Morgunblaðið - 22.03.2000, Side 6

Morgunblaðið - 22.03.2000, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR U ndirbúning’ur hafínn að sölu Landssímans STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið framkvæmdanefnd um einkavæðingu að hefja undirbúning að sölu Landssíma íslands hf. Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að vart hafi orðið við mik- inn áhuga á þessu máli að undanförnu. Einkavæðingarnefnd ekki sett tímamörk í bréfi samgönguráðherra til nefndarinnar er henni falið að gera tillögu um hvemig standa skuli að sölu hlutafjár í Landssímanum. Sturla Böðvars- son sagði í samtali við blaðið í gær að nefndinni væru ekki sett sérstök tímamörk. „Eg geri ekki ráð fyrir því að þetta klárist þannig að það sé hægt að taka þetta mál fyrir fyrir þinglok,“ sagði hann. Hreinn sagði að þetta mál yrði eitt af stóm mál- unum sem nefndin fengist við á næstu vikum og mánuðum. Samgönguráðherra kveðst hafa kynnt fyrir rík- isstjóm minnisblað um undirbúning að sölu hluta- fjár í fyrirtækinu 22. febrúar sl. og hinn 23. febrúar hafi hann sent einkavæðingamefnd bréf þar sem henni var falið þetta verkefni. í bréfinu segir að í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að hafinn verði undirbúningur að sölu Lands- símans á kjörtímabilinu sé framkvæmdanefnd um einkavæðingu falið að gera tillögu um hvemig standa skuli að sölu hlutafjár í Landssímanum. Ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins, að- stoðarmaður samgönguráðherra og stjórnarfor- maður Landssíma Islands hf. verða tengiliðir sam- gönguráðherra við nefndina og munu taka sæti í henni ásamt föstum nefndarmönnum á meðan þetta mál er til meðferðar, að sögn Hreins Lofts- sonar. Nefndin skoði nokkra kosti við sölu hlutafjárins í bréfi samgönguráðherra er lögð áhersla á að nefndin skoði eftirfarandi: „1. Að tryggja starfsfólki kauprétt á hlutafé í fyrirtækinu með hliðsjón af sambærilegum tilvik- um við sölu annarra ríkisfyrirtækja. 2. Að ákveðinn hluti verði seldur í almennri dreifðri sölu og þá sérstaklega símnotendum. 3. Að kanna kosti og galla þess að selja umtals- verðan hlut í fyrirtækinu til eins aðila. 4. Að meta hagkvæmni þeirra hugmynda sem fram hafa komið um að skilja að einstaka þætti í starfsemi fyrirtækisins, svo sem hið almenna íjarskiptanet. Þegar tillögur nefndarinnar liggja fyrir verður málið lagt fyrir ráðherranefnd um einkavæðingu," segir í bréfi samgönguráðherra. „Ég taldi alveg nauðsynlegt að láta einkavæð- ingarnefnd og þá sérfræðinga sem hún kallar til skoða alla þessa kosti, þannig að hægt sé að taka afstöðu til þeirra þegar leiðin er valin,“ sagði Sturla. Aðspurður sagðist samgönguráðherra ekki vera áhugasamur um þann kost að aðskilja einstaka þætti í starfsemi Landssímans, s.s. fjarskiptanet- ið, enda hefði slíkt hvergi verið gert við sölu síma- fyrirtækja. Sturla sagðist hins vegar hafa talið eðlilegt að nefndin skoðaði kosti og galla þessa. Hafa kynnt sér einkavæðingu í öðrum löndum og aflað gagna Að sögn Hreins hefur einkavæðingamefndin viðað að sér gögnum og kynnt sér þessi mál í ýms- um löndum að undanförnu. „Ég hef þegar farið og kynnt mér mál í Danmörku og það hafa komið hingað aðilar frá danska símanum.Við höfum farið til Belgíu og Hollands og kynnt okkur einkavæð- ingu þar, og til írlands og fleiri landa og viðað að okkur gögnum. Núna um helgina munum við kalla til okkar aðila frá Landssímanum, Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppnisstofnun og frá samkeppnisaðilunum, Tali, Línu-Neti, Íslandssíma og fleiri, til þess að átta okkur á samkeppnisstöðu fyrirtækisins,“ sagði hann. Hreinn kvaðst ekki geta sagt um hvenær tillög- ur nefndarinnar lægju fyrir. „Þetta verður eitt af stóru málunum hjá okkur. Við höfum verið með önnur mál í gangi en þetta er mjög stórt og viða- mikið verkefni, sem kemur til með að taka mikinn tíma hjá okkur á næstu vikum og mánuðum," sagði Hreinn. Eftirlit með innherja- viðskiptum 19 mál til skoðunar frá 1996 BANKAEFTIRLIT Seðlabankans og síðai- Fjármálaeftirlitið hefur skoðað alls 19 mál vegna meintra inn- herjaviðskipta frá gildistöku laga um verðbréfaviðskipti árið 1996. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráðheira við fyrirspurn Einars K. Guðfinsson- ar alþingismanns á Alþingi. Enginn grundvöllur til aðgerða í 16 tilvikum Einnig kemur fram í svarinu að af þeim meintu innherjaviðskiptum sem athuguð hafa verið og er lokið hefur niðurstaðan orðið sú að í 16 til- vikum var ekki talinn grundvöllui- til aðgerða af hálfu bankaeftirlits Seðla- bankans eða Fjármálaeftirlitsins. í einu tilviki var ákveðið að vísa máli til embættis ríkissaksóknara til opinberrar rannsóknar, að lokinni at- hugun bankaeftirlits. Athugun ríkis- saksóknara leiddi ekki til opinberrar ákæru vegna umræddra viðskipta. A umræddu tímabili voru 4 mál tekin til athugunar árið 1996, 3 mál árið 1997,8 mál 1998 og 4 mál á sein- asta ári en þar af er tveimur málum ólokið. s Afsökunar- beiðni séra Gunnars BISKUPI íslands hefur borist af- sökunarbeiðni frá séra Gunnari Bjömssyni, fyrrverandi sóknar- presti í Holtsprestakalli. Afsökunar- beiðnin, sem Biskupsstofa sendi fjölmiðlum í gær, fer hér á eftir: „Ég undirritaður, Gunnar Björns- son, sérþjónustuprestur, bið fyrrver- andi sóknarböm mín í Holtspresta- kalli, sem og aðra þá sem ég kann að hafa brotið gegn, afsökunar. Sóknarbömum í Holtsprestakalli bið ég blessunar Guðs.“ --------------- Sala hefst á Windows 98 á íslensku í dag SMÁSAL A íslenskrar útgáfu af ann- arri útgáfu Windows 98-stýrikerfis- ins hefst í dag, miðvikudag, en það er í fyrsta skipti sem Windows er boðið á íslensku. Tölvudreifing og Micro- soft-fyrirtækið hafa náð samkomu- lagi um að bjóða íslensku útgáfuna á sérstökum kjömm fram til 15. maí. Áætlað smásöluverð er 3.490 fyrir uppfærslupakka sem er þriðjungur af venjulegu verði. Síðasti vinnudagur Þórólfs Magnússonar á morgun eftir 35 ára innanlandsflug Snýst um að meta aðstæður rétt hverju sinni „ÉG FER fyrst í vetrarfrí, síðan tek- ur við sumarfrí og eftir það fram- lengi ég líklega fríin eitthvað," segir Þórólfur Magnússon, flugsljóri hjá íslandsfiugi, sem nú er að hætta 65 ára að aldri en lengur mega menn ekki starfa við atvinnuflug á Islandi. Þórólfur lauk flugnámi árið 1963 og hefur frá árinu 1965 starfað við atvinnuflug, svo til eingöngu innan- lands en nokkuð í Grænlandi og víð- ar. Hann á að baki rétt. tæplega 25 þúsund flugstundir og hefúr trúlega langflest flugtök og lendingar fs- lenskra flugmanna þar sem leggir eru stuttir í innanlandsfluginu og oft- ast famar nokkrar ferðir hvem vinnudag. Þórólfur vcrður 65 ára á föstudag en reglugerð segir að menn megi ekki fljúga lengur en fram að þeim degi. „Annars er ég fæddur um hádegi Fersk alþj óðleg matargerð... ...og það sem við á Vínhjartað á Hverfisgötunni sommelier B r a s s e r í e Veitingastaðurinn Sommelier • Hverfisgata 46 • Sími: 511-4455 • Veffang: www.sommelier.is svo ég ætti að geta flogið til hádegis á föstudag en við ætlum ekkert að storka yfirvöldum," segir Þórólfur en kveðst aðspurður vel geta hugsað sér að starfa lengur. Flugmenn máttu áð- ur fljúga til 63 ára aldurs ef heifsa þeirra leyfði en fyrir tveimur ámm vom aldursmörkin hækkuð f 65 ár. „Ég átti eftir þijá mánuði í sextíu og þijú árin þegar reglunum var breytt og því fannst mér eðlilegt að halda áfram og gott að geta flogið út öld- ina.“ Vantar alltaf kennara og prófdómara Þórólfur segir að þar sem hann hafi átt allan feril sinn í innanlands- flugi hafi lífeyrisgreiðslur hans ver- ið lægri en hjá mörgum öðrum flug- mönnum og þær reyndar byijað seint og því hafi hann hug áað starfa eitthvað við flugið áfram. „Ég gæti til dæmis stundað flugkennslu en veit hreinlega ekki hvort það er leyfilegt en það vantar alltaf kenn- ara og prófdóniara." Ferill Þórólfs hófst á leiguflugi en hann og Helgi Jónsson ráku þá sam- an leiguflug og flugkennslu, síðar annaðist hann flug á vélum sem hann og fleiri áttu saman og síðan flaug hann hjá Vængjum, Arnarflugi og íslandsflugi. Á þessum árum hefur hann flogið margs konar flugvélategundum, Super Cub, Cessna 170, Mooney M20E, Piper Apache, British Nor- man Islander, Twin Otter og Dorn- ier, sem hann hefur einna mest flog- ið siðustu árin. Og það fer ekki hjá því að á þessum árum hafi Þórólfur öðlast mikla reynslu. „Já, það fer ekki hjá því að maður hafi lært eitthvað og það snýst kannski að miklu leyti um það meta aðstæður rétt hverju sinni. Við höf- um ákveðin lágmörk og reglur til að fara eftir á hveijum stað en reynslan kennir manni líka hvemig veðrið hagar sér á hinum ýmsu stöðum, hvað verður úr veðurspánum og þar fram eftir götunum. Þannig er stundum hægt að leggja af stað frá Morgunblaðið/RAX Þórólfur Magnússon, flugstjóri hjá íslandsflugi, lætur af störfum á morgun vegna aldurs en atvinnuflugmenn verða að hætta 65 ára. Þau hafa öll komið nálægt fluginu. Þórólfur ásamt börnum sínum, þeim Júlíusi, Jónínu og Aðalheiði. Reykjavik þótt ófært sé þá stundina á Siglufirði þar sem reynslan hefur kennt manni að við ákveðnar aðstæð- ur muni það lagast. En stundum þarf líka að snúa frá og það þarf ekki síð- ur að kunna að lesa úr slíkum að- stæðum." Þórólfur er á því að innanlandsflug eigi áfram framtíð fyrir sér þrátt fyr- ir ýmsar sviptingar á því sviði um þessar mundir. Hann bendir til dæmis á varðandi Gjögur að yfir veturinn er flugið þjóðvegur nr. eitt fyrir byggð- arlagið og því nauðsynlegt og hann segir eðlilegt að menn geri kröfúr um góðar vélar og aðbúnað í fluginu rétt eins og sífellt sé verið að bæta vega- kerfið. „í þessu sambandi má líka benda á að Domier er sérstaklega hagstæð vél. Hún flýgur hægt og þannig er hægt að meta í rólegheitum við flug- velli hvort unnt er að fara fyrir él og doka við en spekúlera í aðstæðum sem ekki er unnt á hraðfleygari vélum.“ Börn Þórólfs hafa líka tengst flug- inu og þannig starfar Júlíus sem þotuflugmaður hjá fslandsflugi, Jón- ína hefur starfað sem flugfreyja þar og Aðalheiður við afgreiðslu. „Ég mun því fylgjast áfram með í flug- inu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.