Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 51 MINNINGAR í GUÐBJORG SVAFA BJÖRNSDÓTTIR + Guðbjörg Svafa Björnsdóttir fæddist 22. febrúar 1911. Hún andaðist á Ljósheimum á Sel- fossi 28. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Guðmundsson og Elín Hjartardóttir er t)juggu á Rauðnefs- stöðum á Rangárvöll- um. Systur hennar voru Guðmunda Bjömsdóttir, f. 4. ágúst 1912, d. 27. ap- ríl 1999 og Sigríður Bjömsdóttir, f. 18. mars 1920, d. 15. júlí 1964. Uppeldisbróðir þeirra er Ólafur Þorkelsson, f. 7. ágúst 1918, búsettur í Reykjavík. Svafa giftist 16. maí 1931 Þór- halli Þorgeirssyni, f. 26. janúar 1901, d. 25. júní 1982. Hófu þau bú- skap í Vestmanna- eyjum 1931 og bjuggu þar til ársins 1945 er þau fluttu til Selfoss. Böm þeima eru, 1) Hörður Þór- hallsson, f. 19. mars 1932, kvæntur Hall- dóm Katrínu Guð- jónsdóttur, f. 10. október 1931, búsett í Reykjavík. Þeirra böm em íjögur og eiga þau nfu bama- böm. 2) Erla Þór- halisdóttir, f. 8. nó- vemvber 1933, kvænt Ástráði Ólafssyni, f. 19. mars 1929, búsett á Selfossi. Þeirra böm em fjögur og eiga þau 11 bamaböm og þrjú bamabamabörn. Utför Svöfu fer fram frá Selfoss- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég frétti andlát Svöfu ömmu minnar að morgni 28. febrúar sl. varð mér hugsað til þess að hún, sem alltaf bar svo mikla virðingu fyr- ir Heklu, skyldi einmitt hverfa héðan úr þessum heimi er Hekla hamaðist enn á ný svo nálægt æskustöðvum hennar á Rangái-völlum. Afi og amma voru ein af frum- byggjunum „fyrir utan á“ á Selfossi eða á Langanesinu eins og það er kallað í dag. Húsin okkar stóðu hlið við hlið í Miðtúninu og þó að aðeins væm fáein skref á milli var litla hjartað í mér ekki kjarkmeira en það að vissara þótti mér að syngja á milli húsa til að fæla burtu alla myrkfælni. Okkur krökkunum sem ólumst þar upp hefur alltaf fundist við hafa notið mikilla forréttinda. Við höfðum skíðabrekkuna á Jaðri, klettana, lækina, móann og Gandískóg, að ógleymdri Ölfusá, er liðaðist með- fram Ártúninu. Þarna var paradís að alast upp og óþrjótandi uppspretta leikja er dugðu okkur þannig að við vorum sjálfum okkur nóg við upp- átækin. Alltaf þegar við hittumst í dag er hægt að bæta við sögum og hlæja dátt að bernskubrekunum og játa ýmislegt eróupplýst hefur verið fram að þessu. í þessu umhverfí, og að hafa þau forréttindi að hafa afa og ömmu í næsta húsi, fannst manni eins og ekkert vantaði á, lífið var nánast fulkomið. Samband okkar var ætíð mjög ná- ið, sem seint verður metið, því alltaf voru þau til staðar ef á þurfti að halda og að sækja í viskubrunn þein’a var mér ómetanlegt. Þau voru mínir fyrstu vinnuveitendur, en ég tók að mér að sjá um uppvaskið eftir kvöldmatinn fýrir þau þrisvar í viku fyrir um 15 aura í hvert skipti. Það kom til af því að bræður mínir voru farnir að fá laun, sennilega fyrir að bera út Moggann. Hefur afa og ömmu sjálfsagt fundist það vera frekar til vansa að vinna fyrir kapítalistann, en þau aðhylltust ætíð stefnuna til vinstri, og hafa viljað sýna mér fram á að þau gætu verið mér ekki síðri vinnuveitendur. Amma og langafi minn, Björn, kenndu mér að lesa Njálu, enda hann mikill Njálumaður ef svo má segja því hann þreyttist aldrei á að hampa þeirri bók. Þegar kom að því að ég fór að læra hana í skóla var það þeirra krafa að ekki kæmi til greina annað en að ég fengi 10 í einkunn, annað væri mér ekki samboðið.Varð égað mæta til þeirra í „aukatíma" og sanna kunnáttu mína. Amma kenndi mér líka að lesa Þórberg og reyndi að láta mig lesa Laxness, - það gekk verr en ég kom þó til er ég varð eldri. Hún reyndi líka að kenna mér ýmis- legt í hannyrðum en það kom fljót- lega í ljós að ég var fædd með tíu þumalfingur er létu ekki að stjórn við flókin afbrigði af hekli og prjóni, enda lagðist sú kennsla fljótlega af. Hún amma var ein af þeim sem leystu málin en bjó ekki til vanda- mál, eins og það að hún var komin um fimmtugt er hún lærði á bíl svo að hún og afi gætu ferðast um landið óháð öðrum. Það var líf þeirra og yndi að ferðast, enda höfðu þau farið nánast um allt land og ekki síst um óbyggðir, þá oftast í vinahópi á fjalla- jeppum þeirra tíma. Ég gleymi því seint er þau komu úr einni ferðinni og höfðu keypt handa mér strigaskó á Isafirði! Það fannst mér álíka merkilegt og börnum í dag finnst að fá gjafir er þeirra afar og ömmur koma frá öðrum löndum, því ísa- fjörður var á þeim tíma svo óralangt í burtu. Eftir að ég eignaðist mín böm, Pétur og Þóru, var amma einnig til staðar, ávallt tilbúin að hafa þau hjá sér. Naut Þóra þess sérstaklega og kom amma heim til okkar fyrsta vet- urinn hennar og seinna meir var Þóra hjá henni tvo vetur eftir skóla og í annan tíma ef á þurfti að halda. Slík umhyggja var okkur ómetanleg Er heilsan brast naut hún þess að búa svo nálægt foreldrum mínum, sem reyndust henni í alla staði vel. Síðustu árin dvaldist hún á dvalar- heimilum, fyrst á Sólvöllum á Eyrar- bakka en núna síðast á Ljósheimum á Selfossi. Með trega og þakklæti kveðjum við, fjölskyldan í Hafnar- firði, Svöfu ömmu. Hvíl í friði mín kæra. Elín. Mörgum á eflaust eftir að vera minnisstæð síðasta helgi febrúar- mánaðar á nýju árþúsundi. Hræðileg umferðarslys og aftakaveður sem olli samgöngutruflunum með til- heyrandi erfiðleikum auk náttúru- hamfara, skók landið okkar. A með- an á öllu þessu stóð var langamma mín, Svafa Björnsdóttir, smátt og smátt að lúta í lægra haldi fyrir al- mættinu. Á mánudagsmorgninum þegar veðrinu slotaði leið hún inn í eilífðina södd lífdaga. í rauninni fannst mér ég eiga tvær móðurömmur því langamma og Erla amma bjuggu hlið við hlið og gegndu þær báðar mikilvægum hlutverkum í mínu lífi. Á mínum yngri árum var ég mikið í pössun hjá ömmu Svöfu þegar allir voru að vinna og litla barnið gat þá ekki verið eitt heima og var því send til ömmu Svöfu. Ég og langamma gátum brallað mikið saman, hún átti alveg heilan helling af bókum og lásum við meðal annars saman „Sálminn um blómið" sem nú vermir bókahilluna mína og vorum við það heppnar að veturinn eftir að við lásum hana var leikritið sett upp hjá Leikfélagi Selfoss og þangað skelltum við okkur auðvitað. Á milli þess sem við lásum sungum við mik- ið saman og spilaði amma þá á orgel- ið og ég söng með. Stundum fékk ég líka að glamra á orgelið en það var nú sjaldan sem það kom einhver lag- lína út úr því. Einnig hlustuðum við á „lagið okkar“ en það var „Þrjú hjól undir bílnum" með honum Ómari Ragnarssyni. Ég er nú reyndar al- veg steinhissa á því að sú spóla hafi aldrei slitnað í hamagangnum við að spóla fram og til baka. Síðan þurft- um við auðvitað að nærast líka og við gátum verið alveg rosalegir „svindl- arar“ í sambandi við það því við borðuðum þegar við vorum svangar, við vorum ekkert að bíða eftir þess- um opinberu matartímum heldur höfðum við hádegismatinn klukkan hálftólf og drukkum miðdagskaffið um hálfþrjú, alvöru glæpamenn þar á ferð. Við áttum það líka til að grípa í spilin og var þá spiluð „langömmu- vitleysa" tímunum saman og þegar ég fór að eldast fórum við að spila marías og rommí. Já, það var sko alltaf líf og fjör heima hjá ömmu Svöfu, en samt lifnaði nú heldur bet- ur yfir litla húsinu í Miðtúninu þegar Munda frænka kom í heimsókn en hún bjó á Hellu og var systir hennar langömmu, hún kvaddi þennan heim nú síðastliðið vor. Ég man líka hvað þú varst stolt af mér á fermingar- daginn minn þegar þú sást mig í upp- hlutnum ykkar ömmu Erlu. Hún amma var lika alltaf til í að gera allt sem ég stakk uppá svo sem eins og þegar ég, sex ára barnið, nýbúin að læra stafina, tók upp á því að vilja læra að hekla reyndi hún eftir bestu getu að gera það fyrir mig, en allt kom fyrir ekki, ég virtist vera fædd með tíu þumalfingur eins og hún móðir mín og gat einfaldlega ekki lært að hekla, hvað þá að prjóna sem ég get varla enn þann dag í dag. En hún amma var alltaf mikill kvenskör- ungur og ég gleymi því aldrei hvað ég var stolt þegar mamma sagði mér að hún hafi verið með bílpróf en ekki langafi, sem ég fékk því miður ekki að kynnast. Svo var hún óvenju líka- mlega hress alveg þangað til fyrir svona 3-4 árum. Eins og stundum þegar maður var ekki búin að heim- sækja hana í svona viku snéri sófa- settið kannski í allt aðra átt en síðast þegar maður kom. Svo á ég aldrei eftir að gleyma því þegar pabbi, Sævai’, Bii’gir og Ástráður afi voru að mála húsið að utan fyrir svona rúmlega 10 árum og voru þeir ekki fyrr byrjaðir en mín var mætt og byrjuð að mála gluggana. Já, þannig var hún amma mín, ég sem var alveg viss um að hún mundi verða að minnsta kosti 120 ára, hún var alltaf svo hress og glöð en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. En elsku amma mín, það hefur verið yndislegt að fá að kynnast þér og höfum við átt í gegnum tíðina al- veg yndislegar samverustundii’ og vil ég þakka fyrir alla pössunina, alla lopasokkana, lopavettlingana og lopapeysurnar sem þú prjónaðir á mig í gengum tíðina af þinni alkunnu snilld. Ég er strax farin að hlakka til að hitta þig aftur á ný en við skulum nú vona að það verði ekki fyrr en eft- ir að minnsta kosti 80 ár. Guð geymi þig, elsku langamma mín, minningin um þig á alltaf eftir að lifa í hjarta mínu. Þín, Þóra. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRA GESTSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðgeir Þórarinsson, Dóra Guðrún Kristinsdóttir, Jón Þ. Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, afi og bróðir, VALSTEINN HEIÐAR GUÐBRANDSSON, Árnesi, Súðavík, lést af slysförum mánudaginn 28. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 6. mars kl. 15.00. María Kristófersdóttir, Guðmundur Birgir Heiðarsson, Heiðveig Jóhannsdóttir, Kristófer Heiðarsson, Ragnheiður Jóhannesdóttir, Atbert Heiðarsson, Guðný Hanna Jónasdóttir, Ármann Heiðarsson, Guðbrandur Rögnvaldsson, Bjarndís Inga Albertsdóttir, Brimrún irma, María Kristín og systkini hins látna. + Sonur okkar, ÞORMÓÐUR KARLSSON, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 2. mars. Halla Jóhannsdóttir, Karl B. Guðmundsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, INGÓLFUR GYLFI JÓNASSON frá Hellatúni, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 2. mars. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jakobína Ólafsdóttir, börn og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, f ' JÓNA GUÐNÝ FRANZDÓTTIR W v < frá Róðhóli, lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki fimmtudaginn 2. mars. Æ Börnin. + Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, JÓN GUNNAR GUNNARSSON, lést á heimili sínu, Leiðhömrum 38, fimmtu- daginn 2. mars síðastliðinn. Jarðarför hans verður gerð frá Grafarvogs- kirkju föstudaginn 10. mars kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gunnar Stígsson, Jónína Þórarinsdóttir, Þóranna Helga Gunnarsdóttir, Bjarki Hrafn Gunnarsson, fris Gunnarsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Þórarinn Sæbjörnsson, Ingibjörg Jónsdóttir. + Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför elskulegrar móður okkar og tengdamóður, ÞÓRUNNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Flúðabakka 2, Blönduósi. Hermann Sigfússon, Ósk Óskarsdóttir, Brynhildur Friðriksdóttir, Sigtryggur Ellertsson, Guðrún Friðriksdóttir, Indíana Friðriksdóttir, Sigríður Friðriksdóttir, Sigurlaug Friðriksdóttir, Björn Friðriksson, Sigmundur Magnússon, Fritz Berndsen, Steindór Jónsson, Guðrún Tryggvadóttir og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.