Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 49
----------------------T
GUÐMUNDA
STEFANÍA
GES TSDÓTTIR
+ Guðmunda S.
Gestsdóttir fædd-
ist á ísafirði 15. maí
1934. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Isafirði 26.
febrúar síðastliðinn.
Guðmunda bjó mest-
alla sína ævi á Isa-
firði. Hún vann ýmis
störf um ævina, síð-
ast sem matráðskona
á leikskólanum Eyr-
arskjóli. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Gestur Sig-
fússon, f. 17. desem-
ber 1898, d. 16. ágúst 1975, og
Ingibjörg Elínmunda Helgadóttir,
f. 29. júlí 1906, d. 14. febrúar 1975.
Systkini Guðmundu eru: Þorgerð-
ur, f. 1924, d. 9.1. 2000; Halldór, f.
1925, d. 1976; Arthúr, f. 1927;
Gunnar, f. 1928; Salome, f. 1930;
Lína Þóra, f. 1937, og Sóley, f.
1946.
Hinn 17. desember 1960 giftist
Guðmunda Eb'asi A. ívarssyni, f.
11. mars 1939, d. 12. janúar 1978.
Foreldrar hans voru Ivar Jónsson,
f. 21. júlí 1903, d. 29. febrúar 1972,
og Hallgerður S. Hallgrímsdóttir,
f. 18. nóvember 1898, d. 23. mars
1983. Guðmunda var í sambúð áð-
ur með Sigurði Ingvarssyni, f. 19.
júní 1931, d. 11. mars 1963. For-
eldrar hans voru Ingvar Júlíus
Guðmundsson, f. 26. júlí 1898, d.
Elskuleg móðir okkar er látin, við
héldum að við fengjum miklu meiri
tíma með henni en svo var ekki, en
það sem við höfum lært af henni er
að taka lífinu eins og það kemur fyr-
ir og að berjast ef á móti blæs. í okk-
ar augum var hún hetja því ekki
hafði hún átt sjö dagana sæla, hún
var einungis 22 ára gömul þegar hún
var orðin einstæð móðir með tvo
syni og lagði hún allt sitt í það að
fæða þá og klæða, hún naut dyggi-
legrar aðstoðar foreldra sinna og
ættingja, því ekki var um að ræða
mikla aðstoð frá ríki og bæ eins og er
í dag, hún varð að standa á eigin fót-
um og sjá um drengina sína sjálf og
það gerði hún með miklum ágætum.
Móðir okkar var svo einungis 43
ára þegar hún var orðin ekkja með
fimm börn og í hennar huga var ekk-
ert sem hét að gefast upp heldur til-
einkaði hún okkur líf sitt og lagði allt
í sölurnar til að koma okkur á legg.
Þó að oft hafi verið þröngt í búi,
nægði þetta okkur samt því hennar
30. október 1940, og
Ingibjörg Margrét
Sigurðardóttir, f. 2.
ágúst 1904, d. 1. júlí
1981. Guðmunda átti
nieð Sigurði tvo syni.
Þeir eru:l) Ingvar
Isdal, lagermaður, f.
12. janúar 1955,
kvæntur Sigrúnu
Birgisdóttur, f. 1959,
og eiga þau tvö börn;
Sigurð Alfreð, f.
1976, unnusta hans
er Eyrún Eirfksdótt-
ir, f. 1980, barn
þeirra er Dagrún
María, f. 1996; Ellý Sandra, f.
1980. 2) Grétar, verslunarstjóri, f.
21. júb' 1956, kvæntur Önnu Guð-
rúnu Sigurðardóttur, _f. 1956, og
eiga þau þrjú börn: Önnu Ragn-
heiði, f. 1976, unnusti hennar er
Jón Hálfdán Jónasson, f. 1972;
Trausta Má, f. 1981, og Sigurð
Fannar, f. 1988. Börn Guðmundu
og Eb'asar eru: 1) Gestur ívar,
kjötiðnaðarmaður, f. 18. ágúst
1960, kvæntur Hrafnhildi Soren-
sen, f. 1965, og eigaþau tvær dæt-
ur: Guðmundu Stefaníu, f. 1988,
og Telmu Björk, f. 1990. 2) Helgi,
fiskverkamaður, f. 14. desember
1964. 3) Páb'na, hjúkrunamemi, f.
29.september 1968.
Utför Guðmundu verður gerð
frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
hjartahlýja gaf okkur svo mikið og
verðgildi hennar var miklu meira
heldur en einhverjir veraldlegir
munir. Hún talaði oft um að hana
Iangaði til að geta gefið okkur meira
og stutt okkur meira fjárhagslega en
andlegan stuðning er ekki hægt að
kaupa og maður fékk nóg af honum
hjá henni. Hún tók alltaf þátt í því
sem við vorum að gera og var alltaf
tilbúin að hlusta á okkur. Einnig
fann hún alltaf á sér ef manni leið illa
þótt að maður segði ekki neitt og þó
að margir kflómetrar skildu að fann
hún það á sér og hringdi þá oftar til
að spjalla.
Móðir okkar var mjög fórnfús
kona og hugsaði alltaf fyrst um aðra
áður en hún hugsaði um sjálfa sig.
Þegar við heimsóttum hana á
sjúkrahúsið þá velti hún því meira
fyrir sér hvort við værum ekki
þreytt, ekki hvort hún fyndi til eða
liði illa heldur var hugsun hennar
hvernig okkur liði.
Matur og bakstur var hennar að-
ADAM KRZYSZTOF
BEDNAREK
+ Adam Krzysztof
Bednarek fædd-
ist í Bialystok í Pól-
landi 25. ágúst 1984.
Hann lést í bflslysi
26. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Stefanía Bednar-
ek og Ryszard Bedn-
arek. Systkini Adams
eru Artur, Daníel og
Magdalcna.
Adam Kryzstof
Bednarek kom til Is-
lands 25. ágúst 1997
og átti heima á Hell-
issandi.
títför Adams fer fram frá Ólafs-
víkurkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11. Jarðsett verður á
Ingjaldshóli.
Sá hörmulegi atburður átti sér
stað á laugardaginn var að hann
Adam, skólabróðir okkar og nem-
andi, lét lífið í bflslysi. Við erum öll
harmi slegin og hans er sárt saknað.
Adam hóf nám í Grunnskólanum á
Hellissandi í 8. bekk haustið 1997,
hann kom frá Póllandi
og kunni enga íslensku
en hann var fljótur að
geta gert sig skiljan-
legan og naut til þess
hjálpar samlanda í
bekknum. Var það
bæði Adam og kennur-
unum ómetanlegt.
Adam var hægur, prúð-
ur og síbrosandi og
varð mjög fljótt einn af
hópnum.
Kæra fjölskylda og
aðrir ástvinir, við vott-
um ykkur öllum okkar
dýpstu samúð og von-
um að almáttugur guð verði ykkur
styrkur í þessari miklu sorg.
Hví var þessi beður búinn,
bamið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himnum heyrir trúin
hþoma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „ Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(Bjöm Halld. frá Laufási.)
aláhugamál og hún skoðaði allar þær
uppskriftir sem hún komst yfir og
prófaði oft margt nýtt, að okkar mati
var hún meistarakokkur og -köku-
gerðarkona. En svo var það nú
þannig að þótt maður notaði sömu
uppskrift og hún við kökugerð tókst
kakan aldrei eins vel og hjá henni,
það var eins og það vantaði bara
puttana hennar í þetta.
Margar og góðar minningar eig-
um við um móður okkar sem við
geymum í hjarta okkar. Erfitt er að
hugsa til þess að geta ekki sest aftur
á rúmstokkinn hjá henni og spjallað
við hana fyrir svefninn. Það er mikið
og stórt skarð sem hefur myndast og
það verður erfitt að fylla það og ein-
hvern veginn taldi maður að hún
fengi að vera lengur hjá okkur þar
sem faðir okkar dó frá okkur þegar
við vorum ung en ekki er spurt að
lífsins leið. Veikindi hennar tóku
stuttan tíma en við erum þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum með
henni og öll þau ár sem á undan eru
liðin.
Elsku mamma, við erum sann-
færð að þú hafir hitt hann pabba
núna og þið fylgist bæði með okkur,
þá kveðjum við þig nú og erum viss
um það að við eigum eftir að hittast
aftur og segjum þá núna bless í bili.
Þín börn,
Helgi og Páb'na.
Nú hefur elsku amma okkar kvatt
þennan heim, eftir stutta en erfið
baráttu. Hún amma var svo hugrökk
og dugleg, og er hetjan sem stendur
uppúr í hugum okkar. Við eigum eft-
ir að sakna hennar ömmu svo mikið
að engin orð fá því lýst. Þegar við
mættum í Eyrargötuna var alltaf
tekið á móti okkur með opnum örm-
um, við knúsuð og kysst í bak og fyr-
ir. A eldhúsborðinu stóð ávallt pakki
af tekexi og beið eftir að við borðuð-
um það með smjöri og osti, þetta er
eitt af því sem við fengum bara hjá
ömmu. Hún var algjör dugnaðar-
forkur, bakaði og skreytti kökur af
hjartans list, þegar eitthvert af
barnabörnunum átti afmæli bakaði
hún alltaf fyrir okkur bát, fiðrildi,
andlit eða einhverja aðra útgáfu af
kökum því það var eitt af hennar
helstu áhugamálum. Hún vann í eld-
húsinu á Eyrarskjóli við að elda fyrir
börnin þar, þau kunnu að meta mat-
inn, því alltaf erum við að heyra að
þau vilji bara hafa matinn eins og
Munda gerir hann. Það segir okkur
mikið um matinn sem amma bjó til,
þegar móðir eins drengs, sem var á
leikskólanum, sagði okkur frá því,
þegar syni hennar var sagt frá and-
láti ömmu okkar, að nú væru engla-
börnin heppin að fá matinn hennar
Mundu. Amma kunni vel skil á því
hvað umhyggja og kærleikur var og
sýndi það öllum sem voru í kringum
hana. Alltaf kallaði hún mig Ragn-
Með þessum sálmi viljum við
kveðja þig, kæri Adam. Megir þú
hvíla í friði.
Nemendur og starfsfólk
Grunnskólans á Hellissandi.
Ástkæri vinur og bekkjarfélagi.
Þann örlagaríka dag er þú lést af
slysförum varð mikil sorg í lífi okkar.
Þú varst í blóma lífsins og áttir fram-
tíðina fyrir þér þegar kallið kom. Við
minnumst þín sem brosmilds og in-
dæls drengs, sem vildi öllum vel.
Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska.
Kallið er komið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðnatíð.
Margs er að minnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Við sendum fjölskyldu hans, ást-
vinum og öðrum aðstandendum inni-
legustu samúðarkveðjur.
Kveðja
10. bekkur Grunn-
skólans á Hellissandi.
heiði dúlluna hennar ömmu sinnar í
hvert sinn sem ég hitti hana.
Elsku amma, við erum þakklát
fyrir þær stundir sem við fengum að
njóta með þér, og munum geyma
alltaf í hjörtum okkar.
Guð blessi þig og varðveiti.
Anna Ragnheiður, Trausti
Már og Sigurður Fannar.
Elsku Munda amma, það er svo
erfitt að kveðja þig. Við minnumst
allra góðu stundanna sem við áttum
saman. Við gátum talað um allt við
þig, þú skildir allt svo vel. Minning-
arnar streyma fram í hugann, sumar
úr æsku en einnig eftir að fullorðins-
árin tóku við. Við minnumst þess
sérstaklega vel hvað þú varst alltaf
brosmild og hlý. Það var alltaf gott
að vera í návist þinni.
Það var sérstaklega ljúf stund
þegar við fórum á „litla ættarmótið",
það var fyi'sta útilega okkar sem
fjölskylda. Þá var sungið og spjallað
fram eftir nóttu.
Einnig stendur upp úr í minning-
unni listfengi þitt í matargerð. Þær
eru ófáar uppáhaldsuppskriftirnar
sem þú gafst okkur. Þær voru upp-
haflega eldaðar fyrir litla munna á
leikskólanum þar sem þú varst að
jafnaði kölluð Munda amma af
krökkunum. Þessar uppskriftir lifa
áfram, falla vel í kramið hjá lang-
ömmubarninu þínu, Dagrúnu Maríu.
Elsku Munda amma, okkur lang-
ar að kveðja þig ljóði Jóns frá Ljár-
skógum sem verður okkur minnis-
stætt um ókomna framtíð - þú
spilaðir lagið stundum á gítarinn,
hljómborðið eða harmonikuna.
Sestu héma hjá mér, ástin mín, horfðu’ á
sólarlagsins roðaglóð.
Særinn ljómar líkt og gullið vín,
léttar bárur kveða þýðan óð.
Við öldunið og aftanfrið
er yndislegt að hvfla þér við hlið.
Hve dýriegt er í örmum þér
aðunaoggleymasér.
Sigurður Alfreð Ingvarsson,
Eyrún Lóa Eiríksdóttir og
Ellý Sandra Ingvarsdóttir.
Það er skrítið til þess að hugsa að
elsku Munda frænka sé farin frá
okkur. Mér finnst allt tómt - tómt
þar sem við kvöddum Gerðu frænku
15. janúar. Það er rétt rúmur mán-
uður síðan. Þú varst manneskja sem
aldrei kvartaðir, alltaf boðin og búin
til að gera allt fyrir alla, sama hvað
þú áttir erfitt með að gera fyrir þig
og þína eftir það. Alltaf gastu á þig
blómum bætt. Þegar foreldrar mínir
fluttu burt fóru mín börn að kalla þig
ömmu og þú varst svo ánægð með
það. Fyrir utan þín elskulegu barna-
börn áttir þú mörg í viðbót. Þegar ég
kom til þín og fékk gistingu og beið
eftir að eiga Hauk (jan. 1992) sátum
við heila nótt að taka tímann á verkj-
um en svo hættu þeir bara.
Alltaf gat ég hringt eða komið til
þín og fengið ráðleggingar og hugg-
un hjá þér. Það var svo gott að koma
til þín og tala við þig, að ekki sé
minnst á allt sem þú gast töfrað á
borðið af kræsingum þótt maður
segði vertu ekki að hafa fyrir mér
opnaðir þú einn eða tvo skápa og það
var komið. Við fengum aldrei að fara
svöng frá þér og ef eitthvað var að
veðri þá kölluðum við það tilkynn-
ingaskyldu að hringja og láta vita
þegar heim var komið, sama hvort
ég var í Súðavík eða á Þingeyri.
Elsku Munda, mig langaði bara að
minnast þín í örfáum orðum. Þær
eru margar minningarnar sem við
eigum um þig og þær munum við
geyma í hjarta okkar um ókomna
framtíð eða þar til við hittumst á ný.
Þú varst svo heppin að eiga svo ynd-
isleg börn og barnabörn sem hjálpr
uðu þér og hugsuðu um þig í veikin-
dunum. Eg bið Guð að vera með
þeim öllum og styi’kja í þessari
miklu sorg og góðan Guð að passa
þig, elsku Munda, fyi-ir okkur. Eg vil
þakka þér, elsku Munda, fyrir allt
sem þú hefur gert og gefið, kennt
mér og mínum frá því ég man eftir
mér. Guð blessi þig.
Ingvar, Grétar, Gestur, Pálína,
Helgi, tengdabörn, barnabörn og
bamabarnabörn, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð. Guð veri með
ykkur öllum.
Asta, Friðbert og börn. w-
Elsku Munda. Þú varst yndisleg
persóna, full af gleði og eilífum lífs-
krafti. Er við látum hugann reika
minnumst við þeirra stunda er hlát-
ur hljómaði kvölds og morgna. Sam-
gangur milli heimila okkar var mikill
og börnin í góðu jafnvægi í leik og
starfi.
Við minnumst ævintýralegra
ferðalaga er fjölskyldur okkar fóru í
saman. Þeim munum við aldrei
gleyma.
Þú varst frábær og við munum
sakna þín. Guð veri með þér og þín-
um og megir þú eiga gleðifundi í
himnaríki er þú hittir alla er við höf-
um misst í gegnum árin.
Lína Þóra og Kristinn.
Við viljum minnast elskulegrar
samstarfskonu okkar hennar Mundu
í eldhúsinu, þ.e.a.s. matráðskonu
okkar á leikskólanum Eyrarskjól.
Munda okkar var yndisleg kona, hún
starfaði í leikskólanum frá opnun
hans fyrir 15 árum og þar til í des-
ember s.l. og var sálin í húsinu frá
upphafi. Hún gekk einstaklega vel
um og hugsaði um leikskólann eins
og sitt heimili, og börnin og starfs-
fólkið voru eins og hennar börn. Hún
gaf allt sitt í vinnuna og er stórt
skarð höggvið í okkar hóp. Við mun-
um alltaf sakna þess að hafa ekki
hana Mundu okkar í eldhúsinu. Hún
var einstaklega reglusöm og allir
hlutir voru á sínum stað. Hún fylgd-
ist vel með öllum börnunum og bar
mikla umhyggju fyrir þeim og okkur
starfsfólkinu. Hún hafði sterkar til-
finningar fyi-ir okkur og einnig börn-
um okkar og bamabörnum og bar
mikla umhyggju fyiir öllum. Hennar
verður víða mikið saknað. Munda
var mikill og myndarlegur kokkur
og kökugerðarkona. Mikið talaði
Munda um hvað hún hlakkaði til aý
geta farið að slaka á og njóta lífsins
þegar að starfslokum kæmi og vor-
um við allar farnar að hlakka til með
henni, m.a. ætlaði hún að mæta á
föndurdaga hjá Slysavarnafélaginu
en þar var hún félagskona, en þessi
illvígi sjúkdómur sá til þess að sá
draumur rættist ekki.
Elsku Munda, við viljum þakka
þér fyrir allan þann tíma sem við átt-
um með þér og fyrir allt það sem þú
gerðir fyrir okkur. Við eigum oft eft-
ir að vitna í hana Mundu, og við vit-
um það að hún er með okkur og fylg-
ist með okkur.
Elsku Pálína, Helgi, Gestur, Grét-
ar, Ingvar og aðrir aðstandendur,
góður Guð styrki ykkur og styðji í.
sorg ykkar. Blessuð sé minning
góðrar konu.
Við geymum minningarnar um
þig á góðum stað í hjörtum okkar.
Samstarfsfólk á leik-
skólanum Eyrarskjól.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útfór er á mánudegi), er skila-
frestur sem hér segir: í sunnu-
dags- og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á fóstudag.
í miðvikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir birt-
ingardag. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna skilafrests.