Morgunblaðið - 04.03.2000, Side 46
I
46 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
Börnin í
brunninum
„Það er undarlegt að fylgjast með þjóðfé-
lagi, þarsem foreldrar eru litnirhorn-
auga efþeir leiða ekki börnin sín í skól-
ann og heim aftur, jafnvel þótt ekki sé
einu sinni yfirgötu að fara, en það þyk-
ir þjóðleg dyggð að eiga hlaðna skamm-
byssu í náttborðsskúffunni. “
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðrikssen
SEX ára drengur dró
upp byssu í skólanum
á þriðjudag, beindi
henni að bekkjarsyst-
ur sinni og tók í gikk-
inn. Hún fékk skotið í hálsinn og
lést skömmu síðar. Nú velta
menn því fyrir sér, hvað eigi að
gera við drenginn. Sumir telja
ástæðu til að draga hann fyrir
dómstóla og rétta yflr honum
eins og fullorðnum manni, en
aðrir leyfa sér að efast um að sex
ára drengur teljist sakhæfur
samkvæmt venjulegum viðmið-
unum.
Þessi hörmulegi atburður í
barnaskóla í Michiganríki í
VIÐHORF
því miður
ekki eins-
dæmi, þótt
byssumaður- __
inn sé vissulega ótrúlega ungur. í
Bandaríkjunum er hægt að finna
hvert dæmið á fætur öðru um
böm, sem geta nálgast skotvopn
þegar þeim sýnist. Afleiðingin er
sú að það er ekkert einsdæmi að
þessi börn taki vopnin með sér í
skólann og drepi skólafélaga
sína. Síðasta haust var drengur í
Detroitborg í Michigan dæmdur í
gæslu á unglingaheimili þar til
hann nær 21 árs aldri. Hann
hafði komist yfir byssu, lagst í
leyni í runna og skotið niður
bláókunnugan mann. Þessi 11
ára morðingi var dæmdur miðað
við lög, sem heimila að dæma
bamunga mörðingja, eða morð-
ingja á unglingsaldri, sem full-
orðna. Dómarinn var að vísu
ósáttur við þau lög og neitaði að
dæma barnið til lengri fangelsis-
vistar en tíu ára.
Drengurinn 6 ára býr líka í
Miehiganríki og nú velta menn
því fyrir sér hvort ástæða sé til
að refsa honum sem fullorðinn
væri. Nefnd lög setja víst engin
aldursmörk, en saksóknarinn
sem fer með málið segir ákaflega
ólíklegt að hann fari fram á slíkt.
Það sé verulegur munur á 6 ára
bami og 11 ára. Enginn geti ætl-
ast til að 6 ára barn geri sér
grein fyrir afleiðingum gerða
sinna á þann hátt, að eðlilegt sé
að það svari til saka fyrir dóm-
stólum.
Eftir þennan voðaatburð hefur
enn á ný risið deila um byssueign
í Bandaríkjunum, klassískt deilu-
efni þar í landi. Andstæðingar
byssueignar segja að nú verði að
grípa í taumana, voðaverk af
þessu tagi megi rekja beint til
fáránlega mikillar byssueignar
landsmanna og lítils eftirlits.
Lágmarksskilyrði sé að það verði
settar einhvers konar bamalæs-
. ingar á skotvopnin.
Ennþá era þær raddir hávær-
ari, sem segja það rétt hvers
™ Bandaríkjamanns að eiga byssu,
sér og sínum til vemdar. Mál-
flutriingur þessa háværa hluta
þjóðarinnar minnir reyndar
einna helst á handrit að kúreka-
mynd. Vísað er til þess, að lands-
feðurnir á 18. öld hafi borið vopn
og viijað vernda rétt allra til
byssueignar. Þeir sem vilji tak-
marka byssueign séu bleyður,
sem treysti sér ekki til að berjast
fyrir land sitt. Það megi ekki
taka byssurnar af heiðvirðum
borguram, því vænlegast til
árangurs í baráttunni við glæpa-
menn sé að láta þá velkjast í vafa
um hvort væntanlegt fómarlamb
sé vopnað. Og vinsælasta slag-
orðið er að það séu ekki byssurn-
ar sem drepi fólk, heldur fólk
sem drepi fólk. Þess vegna eigi
ekki að útrýma byssunum, held-
ur kenna fólki að umgangast
þær. Boð og bönn hafi engin
áhrif, heldur sé það fræðsla um
byssur sem sé mikilvægust, allt
frá bamsaldri.
Það vantaði eitthvað upp á
réttu umgengnina á heimili litla
drengsins, þar sem fíkniefni og
skotvopn lágu eins og hráviði um
allt. Byssan var þarna, af því að
byssur í Bandaríkjunum era
áreiðanlega fleiri en mannfólkið,
af því að hvaða smáglæpamaður
og fíkniefnaneytandi sem er get-
ur nálgast slíkt vopn úr gnægta-
branni þjóðfélagsins, af því að
það er ekkert eftirlit með byss-
um. Litli drengurinn hefur sjálf-
sagt aldrei verið fræddur um
skaðsemi skotvopna, heimili hans
virðist ekki hafa verið af því tag-
inu að þar hafi honum verið sinnt
sem skyldi. En jafnvel þótt hann
hefði verið af „góðu“ heimili og
fengið mikið og gott aðhald for-
eldra sinna, sem hefðu m.a. frætt
hann ítarlega um skaðsemi skot-
vopna, þá er það hárrétt sem
saksóknarinn sagði, að 6 ára
böm hafa ekki þann þroska sem
þarf til að meðtaka slíkan boð-
skap. Góðu heimilin bregðast
líka, a.m.k. ef marka má kannan-
ir sem sýna að þriðja hver
skammbyssa er geymd hlaðin og
í ólæstri hirslu.
Það er undarlegt að fylgjast
með þjóðfélagi, þar sem foreldrar
era litnir hornauga ef þeir leiða
ekki börnin sín í skólann og heim
aftur, jafnvel þótt ekki sé einu
sinni yfir götu að fara, en það
þykir þjóðleg dyggð að eiga
hlaðna skammbyssu í náttborðs-
skúffunni. Samtök byssueigenda
era að sjálfsögðu á móti lögum
sem skikka menn til að geyma
byssur sínar þar sem þeir einir
geta nálgast þær. Slík lagasetn-
ing ógnar víst kúrekunum; það
má ekki gera byssueigendur
ábyrga fyrir því sem einhver
annar gæti gert. Byssumar
þeirra drepa ekki fólk.
Samkvæmt könnun frá árinu
1998 er áætlað að í Banda-
ríkjunum séu byssur á um 43%
heimila þar sem böm búa. Enn-
fremur að hlaðnar byssur séu
geymdar á tíunda hveiju heimiii
þar sem börn búa. Staðan er orð-
in sú að margir foreldrar telja sig
knúna til þess að spyijast fyrir
um byssueign á heimilum leikfé-
laga barna sinna áður en þeir
leyfa eigin börnum að stíga þar
fæti inn. Því miður geta þessir
foreldrar víst lítið aðhafst varð-
andi byssur á heimilum skólafé-
laga barnanna. Lítið annað en
vonað að landnemastemmningin
fari að eldast af þjóðinni.
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
Þolinmæðin mikil-
vægasti þátturinn
Pokadex sem er bók sem skráir
sjálfkrafa öll Pokémonin sem
leikandinn sér og/eða veiðir. Einn-
ig er gott að tala við alla sem hann
hittir því að þeir hafa oft mikil-
vægar upplýsingar sem gott er að
hafa seinna meir. Eftir þetta hefst
leikurinn.
Haldið er út úr þorpinu og strax
tekur leikandinn eftir því að við
hliðin á veginum og stundum yfir
hann er hátt gras. Ef gengið er í
grasinu ráðast á mann villt Pok-
émon sem Pokémonið viðkomandi
getur slegist við. Ef um er að ræða
Pokémon sem hann vantar getur
hann gómað það í Pokékúlu. Við
það að vinna annað Pokémon fær
Pokémon-leikandans reynslustig.
Þegar hann kemst í næsta þorp
hefur Pokémonið eflaust hækkað
um nokkur reynslustig og þar þarf
að fara að berjast við aðra þjálfara
sem era mun erfiðari en villtu dýr-
in, en fyrir að vinna þjálfara færðu
mismunandi mikinn pening.
Það er um að gera að þjálfa dýr-
ið sem mest til þess að leikurinn
verði auðveldari. Þó verður að
passa það að það er bara hægt að
stjórna Pokémoni upp í ákveðið
reynslustig þangað til viðkomandi
vinnur merki frá aðalþjálfara í ein-
hverju þorpi.
Tilgangur leiksins er ekki aðeins
að góma dýr og berjast við þjálf-
ara heldur líka hina vondu
Rockets sem era að reyna að
leggja undir sig heiminn. Þeir geta
verið mismunandi erfiðir og einn
erfiðasti staðurinn í ieiknum er
höfuðstöðvar Rockets þar sem
maður þarf að berjast við höf-
uðpaurinn.
Ails eru aðalþjálfararnir átta og
þegar allir hafa verið sigraðir er
hægt að keppa við hina „frábæra
fjóra“ sem eru bestu þjálfararnir í
þessum heimi. Aðalþjálfararnir
eru reyndar ekki erfiðir ef viðkom-
andi hefur góð Pokémon með sér,
Pokémon, leikur fyrir Nintendo
Gameboy-leikjatölvur. Leikurinn er
til í þremur útgáfum, rauðum, blá-
um og gulum, en austur í Japan eru
komnir á markað silfur- og
gull-pokémon.
POKÉMON-æðið hefur heltekið
ungmenni um allan heim, æ oftar
er minnst á Pokémon-leikinn bæði
í fjölmiðlum og á Netinu, og er-
lendis er enginn maður með mönn-
um nema að hann eigi að minnsta
kosti eina tegund af Pokémon-
leiknum en það era til þijár tegun-
dir af leiknum rauður, gulur og
blár.
En hvað er Pokémón? Pokémon
eru eins konar dýr sem leikandinn
á að góma, þau eru 63 en þróast
upp í önnur dýr eftir því sem mað-
ur þjálfar þau betur. Einnig fá þau
krafta og læra mismunandi brögð.
I allt eru þau 150 talsins og maður
þarf að góma þessi 63 og þjálfa
þau upp þangað til að maður hefur
öll 150 til að klára leikinn ásamt
því að berjast við aðalþjálfarana í
hveiju þorpi.
Ef maður vinnur aðalþjálfara
fær maður merki sem sannar það
að maður hafi unnið, en merkin
þarf að nota til að komast að hin-
um frábæru fjórum sem era bestir
í öllum Pokémon-heiminum. Aðal-
þjálfararnir gefa oft einhverja sér-
staka krafta sem era nauðsynlegir
til að vinna leikinn.
Stærsta vandamálið við Pokém-
on er að í hverjum leik eru ekki öll
Pokémonin. I þeim leik sem ég hef
verið að spila era aðeins 143 dýr
og til að ná þeim öllum þarf að
eiga vin sem spilar annan lit af
leiknum, tengjast við hans tölvu og
skipta við hann, jafnvel á ein-
hverju sem hann vantar.
Pokémonin eru misjöfn.
Það eru
til Po-
kémon
sem sér-
hæfa sig í
vatni, eld, raf-
magni og eiturefnum, á
móti eld Pokémonunum
virkar vatn best og svo fram-
vegis.
Leikurinn byrjar á því að
leikandinn er í þorpinu sínu
og á að tala við aðal rann-
sóknarmanninn á Pokém-
onum, prófessor Oak, sem
síðan leyfir viðkomandi að
velja um þrjú Pokémon og vin-
ur leikandans, sem er líka helsti
andstæðingur hans, fær líka
að velja eitt Pokémon. I
hveiju þorpi er Pokémon-
heilsustöð sem hægt er að
fara í með Pokémonin þegar
þau eru orðin slöpp og Pok-
émart-búð sem hægt er að
kaupa ýmsa hluti sem tengjast því
að ala upp Pokémon eins og orku-
drykk, mótefni, kúlur til að góma
Pokémon, steinefni, vítamín, vöku-
lyf og lækningarlyf sem læknar
allt.
Ekki er hægt að komast
þorpinu nema að hafa með sér
kort af Pokémon-heiminum og
en hann vinnur ekki leikinn nema
safna líka öllum Pokémonunum.
Mesta úrvalið af Pokémonum er í
Safari Zone og ef viðkomandi hef-
ur næga þolinmæði og nóg af pen-
ingum þá getur hann gómað stór-
an hluta af Pokémonunum þar og
sparað sér heilmikla leit annars
staðar. Hægt er að bera sex Pok-
émon í einu en ef viðkomandi er
með sex og gómar nýtt færist það
af sjálfu sér í tölvu hans þar sem
hann er með auka hólf fyrir Po-
kémon og alla aukahluti sem hann
sankar að þér á ferðum þínum.
Þolinmæðin er mikilvægasti
þátturinn í leiknum þar sem þetta
er seinleikinn leikur. Til dæmis má
nefna að ég er búin að spila rauða
leikinn í tuttugu klukkustundir en
hef aðeins náð rúmum sextíu Pok-
émonum og unnið sex aðalþjálfar-
ana. Þetta er svona dútlleikur þar
sem herkænska og hugsun skiptir
kannski meira máli en einhverjir
brjálaðir bardagar. Pokémon-leik-
urinn er tilvalinn í eyðum í skólan-
um og bara þegar maður hefur
auka tíma því að það er hægt að
geyma í leiknum. Það er þó aðeins
hægt að geyma einn leik þannig að
það geta ekki fleiri en einn spilað
leikinn sem getur verið vandamál
ef fleiri æstir Pokémon-spilarar
eru á svæðinu. I stuttu máli sagt
er þetta frábær leikur fyrir alla
fjölskylduna jafnt unga sem aldna
sem þó krefst nokkurrar enskuk-
unnáttu og má enginn láta hann
fram hjá sér fara.
Erna Björt Árnadóttir
Stærsta
vandamálið við
Pokémon er að í
hveijum leik eru
ekki öll
Pokémonin.
LEIKIR
Ekki ganga
allir leikir
MEÐAL þess sem frammámenn
hjá Sony nýttu til að auka enn
áhuga á væntanlegri Play-
Station II-tölvu sinni var að í
henni mætti spila eldri gerðir
leikja. í vikunni sendi Sony
aftur á móti frá sér yfirlýsingu
þess efnis að ekki væri víst að
allir leikir gengju í vélina nýju.
Nýja PlayStation-vélin er
byggð á nokkuð frábrugðnum
vélbúnaði en sú gamla sem
gerir að verkum að ekki er
víst að ailir gamlir leikir gangi
í hana. Að sögn forstöðumanna
leikjasviðs fyrirtækisins má
búast við að leikir sem sjái
sjálfír um skjástýringu muni
ekki keyra í nýju vélinni, enda
er hún þannig hönnuð að stýri-
kerfíð annast allt slíkt. Að
sögn telja menn að um fjórð-
ungur leikja fyrir tölvuna séu
þannig saman settir að þeir
gangi ekki í nýju vélinni.
PlayStation II kemur á
markað austur í Japan 4. mars
næstkomandi og spá Sony-
menn að þeir eigi eftir að selja
af tölvunni 500.000 eintök á
mánuði. Þar í landi mun tölvan
kosta um 40.000 jen, um 27.000
kr.