn yfírráðum hvíta minnihlutans í Zimbabwe, áður Rhódesíu, á áttunda áratugnum, hafa síðustu daga haldið á vörubíl- um og rútum að búgörðum hvítra út um allt landið og hafizt handa við að eigna sér landskika og byggja á þeim íbúðarhús. Innanríkisráðherrann, Dumiso Dabengwa, sagði á blaðamanna- fundi í höfuðborginni Harare á fimmtudag að hann hefði skipað landtökumönnunum að yfirgefa bújarðirnar, en síðar sagði Muga- be forseti í sjónvarpsviðtali að ekkert yrði gert til að flæma þá burt. Dabengwa skipaði landtökum- önnunum að fara af bújörðunum í kjölfar þess að ríkisstjómin til- kynnti að hún hygðist hrinda í framkvæmd áformum um að ríkið gerði upptækt land á bújörðum hvítra án þess að skaðabætur yrðu Robert Mugabe greiddar fyrir. Stjórnin ætlar sér að breyta stjórnarskránni til að gefa sjálfri sér vald til að gera land í einkaeigu hvítra upptækt, sem svo yrði skipt milli land- lausra blökkumanna, greiðslu- laust. Dabengwa sagði því enga þörf á að landtökumennirnir hjálpuðu sér sjálfir eins og þeir eru að reyna að gera nú. Skaðabótalaus upptaka lands felld í þjóðar- atkvæðagreiðslu Tillaga stjórnarinnar að slíkri breytingu á stjórnarskránni var borin undir þjóðaratkvæði í síðasta mánuði, en hún var felld. í tillög- unni var kveðið á um, að neiti Bretland sem fyrrverandi ný- lenduveldi Zimbabwe að greiða hvítu bændunum skaðabætur fyrir land sem gert yrði upptækt, bæri stjórnvöldum í Zimbabwe engin skylda til að greiða neinar slikar bætur. Ríkisstjórnin hefur verið sök- uð um að standa á bak við áhlaup landtökumannanna síðustu daga; hún vildi með því hefna sín á hin- um hvítu íbúum landsins sem hún kenni um ófarirnar í þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Dab- engwa vísaði þessari ásökun á bug. Stjórnmálaskýrendur hafa túlkað höfnun stjómarskrárbreytingarinn- ar í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem vantraustsyfirlýsingu kjósenda á stjóm Mugabes. Hvítir íbúar lands- ins eru um 80.000 en heildaríbúata- lan er um 12 milljónir. Óvinsældir stjómarinnar hafa vaxið mikið vegna síversnandi efnahags lands- ins. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna lagði forsetinn sig allan fram um að telja fólk á að samþykkja tillöguna, en hyggst eftir höfnunina koma henni í lög þrátt fyrir allt með því að láta þingið samþykkja hans. Flokkur Mugabes ræður yfir 147 af 150 sætum á þinginu. Talsmenn hvítu bændanna, sem eiga um 30% af nýtanlegu landi í Zimbabwe, segjast sjálfir vilja að landskipting verði endurskipu- lögð. En þar sem margar búja- rðir eru til sölu finnst þeim eðli- legt að stjórnin byrji á því að kaupa þær og skipti þeim á milli hinna landþurfandi. FORYSTUMENN í brezka íhalds- flokknum virðast um þessar mundir vera að reyna að vinda ofan af ýms- um stefnumálum, sem William Hag- ue, leiðtogi flokksins, hefur hingað til viljað setja á oddinn í stjórnar- andstöðuhlutverkinu og í undirbún- ingi næstu kosningabaráttu. Þetta á einkum við um stefnuna gagnvart Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu, EMU, og um vissar hugmyndir um skattkerfisbreýting- ar í þágu fjölskyldustefnu, nánar til- tekið um millifæranlegan persónu- afslátt hjóna, en þær voru hluti kosningastefnuskrár íhaldsflokks- ins fyrir þingkosningarnar 1997. Ganga þessar hugmyndir, sem Hag- ue hefur lýst sem einum þeim beztu sem teflt var fram í kosningastefnu- skránni, út á að makar sem velji að vera ekki úti á vinnumarkaðnum og sinna þess í stað bömum sínum eða ættingjum, sem þarfnast umönnun- ar, geti millifært persónuafslátt sinn til hins vinnandi maka. Portillo lætur til sín taka En nú hefur Michael Portillo, sem Hague fól fyrir skemmstu að fara með fjármál í skuggaráðuneyt- inu, vakið athygli á því að slík breyting á brezka skattkerfinu myndi kosta ríkissjóð allt að þrem- ur milljörðum sterlingspunda, and- virði um 350 milljarða króna, og varað flokkinn við þeim hættum ii sem felist í því að gefa ótímabær jl loforð um aukin ríkisútgjöld. Þótt talsmaður íhaldsflokksins legði, að sögn Daily Telegraph, áherzlu á að j hugmyndin væri til „mjög alvar- legrar skoðunar", þá hefur Portillo lýst henni sem „mjög mikilli skuld- | bindingu af okkar hálfu, áður en við vitum í hvaða ásigkomulagi ríkis- j| ijármálin verða þegar við tökum við þeim aftur.“ Eitt af því fyrsta sem Portillo gerði eftir að hann tók sæti í HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzl- ari Þýzkalands - sem er að safna fé fyrir sektum sem flokki hans, Kristilegum demókrötum, verður væntanlega gert að greiða - hefur sagzt munu gefa upp frá hverjum hann fái féð að þessu sinni, en hverjir gefendur hinna leynilegu íjárframlaga sem hann tók við á síðustu valdaárum sínum eru segist hann eftir sem áður ætla að þegja um. Kohl sagði í viðtali á ARD- sjónvarpsstöðinni á fimmtudags- kvöld að hann myndi í næstu viku gefa upp hveijir ætluðu að leggja honum til þær sex milljónir marka, andvirði um 220 milljóna króna, sem hann er að reyna að safna fyrir CDU, til að mæta sektum sem búast má við að krafizt verði vegna þeirra um það bil tveggja milljóna marka sem Kohl hefur áður viður- kennt að hafa tekið við á tímabilinu 1993-1998. Sektarúrskurði áfrýjað Kohl hefur ítrekað neitað að nefna þá aðila sem létu féð af hendi rakna í leynisjóði þá sem hann hélt úti á meðan hann var bæði leiðtogi CDU og kanzlari landsins, en í gangi er rannsókn á málinu, bæði á vegum þýzka þingsins og saksókn- ara í Bonn. skuggaráðuneytinu var að lýsa yfir kúvendingu í stefnu flokksins varð- andi andstöðu við að Englandsbanki hljóti sjálfstæði og að komið verði á lögbundnum lágmarkslaunum. Hague sagt að einbeita sér að öðrum innanríkismálum Portillo lét ennfremur svo um- mælt í vikunni, að hann væri „til- búinn til að vera talinn á“ að það væri skynsamlegt fyrir Breta að ganga til liðs við evrópska mynt- bandalagið. Hann staðfesti að vísu að íhaldsflokkurinn myndi leggja upp í kosningabaráttuna fýrir næstu þingkosningar staðráðinn í að Bi-etland haldi í pundið að minnsta kosti út næsta kjörtímabil, en hann neitaði því að hann væri „aldrei-maður“. Wolfgang Thierse, forseti þings- ins, úrskurðaði í febrúar að CDU bæri að greiða 41,3 milljónir marka í sekt, andvirði um 1.500 milljóna króna, fyrir brot á lögum um fjár- mögnun stjómmálaflokka, sem flokkurinn hefur orðið uppvís að. I lögunum er meðal annars kveðið á um að öllum flokkum sé skylt að skrá i bókhaldið gefendur allra framlaga sem fara yfir 20.000 mörk, andvirði 740.000 króna. Verði flokkur uppvis að því að bijóta þessar reglur má hann eiga von á að vera sviptur opinberum framlögum um sem nemur þre- faldri hinni ólöglegu fjárhæð. Ralf Weidner, einn talsmanna CDU, greindi frá því í gær, að verið væri að ganga frá áfrýjun flokksins á ákvörðun Thierses um 41,3 miHj- óna marka sektina. Fulltrúar CDU telja sekf arupphæðina allt of háa og innheimta hennar myndi sefja óeðlilega miklar hömlur á mögu- leika hans til að reka kosninga- baráttu. Thierse, sem er jafnaðarmaður, hefur sagt að reglumar séu skýrar og sektin væri einfaldlega í sam- ræmi við þær. í dagblaðinu Mann- heimer Morgenpost í gær er þó haft eftir honum, að hann sé reiðubúinn að semja við CDU um að sektin verði greidd á löngum tíma. Voru þessi orð þegar túlkuð sem töluverð áherzlubreyting í EMU- stefnu íhaldsmanna, en þessa dag- ana er Hague á áróðursferð um Bretland undir slagorðinu „Höldum pundinu“. Robin Hodgson, einn varafor- manna íhaldsflokksins, sagði í við- tali við Daily Telegraph á miðviku- dag að með þessari miklu áherzlu á baráttuna gegn upptöku evrunnar í Bretlandi kallaði Hague þá hættu yfir flokkinn að kjósendur færu í æ meiri mæli að líta á hann sem „eins stefnumáls flokk“ sem hefði Evrópusambandið á heilanum. Hvatti Hodgson Hague til að einbeita sér betur að kjarnasviðum innanríkismála svo sem heilbrigðismálum, sköttum og aðgerðum gegn glæpum. Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar minnir á eftirfarandi námskeið: í þessarí viku hefjast fjögur námskeið Siðferðileg álitamál samtímans: Dr. Siguijón Árni Eyjólfsson 7.3., 14.3., 21.3. og 28.03. kl. 18-20. Siðfræði: Sr. Ólafur Oddur Jónsson 8.3., 15.3., 22.3 og 29.3. kl. 18-20. Gestur var ég: Sr. Toshiki Toma 9.3., 16.3., 23.3. og 30.3. kl. 18-20. Kristin mystík: Sr. Tómas Sveinsson og sr. Heimir Steinsson 9.3., 16.3., 23.3. og 30.3. kl. 20-22. í apríl hefjast fjögur námskeið Hver er Guð Biblíunnar?: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir 3.4., 10.4., 17.4. og 1.5. kl. 18-20. Trúin og tónlistin: Sr. Kristján Valur Ingólfsson 3.4., 10.4., 17.4. og 1.5. kl. 20-22. Kristni í þúsund ár: Dr. Hjalti Hugason 5.4., 12.4., 26.4. og 3.5. kl. 18-20. Upprisa Krists og hinstu tímar: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson 5.4., 12.4., 26.4. og 3.5. kl. 20-22. Kennslustaður: Háskóli íslands Námskeiðsgjald er kr. 3.500. Skráning: Fraeðslu- og þjónustudeild kirkjunnar, Biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík, sími 535 1500. Netfang: frd@kirkjan.is Stefnumál brezka fhaldsflokksins Undið ofan af áherzlu- málum Hagues Lundúnum. The Daily Telegraph. Reuters William Hague, leiðtogi brezka íhaldsflokksins, og Michael Portillo, sem fer með fjármál í skuggaráðuneyti íhaldsmanna, við upphaf áróðursherferðar flokksins, „Höldum pundinu", hinn 15. febrúar sl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.