Morgunblaðið - 04.03.2000, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Ferdinand
Smáfólk
Skrattínn. Enn Lífið hefur sínar Ijdsu og dökku Það rignir / dag
ein falleinkunin. hliðar herra minn, skyn og / lægðinni minni.
skúrir, hæðir og lægðir.
Opið bréf til
lögreglustjórans
í Reykjavík
Frá Þráni Sigurbjamarsyni:
Reykjavík 3. febrúar 2000
Lögreglustjóri
Böðvar Bragason
Hverfísgötu 113-115
105 Reykjavík
Varðar: Verklagsreglur og skyld-
ur lögreglu við rannsókn afbrota.
18. janúar síðastliðinn var brotist
inn í íbúðarherbergi á fyrstu hæð í
blokk hér í bæ og þaðan stolið verð-
mætum tölvubúnaði.
Þegar er uppljóst varð um stuld-
inn, tilkynntu íbúar lögreglu um at-
burðinn. Laganna verðir brugðust
skjótt við og komu ekki færri en fjór-
ir þjónar á vettvang skömmu síðar.
Allar kringumstæður voru vandlega
skoðaðar og íbúar sem og nágrannar
inntir eftir vitneskju. Að skilnaði
voru húseigendur beðnir að hafa
samband við lögreglu sem fyrst, ef
eitthvað kæmi í ljós sem leitt gæti til
þýfisins og lausnar málsins.
Sama kvöld fékk íbúðareigandi
mjög ákveðnar vísbendingar um
hverjir gætu hafa verið að verki og
hafði þegar samband við lögregluna.
Þá hafði ekki verið gefin út skýrsla
og að sögn varðstjóra því ekkert
hægt að gera í málinu þá stundina.
Næstu daga var ítrekað reynt að
koma umræddum vísbendingum til
löggæslu, en þó skýrslan hafi fund-
ist, hafði málinu ekid verið ráðstafað
til rannsóknaraðila og vísaði hver
deildin á aðra. Tóku lögreglumenn
þó alltaf fram að mjög áríðandi væri
að koma upplýsingum á framfæri
eins fljótt og unnt væri svo leysa
mætti málið áður en þýfinu væri
komið í lóg.
Loks þann 27. janúar, tókst að
koma ábendingum um grunsemdir
til þess aðila sem þá hafði verið skip-
aður til rannsóknar. Ekki virðist þó
hafa komist skriður á málið því mér
vitanlega hefur ekkert verið gert til
að hafa hendur í hári þeirra sem
grunaðir eru um aðild að verknaðin-
um.
Við þessar aðstæður virðist það
fundið fé að stunda þjófnaði. Alla-
vega gefst nægur tími til að koma
þýfi fyrir án þess að hætta sé á að
viðkomandi sé ónáðaður af löggæslu.
Heyrst hefur til þeirra grunuðu
gorta af þessum ákveðna verknaði.
Sem skattgreiðandi og löghlýðinn
borgari spyr ég nú:
•Hver er skylda lögreglu í máli
sem þessu og hvaða reglum er fylgt
við rannsókn slíkra mála?
•Er eindregnum ábendingum, sem
komið er til lögreglu, fylgt eftir og þá
innan einhvers ákveðins tíma?
•Hver eru samskipti lögreglu við
vátryggingafélög í slíkum málum?
Gefur lögregla skýrslu til trygginga-
félags um rannsókn máls, eða hve-
nær mál telst óleysanlegt og þá inn-
an hvaða tímamarka?
Svar óskast sem fyrst.
ÞRÁINN
SIGURBJARNARSON,
Hraunbæ 84,110 Reykjavík
Hvort er ávallt
mein að peini?
Frá-Guðna Kolbeinssyni:
Indriði G. Þorsteinsson hefúr um all-
langt skeið skrifað vikulega pistla í
Morgunblaðið. Bera pistlar þeir
heitið Sjónvarp á laugardegi og
flytja hugleiðingar Indriða um
sjónvarpsefni vikunnar - og raunar
sitthvað fleira, eftir því sem andinn
innblæs honum.
í þættinum á laugardaginn var
sendi Indriði mér heldur kaldar
kveðjur fyrir vont mál í sjónvarps-
þýðingu. Hann helgaði mér fyrir-
sögnina, sendi mér skeyti um leið og
hann hrósaði rangæskri heimasætu
fyrir málfar og tók svo að lokum fyr-
ir afbrot mitt ægilega og sagði: „...
þýðanda varð heldur betur á í mess-
unni.“ Og skömmu síðar: „... þegar, í
Frasier, kemur fyrir orðskrípið
„pein“, og mun þá átt við sársauka,
er manni nú öllum lokið...“
Ekki ætla ég að bera á móti því að
hafa notað orðskn'pið pein í þýðingu
á umræddum þætti; það gerði ég
ekki bara einu sinni heldur þrisvar.
En hefði Indriði horft á þáttinn og
lesið jafnframt þýðinguna hefði hann
að minnsta kosti átt að sjá að ekki
merkti orðið sársauki heldur leið-
indaskarfur eða eitthvað í þá áttina.
Hins vegar tel ég mig eiga nokkra
vöm í málinu og vil ekki sitja þegj-
andi undir misskilningi Indriða sem
fer ekki einu sinni rétt með hvaða
kvöld þátturinn var sýndur.
Við skulum líta aðeins á ástæður
þess að ég valdi þessa lausn í þýðing-
unni. Niles, bróðir Frasiers, er geð-
læknir eins og hann, menningar-
snobb eins og hann og talar
menntamannamál eins og hann. En í
þessum þætti brá svo við að Niles fór
að vera með ungri stúlku sem hafði
þau áhrif á hann að hann fór að
klæða sig eins og unglingur, haga sér
eins og unglingur og tala eins og
unglingur. Frasier skildi varla hvað
hann átti við og skammaði hann fyrir
orðfærið. Síðar í þættinum notaði
hann reyndar sjálfur orðskrípið sem
hann hafði lært af Niles, samstarfs-
konu sinni til mikillar furðu, þótt hún
gripi svo líka til þess skömmu síðar.
Þetta var það sem þurfti að kom-
ast til skila í þýðingunni og ég valdi
þá leið að láta Niles biðja bróður sinn
að vera ekki svona mikið pein -
þýddi slangur með slangri. Og þrátt
fyrir ást mína á íslenskri tungu
finnst mér það betri þýðing en að
láta Niles segja: „Lát af að spilla
gleði várri,“ þótt það hefði vafalaust
hugnast skáldjöfrinum betur.
GUÐNI KOLBEINSSON,
þýðandi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.