Morgunblaðið - 22.03.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 22.03.2000, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Íslandssími tilkynnir verulega lækkun á millilandasímtölum Býður um 85% af milli- landasímtölum á 18,90 kr. ÍSLANDSSÍMI tilkynnti í gær verulega lækkun á verði milli- landasímtala. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Islandssíma, segir að eignaraðild Islandssíma að Cantat-3-sæstrengnum geri fyr- irtækinu kleift að bjóða lægra verð. Samkvæmt verðskránni verður verð á símtölum til 21 af helstu viðskiptalöndum íslendinga 18,90 kr. hver mínúta. „Eignaraðild Íslandssíma að Cantat-3-sæstrengnum gerir fyrir- tækinu mögulegt að bjóða upp á sambærilega þjónustu og Lands- síminn en á lægra verði. Islands- sími tók strenginn að fullu í notkun í dag [í gær] um leið og opnuð var ný símstöð fyrirtækisins í London.“ Áður hafði fyrirtækið opnað samskonar símstöð í New York. „Bein eignaraðild að sæstrengnum gerir fyrirtækið engum háð um að- föng og gerir því kleift að lækka gjaldskrá sína fyrir millilandasím- töl til muna,“ sagði Eyþór. Hann sagðist telja það talsverð tíðindi þegar verð fyrir millilanda- símtöl væri komið niður fyrir verð fyrir GSM-símtöl. Hann tók fram að ekkert áskriftargjald væri fyrir þessa þjónustu, eins og svo al- gengt væri í GSM-þjónustunni. Varanleg lækkun Samkvæmt nýju gjaldskránni kostar það viðskiptavini íslands- síma 18,90 kr. á mínútu að hringja til allra helstu viðskiptalanda Is- lands. Alls er um að ræða tuttugu og eitt land í þessum flokki. Þar á meðal eru Bandaríkin, Ástralía og nær öll lönd í Norður- og Vestur- Evrópu. Að sögn Eyþórs nær þetta lága verð til þeirra landa sem um 85% af símaumferð Is- lendinga fara um. Hann sagði að Úr verðskrám símafyrirtækjanna: Símtöl til útlanda Landssími íslands íslands- sími Frjáls fjarsk. Upphafsqjald símtals: 3,32 kr/símtal 3,15 kr/símt. Ekkert Land sem \ ><£•» hringt er til Dag- Kvöld- og taxti, næturtaxti kr/mín. kr/mín. Einungis einn taxti kr/min. Einungis einn taxti kr/mín. Danmörk, Noregur, Svíþjóð Færeyjar, Finnland Bretland frland Belgia, Holland, Lúxemborg Frakkland Þýskaland Austurríki, Sviss Portúgal Spánn ftalía Pólland Eistland, Lettland Litháen Rússland Tékkland Ungverjaland Rúmenía Búlgaría Slóvenía Króatfa Kýpur Grikkland Tyrkland Armenía 30,00 27,00 31,00 28,00 31,00 28,00 36,00 33,00 36,00 33,00 36,00 33,00 30,00 27,00 53,00 48,00 50,00 45,00 36,00 33,00 42,00 38,00 53,00 48,00 50,00 45,00 53,00 48,00 69,00 63,00 53,00 48,00 50,00 45,00 66,00 60,00 60,00 54,00 66,00 60,00 60,00 54,00 69,00 63,00 60,00 54,00 69,00 63,00 98,00 89,00 18,90 18,90 18,90 18,90 18,90 18,90 18,90 18,90 18,90 18,90 18.90 40,00 40,00 40,00 89.90 40,00 40,00 49.90 49,90 49,90 40,00 40,00 40,00 49.90 89.90 23,00 23,00 23,00 27,00 27,00 27,00 23,00 40,00 40,00 27,00 27,00 40,00 40,00 40,00 50,00 40,00 40,00 50,00 50,00 50,00 40,00 40,00 40,00 50,00 90,00 Bandarikin Kanada Mexíkó Argentína Brasilía Chile Venesúela Suður-Afríka Marokkó Egyptaland Kenýa Indland Tailand Hong Kong Kína Japan Ástralía ' Nýja-Sjáland Fidjieyjar 35,00 32,00 35,00 32,00 96,00 87,00 124,00 113,00 60,00 54,00 124,00 113,00 96,00 87,00 69,00 63,00 69,00 63,00 149,00 136,00 124,00 113,00 124,00 113,00 66,00 60,00 60,00 54,00 124,00 113,00 66,00 60,00 58,00 52,00 60,00 54,00 154,00 140,00 18,90 18.90 59.90 89.90 45,00 89.90 59.90 45,00 49.90 69.90 89.90 89.90 45,00 18.90 89.90 45,00 18.90 45,00 99.90 23,00 27,00 70,00 90,00 45,00 90,00 70,00 45,00 50,00 70,00 90,00 90,00 45,00 40,00 90,00 45,00 23,00 45,00 115,00 um væri að ræða varanlega verð- lækkun og að hún tæki gildi í byi'j- un apríl. Eyþór sagði að á síðasta ári hefðu einstaklingar og fyrirtæki á Islandi greitt 1,5-2 milljarða fyr- ir millilandasímtöl. Hann fullyrti að ef þessi viðskipti færðust öll til Islandssíma eða keppinautar fyr- irtækisins mættu þessari verð- lækkun myndi þessi kostnaður landsmanna lækka um 700 millj- ónir. Islandssími er nú með tugi fyrir- tækja í viðskiptum, en frá og með næstu mánaðamótum getur allur almenningur nýtt sér millilanda- þjónustu fyrirtækisins. Samkvæmt fjarskiptalögum þarf fólk áður að skrá sig hjá Íslandssíma. Það get- ur fólk gert með því að hringja í 594 4000 eða með því að skrá sig á heimasíðu fyrirtækisins. Keppinautar boða verðlækkun Að sögn Ólafs Þ. Stephensen, talsmanns Landssímans, stendur yfir endurskoðun á verðskrá Landssímans. „Þáttur í þeirri end- urskoðun er mjög veruleg lækkun á millilandasímtölum og liggja fyr- ir áætlanir sem greint verður frá á næstunni," sagði hann. Fyrirtækið Frjáls fjarskipti, sem einnig býður þjónustu í milli- landasímtölum, býður sínum við- skiptavinum að tengjast símkerf- inu í gegnum sérstakan símlykil, sem tengdur er við síma hvers heimilis eða fyrirtækis. í frétt frá fyrirtækinu segir að í dag verði til- kynnt um lækkun á verðskrá sem verði í öllum tilvikum lægri en hjá Islandssíma. Jafnframt segir að boðuð verðlækkun Islandssíma sé orðin tóm því fyrirtækið geti ekki veitt þessa þjónustu. Hross hafa verið á gjöf meira og minna frá því í byrjun desembermánaðar Bændur fast- heldnir á hey KRISTJÁN Bj. Jónsson, héraðs- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, segist telja að bændur séu orðnir nokkuð fastheldnir á hey. Þeir vilji síður selja þeim sem skortii’ hey af ótta við að eiga ekki nóg sjálf- ir. Vegna erfíðrar tíðar í vetur hefur þurft að gefa hi-ossum óvenjumikið af heyi. Forðagæslumenn eru þessa dag- ana að byrja að mæla heyforða í sveitum og telja búfé, en þeir eiga að vera búnir að skila inn forðagæslu- skýrslum fyrir lok apríl. Slíkar skýrslur eru gerðar tvisvar á ári. Kristján sagðist því ekki vera með góðar upplýsingar í höndum um stöðuna í dag. Hann sagðist þó telja að bændur, sem almennt hefðu verið vel staddir með heyforða, væru orðn- ir tregir að láta frá sér hey. Ekki væri því útilokað að bændur sem vantaði hey ættu í erfíðleikum með að útvega sér hey í vor. Hann tók þó fram að mjög margir hestaeigendur, sem keyptu hey á hverju ári, væru með trygga seljendur. Kristján sagði að sjúkdómavarnir gerðu að verkum að heyflutningar væru takmarkaðir. Þetta ylli því að á einstökum svæðum gætu skapast erfíðleikar hjá bændum. Hann nefndi Skaftártungur sem dæmi, en þar hafa komið kalár annað hvert ár í allmörg ár og margir bændur því heylitlir. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum, sagði að reglur um forðagæslu gerðu ráð fyrir að búfjáreigendur þyi-ftu að vera við- búnir vetrum eins og þessum. Fyrir nokkrum árum hefðu viðmiðunar- mörk varðandi fóðrun hesta verið hækkuð. Hrossaeigendur ættu þess vegna að þola svona harðan vetur. Hann sagði að segja mætti að hag- laust hefði verið fyrir hross frá því í byrjun desember ef frá væri skilinn tveggja vikna hlýindakaíli í janúar. Ólafur sagðist telja að talsvert meira fóður hefði farið í fóðrun hrossa í vetur en undanfarna vetur og því væri ekki útilokað að sumstað- ar skorti hey. Þetta ætti fyrst og fremst við um Suðurland og Vestur- land því að veturinn hefði ekki verið óvenjulegur fyrir norðan og austan. Ólafur sagðist telja að þessi erfíði vetur yrði til þess að margir hrossa- eigendur reyndu að grisja hjá sér stofninn. Hann sagðist hafa fundið fyrir áhuga margra á að gera það. Hvert hross þarf fímm heyrúllur Samkvæmt skýrslu sem Hagþjón- usta landbúnaðarins vann fyrir land- búnaðairáðuneytið þarf hvert hross fimm heyrúllur í fóður á ári. Hver rúlla kostar a.m.k. 3.000 kr. þannig að fóðurkostnaðinn má áætla 15.000 ki'. á hest. í landinu eru um 80.000 hross þannig að kostnaður við að fóðra hrossastofninn í landinu er um 1,2 milljarðar á ári. Tekjur í atvinnu- greininni hafa verið að dragast sam- an m.a. vegna sjúkdóma og sölu- tregðu á erlendum mörkuðum. Viðræður RSÍ við ríki og borg Vilji til að fyigja kröfunum fast eftir ÞRJÁR vikur eru nú frá síðasta samningafundi Rafiðnaðar- sambandsins og fulltrúa ríkis og borgar. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður, en að sögn Guðmundar Gunnarssonar, for- manns RSI, má búast við því að það verði gert um leið og gengið hefur verið frá samningum raf- iðnaðamanna og Samtaka at- vinnulífsins. Krafa um breytt launakerfi Guðmundur segir að rafiðn- aðarmenn hafi kynnt samn- inganefndum ríkis og borgar sjónannið sín fyrir áramót og frá þeim tíma hafi aðilar hist nokkrum sinnum. RSÍ hafí hins vegar lagt áherslu á að sigla málum við SA í höfn og því ekki þrýst á um fund við hið opin- bera. „Við gerðum báðum nefnd- um grein fyrir þeirri ki-öfu okk- ar að breyta um launakerfi," segir Guðmundur. „Rafiðnað- armenn hjá ríki og borg hafa ekki notið þess launaskriðs sem verið hefur á almenna mark- aðnum að undanförnu og í ein- hverjum mæli meira að segja innan þeirra stofnana sem þeir vinna við. Þessir hópar hafa setið eftir og aðeins fengið ber- strípaðar umsamdar launa- hækkanir. Það bil sem hefur myndast viljum við jafna og krefjumst þess vegna leiðrétt- ingar.“ Að sögn Guðmundar standa málin nú þannig að viðræðu- aðilar þeirra skoða nú kröfu- gerð RSÍ. „Á þeim er að heyra að eðlilegt sé að skenkja okkur 3% hækkun á ári. Það er svo sem gott og gilt að okkar mati, ef með í kaupunum fylgir leið- rétting á launaskriðinu síðustu ár.“ Tilbúnir í verkfall Hann segir að innan Rafiðn- aðarsambandsins sé fullur vilji til að fylgja þessum kröfum fast eftir. „Það er auðvitað spurning hvað við þurfum að ganga langt til að leiðrétta þetta misrétti. Við erum tilbúnir í verkfall, ef það er það sem þarf,“ segit' Guðmundut' ennfremur. Félagsmenn RSÍ hjá ríki og borg eru tæplega 400 og skipt- ast nokkuð jafnt milli borgar og ríkis. Þeir rafiðnaðarmenn sem heyra undir fjármálaráðuneyt- ið með sín launakjör starfa einkum hjá Landspítalanum og Ríkisútvarpinu og einnig fjölda stofnana úti um allt land. Flest- ir rafiðnaðarmenn hjá borginni starfa hins vegar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 43ÍBim ► Teiknimyndasögur ► Vinir á Netinu ► Pennavinir ► Teikningar ► Safnarar ► Þrautir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.