Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegu IMPAC Dublin-bókmenntaverðlaunin Atta bækur í pottinum IMPAC Dublin-bókmenntaverðlaunin verða veitt 17. júní nk. í Dublin. Sjö bækur hafa nú verið valdar úr og mun dómnefnd skipuð rithöf- undum og bókmenntafræðingum skera úr um hver þeirra hlýtur verðlaunin hinn 17. maí næstkomandi. Bækurnar eru Wide Open eftir Nicolu Barker, The Hours eftir Michael Cunn- ingham, Trumpet eftir Jackie Kay, This Side of Brightness eftir Colum McCann, Charming Billy eftir Alice McDermott, Paradise eftir Toni Morrison og I Married a Communist eftir Phil- ip Roth. IMPAC Dublin-bókmenntaverðlaunin eru verðlaun sem veitt eru árlega fyrir skáldverk á ensku, frumsamið eða í þýðingu. Verðlaunaféð er veglegt, 100.000 írsk pund, og eru þetta stærstu peningaverðlaun sem veitt eru fyrir einstakt bókmenntaverk í enskumælandi heimi. Dublinarborg stendur að verðlaununum ásamt fyi-irtækjunum Dublin Corporation og IMPAC en Borgarbókasafnið í Dublin sér um fram- kvæmdina. Almenningsbókasöfn um allan heim geta tilnefnt bækur og í ár voru þátttakendur yfir 100 borgarbókasöfn í 34 löndum, meðal annars Borgarbókasafn Reykjavíkur. Borgar- bókasafnið tilnefndi bókina Hanna’s Daughters eftir sænsku skáldkonuna Marianne Fredriks- son, sem er ensk þýðing Joan Tate á skáldsög- unni Anna, Hanna och Johanna. Samkvæmt reglum samkeppninnar mega frumútgáfur ekki vera eldri en sex ára og ensk þýðing þeirra ekki yngri en tveggja ára. Þetta gerir það að verkum að nýjar enskar þýðingar á bókum íslenskra höfunda koma ekki alltaf til greina. Borgar- bókasafn hefur fjórum sinnum tilnefnt bækur íslenskra höfunda, skáldsögurnar Absolution (Fyrirgefning syndanna) eftir Ólaf Jóhann Ól- afsson (1996), Angels of the Universe (Englar alheimsins) eftir Einar Má Guðmundsson (1997), Troll’s Cathedral (Tröllakirkja) eftir Ól- af Gunnarsson (1998) og Z: A Love Story (Z. Ástarsaga) eftir Vigdísi Grímsdóttur (1999). Tilnefndar bækur fyrir árið 2000 eru 101 tals- ins og eru bandarískir höfundar í miklum meiri- hluta eða 41,17 breskir höfundar eru á listanum en einnig höfundar frá Ástralíu, Frakklandi, Suður-Afríku, Þýskalandi, Kanada, Kína, Bras- ilíu, Sri Lanka, Guadaloupe og Haítí svo eitt- hvað sé nefnt. Flestar eru bækurnar skrifaðar á ensku en tólf þýðingar eru á listanum, þar á meðal þýðingar á verkum eftir Paolo Coelho, Milan Kundera, WG Sebald, Mario Vargas Llosa og Marianne Fredriksson. Verði þýdd bók fyrir valinu rennur hluti af verðlaunafénu til þýðandans. Listi yfir tilnefndar bækur hang- ir uppi á Borgarbókasafninu í Þingholtsstræti og í Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Fyrri verðlaunahafar Dublin-verðlaunanna eru breski höfundurinn Andrew Miller fyrir Ingenious Pain (1999), Þjóðverjinn Herta Mull- er fyrir The Land of Green Plums (1998), Javier Man'as frá Spáni fyrir A Heart So White (1997) og Ástralinn David Malouf fyrir Remembering Babylon (1996). Þeim sem vilja kynna sér verðlaunin og bæk- urnar skal bent á heimasíðu IMPAC Dublin- verðlaunanna, impacdublinaward.ie, sem er einnig aðgengileg af heimasíðu Borgarbóka- safns Reykjavíkur, en þar má einnig nálgast upplýsingar um fleiri bókmenntaverðlaun, inn- lend sem erlend. Slóðin er www.borgarboka- safn.is Söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Nemendur úr söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs flytja tvær gamanóperur eftir Gluck í Salnum í kvöld. Gaman- óperur eftir Gluck NEMENDUR í söngdeild Tónlistar- skóla Kópavogs flytja tvo gaman- óperueinþáttunga eftir Christoph Willibald Gluck á tónleikum í Saln- um í kvöld kl. 20.30. Fyrri óperan, Batnandi byttu er best að lifa, verður flutt í íslenskri þýðingu Onnu Júliönu Sveinsdött- ur, söngkennara skólans og leik- stjóra sýningarinnar, en hin seinni, Dómarinn táldregni verður sungin á þýsku. Að sögn Onnu Júlíönu er hér er um frumflutning á íslandi að ræða. „Gluck samdi fyrri einþátt- unginn árið 1760 og hinn síðari 1761, árið áður en hann samdi óper- una Orfeus og Evridís," segir hún. „Þó að þessar óperur séu mjög ólíkar má segja að þemað í þeim báðum sé svekkt eiginkona. I hinni fyrri er eiginmaðurinn mikill drykkjurútur, sem hefur valdið konu sinni miklum vonbrigðum. Hann á drykkjufélaga sem verður ástfanginn af frænku hennar og einhverju sinni endar svall þeirra með því að báðir deyja drykkju- dauða. Þá bregður eiginkonan, frænkur hennar og vinir á það ráð að þykjast vera djöflar og nornir, svo þegar þeir vakna halda þeir að þeir séu lentir í helvíti. Eigin- maðurinn lofar auðvitað bót og betrun og heitir því að láta aldrei aftur áfengi inn fyrir sínar varir,“ segir Anna Júh'ana. Seinni óperan, Dómarinn táldregni, er svokölluð Tyrkjaópera, en þær voru mjög vin- sælar á þessum tíma þegar margir óttuðust innrás Tyrkja og landvinn- inga þeirra. Grín gert að karlmönnum „Hér er gert grín að tyrkneskum dómara sem er giftur og ætlar að kaupa sér nýja eiginkonu en þegar til kemur reynist konan sem hann hefur keypt en ekki séð vera for- ljót,“ heldur Anna Júlíana áfram. í báðum verkunum er óspart gert grín að karlmönnum en flytjendur eru allir með tölu kvenkyns, þó að sumar bregði söngkonurnar sér í karlmannslíki á sviðinu. „Við snú- um þessu við, hér áður fyrr þegar konur máttu ekki syngja í óperum, þá sungu geldingar sópran- hlutverkin og kontratenórar mezzósópranhlutverkin." Alls taka tíu nemendur þátt í sýn- ingunni, allt frá fyrsta til áttunda stigs, en yngsta söngkonan er að- eins 16 ára gömul. Nemendurnir eru þær Vigdfs Björg Sigur- geirsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Perla María Hauksdóttir, Ragnheiður Þórdís Stefánsdóttir, Sólrún Sæ- mundssen, Anna Hafberg, Helga Heimisdóttir, Oddrún Óiafsdóttir, Oddný Sigurðardóttir og Björg Ósk Bjarnadóttir. Píanóleik annast Krystyna Cortes, undirleikari söngdeildar, og umsjón með fórðun og búningum hefur Anna María Einarsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Á síðastliðnum árum hefur söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs staðið fyrir flutningi á óperunum Hin fyrstu jól eftir Michael Hurd, Hans og Gréta eftir Engilbert Humperdinck og Briddsleikararnir eftir Samuel Barber og Gian Carlo Menotti, en að sögn Önnu Júlíönu hafði engin þeirra verið flutt hér á landi áður. „Við erum að reyna að feta ótroðnar slóðir," segir hún. Nútímakonan í náttúrunni MYNDLIST (i a 11 c r f <§> li I e m ni 11 r EIRÚN SIGURÐ ARDÓTTIR LJÓSMYNDIR Opið alla daga nema mánudaga frá 14 til 18. Sýningin stendur til 26. mars. EIRÚN Sigurðardóttir heldur áfram rannsóknum sínum á stöðu nútímakonunnar gagnvart umhverfi sínu og sem fyrr er nálgun hennar bæði frumleg og ögi-andi. Fyrir skömmu sýndi Eirún myndröð í Stöðlakoti þar sem hún sýndi pers- ónuna Dollý, eins konar teikni- myndakonu sem tekst á við líf sitt á óvenjulegan hátt en af öiyggi og ákveðni. Dollý var holdgervingur nútímastúlkunnar og máluð í anda japanskra teiknimynda, táknmynd frekar en raunveruleg kona. Nú hef- ur Eirún sjálf tekið aðalhlutverkið og sýnir Ijósmyndir þar sem hún ferðast um í íslenskri náttúru, vel til höfð með langar rauðar neglur, príl- ar upp hraundranga og handleikur nýveiddan silung af kunnáttusemi. Líkt og sýning Eirúnar í Stöðla- koti er þessi sýning í Gallerí- @Hlemmur mjög vandlega unnin og framsett eftir þeim stíl sem tíðkast nú um stundir um allan heim. Mynd- irnar eru ágengar en þó óaðfinnan- lega smekklegar, en einmitt þar liggja skilaboð Eirúnar. Árekstur hins smekklega og þess grófgerða er viðfangsefni hennar hér: ímynd borgarkonunnar í andstöðu við hrjóstrugt hraunið og slímugan nýdauðan fiskinn. Margar spurning- ar vakna þegar maður skoðar þessar myndir en flestar eru líklega þess eðlis að hver þurfi að svara þeim fyr- ir sig. Umræða Eirúnar um konuna og stöðu hennar takmarkast nefni- lega ekki við pólitískar klisjur eða almennar alhæfingar. Það, sem hún varpar fram, virðist heldur varða ákvarðanir sem hver þarf að taka sjálfur. Ákvarðanir um það hvernig maður sjálfur tekst á við líf sitt og þá umgjörð sem því er búin. Eirún hefur starfað með Gjörn- ingaklúbbnum sem hefur undanfarið vakið athygli víða um heim undir al- þjóðlega nafninu The Icelandic Love Corporation. Með þessum tveimur sýningum hefur hún líka markað sér stað sem sjálfstæður listamaður og hafið merkilega könnun sem á ef- laust eftir að skila fleitá verkum á næstunni. Hún hefur líka markað sér sérstæðan stíl í efnistökum sem ber vott um sterkan listrænan skiln- ing ekki síður en vilja til að takast markvisst á við erfið viðfangsefni. Jón Proppé Hvorki fugl né fískur KVIKMYNDIR S a m b í 6 i n HUNDURINN OG HÖFRUNGURINN ★ Leikstjóri: George Miller. Handrit: Tom Benedek. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg, Kathleen Quinlan, Miko Hughes, Majandra Delfino, Jessica Howell, Dawn McMilIan og Arnold Vosloo. Rysher Entertainment 1997. SEIFUR heitir hundur nokkur sem sem feðgarnir Terry og Jordan hafa með sér í fríið við sjávarsíðuna. Seifur verður skotinn í höfrungi sem heitir Roxanne og þannig kynnast feðgarnir sjávarlíffræðingnum Ann Beth og dætrum hennar Judith og Noru og hefst mikill vinskapur milli þeiiTa. Þetta er slæm mynd sem er því miður bæði illa ski-ifuð og leikstýrð og söguþráðurinn það agalega teygður og ómai’kviss, að það er varla að myndin byiji né endi. Eg geng út frá því að þetta eigi að vera bama- og fjölskyldumynd og þá finnst mér lágmark að söguþráðurinn höfði til barna. En ég býst við að afar fáir gríslingar hafi áhuga á því að tveir fullorðnir einstaklingar rífist um rannsóknarstyrk. Þau fatta ekki einu sinni hver vondi karlinn í myndinni er og þá er nú mikið farið. I svona mynd vilja börn, og hún býður óneitanlega upp á það, skondin, skemmtileg og til- finningamikil atriði með dýrunum, en hér er þeim ekki fyrir að fara. Það eina sem hundurinn og höfrungurinn gera er að tala saman og maður skilur ekki einu sinni um hvað! Eða yfirleitt hvað þeir eru að gera í þessari mynd. Höfrungminn reyndar bjargar mömmunni í lokin og það var nú gott hjá honum. Þegar aumingja hundur- inn kemur í leitfrnar, eftir að feðgam- ir tóku flugvél á milli landshluta til að leita af honum, tekur enginn eftir því! Eða var það bara ekki sýnt? Stelpurnar, sem era hálf stálpaðar, em eitthvað unglingaveikar, en hætta því snögglega og vilja endilega leika við einhvern smágutta sem Jordan er. Og fullorðna fólkið er miður sannfær- andi í hrifningu sinni hvort af öðm. Því miður eru Hundurinn og höfr- ungurinn hvorki fugl né fiskur. Hildur Loftsdóttir M-2000 Miðvikudagur 22. mars. Vetraríþróttahátíð ÍBR Kennsla og kynn- ing á íþróttum fyi-ir almenning. Skíðaganga, ganga, sund, * skokk, skíði innan borg- armarkanna í hádeginu og seinni hluta dags. www.ibr.is Málþing í Gvendarbrunnum. Kl. 15. Tært vatn - auður komandi kynslóða. Málþing sem Orkuveitan og Junior Chamber Reykjavík hafa skipulagt á alþjóðlegum degi vatnsins. Vatnssérfræðing- ar og áhugamenn leita svara við spurningunum: Emm við að fara vel með vatn? Nýtum við það á sjálfbæran hátt? Er nóg af vatni á íslandi og hvernig er staða vatnsmála í veröldinni? Málþingið hefst kl. 15:00 og verður haldið að Gvendarbmnn- um, þar sem aðalvatnsból Reyk- víkinga vom til margi-a ára. www.jc.is www.vatn.is www.reykjavik2000.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.