Morgunblaðið - 22.03.2000, Page 22

Morgunblaðið - 22.03.2000, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 3 Sölumiðstöð Úr ársreikningi 1999 f*^| hraðfrystihúsanna Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Heildartekjur Milljónir króna 38.063,3 33.616,8 +13,2% Rekstrargjöld 3.820,7 3.850,4 -0,8% Afskriftir 332,7 319,5 +4,1% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -326,5 -382,0 -14,5% Reikn. tekjusk. og eignarskattar 166,2 83,3 +99,7% Hagnaður af reglul. starfsemi 172,4 13,4 Hlutdeild minnihluta i hagnaði -7,6 44,8 Hagnaður (tap) ársins -186,8 16,3 Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 19.099,9 18.566,5 +2,9% Eigið fé 2.973,7 3.070,8 -3,2% Skuldir og skuldbindingar 16.126.2 15.495.6 +4.1% Skuldir og eigið fé samtals 19.099,9 18.566,5 +2,9% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár -6,28% 0,53% Eiginfjárhlutfall 15,57% 16,54% Veltufjárhlutfall Milljónir króna 1,15 1,13 Veltufé frá rekstri 459.3 230,4 +99,4% Síðasta ár erfítt SH-samstæðunni Tapið 187 milljónir króna VÞI undirritar viljayfirlýsingu um aðild að NOREX Rýfur einangrun íslensks verð- bréfamarkaðar HEILDARTEKJUR SH-samstæð- unnar á síðasta ári námu 38 mil- Ijörðum króna en voru 33,6 mill- jarðar árið áður og er það aukning um 13%. Félagið jók á árinu kaup afurða í eigin nafni í stað um- sýsluviðskipta sem ekki teljast til eigin veltu. Hagnaður samstæð- unnar fyrir fjármagnsliði var 665 milljónir króna, en var 479 milljón- ir króna árið 1998 og er það um 39% aukning. Hagnaður af reglu- legri starfsemi fyrir skatta meira en þrefaldaðist milli ára og varð um 338 milljónir króna. Að teknu tilliti til skatta varð hagnaður af reglulegri starfsemi 172 milljónir króna en var 13 milljónir króna ár- ið 1998. Tekjur móðurfélagsins námu 1.401 milljón króna árið 1999, en voru 1.385 milljónir króna árið áð- ur. Hagnaður móðurfélagsins af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 125 milljónum króna en var 48 milljónir króna árið 1998. Eftir skatta varð hagnaður móðurfélags- ins 93 milljónir króna árið 1999, en var 39 milljónir króna árið áður. Óregluleg gjöld 622 milljónir króna í tilkynningu frá SH kemur fram að óreglulegar tekjur samstæðunn- ar hafi numið 397 milljónum króna og vegur þar þyngst 346 milljóna króna söluhagnaður af innlendum hlutabréfum í eigu eignarhaldsfé- lagsins Jökla hf. Einnig er hér til- færð lækkun á tekjuskattsskuld- bindingu frá fyrra ári um 40 milljónir króna og söluhagnaður varanlegra fastafjármuna, rúmar 11 milljónir króna. Óregluleg gjöld námu 622 millj- ónum króna. Þar er stærsti liður- inn óbein afskrift að upphæð 401 milljón ki’óna vegna starfsemi fé- lagsins í Rússlandi. Henni til við- bótar nam hlutdeild í rekstrartapi félagsins í Rússlandi 166 milljónum króna. Eftir viðvarandi taprekstur hlutdeildarfélagsins Navenor allt frá því í ágúst 1998 ákvað stjórn fé- lagsins að leggja niður starfsemina í Rússlandi og leita eftir sölu eigna. Vegna óvissu um söluverðmæti fastafjái-muna hlutdeildarfélagsins var ákveðið að færa eignarhlutann og kröfur á félagið að fullu niður í bókum SH hf. Hlutdeildarfélagið í Rússlandi mun því ekki hafa frekari áhrif á rekstur samstæðunnar, nema ef kostnaður við að leggja starfsem- ina niður verður meiri en nemur söluverði eigna. Afskriftir og niðurfærsla við- skiptakrafna dótturfélagsins Sæ- marks ehf. námu 73 milljónum króna í árslok. Áfallin lífeyris- skuldbinding nam 68 milljónum króna og loks var afskrifað yfirverð keypts eignarhluta í Árnes Europe að fjárhæð 66 milljónir króna. Tap samstæðunnar nam því 187 millj- ónum króna í heild á árinu. Veruleg endurskipulagning á rekstrinum Veruleg endurskipulagning fór fram á rekstri móðurfélagsins og dótturfélaga á árinu og kemur hún að fullu til framkvæmda frá 1. jan- úar 2000. Umsýslusölu hefur verið hætt og einstök dótturfélög eru ábyrg fyrir innkaupum sfnum og samningum við framleiðendur. Stofnað hefur verið nýtt dótturfé- lag á Islandi, SH Þjónusta ehf., sem veita mun markaðsfyrirtækj- unum aðstoð við innkaup, skipulag flutninga, gæðamál og annað sem óskað verður eftir. Starfsmönnum á Islandi hefur fækkað úr sem svarar liðlega 100 ársstörfum í 45. Móðurfélagið mun einkum sinna hlutverki eignarhaldsfélags og beina fjárfestingum sínum að mestu að því að efla markaðs- starfið. Dótturfélögin Sæmark ehf. og Jöklar hf. voru sameinuð móðurfé- laginu 30. júní 1999. Er þessum breytingum ætlað að gera þjónust- una skilvirkari og ódýrari auk þess sem áherslur og ábyrgðarsvið eru skerpt. „Síðasta ár var félaginu sérlega erfitt og um margt óvenjulegt. Veruleg endurskipulagning átti sér stað með lokun fyrirtækja og fækk- un starfsfólks og tap vegna fjár- festinga í Rússlandi vai’ tekið inn af fullum þunga. Það er von og trú félagsins að áföll af slíku tagi séu að baki. Fyi’irtæki eins og SH býr þó áfram við annars konar áhættu sem tengist verðsveiflum á mark- aði. Gerist ekkert óvænt þar er það mat forráðamanna félagsins að hagnaður af reglulegri starfsemi árið 2000 verði meiri en hann var árið 1999,“ segir í tilkynningu frá SH. VERÐBRÉFAÞING íslands hf., VÞI, undirritaði í gær viljayfirlýs- ingu um aðild þingsins að NOREX, sem er samstarf norrænna kaup- halla um rekstur viðskiptakerfis, sameiginlegar viðskiptareglur og markaðsmál. Aðilar að NOREX eru danska og sænska kauphöllin, en samskonar viljayfirlýsing var undirrituð í nóvember 1999 fyrir hönd norsku kauphallarinnar. Það voru þeir Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður VÞI, Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri VÞI, og Hans-Ole Jochumsen, for- stjóri dönsku kauphallarinnar og varastjórnarformaður NOREX, sem undirrituðu viljayfirlýsinguna. Við þetta tækifæri sagði Hans- Ole Jochumsen að hann gæti nefnt tvær ástæður fyrir því hvers vegna stofnun hins norræna samstarfs og aðild VÞI væru hagstæðar fyrir alla aðila. Hann sagði að tvennt þyrfti að vera til staðar til að markaður væri fyrir hendi; annars vegar staður til að kaupa og selja vöruna, sem í tilfelli verðbréfa- markaða nútímans væri í tölvu- og hugbúnaðarkerfum viðkomandi kauphalla. Hins vegar þyrfti að ríkja traust af hálfu fjárfesta til markaðsaðila, og væri það eitt meginhlutverk rekstraraðila kaup- halla að sjá til þess að umhverfi VERÐBRÉFAÞING íslands hf. hefur áhuga á að fleiri skráð fyi’ir- tæki taki upp opinber níu mánaða uppgjör og síðar meir þriggja mán- aða uppgjör. Tryggvi Pálsson, for- maður stjórnar Verðbréfaþings, sagði á aðalfundi þingsins sem hald- inn var í gær að búast mætti við að ákvörðun yrði tekin á næsta starfs- ári um aukna tíðni uppgjöra. Það yrði þó aðeins gert að höfðu samráði við skráð hlutafélög og með hliðsjón af væntanlegri samræmingu reglna norrænna kauphalla í NOREX, sem viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um að VÞI kaupi hlut í. „Með þessu fær markaðurinn ör- uggari og betri upplýsingar og fjár- festar geta gert sér gleggri grein fyrir verðmæti skráðra bréfa. Birt- ing ársfjórðungsuppgjöra minnkar þörfina á að gefa út rekstraráætlanir og afkomuviðvai’anir og síðast en ekki síst dregur tíðari birting upp- gjöra úr líkum á innherjasvikum," sagði Tryggvi. Nafnbirting vegna innherjavið- skipta verður tekin upp 1. júlí Verðbréfaþings íslands hefur ákveðið að taka upp nafnbirtingu innherja sem eiga viðskipti með bréf frá 1. júlí næstkomandi og jafnframt hyggst VÞI beita sér fyrir því að skilgreining á innherjum verði gerð skýrari, þannig að ekki leiki vafi á því hveijir eru fruminnherjar í hverju félagi og við hvaða aðstæður aðrir geti orðið innherjar um skemmri eða lengri tíma. Tryggvi sagði eina af undirstöðum skipulegs markaðar vera sýnileika viðskipta. Upplýsingar um viðskipti viðskiptanna stuðli að slíku trausti. „Segja má að með stofnun NOREX séu kauphallirnar í sam- starfinu að samnýta tölvukerfið, sem í þessu tilviki er SAXESS- viðskiptakerfi, en það er mjög skynsamlegt frá kostnaðarlegu sjónarmiði og ætti að lækka við- skiptakostnað. Þetta er í raun nærri því að vera samruni tölvu- kerfa. Hins vegar mun samtenging markaðanna skapa traust yfir landamæri," sagði Jochumsen. Tryggvi Pálsson sagði að í þess- ari viljayfirlýsingu fælist að nú yrði sest niður til að semja um eignarhlut VÞÍ í Nordic Exchang- es, NOREX, og einnig verði samið um viðskiptakerfið. „Ef allt gengur að óskum má búast við að það verði komið í gagnið á þessu ári. Þessu fylgir að sjálfsögðu, ef allt gengur upp, að við munum vinna enn frekar að því að samræma ýmsar reglur sem gilda um verð- bréfaviðskipti," sagði Tryggvi. Mun dýpka og styrkja íslenskan verðbréfamarkað I fyrirspurnum á eftir var spurt hvort líklegt væri að kauphöllin í Finnlandi gengi til liðs við NOR- EX-samstarfið, og sagði Hans-Ole Jochumsen að erfitt væri að svara því fyrir þeirra hönd, en vilji væri innherja gætu haft talsverð áhrif á verðmyndun bréfa og því væri stjórn VÞI einhuga um að taka upp nafn- birtingar innherja. Tryggvi sagði að þótt íslenska markaðinum hefði fleygt fram í ýms- um efnum á liðnum árum ætti hann enn nokkuð langt í land með að standa jafnfætis þróuðum erlendum mörkuðum í vinnubrögðum og virkni. „Verðbréfaþingið hefur jafnan kappkostað að vinna að framförum og fyrir nokkru beitti það sér fyrir því ásamt öðrum að hleypa af stokk- unum samstarfsverkefni um fram- þróun markaðarins á vettvangi Verlsunan’áðs íslands. Þar er nú unnið öflugt starf í vinnuhópum um ýmsa málaflokka og er þess vænst að í byrjun sumars verði gerð grein fyr- ir tillögum um m.a. aðgerðir til að til þess hjá þeim sem standa að NOREX að Finnar slægjust í lið með hinum fjórum kauphöllunum sem fyrirsjáanlega verða aðilar að samstarfinu innan tíðar. Stefán Halldórsson bætti við að finnska kauphöllin hefði ákveðið fyrir sextán mánuðum að ganga til sam- starfs við kauphöllina í Frankfurt á sviði afleiðuviðskipta og í hefð- bundnum hlutabréfaviðskiptum. „Á þessum tíma hefur enn ekki verið samið um hefðbundin hlutabréfa- viðskipti, þannig að það er enn op- ið til umræðu," sagði Stefán. Á fundinum sagði Tryggvi Páls- son að mikilvægt væri að með þessu væri búið að rjúfa einangrun íslensks verðbréfamarkaðar. „Nú verða VÞI og íslenski markaður- inn, ef viljayfirlýsingin gengur eft- ir, þátttakendur í þróuninni en ekki einangrað fyrirbæri.“ Hann sagðist telja að samstarf kauphalla ætti eftir að aukast í framtíðinni, en markaðir hvers lands myndu áfram gegna mikilvægu hlutverki. „Með því að við tökum upp nýtt viðskiptakerfi og gerumst aðilar að NOREX er von til þess að það opnist greiðari leið fyrir erlenda fjárfesta inn á íslenskan markað. Það mun hjálpa til að dýpka mark- aðinn og styrkja hann,“ sagði Tryggvi Pálsson. efla samkeppnisstöðuna gagnvart erlendum mörkuðum, breytingar á starfsháttum á verðbréfamarkaði, markaðssetningu til fjárfesta, inn- lendra sem erlendra, og skarpari reglur um útboðs- og skráningarlýs- ingar, upplýsingaskyldu og yfir- töku,“ sagði Tryggvi. Nauðsynlegt ad herða eftirlitið Hann sagði Verðbréfaþing vilja stuðla að aga á markaðinum, m.a. með því að þingið sýndi festu gagn- vart þingaðilum og útgefendum skráðra bréfa varðandi flagganir, til- kynningar um innherja og viðskipti þeirra, svo og aðra upplýsingagjöf. „Við teljum nauðsynlegt að herða eftirlitið og vera óhrædd við að taka á málum þegar ástæða er til, en gæta þess jafnframt að allir sitji við sama borð,“ sagði Tryggvi Pálsson. VÞÍ vill að tíðni uppgjöra fyrirtækja verði aukin Dregur úr líkum á innheri as vikum Morgunblaöið/Ásdís Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Verðbréfaþings íslands hf., í ræðustól á aðalfundi VÞI sem haldinn var í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.