Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 41 NEYTENDUR Verðkönnun Samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu Verðmunur á æfínga- gjöldum í körfubolta nemur allt að 300% Stjarnan og Valur bjóða upp á lægst æfinga- gjöldin í körfubolta hjá drengjum en körfu- knattleiksdeild KR er með hæstu æfíngagjöld- in bæði hjá drengjum og stúlkum. ÞETTA kemur fram í verðkönnun sem Samstarfsverkefni NS og ASI-félaga á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi nýlega hjá íþróttafé- lögum á æfingagjöldum körfu- knattleiks. Kom í ljós að mikill verðmunur Körfuknattleikur barna - æfingagjöld 2000 verð vikur verð á klst. verð vikurl verð á klst. verð vikur verð á klst. verð vikur verð á klst. verð vikur verð á klst. verð vikurj verð 1 á klst. verð vikur verð á klst. Minnibolti 10ára Minnibolti 11 ára 7. flokkur 8. flokkur 9. flokkur O z Ul oc o Breiðablik Fjölnir Haukar ÍR KR Stjarnan Valur 21.000 10.000 14.000 15.000 16.000 7.000 16.000 206 125 184 182 229 95 153 21.000 13.000 19.000 15.000 16.000 17.500 16.000 10. flokkur 11. flokkur 206 122 167 182 229 118 153 21.000 15.000 19.000 15.000 18.000 17.500 18.000 206 141 167 182 257 118 159 21.000 15.000 19.000 20.000 18.000 17.500 20.000 206 141 167 182 257 118 78 21.000 16.000 19.000 20.000 18.000 17.500 20.000 206 150 125 182 257 118 64 21.000 17.000 19.000 20.000 18.000 17.500 20.000 206 159 125 182 257 118 78 21.000 17.000 19.000 20.000 18.000 17.500 20.000 34 32 38 33 28 37 34 206 159 125 146 193 118 78 0C D * O H (/> Breiðablik Haukar ÍR KR Minnibolti 11 ára o(| yngri 21.000 14.000 15.000 16.000 34 38 33 28 206 184 182 229 Stjarnan 8. flokkur 21.000 34 206 19.000 38 167 20.000 33 182 16.000 28 229 - - - Stúlki O r- kkur 19.000 38 125 20.000 33 182 18.000 28 257 8.750 35 83 Unglin gaflc kkur 21.000 34 154 19.000 38 125 20.000 33 182 18.000 28 257 - er milli félaga og munaði allt að 300% á verði þar sem munurinn var mestur í 9. flokki drengja. Að sögn Ágústu Ýrar Þorbergs- dóttur, verkefnisstjóra hjá Sam- starfsverkefninu, felst munurinn í fjölda æfinga á viku. Valur býður upp á 550 mínútur í 9. flokki en KR upp á 150 mínútur. Hjá stúlkum eru það fjögur fé- lög sem bjóða upp á lægstu æf- ingagjöldin. Mestur er verðmunur- inn 208% í stúlknafiokki. Stjarnan er þar með lægstu æfingagjöldin og KR með hæstu gjöldin. Ágústa bendir á að íþróttafélög- in fái styrki frá sveitarfélögum sem hafi áhrif á hversu marga tíma félögin bjóða á viku. 011 félögin fá húsnæðisstyrk frá viðkomandi sveitarfélagi. Hún seg- ir að munurinn á Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum sé að Reykjavík reiknar hverja æfingu sem 50 mínútur á meðan ná- grannasveitarfélögin reikna hana sem 60 mínútur. Verð var kannað í 7 flokkum hjá drengjum og 4 hjá stúlkum en mun færri félög bjóða upp á körfuknatt- leik en handbolta og fótbolta. Sjö íþróttafélög bjóða upp á æfingar fyrir drengi og fimm félög fyrir stúlkur. Agústa segir að vegna mismunandi lengdar og fjölda æf- inga á viku hafi samanburðurinn reynst erfiður og því var gripið til þess að bera saman verð á tímaein- ingu með klukkutíma sem reikni- grunn. Æfingatímabilið er frá 28 vikum hjá KR og upp í 37 vikur hjá Stjörnunni þegar körfuknattleikur drengja er annarsvegar. I kvenna- flokki er æfingatímabilið frá 28 vikum hjá KR og upp í 38 vikur hjá Haukum. Ágústa segir að lokum að aðeins sé miðað við verð í þessari könnun og ekki tekið tillit til annarra þátta svo sem aðstöðu til iðkunar. Þá er misjafnt hvað félögin leggja til keppnisferða. Hjá flestum eru bolti og treyja innifalin í æfinga- gjaldi og sum félög bjóða upp á raðgreiðslur og systkinaafslátt. Breskir bankar harðlega gagnrýndir Samþykktu gjaldtöku af notkun hraðbanka London. Morgnnbladið. Tony Blair, forsætisráðherra, hef- ur sagt bönkunum stríð á hendur og hótar háum fjársektum, ef þeir halda til streitu samþykkt sinni um gjaldtöku af notkun hraðbanka. Bankar og fleiri fjármálastofnanir, sem ráða yfir 27.000 hraðbönkum vítt og breitt um Bretland, sam- þykktu í vikunni að leggja gjald á viðskiptavini, sem nota hraðbanka í eigu annarrar stofnunar en við- skiptastofnunar sinnar. Sumir bankar með refsigjald Sumir bankar taka nú hálft ann- að pund í refsigjald af viðskiptavin- um sínum, ef þeir nota hraðbanka annarra banka, en aðrir hafa gert gagnkvæmt samkomulag um að viðskiptavinir geti notað hraðbanka þeirra án nokkurs gjalds. Nú vilja einnig aðrir bankar, með Barclay’s í fararbroddi, leggja pund á þá við- skiptavini annarra banka, sem nota þeirra hraðbanka. Þannig gæti fölk þurft að borga allt að tveimur og hálfu pundi, ef það þarf að nota hraðbanka í eigu annarrar fjár- málastofnunar en viðskiptabanka síns. Talsmaður Tony Blair sagði forsætisráðherra telja, að gjald fyr- ir úttektir úr hraðbönkum ætti að vera á bilinu 15 til 30 pens eða lægra og styðst forsætisráðherr- ann þar við tölur frá Don Cruick- shank, sem ríkisstjórnin fól að gera úttekt á starfsemi bankanna. Málið kom til umræðu í þinginu og þar lýsti forsætisráðherra hörðum við- brögðum ríkisstjórnarinnar, sem síðan var fylgt eftir með bréfi Gord- on Brown, fjármálaráðherra, og Stephen Byers, viðskipta- og iðnað- arráðherra, til bankasamtakanna, þar sem niðurstöður Cruickshank voru ítrekaðar. Verður sektum beitt? Segir viðskiptaráðherrann að tvöföld gjaldtaka sé í hæsta máta óréttlát. Hann spyr, hvort bank- arnir hafi haft í huga hagsmuni elli- lífeyrisþega, sem oft hafi ekki að- gang nema að einum hraðbanka í nágrenni sínu, og forsætisráðherr- ann nefndi á þingi einnig námsfólk, tekjulágt fólk og sveitafólk sem dæmi um hópa, sem þessar gjald- tökur kæmu sérstaklega illa við Viðskiptaráðherrann segist ekki Reuters munu hika við að beita ákvæðum nýrra samkeppnislaga, sem fá stjórnvöldum vopn í hendur til að berjast gegn samkeppnishamlandi ráðstöfunum, þ.á.m. möguleikanum á að leggja við sektir, sem geta numið allt að 10% af veltu viðkom- andi þann tíma sem hann brýtur af sér. Hann óskaði eftir skýringum bankanna á ýmsum atriðum og sagði, að embætti það sem tryggja á heiðarlega viðskiptahætti myndi fara ofan í saumana á málefnum bankanna. Samþykkt bankanna um gjald- tökuna, sem á að koma til fram- kvæmda í janúar á næsta ári, kall- aði á harkaleg viðbrögð úr fleiri áttum. Neytendasamtök og fleiri höfðu uppi stór orð. Talsmenn nokkurra banka og fjármálastofnana vora fljótir að lýsa því yfir að þeirra stofananir væra gjaldtökunum andvígar og hefðu greitt atkvæði gegn þeim. Sumir þeirra sem vora þeim með- mæltir era líka strax farnir að draga í land eins og forráðamenn Lloyds TSB sem hafa tilkynnt, að þeir muni freista þess að fá aðra banka í hraðbankasamtökunum til að banna tvöfalda gjaldtöku. Það er því brostinn flótti á liðið. Enginn bankanna hefur þó minnst á að gjaldið verði lækkað niður í eitthvað nálægt þeim 30 pensum, sem ríkisstjómin hefur nefnt sem hámark. Bönkunum gefst þó enn tóm til þess að endurskoða málið og ljóst er að á meðan munu bæði augu hins opinbera og almennings íylgjast með þeim.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.