Morgunblaðið - 04.03.2000, Side 38
Úr íslensku lyfjabókinni
Geta bein brotnað án áverka?
Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda
Spurníng: Nýlega varð ég fyrir því
að rifbrotna án þess að lenda í slysi
eða verða fyrir áverka. Er það rétt
að eldra fólki sé hætt við slíkum
brotum og ef svo er hvers vegna?
Hvaða meðferð er beitt í slíkum til-
fellum og geta þess háttar beinbrot
verið erfið viðureignar og jafnvel
hættuleg?
Svar: Talið er að beinmassi
flestra nái hámarki við 25-30 ára al-
dur, haldist síðan stöðugur í 10-15
ár en fari þá að minnka. A breyt-
ingaskeiði kvenna og karla fer bein-
massinn að tapast með meiri hraða
en áður og þetta er sérstaklega
áberandi hjá mörgum konum eftir
tíðahvörf. Konur á þessum aldri
geta tapað 3-5% beinmassans á ári í
5 til 7 ár sem þýðir að á fáeinum ár-
um geta þær tapað allt að 20% bein-
massans. Þetta ástand er kallað
beinþynning eða úrkölkun beina.
Beinþynning gerir beinin mun
stökkari en þau voru áður.
Fólk sem komið er með mikla
beinþynningu getur beinbrotnað án
mikils áverka, kannski bara við það
að hrasa eða hósta. Ofan á þetta
bætist að gamalt fólk er oft dettn-
ara en það var áður vegna óstöðug-
leika, sjónskerðingar, vöðvaslapp-
leika eða vegna lyfja eins og t.d.
svefnlyfja. Afleiðing beinþynningar
eru tíðari beinbrot með þeim miklu
óþægindum sem þeim fylgja.
Eitt algengasta beinbrotið hjá
konum með mikla beinþynningu er
samfall hryggjarliða. Þetta getur
gerst án áverka og það sem gerist
er einfaldlega að hryggjarliður fell-
ur að hluta til saman eða brotnar
inn í sjálfan sig.
Þessu fylgja verkir og staðbund-
in eymsli sem geta staðið mánuðum
saman. Ef þetta gerist oft lækkar
Bein-
þynning
sjúklingurinn í loftinu svo að eftir
því er tekið og hann getur einnig
fengið kryppu. Önnur algeng brot
eru mjaðmar- og úlnliðsbrot sem
verða við byltu en rifbrot geta orðið
við það að hrasa, hósta eða hnerra.
Þekkt eru dæmi þess að mikill hlát-
ur hafi leitt til rifbrots hjá einstakl-
ingi með beinþynningu. Beinþynn-
ing með beinbrotum og verkjum er
eitt af því sem getur gert líf aldr-
aðra erfitt.
Nú orðið er yfirleitt ekki veitt
nein meðferð við rifbrotum nema
þau séu mjög slæm og hætta geti
verið á að beinendar stingist inn í
lungað. Slíkt gerist einungis við
mikla áverka. Meðferð felst í því að
vefja eða plástra brjóstkassann í
þeim tilgangi að minnka hreyfingar
hans. Við þetta minnka óþægindin
frá brotinu en í staðinn koma óþæg-
indi vegna köfnunartilfinningar og
erfiðleika við að anda. Þessi síðar-
nefndu óþægindi eru venjulega
miklu verri en verkir vegna brots-
ins og þess vegna velja flestir enga
meðferð.
Rifbrot geta gefið talsvert mikil
óþægindi vikuin saman en þau gróa
næstum alltaf vel og eru oftast al-
veg hættulaus.
Þeir sem eru með mikla bein-
þynningu geta þurft lyfjameðferð
til að stöðva hana. Þar að auki ættu
allir að gæta þess að þeir fái nægj-
anlegt prótein, kalk og D-vítamín í
fæðunni og ef það reynist erfitt má
bæta við kalktöflum og lýsi. Ráð-
lagður dagskammtur af kalki fyrir
fullorðna er 800 mg. Gamalt fólk
þarf einnig að fá hæfilega hreyf-
ingu og áreynslu sem styrkir bæði
vöðvaogbein.
• Á NETINU: Nálgast má skrif
Magnúsar Jóhannssonar um lækn-
isfræðileg efni á heimasíðu hans á
Netinu. Slóðin er: http://www.hi.is/
—magjoh/
• Lesendur Morgunblaðsins
geta spurt lækninn um það sem
þeim liggur á hjarta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
milli klukkan 10 og 17 i súna
5691100 og bréfum eða simbréfum
merkt: Vikulok. Fax 5691222.
Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á
netfang Magnúsar Jóhannssonar:
eImag@hotmaiI.com.
Ritalin
Innihaldsefni: Metýlfenídat.
Lyfjaform: Töflur: 10 mg.
Notkun: Lyfið er aðallega
notað við drómasýki (narko-
lepsi), en það er sér-
stakur sjúkdómur
sem iýsir sér sem
truflun á stjórnun
draumsvefns og
getur valdið ómótstæðilegri syfju
að deginum til og stundum trufl-
un á svefni að næturlagi. Einnig
er lyfið einstaka sinnum gefið
börnum sem eru ofvirk eða mis-
þroska.
Skammtar: Algengur skammtur
við drómasýki er 10 mg þrisvar á
dag.
Aukaverkanir: Ritalin getur
valdið angist og óróa og aukið
hættu á gláku. Fyrir kemur að
lyfið valdi munnþurrki, svima,
ógleði og svefnleysi. Hjartslátt-
aróregla kemur einnig fyrir.
Athugið: Mikil hætta er á að lyf-
ið valdi ávana, sérstaklega ef það
er gefíð samfellt í langan tíma.
Varasamt getur verið fyrir
fólk með skapgerðarveilur
og geðsjúkdóma að nota
þetta lyf. Ritalin er þrí-
hyrningsmerkt lyf, sem
þýðir að notkun þess slæv-
ir viðbragðsflýti og eftir-
tekt. Akstur og önnur ná-
kvæmnisvinna sem hefur
í sér fólgna slysahættu er því
varasöm meðan lyfjameðferðin
stendur yfir. Forðast skal áfeng-
isneyslu meðan lyfið er notað,
þar sem hún getur aukið hættu á
krömpum.
Meðganga og brjóstagjöf: Var-
ast ber að nota lyfíð á meðgöngu-
tíma, og er það aðeins gert ef
læknir telur að ekki verði hjá því
komist. Ekki er vitað hvort lyfið
skilst út í móðurmjólk. Rétt er að
ráðfæra sig við lækni um það,
hvort hætta skuli við brjóstagjöf.
Afgreiðsla: 30 töflur í þynnu-
pakkningu.
• Meira á Netinu: www.net-
doktor.is
MORGUNBLAÐIÐ
38 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
Lækningar
Óskhyggja einkennir
yngri karlmenn
Geðlyf
Notkun á geðlyfum
eykst meðal barna
Rannsóknir á lystarstoli
Helmingur sjúk-
linga nær bata
Brengluð líkamsmynd er eitt birting-
arforma lystarstols og er fjölmiðlum
og tískuheimi ekki si'st kennt um að
halda óheilnæmum fyrirmyndum að
kvenfólki.
Reuters
Könnun í Bandarrkjunum
Áhyggjur vegna aukinnar
geðlyfjanotkunar barna
Chicago. AP.
FJÖLDI tveggja til fjögurra ára
bandarískra barna sem taka geðlyf,
þar á meðal Ritalin (sjá grein) og
geðjöfnunarlyf á borð við Prozac,
jókst um 50% frá 1991 til 1995, að
því er greint var frá í bandaríska
læknaritinu Journal of American
Medical Association nýverið.
Vísindamenn hafa áhyggjur af
þessari þróun, sem kom í ljós við
könnun á högum rúmlega 200
þúsund forskólabarna, vegna
þess að áhrif svo sterkra lyfja á
svo ung börn eru að mestu
ókunn. Sumir læknar óttast að
lyfin geti haft slæm áhrif á
þroska bamanna.
Alls tóku um 100
þúsund bamanna
geðlyf 1991, en talan
var komin í 150 þús-
und 1995. Það ár
vom 60% barna sem
tóku lyf, fjögurra ára,
30% þriggja ára og
tíu prósent tveggja
ára. Þótt í könnun-
inni hafi ekki verið
athugað hverjar
væm hugsanlegar
ástæður þessa telur
Julie Magno Zito, að-
stoðarprófessor í lyfja-
fræði við Háskólann í
Maryland og aðalhöf-
undur könnunarinnar,
ýmislegt koma til |
greina.
Eftir því sem fleiri T
börn hafa farið að fara \
á leikskóla er hugsan-
legt að foreldrar finni fyrir
þrýstingi „á að láta börnin sín
hegða sér á æskilegan hátt,
sagði Zito. Þá telur hún að
geðlyf hafi farið að njóta mun
meiri viðurkenningar á þess-
um áratug.
New York. Reuters.
MEÐ tíð og tíma nær um það bil helmingur kvenna, sem
þjást af lystarstoli, eða anorexíu nevrosu, fullum bata,
samkvæmt niðurstöðum könnunar á högum sjúklinga 21 ári
eftir að þeir höfðu greinst með sjúkdóminn.
Af þeim sem ekki höfðu náð bata höfðu um 16% látist af
völdum kvilla sem tengdust lystarstoli og hinar konurnar
áttu enn í höggi við sjúkdóminn eða höfðu látist af öðmm
völdum.
Kemur þetta fram læknaritinu The Lancet 26. febrúar.
Kannaðir vom hagir 77 kvenna, sem vom að meðaltali 21
árs þegar þær greindust með sjúkdóminn, og þær sem
enn lifðu vom að meðaltali 42 ára. í ljós kom að við
greiningu sjúkdómsins gátu ákveðnir þættir gefið til
kynna hvaða konur myndu enn eiga við sjúkdóminn að
stríða síðar á ævinni.
Konur sem höfðu verið veikar lengi áður en þær
voru fyrst lagðar á sjúkrahús, þyngdust lítið í fyrstu
innlögn og áttu við alvarleg sálræn eða félagsleg
vandamál að stríða vom í meiri hættu en aðrar á að
þurfa lengi að kljást við sjúkdóminn, að sögn dr.
Stephans Zipfels og samstarfsmanna hans við há-
skólann í Heidelberg í Þýskalandi.
Niðurstöðurnar benda til þess að læknar, sem
meðhöndla lystarstolssjúklinga, ættu að kanna
þá líkamlegu, félagslegu og sálrænu þætti sem
hafa áhrif á sjúklingana, sagði Zipfel. Vegna
þess hve sjúkdómurinn væri flókinn væri æski-
legt að leita ráða hjá geðlæknum, læknum,
næringarfræðingum, fjölskylduráðgjöfum og
öðram ráðgjöfum sem hefðu reynslu af með-
höndlun sjúklinga sem þjáðust af brenglaðri
líkamsímynd.
Lystarstol
Um helmingslíkur á að ná
fullum bata
Barneignir
Samspil aldurs foreldra
og kynferðis
„Æskileg
hegðun“
Þyngdust lítið í fyrstu
Flókinn sjúkdómur