Morgunblaðið - 04.03.2000, Page 34

Morgunblaðið - 04.03.2000, Page 34
34 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Léttur og voldugur hljómur TQ]\LIST liiingholtskirkja KARLAKÓRSTÓNLEIKAR Karlakórinn Fóstbræður og Gamlir Fóstbræður fluttu íslensk og erlend karlakórsverk undir stjórn Árna Harðarsonar og Jónasar Ingi- mundarsonar, er einnig lék undir á píanó, ásamt Claudio Rizzier lék á orgel. Einsöngvari var Ólafur Kjartan Sigurðarson. Fimmtudaginn 3. mars. VORTÓNLEIKAR Karlakórsins Fóstbræðra og Gamalla Fóstbræðra eru haldnir í þessari viku í Langholts- kirkju og fór undirritaður á aðra tón- leika kóranna sl. fimmtudag. Megin- viðfangsefni kóranna voru úr því safni karlakórsverka sem telja verður ís- lenska kór-klassík og svo tvö frönsk verk og eitt eftir Grieg, sem einnig má telja meðal hefðbundinna karlakórs- viðfangsefna, nefnilega Landkjend- ing. I fyrsta hluta tónleikanna voru Ár var alda eftir Þórarin Jónsson, Móðurmálið, skemmtilegt lag eftir Sveinbjörn Sveinbjömsson, hið hressilega lag Skarphéðinn í brenn- unni eftir Helga Helgason og það sérkennilega fagra lag Kirkjuhvoll eftir Bjama Þorsteinsson. Öll vora lögin vel flutt af starfandi Fóstbræðr- um. Ólafur Kjartan söng með kómum raddsetningu Sigfúsar Einarssonar á Bára blá og gerði það af þokka en síð- an söng kórinn hina skemmtilegu raddsetningu stjómandans á Tfrninn líður. Ólafur Kjartan söng næst þijú lög við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar, Enn ertu fögur sem forðum eftir Áma Thorsteinsson, Pláguna eftir Sigvalda Kaldalóns og Útlagann eftir Karl 0. Runólfsson, og vora lög- in eftir Ama og Karl mjög vel sungin, sérstaklega Enn ertu fögur sem forðum. Tvö kórverk eftir Karl 0. Runólfsson, Förumannaflokkar þeysa og Nú sigla svörtu skipin, vora að þessu sinni flutt við undirleik or- gels, sem að mörgu leyti fellur vel að söng, þótt undirleikinn við Föru- mannaflokkar þeysa hefði þurft að umrita sérstaklega fyrir orgel, auk þess sem raddskipanin var á köflum nokkuð glannaleg. Þetta era glæsileg verk og dramatísk og vora mjög vel flutt af kómum. Gamlir Fóstbræður undir stjóm Jónasar Ingimundarsonar sungu fimm lög og gáfu þeim yngri ekkert eftir, en fyrstu þrjú lögin vora Yfir vora ættarlandi, Seíúr sól hjá ægi og ísland, öll meistaraverk eftir Sigfús Einarsson, og bættu svo við tveimur erlendum og sígrænum lögum, Nú hnígur sól eftir Bortnianski og sænska smellinum Hæ, tröllum, á meðan við tórum, sem öll vora sérlega vel flutt. Frönsku viðfangsefnin, Lítil bæn eftir Poulenc og þrír þættir úr messu eftir Duraflé, vora ekki alls kostar passandi í efnisskrá tónleikanna, þótt litla bænin eftir Poulenc sé falleg og hafi veið vel flutt. Messukaflamir Kyrie, Benedictus og Agnus Dei era hluti af verki, ekki veigamiklir í gerð en snotur tónlist. Svona verk þarf að flytja í heild, svo hver kafli fái rétt vægi. Með kómum söng Ólafur Kjart- an og undirleikari á orgel var Claudio Rizzi, sem lék mjög fallega en orgel- inu var ætlað töluvert hlutverk á móti einrödduðum karlakór og einsöng. Tónleikunum lauk með því að báðir kóramir sungu Landkjending eftir Grieg, lag sem hefur lengi verið við- fangsefni íslenskra karlakóra, bæði fyrir tónlistina og ekki síður að kvæði Bjömstjeme Bjömssons fjallar um Ólaf Tryggvason konung, sem tengist íslenskri sögu ekki síður en Snorri Sturluson norskri sögu. Ólafur Kjart- an söng hlutverk nafna síns af mikilli reisn og sama má segja um flutning kórs og undirleikara. I heild voru þetta góðir tónleikar og hljómur kóranna sérlega þéttur og voldugur og fallega hljómandi á öllu styrkleikasviðinu, sem líklega má að einhveiju leyti þakka nýrri uppsetn- ingu kóranna, sem raðað var til beggja hliða orgelsins inn við kórbak- ið. Auðvitað er mótun söngs og söng- túlkunin verk stjómendanna, Áma Harðarsonar og Jónasar Ingimund- arsonar, sem báðir era snjallir stjóm- endur. Jón Ásgeirsson Kennarinn og kóngurinn KVIKMYNDIR Háskólabíó og Sam- bíóin, Álfabakka ANNA OGKONUNGUR- INN „ANNAANDTHE KING“ ★ ★% Leikstjóri: Andy Tennant. Handrit: Steve Meerson og Peter Krikes byggt á ævisögu Önnu Leonowens. Áðalhlutverk: Jodie Foster, Chow Yun - Fat, Bai Ling og Tom Felton. 1999. ÆVINTÝRAMYNDIN um Önnu og konunginn af Síam er glitfögur og falleg stórmynd og búningadrama svokallað búin flestum eiginleikum slíkra mynda með fjarlægum og framandlegum tökustöðum, ástaræv- intýri milli tveggja gerólíkra einstakl- inga, styijaldarátökum og leynim- akki og stjömum í aðalhlutverkum. Hún býður sumsé upp á allan pakk- ann. Bíómyndin minnir stundum á söngleikinn fræga með Yul Brynner eftir Rodgers og Hammerstein en er auðvitað öllu raunsærri bæði í inni- haldi og útliti en líkt og í söngleiknum er lögð höfuðáherslan á hinn ólíka menningarheim sem við sjáum fyrir okkur í hinni viktoríönsku kennslu- konu Önnu og hinum einræðislega konungi af Síam. Sagan fjallar um bresku kennslu- konuna Önnu Leonowens, handritið byggist á ævisögu hennar, sem ferð- aðist til hins foma ríkis Síams, sem nú er Taíland, í boði konungs að kenna 58 bömum hans vestræn fræði. Konungurinn hefur ákveðnar hugmyndir um að skilningur á vestr- inu muni flýta framþróun ríkisins. Kennslukonan er fulltrúi breska heimsveldisins og bugtar sig hvorki né beygir fyrir konunginum en smám saman verður samband þeirra inni- legra. Stórmyndir eins og þessi virðast þurfa bandarískar stórstjömur og Jodie Foster uppfyllir skilyrðin en þarf að nota breskan framburð og það dregur að sér athyglina kannski að óþörfu. Hún er röggsöm í hlutverki kennslukonunnar sem fær aldrei að sýna þær tilfinningar sem hún ber í bijósti til konungsins og virkar þann- ig fremur fjarræn. Mótleikari henn- ar, Chow Yun - Fat, er miklum mun athyghsverðari náungi og minnir helst á Cary Grant, virðist geta leikið bæði gaman og alvöra og dregur að sér athyglina í öllum atriðum. Myndin kemur nokkuð inn á póli- tík. Hún fjallar öðram þræði um breska nýlendutímann og hroka heimsveldisins gagnvart fjarlægri smáþjóð eins og Síam og gerir leik- stjórinn Andy Tennant því nett skil. En það lengir myndina sem vel hefði þolað meiri klippingu sérstaklega þegar í henni er að finna hallærisleg- ar setningar eins og ég er í draumum þínum eins og þú í mínum eða það verða ekki plægðir nýir akrar á einni nóttu í Síam. Fyrst og fremst er Anna og kon- ungurinn undir stjórn Tennants veralega gamaldags í sýn sinni á ást karls og konu og ólíkum menningar- heimum og sannast sagna hélt ég að hætt væri að gera svona einfeldnings- legar stórmyndir. Hún hefur engu við hefðina að bæta en er gerð nákvæm- lega eftir bókinni og þótt hún sé ekki vond þá virkar hún sannariega eins og tímaskekkja árið 2000. Arnaldur Indriðason MÁLVERKASÝNING Sigtryggs Bjama Baldvinssonar verður opnuð á Flókagötu 17, Englaborg, í dag, laugardag, kl. 16. Húsið er kennt við Jón Engilberts listmálara en þetta er fyrsta sýningin sem haldin er þar eftir að endurbótum á vinnustofu í húsinu lauk, sem miðaði að því að gera hana að góðum sýningarsal. Á sýningu Sigtryggs eru 12 oh'u- málverk unnin á síðustu tveimur ár- AP „Skóli 2000“ DIETER Wagner, sem starfar hjá samtökum sem sjá um kjötkveðju- hátfð borgarinnar Mainz í Þýska- landi, kemur skilti fyrir á einum af skrautvögnum kjötkveðjuhátíðar- innar sem hefst 6. mars nk. Á skilt- inu, sem er fyrir framan vel vopn- aða brúðu, stendur „Skóli 2000“. Skrautvagnar kamevalsins í Mainz fá á hverju ári það hlutverk að gagnrýna það sem miður fer í þjóðfélaginu eða stjórnmálum í Þýskalandi og í ár varð vaxandi of- beldi í skólum og á meðal unglinga fyrir valinu. um. í verkunum mæta hlutbundin náttúrafyrirbrigði svo sem merlandi hafflötur óhlutbundari eigindum svo sem línum og röndum. Viðfangsefnið er spenna milli hins hlutbundna og óhlutbundna, dýptar og raunyfir- borðs myndflatarins og hins naum- hygla og skreytikennda. Þetta er áttunda einkasýning hstamannsins. Sýningin er opin alla daga kl. 15-18 og lýkur 19. mars. Olíumálverk í Englaborg Myndir á hreyfingu MYNDLIST/ KVIKMYjVDIR Nýlistasafnið & bfósalur MÍR, Vatns- s t í o 3 b & 10 MYNDBÖND, KVIK- MYNDIR, DVD Til 12. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. ÞAU Bjargey Ólafsdóttir og Böð- var Bjarid Pétursson hafa veg og vanda af athyglisverðri sýningu sem opnaði um helgina í Nýhstasafninu. „Kvikar myndir" kalla þau þessa óvenjulegu hátíð þar sem saman fara myndbönd, kvikmyndir á filmum, heimildamyndir, DVD-myndir af gjömingum og tölvuleikir, en uppi á efsta lofti - í SÚM-salnum - era tölv- ur með ýmsum hreyfileikjum. Alls era um 100 myndir á þessari sýningu undir hinni heillandi fullyrðingu að „Kvikar myndir" sé sýning sem hægt sé að sjá aftur og aftur án þess að sjá nokkurn tíma það sama! Það er líka vissulega það sem hægt er að gera - og ætti að gera - meðan á sýningunni stendur. Til að létta á Nýlistasafninu verða kvikmyndir jafnframt sýndar í MIR-salnum hinum megin við Vatns- stíg. Þar era meðal annars á dag- skránni danskar tilraunamyndir frá sjöunda áratugnum eftir valinkunna, danska listamenn frá Flúxus-skeið- inu, svo sem Per Kirkeby, þekktasta listmálara Norðurlandanna. Þar er einnig að finna myndir eftir kollega hans, myndhöggvarann Bjorn Nprgaard og konu hans Lene Adler Petersen, en þau þóttu feta óvenju- legar og hneykslanlegar slóðir með uppátækjum sínum og gjömingum í lok sjöunda áratugarins. Eins er að finna í sömu sendingunni stutta mannlýsingu Anders Hauch á Arthur Kopcke, einum þekktasta listamanni og listasprautu þessa tíma. Gestir á sýningunni þurfa að hafa sig alla við, því hvarvetna - nánast í hverju homi - er eitthvað sérstakt að gerast. Til dæmis er óvenjubreitt og sterkt úrval af íslenskum og erlend- um stuttmyndum - heimildamyndum jaft sem leiknum - sem ekki hafa áð- ur sést hér opinberlega. Framlag frá Norðurlöndunum er áberandi og vísar til sterkrar stöðu kvikmyndalistarinnar í þeim heims- hluta. Til dæmis er framlag allra þeirra Finna sem koma að „Kvikum myndum" eftirtektarvert, án þess að rýrð sé kastað á annað framlag. í svokölluðum svartasal má sjá fjölmargar DVD-myndir eftir hol- lenska, franska og ítalska hstamenn. Þar era meðal annarra valinkunnra þau Ger van Elk frá Hollandi, Ann- ette Messager frá Frakklandi og Maura Biava frá Ítalíu. Verki hvers myndlistarmanns er fylgt eftir af tón- skáldi, en flest þeirra era hollensk, þótt einnig komi þau frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Veg og vanda af DVD-sýningunum hefur Þóra Kristín Johansen, semballeikari, en hún er búsett í Amsterdam. Það er fyrir hennar tilstilli að þessar skífur vora teknar upp, en henni til stuðnings er einvalalið af þekktum sýningastjór- um, galleristum og safnstjórum. Það var einmitt í Amsterdam sem eitthvert athyglisverðasta framlag íslendinga var tekið, en það er auð- vitað hin 28 mínútna Jesus is closer to home eftir Þorvald Þorsteinsson og félaga. Þessi sérstæða mannlýsing úr Rauða hverfinu lýsir lífi nokkurra manna sem með einum eða öðrum hætti tengjast hóteli nokkra sem er eitt af miðpunktum hverfisins. Raunar bera „Kvikar rnyndir" með sér alla þá hreyfingu sem er á myndmiðlum í byijun nýs aldatugar. Svo virðist sem loksins hilli undir þann draum sem svo margir kvik- myndagerðarmenn hafa fóstrað, að gera megi einfaldar og áhrifaríkar myndir með sáralitlum tilkostnaði. Frábær DVD-sjónveisIa frönsku listakonunnar Annette Mess- ager, Dépendance - Indépend- ance, frá 1995-1999. Franski nýbylgjuleikstjórinn Jean- Luc Godard sá fyrir sér einhvers kon- ar samrunaþróun kvikmynda og myndbanda sem hann taldi að gæti margfaldað möguleika kvikmynda- gerðar og gert hana aðgengilega fyrir venjulega menn með venjulegar tekjur. Svo virðist sem myndbandalist taki sífellt meira mið af kvikmyndum á meðan kvikmyndirnar nálgist frjáls- ræðið sem ríkir í myndbandaheimin- um. Dogma-hugmynd von Trier og fé- laga er til marks um þróun kvik- myndalistarinnar til almennari og hversdagslegri tæknibragða. Það var slík bjartsýni sem einkenndi opnun hátíðarinnar „Kvikar myndir" og lýsti sér í eftirvæntingu þeirra sem ráfuðu um sali Nýlistasafnsins til að fá smjörþefinn af herlegheitunum sem þar eru á boðstólum í hveiju horni. Sýningarstjórarnir, þau Bjarg- ey Ólafsdóttir og Böðvar Bjarki Pét- ursson, gátu því glaðst yfir undirtekt- unum. Þrotlaus vinna þeirra svo mánuðum skipti virðist hafa borið ríkulegan ávöxt. Þar með stendur það upp á almenning að koma og sjá það sem hugurinn gimist þá tíu daga sem eftir era af veislunni. Halldór Björn Runólfsson ------M-4-------- Fyrirlestur um Ijós- myndara MANNFRÆÐINGURINN Jay Ruby, prófessor í mannfræði við Templeháskóla í Fíladelfiu í Banda- ríkjunum, heldur fyrirlestur á mánu- dag, kl. 19.30, í Háskóla íslands, stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn, sem er í boði Ljósmyndasafns Reykjavíkur, fjallar um bandaríska ljósmyndarann Francis Cooper (1874-1944). Ruby mun fjalla um ævi og störf Coopers, og framlag hans til ljósmyndagerðar, en hann reyndi meðal annars fyrir sér í listrænni ljósmyndun. í fréttatilkynningu segir að Jay Ruby hafi tvisvar sinnum heimsótt ísland áður. Hann er framkvöðull á sviði sjónrænnar mannfræði. Hann hefur skrifað tugi greina á fræðisvið- inu, ritstýrt fjölda bóka og tímarita og er höfundur nokkurra fræðirita, nú síðast The Photographic World of Francis Cooper: Not A Bad Shot sem kom út hjá MIT Press vorið 1999 og er væntanleg (vor 2000) bókin Pictur- ing Culture frá University of Chicago Press.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.