Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 37 Draumurinn um Heklu Draumstafir Kristjáns Frímanns „Eldur er í norðri, ey hefir reista móðir yfir mar, beltað bláfjöllum, blómgað grasdölum, faldað hvítri fónn.“ Jónas Hallgrímsson. Helgin brotnaði upp úr deyfð og drunga vetrarins þegar Hekla vaknaði enn og aftur af værum blundi um síðustu helgi. Þegar hún lyfti hvítum faldinum svo skein í bert og heitar tilfinningar brustu fram, hitnaði manni í hamsi við að sjá rauða kvikuna og fylltist löng- un að komast nær þessum lokk- andi hita. Margir létu þann draum rætast en máttu fyrir löngun sína og kvika lund, dúsa niðurkældir í fönn á heiði uppi langa nótt. Vetur konungur lætur ekki að sér hæða þótt drottning undir- djúpanna taki nokkur heit spor á lendum hans og reyni að kveikja í kalli vorsöng. Draumurinn hefur frá fyrstu tíð nýtt sér náttúruöflin í sagnagerð sinni og birt manni innra líf manns sjálfs í gegnum eldgos eða freðinn svörð. Hann hefur tekið þetta ótrúlega sjónar- spil raunveruleikans þegar fjall rífur sig á hol svo út falla iðrin glóandi og sett það upp sem dæmi- sögu eða leikþátt um tilfinningar: „Eg var á leiðinni í erfitt próf í skólanum og mig dreymdi nóttina áður að það sprytti blóð út af mag- anum á mér eins og sviti.“ „Ég var að skilja og mig dreymdi ítrekað eldgos, bíla og fólk á flótta.“ Draumar um innri átök, hættur, umskipti, ást og hatur birtast oft í eldgosi. Einnig gleði, sigur og frami getur fengið útrás í eldgosi draumsins sem rennandi blóð úr sprungum á holdi. Brennandi þrá, logandi kvíði og aðrar geðsveiflur birtast sem hluti af eldsumbrotum í draumi næturinnar og gera manni kleift að skilgreina og skilja betur þau innri öfl sem gera okkur að þeim tilfinningaverum sem við erum. Það er því ekki bara spenn- andi skemmtun að sjá Heklu í ham heldur einnig fræðandi stund um eigin hag, getu ogvilja. Gos tilfínninga. „Draumey“ sendir draum Minn draumur er svona: Mér fannst ég vera heima hjá mér, en ætlaði að skjótast eitthvert burtu. Ég hljóp út úr húsinu og að bílnum mínum sem stóð fyrir utan. Við bíl- inn stóð eitthvert fólk sem mér fannst ég þekkja en ég veit samt ekki hvaða fólk þetta var. Uti var sólskin og blíða og allt mjög fallegt og bjart. Þegar ég kom að bílnum varð mér starsýnt á hann því hann var svo fallegur. Þetta var lítill einkabíll, ljósgulur á litinn og lakkið glansaði mjög fallega. Hann var auðsjáanlega alveg nýr og hann kom mér einhvernveginn á óvart, en ég átti hann jú og var með lykilinn í hendinni. Ég geng svo að bflnum, opna hann og sest í ekilssætið (fólkið varð eftir fýrir utan) og ætlaði að stinga lyklinum í svissinn. Þá finnst mér mæla- borðið verða eitthvað einkennilegt. Það var þakið einhverskonar áfellu úr leðri eða leðurlíki sem var svört á litinn og með götum fyrir mælana. Ég verð mjög undrandi á að sjá þetta og tek í áfelluna og lyfti henni. Undir henni á mæla- borðinu var allt þakið í köngulóm og smáeðlum sem byltust þarna hvert um annað. Mér fannst þetta náttúrlega slæmt, en var að flýta mér svo ég lagði áfelluna á sinn stað og ákvað að laga þetta seinna. Ráðning Farartæki raunveruleikans svo sem bflar og flugvélar eru ímyndir draumsins af ferð sálarinnar og líkamans um lífið og tímans rúm. Bflar geta túlkað líkamlegt ástand jafnt sem sálrænt og þá spila inn í þættir eins og litur bflsins, tegund og árgerð ásamt viðhaldi. Bfllinn kemur í stað hestsins enda eru tengslin sterk þar á milli, sá streng- ur er sálrænn og því notar draum- urinn bflinn sem sérstakt tákn við sérstök tilfelli. Af innihaldi draums þíns virð- ist hann á sálræn- um nótum og snúast um þætti í þér sem eru nú óðum að verða sýnilegir en sem hafa til þessa ver- ið þér duldir. Bfll- inn lýsir með út- liti sínu og lit, sálrænni heild sem birtist þegar á reynir. Sú heild eða það sálræna öryggi sem þú sýnirvið ákveðnar aðstæð- ur, kemur sjálfri þér mest á óvart. Þær aðstæður tengjast eðlunum og köngulónum en þessi smádýr tengjast bæði andlegum og líkamlegum sviðum. Eðlumar tengjast líkamanum og frumkröftunum en í þínu tilfelli gætu þær verið að kveikja upp þætti úr æsku þinni. Köngulær eru tákn velfarnaðar en einnig merki um andlega getu til að setja upp aðstæður og vinna úr þeim. Köngulærnar vega því bæði and- legt og veraldlegt jafnvægi svo að gmnnurinn að draumi þínum og því er hann kveikir gæti verið hugsanleg ráðagerð þín á sviði fjármála. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðing- ardegi og ári ásamt heimilis- fangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalands- Mynd/Kristján Kristjánsson mmmmmmmmmm. Faxafeni 8 alla daga 1 2-1 9 www.mbl.is Ævisaga VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR heimskautafara á Bókamarkaðinum í Perlunni Mysupróteinið sem spurt er um! Immunocal hefur náð að auka GLUTATHION í frumum líkamans á náttúrulegan hátt. Hvað er GLUTATHION? Leitið upplýsinga. Immunocal er aðeins selt í Ármúla 29 2. hæð. Sími : 533 3010 Immunocal á Islandi ehf. immunocal@isl.is immunocal.org
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.